Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 11
i Sunmidaítur S. jan 1964 MO RGUNR1ADIÐ U Hafnir til Ólafs Ketilssonar, þar sem hann átti að dveljast, en María var beðin fyrir hann og var í ráði að hann væri hér í 6 eða 8 daga. En hann er hér enn. Á þessu ári lýkur hann jarðfræðiprófi frá há- skólanum í Köln. Hann er prýðilegur námsmaður.“ Það var gleði og þakklæti í augum Árna þegar hann sagði okkur frá þessu æfin- týri um uppeldissoninn, en við lögðum saman tvo og tvo og ég hugsaði með sjálfum mér: Ekki þarf hjartahlýja þessa heimilis frekari vitna við. Þegar við vorum seztir við kaffiborðið sagði Árni: „Pabbi varaði mig við tvennu, þegar ég tók við for- mennsku eftir hann: að krusa ekki Moldu og fara ekki yfir Grænuborgarhraun í norðan- rokum, því þá brýtur á hraun inu. Vindstrengurinn er harð- astur yfir Moldu, sem er sand vík norðan megin við Stap- ann, en um Grænuborgar- hraun liggur leiðin heim í Vörina. í slæmum veðrum á maður að vera á dýpinu fyrir utan brúnina og taka svo vör- ina fyrir sunnan hraunið." „Líkaði þér á sjónum?“ „Ég hafði gaman af að sigla en ég var alltaf sjóveik- ur þangað til ég varð formað- ur.“ „Nú, af hverju, var það á- :byrgðin?“ t „Ætii það ekki, ég veit það ekki. Þegar ég var strákur var sagt að sjóveiki væri í- myndun. Oftast var kallað á nóttunni, og ef hann var á norðan kastaði ég upp úti á hlaðinu. Þá vissi ég að það var ylgja á sjó. En þið getið ekki ímyndað ykkur hvemig lyktin var af stökkum og brókum, þegar þau höfðu ver- ið vindþurrkuð í norðanátt- inni og gljáðu af grút. í þá daga var alltaf notuð ný lif- ur. Líklega hefur hún átt sinn þátt í sjóveikinni. En þegar ég var orðinn for- maður voru skinnstakkarnir og grúturinn úr sögunni. Þá voru brækurnar blásteinslit- aðar og gafst vel.“ f „Héðan eru ættaðir margir i góðir sjómenn?" „Já, já, Auðunssynir eru settaðir héðan, Sæmundur ' Jónsson afi þeirra bjó á Minni-Vatnsleysu og Auðunn, faðir þeirra, annálaður mót- ©rbátsformaður gerði út frá Vatnsleysu, éins og þið kannski vitið.“ Við fórum nú út i aðra eálma og ég spurði Árna hvort hann treysti sér til að leiða getum að því hver Stapadraugurinn væri. Hann •ýáraði neitandi og bætti við: „Én ég veit að það er ekki Stjáni blái, áreiðanlega ekki. Eg var með honum í vega- vinnu á Stapanum og elsku- legri manni hef ég ekki kynnzt." „Hvenær var það?“ „1911“ „Hann drukknaði.“ „Já, hann fórst hér í Vík- Inni. Hann getur orðið afskap- ' lega hvass hér út Vogavíkina. Ég heyrði það á sinum tíma •ð bátar hafi skömmu fyrir •ldamót þurft að hleypa und- an Stapanum til Njarðvíkur, en Guðmundur gamli Bjarna- •on, þekktur formaður, tók •ig þá til og krusaði sig heim i Voga. Honum þótti vist nóg um ferðalagið eftir á og sagði fátt. En næst þegar hann var kenndur gat hann ekki á sér setið og sagði: „Helvítið hún Molda skai ekki snuða mig.“ „Stjáni blái hefur verið þekkt persóna hér um slóðir á sinni tíð?“ „Hann var annálaður sjó- maður, eins og þú getur séð •f lýsingu Arnar Arnarsonar, •em ég hygg að sé á margan hátt rétt. Ég heyrði þó eink- um talað um að hann hafi verið frábær flatningsmaður.“ „Var hann myndarlegur maður?“ „Jæja, jú, heldur var hann karlmannlegur. Hann var rauðbirkinn og ákaflega hlé- drægur fannst mér. En ég sá hann aldrei með víni, og undarlega koma mér fyrir sjónir þessi orð skáldsins, við skulum fletta upp í ljóðum hans — jú hérna er kvæðið um Stjána bláa: Þá var stundum hlegið hátt hnútum kastað, leikið grátt, hnefar látnir semja sátt, sýnt, hver átti í kögglum mátt. Þennan Stjána þekkti ég ekki. Hins vegar gæti ég vel trúað að hann sigli enn hvass an beitivind austur af sól og suður af mána. Og kannski það sé líka rétt að drottinn sjálfur hafi staðið á ströndu, eins og skáldið segir, stillt vind og lækkað sæ, hver veit nema svo hafi verið?“ „Þú ert auðvitað alirm upp í góðum siðum og guðstrú?" „Ég veit ekki hvað ég á að segja, það voru alltaf lesn- ar heima föstuhugvekjur Pét- urs, Passíusálmarnir og á sunnudögum var Pétur einnig lesinn og stundum Jón Vída- lín. Ef Passíusálmarnir voru illa lesnir, áminntu foreldrar mínir þann sem las, og þótti okkur krökkunum sneypu- legt að fá slíka. áminningu. Þá hlupum við inn í næsta her- bergi og hlógum að þeim sem hafði lesið, að honum skyldi hafa fipast svo illilega. Þau kunnu sálmana utan bókar og pabbi var snillingur í lestri og las oft sjálfur. Samt sögðu kerlingarnar hér í kring að hann væri trúlaus, því hann hefði lesið Darwin." Ég spurði Árna hvort hann hefði haft afskipti af opin- berum málum. Hann sagði að ekki hefði farið mikið fyrir því. En þó bætti hann við að hann hefði verið kosinn í hreppsnefndina 1921, þá ung- ur maður í foreldrahúsum. „En kosningin var kærð vegna þess ég væri vinnu- maður. Ég varð reiður og neitaði því harðlega að ég væri vinnumaður, þó ég byggi hjá foreldrum mínum. A þessum tíma voru ekki til aðrar stéttir en lausamenn og vinnumenn, auk bænda. Eg- ill bróðir fór til Klemensar Jónssonar og sagði honum frá þessu. Klemens sagði að þetta hefði komið fyrir hjá sér, þeg ar hann var sýslumaður Ey- firðinga og þá hefði hann dæmt manninum sætið. Þá sagði ég: „Nú fer ég til sýslú- mannsins og fæ hlut minn réttan.“ Gekk síðan á fund Magnúsar Jónssonar, sýslu- manns, en hann sektaði mig fyrir ólöglega lausamennsku, og útvegaði mér síðan lausa- mennskubréf. Og fyrir þetta og lausamennskubréfið mátti ég borga 50 krónur, sem var þó nokkur upphæð í þá daga Svo var kosningin endurtek- in og ég var kosin, en kerl- ingarnar hér sögðu að ég hefði keypt mig inn í hrepps- nefndina." „Það var það fyrsta sem ég heyrði um þig,“ sagði frú María og gægðist inn um dymar. „Hvað?“ spurði Árni undr- andi. „Að þú hefðir keypt þig inn í hreppsnefndina.“ „Og þá hefurðu farið að veita mér athygli?14 „Já,“ svaraði frúin bros- andi og gekk aftur fram í sím stöðina. „Þarna sjáið þið,“ sagði Árni, „maður veit aldrei hve nær hamingjan er manni hlið- holl og hvenær ekki. Ef kerl- ingarnar hefðu ekki sagt að ég hefði keypt mig inn í hreppsnefndina, væri ég lik- lega einsetukarl, og hefði allt á hornum mér — já, eða kannski stæði ég enn í þeim mannraunum að klóra mig inn í hreppsnefndina eða sýslunefndina eða inn á þing, hver veit? Ég er þeim stór- þakklátur. Þær eru flestar horfnar, blessaðar, og hvíii þær í friði. Af einu ætla ég samt að grobba í lokin. Ég var í kjörstjórn hreppsins þegar Ólafur Thors var fyrst kosinn á þing í sýslunni. Ég mat hann mikils strax í upp- hafi og meir eftir því sem ég kynntist honum betur. Einnig get ég sagt ykkur að ég var formaður skólanefnd- ar frá 1926-1958. Þegar Brynj ólfur Bjarnason var mennta- málaráðherra skipti hann um flesta skólanefndaformenn, en ég fékk skipunarbréf daginn áður en skólinn var settur, og þá varð mér að orði: „Hann hefur ekki fundið neinn rauðari en mig.“ Og það eru sterk meðmæli með Vogunum, get ég sagt ykk- ur.“ M. — Hannes Hafstein Framhald ai bls. 6 dönsku) og þess gætt, að hann stangaðist ekki á við íslenzka textann, sem Alþingi fengi til meðferðar. Því er lýst skilmerkilega í ævisögunni og vitnað í gögn (bls. 267), á hvern hátt þetta var gert, með viðurkenningu á þýðingum orðtækja á íslenzku, í bókunum millilandanefndarinn- ar. I dag er sá háttur hafður á, að fela eiðsvörnum skjalþýð- endum slik verk og bera æðstu dómstólar fullt traust til slíkra afhafna. Hvað má þá segja um fulligildingu textaþýðinga, sem þjóðfulltrúar beggja landanna stóðu að? I ritdómum um nýja bindið er enn vitnað í danska textann, sem er naumast til annars gert en halda lífi í gömlu innlimunar- grýlunni. Ef allt væri með felldu, ætti íslenzki textinn að geta nægt. í 1. grein hans stendur m. a.: „Dáramörk og ísland eru því í ríkjasambandi, er nefnist „veldi Danakonungs". Heiti ríkjasambandsins er þannig „veldi Danakonungs“, — en sú þýðing á orðtækinu „det samlede danske Rige“ var viður- kennd á fundi millilandanefndar innar 13. maí 1908 — og því eng- inn vafi á, að það var „konungs- sa'mband", hvort heldur danska orðið fyrir rikjasambandið var ,,Statsforbindelse“ eða „Stats- forbund", en um þau orð var þrefað endalaust. Og það var einmitt „óhagganlegt konungs- sarr»ba.nd“, sem samningurinn skyldi reistur á, m.a. að kröfu Tsafoldar af tilefni Þingvalia- fundarins 1907 (bls. 177). Andstæðingar Uppkastsins 1998 lögðu ekki trúnað á að konungsvaldið væri samofið utanríkis- og hermálum og full- yrtu, að hægt mundi vera að semja svo, að öllum máium mætti segja upp nema konungs- samibandinu einu. Þetta sama virðist hafa einnig verið skoðun manna hér á landi 1918, þegar samið var um uppsegjanlegt utanríkismiálaumboð. Það kom ekki á daginn fyrr en 1943, að konungssambandið gat ekki staðist eitt út af fyrir sig. Hannes Haf9teinn hafði þvi rébt að mæla á Alþingj 1909, er hann fullyrti að ísland hefði fengið óskir sínar og krötfur uppfylltar með Uppkastinu, eftir því 9em ýtrast var umnt, ef konungssambandið skyldi baildast". fslenzki textinn um heiti sam- bandsins var ekki tvíræður, en það var hinn danski aftur á inóti, út af fyrir sig. Hannes Hafsteinn segir á ein- um stað (Alþ.), að kannski hefði D „Monai'ki“ farið betur, en það hafi mætt andstöðu Dana, af sérstökum sögulegum ástæðum. Þjóðar-viljanum íslenzka, sem gerði vart við sig á ýmsah hátt meðal annars á Þingvallafund- um, hlaut að vera fullnægt með því að ísland yrði viðurkennt sjálfstætt ríki í veldi Danakon- ungs, fyrst konungsvaldið átti að vera óhagganlegt. Danski þjóðarviljinn, aftur á móti, sem var túlkaður á sér- staklega óhagstæðan hátt af Knud Berlín, vildi ekki sleppa „det samlede danske Rige“. Tregða dönsku nefndarmann- anna ti-1 breytinga er því skiij- anleg, þótt þeir hefðu hug á að gera samnefnarmönnum sínum til geðs í þessu efni. Þessvegna var lausnin á þessu máli snjallræði, að fullgilda í nefndinni báða textana, sem samhljóða að merkingu. Þar með var í rauninni kippt fótum undan „rikisheildar"— hugmyndinni í Danmörku, þótt hún lifði góðu lifi eftir sem áður á fslandi. Danir hefðu vaknað upp við þann vonda draum, að „Rige“ var ekki lengur tvírætt, heldur hefði það merkinguna „Kongedömme“, veldi konungs. Þegar samlbandslögin 1918 voru i deiglunni, var hin þrá láta orðtækjarimma frá 1908 vaikin upp. í álitj meiri hluta fullveldisnefnda 1918 birtist ný útgéfa af þýðingunni á „det sam lede danske Rige“. Nú var það „sameinaða danska ríkið“. Bftir þessu hefði þá átt að leggja heitið „sameinaða gufu- skipafélagið" út á dönsku „det samlede dampskipselskab". „Samlede værker" yrði þá „sameinug ri't“, þótt Ijóst sé, að sjá'Hstæð rit eru ekki sameinuð, heldur safnað saman óskertum í eina heild. Slíkur frágangur þýðingar 4 einræðu máli, er lítt skiljanlegur frá jafn virðulegri nefnd, því þar gat ekki verið vankunnáttu til að dreifa. Söguritun Kristjáns Alberts- sonar hefur yfirleitt verið lýst þannig, að óvenjuleg æviskrán- ing sé á ferðinni, vegna fjöl- skrúðugra ívitnanna, til lofs og til lasts, í skjaltfestar heimildir. Sá ótti greip nokkuð um sig eftir fyrrj bókina, að hin næsta j kynni að verða þunglamaleg af þessum sökum. En bókin er'talin „svo bráðskemmtileg að öllu læsilegri bækur gerist ekki“. Allur þorri þjóðarinnar er yngri en svo, að muna eða hafa litfað atburði fyrir meira en 50 árum. Þetta fólk er því ósnortið af tilfinningasemi eldri kynslóð- arinnar, sem enn ornar sér við glæður endurminninganna um þá atburði og lætur þá oft rökin iönd og leið. Yngri kynslóðir krefjast aftur á móti að fá gögnin í hendur og láta þau taia sínu máli. Marga hef ég heyrt láta í ljós þakk- læti til Kristjáns Albertssonar fyrir að hatfa gert mönnum slíkt kleift, með hinum nýja hætti, að fara vísindalegar slóðir sagn- ritunar, án þess að rýra gildi j ritsins til fróðleiks og skemmt- unar. En þar sem einnig hafa heyrzt i raddir, sem telja ágalla á sagn- J fræði Kristjáns Albertssonar og l skort á hlutleysi í frásögn, er æskilegt að misbrestir i sagn- rituninni séu dregnir fram í dags ljósið með framvísun heimilda. Það er rétt, sem sagt er í einu dagblaðanna (Tíminn), að það I væri í anda söguhetjunnar „að | lýsa upp skörðin jafnt og tind- ! ana“. Ásgeir Þorsteinsson. Kefiavlk — Útsaia hefst á mánudag. Elsa, Hafnargötu 15 Einanpnarkork fyrhliggjandi. Jónsson & Júlíusson Tryggvagötu 8. — Sími 15430. Bifvélavirkjar Rikisfyrirtæki óskar að ráða bifvélavirkja sem verk stjóra á bifreiðaverkstæði, ennfremur bifvélavirkja til viðgerða. Þeir, sem hefðu áhuga á þessu leggi nöfn sín ásamt símanúmeri á afgreiðslu Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „Bifvélavirkjar — 3543“. Notið frístundirnar Hraðritun — Vélritun PITMAN liraðritun. — VÉLRITUN - uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. DAG- og KVÖLDTÍMAR. Kennsla að hefjast. — Upplýsingar og innritun í síma 19383 frá kl. 12-2 e.h. HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR, Stórholti 27 — Sími 19383.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.