Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. Jan. 1964 skyttiríið með Magnúsi Haf- liðasyni á Hrauni, heimsótt- um við Árna Hallgrímsson í Vogum á heimleiðinni. Okkur var tekið með hlýju hjarta og landlægri gestrisni og taldi frú María, kona Árna, ekki eft ir sér að annast símstöðina meðan við röbbuðum við mann hennar. Árni hefur í mörg ár verið símstöðvarstjóri í Vogum og kann vel við sig í þeirri stöðu, þó oft sé erilsamt. í upphafi samtals okkar spurði ég hann um æskuárin, og það- an barst talið á víð og dreif eins og oft vill verða. „Árið áður en ég var fermd- ur,“ sagði Árni, „var ég með pabba á áttæring. Hann var bóndi og útgerðarmaður hér í Vogum og hét Hallgrímur Árni Hallgrímsson OGN UM STJANA BIAA OC NOKKRA MENN AÐRA Spjallað við Arna Hallgrímsson í Vogum Scheving Árnason, sonur Árna Hallgrímssonar prests í Görð- um á Akranesi, en Hallgrím- u,r var bróðursonur Skúla Magnússonar landfó,geta.“ „Heldurðu að þú sért líkur frænda þínum, landfógetan- um?“ „Það veit ég ekki, en mér þótti annar frændi minn og alnafni hans, Skúli Magnús- son, einkennilega líkur stytt- unni af Skúla landfógeta, sem Guðmundur Einarsson gerði af honum og stendur í Bæjar- fógetagarðinum í Reykjavík. Þessi Skúli frændi minn var hár og myndarlegur karl, með hökutopp, ekki ólíkan þeim sem Hallgrímur Pétursson hafði, og strauk oft toppinn. Ég hef oft undrast hvað stytt- an minnir mig á Skúla. En af þessu hef ég markað, að hún sé ekki sem verst, þó ýmsir gagnrýni hana harðlega." „Guðmundur hefur kannski haft Skúla frænda þinn yngra til fyrirmyndar?" „Nei, það getur ekki verið. Hann dó 1914, eða löngu áður en Guðmundur byrjaði á stytt unni. En hver veit, að fólsk gleti líkzt styttum?" „Sem sagt, Skúli landfógeti hefur verið langalangafabróð- ir þinn.“ „Já, það er rétt. Jón bróðir Skúla og langalangafi minn var merkilegur karl, og þó lík lega merkilegastur fyrir það hvað hann var sterkur. Ein- hverju sinni voru þeir að kýta eitthvað bræðurnir heima hjá Skúla í Viðey og þá tók hann eftir því að Jón bróðir hans var búinn að hnoða í hendi sér krúsina sem hann drakk úr, áður en hann gæti komið í veg fyrir það. Þegar Viðeyj- arstofa var reist var hún múr- uð í grind. Jón kom í heim- sókn, þegar búið var að reisa grindina. Skúli sýndi honum, hvað bitarnir væru sterkir og sverir. Þá hristi Jón grindina en Skúli bað hann þegar í stað að hætta, því hann hélt að hann mundi fella hana. Þetta hefur faðir minn sagt mér. Sama árið og Hallgrímur í Görðum deyr gefur hann vott- orð um að Jón Hreggviðsson, búandi á Rein, hagi sér skikk- anlega. Ég hef séð þetta vott- orð. Og einhverju sinni sagði ég sparisjóðsstjóranum á Akranesi frá því. Þá sagði hann mér það, að fundarhús kommúnista á Akranesi héti á Rein, og væri salurinn fullur af snærum. Ég skildi það svo að snærisspottar héngu úr lofti eða með veggjum. Þetta kalla ég að ganga upp í bókmennt- unum. En ég vil meina að Lax ness hefði átt að kynna sér vottorð sr. Hallgríms, áður en hann skrifaði um Jón gamla Hreggviðsson. Þó hefur skáld- ið áreiðanlega haft margt fyr- ir sér í því sem hann segir um þessa einkennilegu persónu og ég hef haft gaman af að lesá um hann í sögu hans. Ég varð sjötugur um daginn og þá fékk ég þrjá Skáldatíma í afmælis- gjöf, en ég er að hugsa um að eiga ekki nema einn. Þegar sr. Hallgrímur dó fluttust börn hans sitt í hvora áttina og þá fór Egill afi minn til ömmu sinnar, Guðrúnar Oddsdóttur í Inniri-Njarðvík en Árni afi og Þórunn yngstu börnin, fylgdu móður sinni, sem síðar giftist Vigfúsi á Syðri-Reykjum í Mosfells- sveit.“ Ég hafði lengi vitað að þeir bræður Árni og Egill væru ættgöfugir menn. Þó ég sé lít- ið fyrir ættartölur langaði mig því að heyra meira og nú um móðurætt þeirra. Árna var ættartalan ekkert föst í hendi, enda kom í ljós að hann var í móðurætt skyldur einum glæsilegasta menntamanni landsins á síðustu öld. Hann sagði: „Mamma sagði alltaf að ætt sín væri austan úr eldi, eins og hún tók til orða, það er að segja að ættmenn hennar hefðu flúið undan Skaftáreld- um. Hún hefur einhvers stað- ar heyrt þetta og mér hefur verið sagt að við séum líkir mörgu fólki þar eystra. Þetta getur þá komið heim. Hún hét Guðrún Egilsdóttir, dóttir Egils Hallgrímssonar, en hans móðir var Guðrún Egilsdóttir hins ríka í Njarð- vík, systir Sveinbjarnar Egils- sonar rektors.“ „Heldurðu að þú sért líkur í móðurætt þína?“ spurði ég. „Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ekki vottur af skáldskap í mér. Ég hef aldrei getað lært ljóð eða vísu, ekki einu sinni formannavís- ur. Ég hef samt einstaka sinn- um geta logið einhverju, það er eini skáldskapur frá minni hendi.“ „Faðir þinn var bóndi.“ „Já, hann var útvegsbóndi hér í Vogum. Hann var einstakt ljúfmenni. Það var móðir mín líka, ég get ekki annað sagt. Pabbi gat að vísu skvett í sig og þoldi þá illa vín og breyttist til hins verra, eins og oft vill verða. En það kom sjaldan fyrir að hann bragðaði vín og þá helzt þegar hann kom úr kaupstað. Ef annað foreldra minna reidd ist, þá hló hitt. Það var gott veganesti að kynnast þessari ástúð. Foreldrar mínir voru bræðrabörn og þótti illt í efni, þegar þau fóru að draga sig saman. Svo eignaðist mamma barn og talað var um að þau giftust. En Agli afa var mjög illa við þann ráðahag. Þegar barnið fæddist var pabbi send- ur að heiman og allt gert til að stía þeim sundur. Nokkru síðar dó afi og þá fengu þau konungsleyfi til að giftast. Ég get ekki séð að skyldleiki þeirra hafi haft nein uggvæn- leg áhrif á okkur börnin og nú hefur ættin fengið nýtt blóð, svo að ekkert er að óttast". „Manstu eftir Agli móður- afa þinurn?" „Nei. En hann tók við af Bjarna Sivertsen og gerði út þilskip í Faxaflóa. Hann keypti skip í Danmörku upp úr miðri síðustu öld, Lovísu, fiskaði í hana hér heima og sigldi síðan með afl- ann niður til Spánar á haust- in, fyllti skipið af salti og sigldi upp aftur að vori. Hann lét danska áhöfn sigla skipinu út, en þegar það kom heim á vorin, stigu vinnumenn hans um borð og drógu fisk- inn. Danirnir sáu aftur á móti um seglin. Þannig lærðu karl arnír af þeim að fara með segl. Fiski-num var landað hér í Vogum, hann' þurrk- aður og loks fluttur út eins og ég sagði þér. Egill afi varð ríkur af þessu og keypti sér annað skip. Ég held mér sé óhætt að segja að hann hafi látið eftir sig um þrjár millj- ónir króna, ef miðað er við verðgildi peninganna nú á dögum. Ég man t.d. vel eftir því þegar Þuríði ömmu voru sendar leigu- og landsskuldir af jörðunum, smjör á vorin og sauðir á haustin.“ Þegar frú María heyrði þetta, leit hún sem snöggv- ast inn í stofuna og sagði: „Faðir minn bjó heldur litlu búi á Hnúki í Daiasýslu, en þurfti að borga í leigu ár- lega sex fjórðunga smjörs og tvær ær loðnar og lemdar og þótti ekki lítið í þá daga.“ En Árni bætti því við að Egill afi hans hefði kynnzt Matthíasi Jochumssyni á heim ili ekkju Sveinbjarnar Hall- grímssonar, bróður síns, fyrsta ritstjóra Þjóðólfs. „Sr. Matthías hefur líklega borð- að þar meðan hann var við náim og hefur móðir mín sagt mér frá því að sr. Matthías hafi lesið fyrir Egil úr Frið- þjófssögu Tegners, sem hann þá var að þýða á íslenzku." „Kanntu nokkuð að segja af frændum þínum Svein- birni Egilssyni eða Benedikt Gröndal?" spurði ég Árna. „Sveinbjörn Egilsson, sonar sonur Sveinbjörns rektors, sem var ákaflega skemmtileg- ur maður í viðræðum, kom einhverju sinni til mín og sagði mér sögu af Benedikt föðurbróður sínum. Benedikt var mjög hræddur við kýr og fékk strákana til að fylgja sér milli bæja. Einhverju sinni umkringdu kýrnar Benedikt og strákahópinn og flúði þá skáldið áisamt strákunum upp á klett, og þar hímdu þeir þangað til kýrnar vöfr- uðu burt. Ekki held ég nú samt að Gröndal hafi sagt frá þessu í ævisögu sinni, man það þó ekki.“ „Ég ætlaði áðan að fara að spyrja þig um æsku þína, Árni.“ „Það er lítið um hana að segja, það er eins elskulegt yfir henni og verið getur. Ég er alinn upp hér í húsinu. Ég er nú sjötugur, eins og ég sagði þér, og hef verið hér öll jól sem ég hef lifað. Þessi jói eru því hin 70. hér á staðn um. Ég hef einungis verið burtu tvo vetur í Flensborg, eitt sumar á Mosfelli í Mos- fellssveit hjá sr. Magnúsi Þorsteinssyni og einn mánuð í síld á Siglufirði, það var 1913.“ „Þér hefur náttúrlega tek- izt að spillast sæmilega á þeim eina mánuði, sem þú varst á Siglufirði?" „Nei, þá var engin spilling þar. En þar var hafís. Það er í eina skipti, sem ég hef séð hafís. í augum flestra er hann eins og ófreskja, en i mínum huga er einhver heið- ríkja yfir honum. Ég sá þrjá eða fjóra jaka sigla fyrir mynnið á Siglufirði, þeir gægðust inn sem snöggvast en stóðu stutt við og héldu áfram leiðar sinnar.“ „Og hvernig var þér við?“ „Eins og ég sæi stór hvít skip, það fór enginn hrollur um mig.“ Árni bauð mér í nefið, ég lyktaði úr dósinni, hann sagði: „Það er ekki eins og Hjálmar tuddi sé að taka i nefið." Ég spurði hvenær hann myndi fyrst eftir sér. Hann svaraði: „Það var þegar Þuríður amma mín dó um aldamótin. Þá kom Ásbjöm Ólafsson í Njarðvík hingað, en hann lézt víst skömmu síðar. Hann var merkiskarl, útvegsbóndi og hreppstjóri. Ásbjörn Ólafs son, stórkaupmaður, er kom- inn út af Ásbirni þessum, og Þorvaldur Guðmundsson er kominn út af Agli ríka I Njarðvík. Ólafur, faðir Ás- bjarnar var bróðursonur Egils ríka Sveinbjarnarsonar. Ég sagði við Þorvald, þegar hann kom til mín á sjö- tugsafmælinu, að það væri margt líkt með honum og Ásbirni kaupmanni.“ „Og hvernig varð Þorvaldi við?“ „Hann hugsaði sig um, svo þagði hann. En þeir hafa báð- ir rifið sig upp úr fátækt og orðið ríkir menn, án styrks frá ættingjum sínum eða öðr- um held ég. Það var dugn- aður í Njarðvíkum, og þeir hafa fengið hann í sinn hlut.“ Konan kom nú inn aftur og spurði hvort við vildum ekki kaffisopa. Við þökkuðum fyr- ir og héldum áfram að rabba yfir kaffibollunum. Ég spurði Árna: „Hvernig gaztu náð þér ! konu vestan úr Dölum, þú sem hefur varla farið út fyr- ir Vogana." „Það var einfalt mál,“ svar aði Árni og brosti. „Kristján, bróðir Maríu, hætti búskap og gerðist sjómaður. Hann keypti jörðina Hábæ, sem er næsta hús hér við okkur og þangað fluttist María til hans. Svo það var ekki yfir nema merkigarðinn að fara, minna mátti það nú ekki vera.“ „Eigið þið mörg böm?“ „Við eigum þrjár dætur og einn uppeldisson, Kristján að nafni. Hann kom hingað sex ára og var á leið suður 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.