Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 31
ií'.l’ ,<ter ,i! Sunnudagur 5. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 — Gull íslands Framh. af bls. 32 Plumet, sem Samivel hafði með sér til íslands. Eru þetta ákaflega fallegar og sérkenni legar myndir og prentun á þeim frábær. Taka þeir félag- ar flest viðfangsefnin mjög persónulegum tökum og eru margar myndirnar sjálfstæð listaverk. Bókin er gefin út af bókaút- gáfunni Arthaud í París, og verður eins og aðrar bækur Samivels þýdd á ensku og þýzku. Segir útgefandi á bóka kápu að nafnið ísland tákni enn í eyrum of margra Erópu búa litla, gráleita, fátæklega, og líflausa eyju, hálftínda í kuldaþoku heimskautsins. — Þetta sé raunverulega alrangt, þar eð ísland sé eins og þriðj ungur Frakklands að stærð, með lifandi jarðvegi, búið ó- viðjafnanlegri litadýrð, ó- mældum víðáttum og sólar- dýrð, ísland sé fyrst og fremst land náttúruundra, krystal- tærra linda eða freyðandi risafossa, fuglamergð, eld- fjalla, jökla, stórkostlegra eyðilegra stranda umluktra höfum ólgandi af lífi, þar sem selir og hvalir leika sér enn- þá, Það sé ennþá eyja víking anna, hinna ævintýraþyrstu sjómanna, þaðan sem skip Eiriks rauða héldu áður til að finna Grænland og Norður Ameríku. Það er Sögueyjan, með frásögnum og hetjusög- um, sem enn birtast í formi nútíma bókmennta. Það sé eyja þar sem býr hugrökk lítil þjóð skálda og framkvæmda samra manna, bezt merintaða fólks í heiminum, er haldi fast við gamlar erfðir og sé þó í framsveit nútímaþjóða. Og þessa þjóð kynni Samivei í bókinni um „gull lslands“. Er fengur að því, þar eð les- endahópur hans er yfirleitt menntafólk meginlandsins. Jafnframt því hefur höfund- ur gert kvikmynd frá íslandi og er markaður kvikmynda hans einnig félög mennta- manna í Evrópu. Danskennara- samband stofnað FÖSTUDAGINN 20. desember sl. komu danskennarar saman að Rauðagerði 10, og stofnuðu með sér stéttarfélag. Félagið heitir Danskennarasamband íslands, skammstafað D. S.Í., og er lög- heimili þess og varnarþing í Reykjavík. Félagið starfar í eftirtöldum deildum: Ballet, samkvæmis- og barnadönsum, step og akrobatik. Þeir einir geta orðið meðlimir félagsins, sem lokið hafa viður: kenndu innlendu eða erlendu (kennaraprófi í einhverjum af framantöldum greinum. Tilgangur félagsins er: a) Að efla og samræma dans- menntun í landinu. b) Að gæta hagsmuna félags- manna út á við og inn á við. c) Að efla stéttvísi meðal dans- kennara. d) Að koma í veg fyrir að rétt- ur félagsmanna sé fyrir borð 1 borinn í atvinnumálum. e) Að auka dansmenntun félags- manna. Um kl. 9 í gærmorgun, | ’ laugardag, lentu f jórir bílar | ' í árekstri á mótum Skúlagötu |og Vitastígs. Var hér um aft- i anákeyrslur í hálku að ræða | [ Bílarnir skemmdust aliir lít-1 'iilega, og sýnir myndin þrjá ( þeirra á árekstursstað. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Viggó Jónsson Fór hægt yfir brúna og sá dauf hjólför VIGGÓ JÓN8SON frá Víði- hóli á Hólsfjöllum og Jón Stefánsson í Möðrudal komu að bílnum, sem valt út af veg- inum við brúna á Bægisá á gamlársdag. Þeir félagar voru á jeppa á leið til Reykjavítour og átti blaðið tal um þetta við Viggó í sína í gær, en það þykir einstök heppni að þeir félagar skyldu veita hjólför- unum út af veginum athygli og vita þannig um mennina niðri í árgilinu. Viggó sagði: — Við vorum á leið suður. Um 5 leytið komum við að Bægisárbrúxvni. Það var orðið dimmt, vegurinn var hélaður og nokkurt svell undir, en ekki þó mjög hált. Við tökum þá eftir bílföirum, sem virtust liggja út af veginum. Þau voru heldur dauf og maður tekur ver eftir í myrkri, en óg fór hægt á brúna og sá þau því. Eftir að við komum yfir brúna, opnaði ég hurð- ina og heyrði þá mennina kalla á hjálp. Þeir höfðu orð- ið bílsins varir og kölluðu. Ég beindi vasaljósinu niður brattan og um 6 m fyrir neð- an kom ég auga á bílinn. Piltarnir tveir voru fastir í flakinu, fæturnir klemmdir og þeim mæddi blóðrás, einkum öðrum. En þetta eru hraustir strákar og voru með fullri meðvitund. Ekki vistsu þeir hve lengi þeir höfðu verið þannig. Þeir gátu sagt mér hvar vökvatj akkurinn var geymdur. Ég byrjaði að tékka sundur stýrishúsið til að losa þá, en félagi minn hljóp á næsta bæ, sem ekki er löng leið, til að ná í hjálp. Einnig tókst mér að stöðva mjólikur- bíl, sem fór um veginn. Það liðu um 45 mín. þar til við höfðum náð piltunum úr flakinu. Lögreglan á Akur- eyri, sjúkrabíll og læknir komu eftir um klukkutíma. Þeir fluttu piltana á sjúkra- húsið á Akureyri. — Hvenær fór næsti bíll á eftir ykkur um veginn? — Um það bil 15 mín. seinna, en hann fór framhjá. Rétt á eftir kom mjólkurbíll- inn, sem ég stöðvaði. Viggo og félagi hans héldu svo áfram vestur í Skagafjörð, og síðan til Reykjavíkur, þar sem hann kvaðst ætla að fá sér vinnu. Flugfreyjur Vér oskum a?S ráíSa íslðnzkar stulkur, sem flugfreyjur til starfa á flugleiðum utan U.S. A. Fyrstu 6 mánuðina eru launin kr. 13. 000. 00 á mánuði, síðar geta þau orðið kr. 26. 000. 00. Einungis ógiftar stulkur koma til greina o£ verða þær. að uppfylla eftirfarandi lagmarksskilyrði : Aldur : 21-27 ára. Hæ’ð : 158-173 cm Þyngd : 50-63 kg. Menntun : Gagnfræða próf eða önnur hliðstæð ménntun. Goð kunnatta í ensku ásamt einu öðr u erlendu tungumáli ér nauðsynleg. Þær stálkur, sem til ^reina koma',verða að sækjá 5 vikna namskeið, ser að kostnaðarlausu, í aðalstöðvum félagsins í New York, áður en endanleg ráðning á sér stað. Skriflegar umsóknir berist skrifstófu Pan American, Hafnarstr. 19 Reykjavík fyrir 7.jan. 1964. Umsækjendur komi til viðtals í HÓtel Sögu, miðvikudaginn 8. janáar kl. 10. 00 - 17.00. A.MERÍCA.IV ma í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar ungl- inga, röska krakka eða eldraj fólk til að bera blaðið til kaup enda þess. II Grenimelur - Greftisg. II - Austurbrún - Skeggjag. og Rauðarárstíg 20-42 ■ Snorrabraut sunnanverða og Auðarstræti - Skúlagata Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. ffaigtiitfrlafrifr Sími 2 2 4 8 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.