Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 13
Súnnudagur 5. jan. 1964 MORGUN BLADID 13 LAKONIA Frásögn Vernharðs BJamasonar, sem sigldi í september með skipinu, sem fórst um jólin FÁAR fregnir munu hafa vakið eins mikiirn óhug nú um hátíðamar og fregn in um eldsvoðann í gríska faxþegaskipinu LAKONIA. Þar borðust um skeið rúm lega 1000 manns fyrir lífi sínu, og þrátt fyrir sam- henta björgunarstárfsemi margra aðila fór svo, að um 100 manns létu lífið. Ekki tókst heldur að bjarga skipinu, og sökk það, er reynt var að draga það til hafnar. Ekki hefur Mbl. spumir af því, hve margir íslend- ingar kunna að hafa siglt með LAKONIA um dag- ana. Hins vegar var blað- inu kunnugt um, að Vem- harður Bjamason, frysti- hússtjóri á Húsavík, og kona hans voru meðal far- þega þess á sl. hausti. Brást Vemharður vinsam- lega við beiðni blaðsins, og bregður hann hér upp nokkmm minningum um ferðina, ásamt lýsingu á skipinu sjálfu. Fjallar fyrri hluti greinarinnar um þá för. Síðari hlutinn er lýsing á ítalska farþegaskipinu LEONARDO DA VINCI, en greinarhöfundur fór einnig með því um svipað leyti. Fæst af þeirri frásögn nokkur samanburður skip- anna tveggja. I Það er ákveðið, að við eig- um að mæta í Southampton sunnudaginn 15. semptember, og sérstök járnbrautarlest fari frá Waterloo-stöðinni í London kl. 12 á hádegi sama dag . . . Jámbrautarlestin stöðvast við hlið Lakonia, og ganga far þegar um hús vegabréfsskoð- unar, beint til skips. Dekk em alls 7, sem farþegum eru ætl- uð, og eru þau öll fyrir ofan sjólínu. Neðst er veitingahúss dekk; þar era borðsalir skips ins, þar fyrir ofan er aðal- dekk (svokallað), þá efra dekk (þar búum við), svo skemmtidekk með skemmtisöl um og göngudekki með um 650 stólum, bæði úti og inni. Salirnir eru alls 9, allra fremst svonefndur Atlantic-salur. Þar er leikin sígiid hljómiist mestan hluta dags. Þarna dveljast flestir þeir, sem vilja hafa kyrrlátt og hljótt um sig. Stjórnborðsmegin er gríð arstór salur með stóram bar, sem ber nafnið Ocean-bar, en spilasalur aftan við Atlantic- saiinn. Enn aftar er stór for- stofa, en aftan við hana þver- salur, mjög skrautlegur, og nefnist hanh Lakonia-salur. í>ar er dansað á kvöldum, og ýmsir skemmtiþættir þar flutt ir. Nokkra aftan við þann sal er Pavilion-salur, og þar eru sýndar kvikmyndir, leikið bingó, o. s. frv. Þar eru um 300 lausir stólar. Aftan við hann kernur svo Mocambo-sal ur, nýtízkulegur salur, en aft ast er sérstakur leikfangasal- ur, fyrir yngstu farþegana. Nefna má svo Angora-sal, en þar er iokað dekk með borð- um, stólum, bar, búðum, m.a. sérstakri búð, sem hefur ein- göngu Ijósmyndatæki á boð- stólum, svo og búð, sem býð- ur sundföt, íþróttaföt o fl. Næsta dekk þar fyrir ofan er sóldekk, og er það íbúðar- dekk farþega. Aftan við íbúð irnar er danssalur, sem kall- ast Riviera-bar. í>ar er nætur klúbbur, þar sem boðinn er fram kaldur matur (ókeypis) fyrir næturhrafna, sem vilja haida áfram að skemmta sér, eftir að dansi lýkur í Lakonia sal og Mocambo-sal á mið- nætti. Fyrir ofan er svokallað báta dekík, og eru þar mestmegnis íbúðir yfirmanna, svo og sjúkrahús, saiur til leikfimis- eða Jíkamsþjáifunar, þar er innisundlaug, sem neímst Asteria-pool. — xxx — Lakonia er byggð í Hol- landi 1930—1931, og var í upp hafi skýrð John Van Olden- barneveit, og var mjög til skipsins vandað. Átti það að sigla bæði á heitum slóðum og köldum, gert fyrir 1300 far þega og 600 manna áhöfn. 1962 keypti Greek Line skip ið, og lét breyta því í einsfar- rýmis lystiskip, fyrir 650 far- þegar og 380 manna áhöín. Flest herbergi voru að mestu endurbyggð eða stækkuð, og nýir salir gerðir. Aðeins salir 1. farrýmis á skemmtidekld munu hafa verið látnir standa óbreyttir. Voru þeir enn tald- ir svara kröfum tímans, enda skreyttir útskornum mahog- any-stoðum. í apríl sl. hóf skipið svo ferðir frá Southampton til Kanaríeyja og þóttu þær með beztu skemmtisiglingum milli stéttafólks, sökum verðlags. Þar við bættist sú ánægjulega tiJfinning, að stéttaskiptingar gætti ekki, enda farrými að- eins eitt. Allir snæddu sama mat, allir höfðu aðgang að ÖU um sölum. Farþegar vora að Frá vinstri: Zabris, skipstjóri i hans um borð í Lakonia. miklum hluta miðaklra hjón, þótt töluvert væri líka af bæði eldra fólki og yngra. And- rúmsloft um borð var mjög gott Ðaglega er gefin út prent- uð dagskrá, og er þar nefnt, hvað helzt er til skemmtunar á hverjum tíma. Ég minnist þess, að fyrsta daginn á sjó, 16. september, var efnt til bátaæfinga, og var öllum skipað að vera í klef- um sínum á tilsettum tíma. Herbergisþjónn, sem hefur umsjón með nokkrum her- bergjum, kom til okkar, og sýndi okkur björgunarbelti. Hann kenndi okkur að fara með þau, og fór síðan með okkur að sérstökum stiga, sem við hefðum átt að nota, ef ó- happ hefði borið að, og við .heilsar greinarhöfundi og konu orðið að fara í bátana. Það kom í Jjós, að okkar bátsstöð (boat station) var i leikhúsinu, bakborðsmegin, og vora hurðir þess þannig gerðar, að þær opnast á víxl. Stýrimaður raðaði okkur í rað ir, þannig að auðvelt yrði að komast til þess björgunar- báts, sem okkur var ætlaður. Sérstakar reglur gilda uon það, hvernig og hvenær skuli farið um borð í bátinn. Fyrst verður að láta hann síga nið ur að skemmtidekkinu, börn- um er síðan raðað fremst, en karlmenn látnir standa aftán við. Er stýrimaður hafði lokið útskýringum, var beðið um fyrirspurnir, ef einhverjar væra. Gekk þá fyrir okkur yfirstýrimaður, og lýsti því lögmáli sjómanna, að flas sé ekki til velfarnaðar. Lauk hann máli sínu með þessum orðum: Your cooperation is earnestly requested — sem leggja mætti þannig út: Við óskum í einJægni eftir sam- vinnu við ykkur. Þar sem ég hef talsvert siglt, verið háseti bæði á far- þega- og vöruflutningas'kip- um, fannst mér þessi bátaæf- ing og undirbúningur réttmæt ur og nauðsynlegur. Þvi fannst mér ekki skemmtilegt að sjá leiðindasvip margra farþeganna, sem virtust ekki telja neina nauðsyn bera til slikrar æfingar. Því miður mun þetta vera algengt á stór um fanþegaskipum, og þv4 verður fólik ekki eins rólegt og eðJa, ef eitthivað óvænt ber að höndum, eins og saga sjó- slysanna ber með sér. -- XXX ----- Tveimur dögum síðar kynnt ist ég skipstjóranum, M. N. Zabris, er hann bauð okkur hjónunum, ásamt nokkrum öðram gestum til íbúðar sinnar. Bað hann mig að setj ast hjá sér, og segja sér frá íslandi. Hann sagðist aldrei hafa þangað komið, og aldrei neitt um landið hafa lært sér- staklega, nema hvað hann hefði einu sinni lesið reyfara mikinn um það, að menn gætu stigið niður um fjall á fs- Jandi, og komið upp á Ítalíu. Eg sagði skipstjóra, að hér myndi vera um að ræða bók Jules Verne. Til viðbótar og fræðslu skyldi ég hins vegar senda honum bók um ísland, er ég kæmi heim. Þáði hann það með þökkum. Er heim kom sendi ég hon um bók Almenna bókaféiags ins. Mun hún að öllum likind Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.