Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ SurmuðagUT 5. Jan. 1964 örlög Flateyjar ú Fíatejjarkirkja af kirkjubólnum inn yfir sundið. báta sína enn í dag. Er við nálg- umst verzlunarhúsin upp af bryggjunni sjáum við saman- komna velflesta vinnufæra eyj- arskeggja, þar sem þeir eru að vinna við steypuvél, sem er eign vitamáiastjórnarinnar. Þeir ætla að nota hana sem unnt er áður en hún verður flutt frá eyjunni, sem væntanlegt var innan skamms. Suðvestanrok hafði brotið upp og borið grjót á stein- stéttir, sem þar eru á marbakk- anum fram undan fiskverkunar- húsunum. Steypuvél er engin til á staðnum og því unnu nú allir sem vettlingi gátu valdið að gerð stéttanna, jafnt konur og börn sem verkfærir karlmenn. Er við göngum heim Göngugrandá er okkur sýnt hafnarstæðið, sem fyrirhugað er á eyjunni. Gert er ráð fyrir að grafa gegnum mal- arkambinn inn í svonefnda Sjó- tjörn og myndast þá lifhöfn í öllum veðrum. En nú erum við leiddir til snæð ings. Ekki verður þó sagt að við höfum verið vegmóðir eða lang- soltnir eftir tæpra tveggja stunda flug frá Reykjavík. Hér situr gestrisnin í öndvegi og við njótum góðrar máltíðar hjá þeim heiðurshjónum Jónasi Jónassyni og frú Guðríði Kristjánsdóttur í Uppíbæ. En ekki má eyða tímanum lengi við matborðið. Dvalartím- inn er stuttur og ég geng út með Hermanni. Fyrst göngum við til kirkju. Hún var endurreist í eyj- unni fyrir einu ári, flutt fr4 Brettingsstöðum á Flateyjardaþ enda ekkert með hana að gera þar lengur, þar sem dalurinn var komin í eyði. Þetta er snoturt guðshús, bjart og vistlegt, reist skammt frá vitanum á Krosshúsa bjargi og vita kirkjudyr sem næst móti byggðinni og hafnar- stæðinu. Ofurlítill kirkjugarður hefir verið afmarkaður að kór- baki og þar eru þegar tvö leiði. Næst göngum við út að vitanum og erum þá komnir á hæsta blett eyjarinnar. Þaðan bregðum við við ókkur sem snöggvast í fjár- hús Hermanns og skoðum tvo fallega hrúta, sem hann á þar, Þeir eru eins og heimagangar, vilja láta gæla við sig. En það er ekki fært annað en loka þá snemma inni, því gætt hefir nokk "urt lauslætis hjá ánum í Flatey og hefir viljað bregða við að sum ar ærnar bæru á miðjum vetri eða nokkru eftir venjulegan fengi tíma. Láir enginn Flateyingum þótt þeir kunni ekki þessari hegðun. Þessu næst göngum við heim að Bjargi, bústað Hermanns Jóns sonar og konu hans Sigurveigar Ólafsdóttur. Hún hefir verið ljós- móðir eyjaskeggja í 40 ár og raunar læknir þeirra oft og ein- att, enda natin og nærgætin er veikindi ber að höndum. Frú Sig- urveig hefir búið okkur veizlu- borð. Héðan á sýnilega ekki að Framhald á bls. 23. SNEMMA morguns stigum við upp í eina af flugvélum Björns Pálssonar. Við stjórn- völinn er ungur Eyfirðingur. Veðurspáin er góð. Við eigum að fá sæmilega skýjahæð yfir Arnarvatnsheiði og fyrir norðan er bjart. Við Haraldur Jónasson erum aðeins tveir farþegar. Förinni er heitið beina leið norður til Flateyj- ar á Skjálfanda. Þar er okk- ur heimilað að dvelja 2—3 klst., því nú er dag er tekið svo mjög að stytta má ekki eyða tímanum að óþörfu, því vélin verður að hafa leiði í björtu suður yfir hálendið á ný. — Það er kuldalegt að líta niður yfir hin óteljandi vötn Tvídægru, mörg isi lögð og landið föigrátt á milh. Ekki verður sagt að fönn sé lögzt yfir og mér kemur til hugar hvort ekki mætti finna eina og eina kind fyrir gangna- foringjana úr Hvítársíðunni, Viði dalnum og Vatnsdalnum. Ég hef orð á því að ekki væri nú ónýtt að geta hringt til Lárusar í Grímstungu og sagt honum að hann hefði skilið eftir rollur inni undir Grettishæð. En það reynist leitótt á heiðunum í skyggni sem þessu. Hvítir snjódílar um allt. Hver ætti að geta séð hvað væri kind og hvað snjódíll? Það gefst því ekkert tækifæri til að stríða Lárusi að þessu sinni, blessuðum karlinum. Við svífum norður yfir Vatns- skarð, skarðinu með Vatnsskarðs- vatni, þar sem vatnið dregur nafn af skarðinu og skarðið nafn af vatninu. Ekki eina dæmið hér á landi. Skagafjörður blasir við bjartar og fagur. Eyjarnar Drang ey og Málmey svo og Þórðar- höfði liggja eins og fleytur við s'tjóra á spegilsléttum firðinum. Flugmaðurinn hafði áætlað að fljúga út Skagafjörð og fyrir Siglunes, en nú breytir hann á- ætluninni og lyftir sér upp í 7—8 þúsund feta hæð og leggur yfir hrikalegasta fjallaklasa landsins milli Skagafjarðar og Eyjafjarð- ar. Á hægri hönd sjáum við Glóðafeyki. Ekki fer mikið fyrir þessum fjallaprinsi héðan að sjá. Það virtist einfalt að ná gull- kistunni af tindi hans, sem þjóð- trúin segir að þar sé fólgin og frjáls þeim er sækja vill. Beint fyrir neðan okkur sjáum við heim að Hólum í Hjaltadal, því sögufræga höfðingjasetri. Og nú er haldið yfir Heljardalsheiði SÍÐARI GREIENi niður í Svarfaðardal. Við okkur blasir Hrísey og enn höldum við yfir hrikaleg fjöllin upp af Látra- strönd og sjáum á vinstri hönd ofan í Fjörðu og síðast skríðum við yfir Bjarnarfjall og sjáum loks áfangastaðinn, Flatey. Ekki virðist okkur landið mik- ið né stórfenglegt, nær flatt en allt vafið grasi. Byggðin er öll á suðausturhorni eyjarinnar. Við hnitum hringi yfir staðnum og sjáum í tærum og sléttum sjónum að mikill sjávargróður er allt í kringum eyna. Loks lendum við á flugbrautinni, sem er á vestur- enda eyjarinnar. Þar má hæglega gera góða flugbraut með litlum viðbótarkostnaði. Norðurhlutinn, og sá nýrri, er enn ekki fullgerð- Uexmann Jónsson og Sigurveig ÓJafsdóttir, ljósmóðir. ur og því nokkuð linur, en þó segir flugmaðurinn okkur að margir aðrir lendingarstaðir á landinu séu verri en þessi. Skömmu eftir að skrúfa vélar- innar er hætt að snúast sjáum við mann ganga rösklega heiman frá byggðinni. Er hann nálgast okkur, segir Haraldur að hér sé kominn hér- aðshöfðinginn, maður af eldri kynslóðinni, Hermann Jónsson. Þetta er hressilegur karl. Það er sýnilega mikill töggur í honum enn þótt orðinn sé hann 68 ára að aldri. Handtakið er þétt og hlýtt, andlitið góðmannlegt og greindarlegt með ofurlitlum brosviprum, augun skær og snör. Þetta er maður vörpulegur og frjálsmannlegur. Hann hafði ekki búizt við okkur svona snemma, hafði ætlað að vera kominn út að flugbrautinni og búinn að reka þaðan kindurnar, sem oft leituðu inn á brautina, en það kom ekki að sök að þessu sinni. Ósjálfrátt laðaðist ég fljótt að þessum manni, fannst einhvern veginn að af honum myndi ég geta fræðzt um það sem á skömm um tíma mætti fá í greinarkorn um eyjuna. Við höfðum lent þar sem heit- ir á Kirkjubökkum og nú geng- um við austur í byggðina með sjónum eftir Teistabjargi og Eiði, en þar er hinn gamli lendingar- staður og þar setja Flateyingar Vitinn í Flatey. Séð Hver verða Skjólfonda Við flyljum burt ef ekkert verður g®rt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.