Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 15
Sunnndaetrr 5. 1an. 1964 MORGUNBLAÐIÐ I' SEGIR THELMA Afgreiðslustiílkan hjá Halldóri, Elín Gústafsdóttir, sýnir Thelmu silfurarmband með islenzkum steini. VIÐ rákumst á Thelmu Ingv- arsdóttur, fegurðardrottningu, daginn fyrir jólahátíðina upp á Skólavörðustíg, þar sem hún var að skoða skartgripi hjá Halldóri á Skólavörðu- stígnum. — „Ég kem aldrei svo hingað til lands,“ sagði Thelma, „að ég líti ekki hing- að inn, enda vann ég um eitt skeið hér í verzluninni." „Ertu í löngu fríi núna?“ „Nei, nei, bara jólafríi. Héð- an fer ég til Kaupmannahafn- ar og þann 15. janúar held ég til Parísar og verð þar meðan stóru tízkusýningarnar standa yfir.“ „Er eitthvað frekar að frétta af reynslukvikmynd þeirri, sem þú tókst þátt í skömmu eftir Norðurlandakeppnina?" „Nei, ekkert frekar. Ég átti að mæta aftur í Berlín til frekari reynslu, en hef ekki ennþá gefið mér tíma til þess. Ég hef alveg óskaplega mikið að gera sem stendur og tími eiginlega ekki að segja skilið við sýningarstúlkustarfið, enda fengi ég ekki eins vel borgað í kvikmyndunum, a.m.k. ekki fyrst í stað.“ „Hefurðu haft meira að gera eftir að þú varzt kjörin ung- frú Norðurlanda?" „Já, mun meira en áður. Núna er ég t.d. búinn að gera samning við finnskt fyrirtæki, fer þangað sjö sinnum á ári og kem fram í sjónvarpi og leik í auglýsingakvikmynd- um.“ „En svo við förum út i aðra sálma, hafa einhverjar breyt- ingar orðið á tízkunni nú í seinni tíð?“ „Ekki síðan í haust, þegar síðu kjólarnir, háu stígvélin og skinnkápurnar komust i tízku. Það er einnig áberandi hvað konur nota meira hatta við öll möguleg tækifæri en þær gerðu áður.“ Við veitum því eftirtekt að Thelma er í háum stígvélum og grárri skinnkápu með hnýttu belti, og höfum orð á því, hvort starf hennar bjóði ekki upp á margar freistingar í fatakaupum. „Það er nú ein- mitt gallinn á því,“ anzaði hún, „það líður varla sá dag- ur að maður freistist ekki til að kaupa sér einhverja flík. Og skinnkápurnar eru orðnar svo dásamlega fallegar í snið- um. Þessi kápa sem ég er í er úr kínversku kiðlingaskinni og hún freistaði min ákaflega á sínum tíma.“ „Það var sagt frá því í blöð- unum að þú hefðir breytt um útlit“ ------—Árið 1964 verður slönguár T.v. er Carla í brúnum slönguskinnsjakka, t h. er Rosemarie í gulleitum útijakka, sem einu- ig er úr slönguskinni. „Það er bara þegar ég stend fyrir framan ljósmyndavélina, allar aðrar stundir er ég eins og ég hef alltaf verið, eða finnst ykkur ég nokkuð hafa breytzt frá því í vor? Annars hef ég heldur mikið að gera, og þar sem ég hef engan um- boðsmann þarf ég að standa í öllum bréfaskrifum og samn- ingum sjálf, og það tekur sinn tíma.“ „Og þú kannt vel við þig hér á Skólavörðustígnum inn- an um alla skartgripina.“ Thelma hlær. „Já, ég er veik fyrir skartgripum eins og allar aðrar konur. Ekki alls fyrir löngu birtust í tízkublaðinu Madam myndir af mér á 12 síðum, þar sem ég sýndi skart- gripi. Það var dýrleg tilfinn- ing að sitja fyrir hlaðin dem- • • • • *• « • • • • *: * Sjálfsblekking Louise i blússu með slönguskinnsermum eftir Gunnar Larsen PLASTTJALD fyrir sturtu og baðker verður fljótt stökkt og ljótt. í þess stað má nota næl- onefni. Það er að vísu dýrara en er endingarbetra, auðvelt að skola úr því og þarf ekki að strauja það. — Bezt er að nota slétt, einlitt nælonefni. UM þessar mundir hafa tízku- húsin í París stillt út fallegum og tízkulegum vorklæðnaði. Eitt þeirra, Dagmar (sem er eitt af yngstu tízkuhúsunum), hélt sýningu, sem var sérstæð að því leyti að fötin voru að- allega úr slönguskinni, bæði buxur, útijakkar og blússur. Því er spáð, að þessi nýjung hjá Dagmar falli í góðan jarð- veg, og árið 1964 muni verða slönguár. Og það lítur út fyrir að spádómurinn ætli að ræt- ast, því yngstu tízkudrósirn- ar í París hafa bókstaflega lát- ið greipar sópa um þær búðir, sem haft hafa slönguskinnsföt til sölu. Jacques Esterel hefur kom- ið fram með síðan jakka, stór- köflóttan í gulu og svörtu. Tilheyrandi höfuðfat er stór sjómannahúfa með skyggm úr plasti. Svo virðist sem tízkufröm- uði skorti ekki hugmyndir, og útgáfur vöruhúsanna má fá fyrir sangjarnt verð, þannig að allir hafa efni á að klæð- ast samkvæmt nýjustu tizku. Köflótti jakkinn frá Jacques Esterel með tilheyrandi húfu. Ég er veik fyrir skartgripum i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.