Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 3
( Sunnudagur 5. jan. 1964 3 MORGUNBLAÐIÐ ----—-------- 1 ....... Bangsi nrrar að ljósmyndara Morgunblaðsins. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. Bangsi og Þormar fóstri hans ÞORMAR Kristjánsson, Hverf isgötu 23c í Hafnarfirði, hefur um þessar mundir húsdýr af sjaldgæíri tegund. Er það 2‘/2 til 3 mánaða kópur, sem hann tfann, særðan o.g sjúkan, tók með sér heim og hjúikraði honum. Er kópurinn nú í bezta yfirlæti I kjaillara Þor- mars. Morgiumblaðið hafði tal af Þormari og bað hann skýra frá selaeldi sínu. — Ég fann kópinn föstu- daginn 27. desemfoer, sagði Þormar, íyrir neðan Nýju Þormar gefur Bangsa að drekka úr pela. Bílastöðina hjá Verkamanna- skýlinu. Krakkaihópur hafði safnazt utan um hann og voru að sparka í hann og pota með spýtuim. Þegar ég bjargaði honum frá börnunum hafði hann hlotið áverka á höfði og skrokki, sennilega af þeirra völdum. — Þegar heim kom lét ég Bangisa (eins og við erum farin að kalla hann) í baðkar ið ásarnt slatta af sjó í. Um kvöldið kom dr. Finnur Guð- miundsson í heimsókn til að Mta á kópinn. Hann sagði mér þá, að Bangsi mætti hvorki vera í' söltu né ósöltu vatni meðan hann væri að fara úr móðunhárunum. Bangsi væri með iungnabólgu, vegna þess að hann hefði lent í sjóvoliki. Var kópurinn nú fluttur í þvottabúsið, þar sem hann hefur enn aðsetur. ■ — Fyrst í stað var Bangsi nokkuð grimmur, enda von, þagar haft er í huga, hverja reynslu hann hafði af mann- fólkinu. Ég gef 'honum volga mjólk, sem ég brytja síld út í. Hann er orðinn góður af lungnabólgunni og hinn sprækasti núna vig okkur heimatfólkið. Þó urrar hann enmþá á ókunnuga og vill ekki borða, ef þeir eru við- staddir. Hann sleikir hendur miínar, þegar ég gef honum og lætur vel að mér, svo að sjá má, að hann er ekiki grimmur að eðlisfari. Ég ætla að hafa Bangsa, þangað til hann er að fullu laus við móðurhárin, en dr. Finnur býst við, að það verði núna í næstu viku. Jón Krabbe níræður ÞAÐ er einstætt veganesti ungum manni að vera „maður inn sem fæddist með stjórnar- skránni“ og að eiga að guðfeðg- uim þá báða Jón forseta Sig- urðsson og Jón ritstjóra Guð- mundsson. Það er betra að lífs- skútan sé vel sjófær þegar þannig er siglt úr höfn. Það hefir og komið í ljós að töluverður töggur var í svein- inum sem fæddist sama daginn og Kristján konungur nítrndi gaf stjórnarskrána. Við nefnum hana að vísu enn, sællar minningar, en jafnaldri hennar átti enn langt stanf óunnið landinu til hagsbóta, þegar íslendingar settu sér nýja stjórnarskrá. Jón Haraldsen Krabbe, sem níræður er í dag, er sonur Har- alds Krabbe prófessors við dýnalæknaskólann í Kaupmanna höfn og Kristínar dóttur Jóns Guðmundssoijar, ritstjóra Þjóð- ólfs og helzta þjóðmálaskörungs sinnar tíðar á ísiandi að Jóni Sigurðssyni ednum undanskild- um Þau áttu þrjá sonu aðra sem allir urðu merkir menn, Ó- luf lagaprófessor, Þorvald vita- málastjóra og Knud taugalækni. Jón Krabbe lauk ungur námi bæði í lögfræði og hagfræði. Réðist hann síðan til starfa í íslenzku stjórnardeildinni, þ.e.a. s. þeirri deild danska stjórnar- ráðsins sem fór með íslenzk mál. Þessi stjórnardeild breytt- ist þegar ísland fékk heimastjórn árið 1904 í íslenzku stjómarskrif stofuna í Kaupmannahöfn, og upp úr henni spratt aftur sendi- ráðið í Kaupmannahöfn eftir að sambandslögin komust á árið 1918. Jón Krabbe varð skrifstofu- stjóri íslenzku stjórnarskrif- stofunnar árið 1909. Eftir að sendiráðið var stofnað var hann skipaður sendiráðsritari. í því starfi var hann hægri hönd Sveins Björnssonar sendiherra um langt skeið og miklu síðar þeirra sendiherranna Jakobs Möllers og dr. Sigurðar Nordals. 1 tíð Sigurðar sótti Jón um lausn frá störfum, þá tæplega áttræð- ur „og var veitt hún ef-tir 55 ára ánægjulegt starf í þjónustu ís lands“, eins og hann kemst sjálf ur að orði. En illa er ég svik- inn ef fjórði sendiherrann í Dan mörku, Stefán Jóhann Stefáns- son, hefir ekki eins og fyrirrenn arar hans oft sótt góð ráð til Jóns Krabbe. Með þessu er þó aðeins hálf- sögð sagan um gbarf Jóns Krabbe í þágu íslands. Oft veitti hann sendiráðinu forstöðu sem chargé d'atffaires eða sendifulltrúi lang- tímum saman og er þar einkum að minnast ófriðaráranna síðari, eftir að Sveinn Björnsson hédt heim til íslands vorið 1940. — Þá var það og ákveðið í sam- bandislögunum að skipa skyldi í danska utanríkisiáðuneytinu Sr. Eiríkur J. Eiríksson: FAÐIR HANN HÉLT Á LJÚS- KERI Sunnudagur milli nýárs og þrettánda. Guðspjailið. Matt. 2,13-15. GÖMUL mynd: Það er fólk á feirð. Kona ríður asna og grúfir sig yfir bam, fuil viðkvæimrar umönnunar. Maður teymir asn- ann. Fas hans allt vekur traust og öryggistilfinningu. Dimimt er af nótt, eina birtan í myndinni kemur frá ljóskeri, sem Jósetf heldur á. Auðn og örætfi em um- hverfis, hættuför,- Flóttinn til Egyptalands. Guðspjall dagsins. Við munum orðin fögru í jóla- frásögunni:“ En María geymdi öll þessi orð í hjarta sánu og 'hiugleiddi þau með sjáltfiri sér.“ Einniig koma hér til greina orð- in:“ Og faðir hans og móðir vOru undrandi yfir því, er sagt var urn hann.“ Við getum ímyndað okíkur, hver geymd Maríu var orða þeirra, er hún heyrði við fæðingu sonar síns,- Vissulega reyndi á varðveizlu þeirrá, og varanleg var undrun foreldranna, og skyldi aðóun þeirra á honum prófast í eldi mikilla rauna. Myrfcrin hervæðast. Það mætti fylla margar blaðsíður með lofi um Heródes konung. Heilar bæk- ur hafa verið ritaðar honum til varnar. Þó .hetfur enginn getað skafið af honum tortryggnina. Ferill hans var og ljótari en svo, að hætfilegt sé að rekja hann. Vonzka heimsins teflir fram gegn Betlehemsbaminu úrvalsmanni að glæsimennsku og atgervi, en mieð öllu samiviziku- lausum, er völdin voru annars vegar og grimmdin ægileg. — Mesti sagnameistari Gyðinga ut- an ritningarinnar segir frá því, að er Heródes sá fram á dauða sinn, hafi hann myrt menn unn- vörpuim, til þess að hryggð ríkti, en hann vissi, að sjálfur yrði hann fæstum harmdauði. sérstaikan trúnaðarmann til leið- beiningar um afgreiðslu íslands- mála, og var Jón Krabbe valinn til þess-starfa. Þetta var nú orðið allflókið, að þarna var danskur borgari sendiráðsritari^ og stundum sendifulltrúi íslands, en jafn- framt starfandi sem danskur em bættismaður og þó trúnaðarmað ur Islands í dönsku ráðuneyti. Þarna hefði margur klaufi eða kjáni getað fengið gullin tæki- íæri til þess að skapa últfúð og tortryggni miUi landanna. En veldur hver á heldur, og það var einn þátturinn í farsædd Jóns Kraibbe að honum tókist ein mitt — öllum öðrum mönnum fremur — að skapa kyrrð um framikvæmd samibandslaganna meðan þau entust, og að gera tímabil þeirra að undirbúnings- Fraimihaid á bis. 30. Við fjölyrðum um ljós jólanna og nýja ársins. Við gerum-það andspænis veraldrarm>'rkruirr> allra tíma. Heródes og Pílatus, hinn aðalfulltrúi heimsins gegn Jesú, eiga sér sína líka á öllum tímum, og fulltrúaval hins vonda og hernaðar er með ýmisum hætti og tekur- á sig hinar óiikustu myndir, lieimssögulegar, styrj- alda, kúgunar, einræðis, en einn ig utan stjómmálavettvangisins, þar sem foringjum verður ekki kennt um allt, en ábyrgð hvers og eins í einkalífi skiptir máii. í dag á Betlehemsstjarnan i hinni ýtrustu hættu. Það er mik- ið ihugunarefni að veik móðir, en um leið svo sterk, vai-ðveitir hana í fangi sér og í hjarta sínu eins og í móðurlífi áður, og allt til 'þess, er húh stendur undir krossi sonar síns. Og þegar heim- urinn tetflir fram oddvitum síns valds og undanfærið er fjarlægt fjandsaimlegt land, auðnin er alls staðar umhverfis — Auaturlanda öræfi með margvíslegum hætt- um sínum — þá er það lítið ljós- ker Jósefs, sem ryður braut hjálpræðis heimsins gegnum myrkur veraldarinnar. Það má deila trúfræðilega um, liver fað- ir Jósef vair Jesú, en liorfum í dag á myndina af þessrtm bróð- ur okkar, en hann gengur þung- um skrefum, skilur etftir djúp spor í sandinum, sem að vísu fýkur fljótlega í, en sjá, hanm heldur á ljósi, aðeins sianu eigin daufa ljósi, en það er hans svar við opmberuninni mi'klu, þetta er hans svar við opinberuninni milklu, þetta er hans vörn, hans sókn, hans ljóssins barátta. Og horfum á, hver framtíðairmaður hann er, virðulegur fuMtrúi nýs árs. Gildi mannlegrar umönnun- ar er ekki lítið, þegar hún bein- ist að hinu bezta._ „Lítið ljós, hversu langt varpar það ekfci birtu sinni“, segir hinn milkli könnuður myrkranna og viðnóms þeirra í mahnssálunum og á leilk sviði lífsins, Shakespeare. Á jólum beinist athyglin að birtu himinsins, en er við nú kveðjum jólin að þessu sinni og göngum út á vegu nýs árs, er gott að virða fyrir sér endurskin þess arar birtu í mannlegri viðleitni Og láta sér hana verða að nokk- urri kenningu og uppörvun í látfi sínu. Beinum afhyglinni í dag að ljóskeri Jósefs. Þar er að -vísu aðeins um umgjörð að ræða. En umbúnaður ljóssins sikiptir ein- mitt máli. Hann er trúin á það, auðmýktin gagnvart því, fórnar- lundin, að brjótast áfram gegn erfiðleikunum með það, eins og María í guðspjalli dagsins með Guðs barnið í fanginu og Jósef með þjónustu sína við það, þar sem ljósikerið hans er. Nú fer að lengja daginn. Sums staðar sér núna ekki tii sólar, en senn fer hana að sjá. Tindum sjóndeildarhringsinis getur verið þannig háttað, að nokkrum skref um munar, hvort hana sér, t.d. hinn 14. þessa mánaðar eða hinn 17. Uppi í hlíðinni fyrir ofan bæinn sér hana fyr en niðri í dalnum. Það getur auðvitáð alltaf brugðist, að til sólar sjái. Myrkur dagur, sjálf Jónsmessan. „Böm- in fóru upp á fjall. Þau Vonuðu, að þar sæi þau sólina. „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn“. Þannig lýkur flör Maríu og Jósefs mieð sigri. Megi okkur nú auðnast að eign ast hlutdeild í þeim sigri á ný- byrjuðu ári. Andleg sólarsýn og kærleiikur til Guðs og manna tendri okkar ljósker trúar og vonar í við- leitni til varðveizlu og sigurs hverju góðu málefni til hamda, er Guðs riki eflir og hans dýrð. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.