Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 19
/ Sunnudagur 5. jan. 1964 MOkCU N BLAÐIÐ 19 Kjörorð Kenyatta eru nú ,IJhuru na Moja* - ,Frelsi og eining4 DAGANA 10. og 12. desember bættust í hóp frjálsra ríkja heims Afríkuríkin Zanzibar og Kenya, bæði fyrrverandi nýlendur Bréta. Vegna hinn- ar rósturssömu og löngu sjálfstæðisbaráttu Kenya þyk- ir þessi atburður hafa sér- staka þýðingu fyrir þróun Afriku. Kenya er 35. ríki álf- unnar sem sjálfstæði hlýtur, 31. frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Kenya, sem tekur yfir 582.650 ferkm., takmarkast af Eþíópíu og Súdan í norðri, Uganda í vestri, Tanganyika í suðri Somaliu í norðaustri og Indlandshafi í austri. íbúar voru á síðasta ári taldir 6V2 milljón talsins, en þeim fer ört fjölgandi. Af þeim töldust 60.000 hvítir menn, 170.000 Indverjar, 37.000 Arabar — en aðrir Afríkumenn af um það bil 40 ættflokkum. Eftir megin - tungumálum Afríku- mannanna má skipta þeim í fjóra aðal ættbálka, Nilotica, Bantu-menn, Hamíta og hálf- Hamíta. Helzti ættflokkur hinna fyrstnefndu eru Luo- menn, en Kikuyu ættflokkur- inn er helztur Bantu manna. Af hálf-Hamítum eru Masai- menn fjölmennastir og af Hamitum Galla og Boran, en fólk af þeim ættflokkum byggir einnig Somaliu og Eþíópíu. Að fengnu sjálfstæði blasa margvíslegir erfiðleikar við Kenya — og ótti við hugsan- legar ættflokkadeilur er ríkj- andi meðal allra íbúanna. — í>ótt ríkið sé að því leytinu betur undir sjálfstæði búið en mörg önnur Afríkuríki hafa verið, að þar er sterk stjóm með 95 sæta þing-meirihluta að baki, er ljóst, að minni ætt- flokkarnir óttast mjög yfirráð hinna stærri, Luo og Kikuyu manna, og þora fáir að spá um, hvað þeir muni taka til bragðs, ef þeim finnst á hlut sinn gengið. Annað meginvandamál hins sjálfstæða Kenya er óleystar deilur við íbúa í Norð-austur héraði landsins (North-East- em Region) er liggur að landamærum Somalíu — þar búa um 200.000 manns, mest- megnis múhameðstrúarmenn, er krefjast aðskilnaðar frá Kenya. Stjórn Somalíu, sem nýl^a hefur gert hátt í 1200 milljón króna (ísl.) vopna- sölusamning við Sovétstjórn- ina, hefur nánast hótað innrás í héraðið og hefur þegar kom- ið til átaka milli landamæra- varða. íbúar héraðsins eru skyldari íbúum Somalíu en Kenya — og eru þess ekki ófúsir að sameinast fyrr- nefnda ríkinu. Vandamál þetta er ekki nýtt af nálinni, en Bretar hafa veigrað sér við því að höggva á deiluhnútinn og kosið frem- ur að láta hinu nýfrjálsa ríki vandamálið eftir I vöggugjöf. Þó hefur brezka stjórnin ákveðið að hafa 4500 manna herlið í Kenya næstu 18 mán- uði til aðstoðar stjórninni, ef til tíðinda skyldi draga á landamærunum. Kenyatta, frelsisihetja og þjóðarleiðtogi Kenya hefur þegar lýst því yfir, að fyrsta verkefni stjórnar hans á sviði utanríkismála verði að vinna að myndun ríkjasambands Austur-Afríku, þ.e. Kenya, Uganda, Tanganyika og Zanzi- bar — og mun han,n telja að slíkt samband gæti orðið Kenya mjög til halds í deil- um við Somalíu. Fyrrgreind- ar þjóðir hafa þegar samvinnu á sviði póst- og símaþjónustu, járnbrauta og afgreiðslu skipa í hafnaborgum. En sá hængur er á frekari samvinnu þeirra, að Apollo Milton Obote, for- sætisráðherra Uganda, og ákafur aðdáandi Nkrumah, forseta Ghana, er uggandi um, að áhrif sín verði lítil í ríkja- sambandi, þar sem hinir sterku persónuleikar Keny- atta og Julius Nyerere í Tanganyika eiga i hlut ★ ★ ★ Saga sjálfstæðisbaráttu Ke- nya er svo nátengd sögu Yomo Kenyatta, sem nú er orðinn fyrsti forsætisráðherra sjálf- stæðs Kenya, að vart verður á milli skilið. Yomo Kenyatta — eða Kaman Ngengi, eins og hann hét upphaflega er af Kikuyu- ættflokknum. Hann fæddist fyrir 60—70 árum í Kohaweri, hvaða ár er ekkr vitað, hvað þá hvern mánuð eða dag árs- ins. Fyrir um það bil tíu ár- um sagði hann fyrir rétti: Ég veit ekki hvenær ég fæddist, hvorki hvaða dag, mánuð né ár — en ég held ég sé kom- inn yfir fimmtugt.“ Nokkru síðar ákváðu brezk yfirvöld, að hann skyldi talinn fæddur árið 1893 og væri hann sam- kvæmt því um sjötugt. Hið eina, sem vitað er um barnæsku Kenyatta er, að hann naut einhverrar læknis- hjálpar viíf sjúkdómi í baki svo og uppfræðslu hjá kristni- boðstöð skozka trúboðsins í Kikuyu. Hann starfaði þar um hríð sem vikadrengur í eld- húsi, en lærði síðar trésmiði. Þaðan hélt hann til Nairobi og starfaði þar sem eftirlits- maður vatnsbóla borgarinnar. Þá hlaut hann nafnið Keny- atta af flúruðu og perlu- saumuðu belti, er hann jafn- an bar. Kenyatta hefur tekið virk- an þátt í stjórnmálum frá því árið 1920. Fyrst gerðist hann meðlimur í flokknum East African Association, því næst framkvæmdastjóri Kikuyu Central Association, sem var fyrsti flokkur þjóðernissinna í Kikuyu, stofnaður af Afríku mönnum, er settu sér það markmið, að vinna aftur land svæði, sem fyrstu evrópsku landnemarnir höfðu slegið eign sinni á. Kenyatta rit- stýrði þá blaði, er flokkurinn gaf út á máli Kikuyu manna og nefndist Muigwithania, — og var helzti málsvari blökku- manna gegn einkarétti Evrópu manna til búsetu á hásléttum Kenya. Árið 1929 fór Kenyatta fyrst til Bretlands, í nefnd Kikuyu manna, er leitaði heimildar brezku stjórnarinnar til rekst- urs sjálfstæðra skóla Afríku- manna á landsvæði þeirra. Tveim árum síðar kom Keny- atta aftur til Bretlands og dvaldist þar þá í fimmtán ár. Hann lagði framan af stund á enskunám við Quaker Col- lege í Woodbrooke. Siðan fluttist hann til London, tók þar á l'eigu íbúð ásamt banda- ríska negrasöngvaranum Paul Kenyatta vinnur eið aö embætti forsætisráðherra Kenya. Robeson, og blökkumannin- um Peter Abrahams, rithöf- undi frá £>uður-Afríku. Frá 1933 starfaði Kenyatta sem aðstoðarkennari í hljóðfræði við School of African and Oriental Studies en stundaði jafnframt nám í mannfræði við London School of Eco- nomics og lauk þar prófi árið 1936. Þá skrifaði hann og fékk út gefna bókina „Facing Mount Kenya“, sem er ítar- leg frásögn af siðum og venj- um Kikuyumanna, en þeir tilbiðja hið mikla fjall Kenya, og telja það bústað guðs. Að prófi loknu ferðaðist Kenyatta víða um Evrópu, hann dvaldist um skeið - í Rússlandi og stundaði nám við Moskvuháskóla. í heim- styrjöldinni síðari dvaldist hann í Bretlandi, vann sem landbúnaðarverkamaður og fyrirlesari fyrir fræðslusam- band verkamanna. Hann kvæntist 1943 brezkri konu, Ednu Clarke og gat við henni einn son, en þremur árum síðar yfirgaf hann þau og hélt aftur heim til Kenya. Meðan Kenyatta dvaldist í Englandi barðist hann ákaft fyrir auknum réttindum blökkumanna í Kenya og hann var í hópi þeirra, er stofnuðu til ráðstefnu Afríku- manna í Manchester 1945. ★ ★ ★ Þegar Kenyatta sneri til Kenya 1946 komst hann að raun um að nýlendustjórninni var heldur lítt um hann gefið. Flokkur hans, Kikuyu Central Association hafði verið bann- aður á styrjaldar árunum og þess í stað kominn á fót nýr flokkur Kikuyu manna, The Kenya Afrícan Union, þar sem Kenyatta tók þegar við for- ystu. Hin ákafa barátta hans fyrir réttindum innfæddra, frábær mælska og virðing á fornum siðum og venjum ætt- flokkanna og þekking á þeim aflaði honum geysi mikils fylgis manna af öllum aldurs- flokkum og ættflokkum. — Hann gætti þess og vel, að fulltrúar þeirra flestra fengju sæti í framkvæmdastjórn og nefndum þótt hann hefði að sama skapi auga með því, að ekki slaknaði á stjórnartaum- unum í höndum hans. Qginga Odinga aflaði flokknum mik- ils fylgis meðal Luo ættflokks- ins í Nyanza og árið 1951 var tala félagsmanna komin upp í 150.000. Skömmu eftir heimkomu Kenyatta til Kenya varð hann skólastjóri hins sjálfstæða Kennaraskóla Afríkumanna - og með þá aðstöðu, er það starf skapaði, og flokkinn að baki, jók hann fylgi sitt jafnt og þétt, unz vald hans var orðið innflytjendum hinn mesti þymir í augum. Um líkt leyti fór að bera verulega á hinum hroðalegu ofbeldis- aðgerðum Mau Mau-hreyfing- arinnar, sem var bönnuð og var Kenyatta talinn stjórna þeim eða a.m.k. heimila þeim að starfa í nafni flokksins K. A.U. Kenyatta neitaði með öllum slíkum ásökunum og hefur alla tíð gert, en aldrei hefur orðið að fullu ljóst, hvort hann átti þar hlutdeild að eða ekki. Hann hafði sagt í ræðu árið 1951 „Landið er okkar, verið ekki hræddir við að úthella blóði til að vinna stjóm þess í ykkar hendur,“ — og nokkru síðar hófust svardagaathafnir og ofbeldi Mau Mau. Var þessi ræða Kenyatta talin þung á meta- skálunum, þegar vega skyldi og meta ábyrgð hans og jafn- framt þótti hann hafa tilhneig ingu til að afsaka aðgerðir hryðjuverkamanna með þ ví, að þeir væru þjóðernisinnar. Villimennskan, sem lýsti sér í ofbeldisaðgerðum Mau Mau var hrollvekjandi. Þær beindust ekki aðeins . gegn hvítum landeigendum heldur og í miklum mæli gegn þeim innfæddum, er reituðu sam- starfi við Mau Mau. Af hálfu Breta var hreyfingin bæld niður með mestu hörku. Neyð- arástandi var lýst í landinu 1952 og þar til því var aflétt 1960 voru 11.500 Mau Mau Frh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.