Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1967 Jón Auðuns, dómpróf.: „EKKI DÁIN.." Jesús er að ljúka við a'ð segja áheyrendum, hve fávíslegt það sé að ætla að samræma hið úr- elta, gamla, hmu nýja í kenningu hans. Þá kemur óvæntur gestur, mikilsháttar forstjóri hlaupandi til hans. Erindi hans er brýnt: „Dóttir mín er nýskilin við. Kom og legg hönd þína yfir hana, og þá mun hún lifna“. Og Jesús gekk með honum í sorgarhúsið. (Matt. 9.). Þú kemur inn í íslenzkt sorgar- heimiii, þar sem barn er nýskil- ið við. Þú gengur þar hljóðlega um. Faðir og móðir horfa orð- laus eftir sinni vonasól, sem er hnigin. Vinir og gestir sitja hljóðir í þessu hrisi Þarna verður flestum erfitt að finna orð. Þögn- in er heilög. Hana getur verið helgispjöll að riúfn. I Gyðingalandi bjó fólk með aðra siði, önnur viðhorf. Þar hópsst kunnugir saman í sorgarhúsinu. Menn kveina há- stöfum. Um dánarhúsið fer stöð- ugur kliður af gráti, andvörpum og stunum. Fólk lætur þannig samhryggð sína í ljós. Og menn gera meira, koma með hljóðpípur og leika á þær ömurlega skerandi sorgarlög, til að gera dapurleik- ann dapurlegri, sorgina sárari, þyngri. í slíkan hóp kemur Jesús með forstjóranum. Vafalaust hafði hann séð þennan ófögnúð fyrr. E. t. v. heima í Nasaret, þegar faðir háns dó og vinir Maríu hóþuðust saman í húsi hennar til að gráta með henni og kveina. Jesús virð'st enga samúð eiga með þessum landsið þjóðar sinn- ar. Rómur hans er einbeittur, er hann skipar fyrir: „Farið burt, því að litla stúlkan er ekki dá- in, heldur sefur hún“. Þegar búið er að koma fólk- inu með sorgarveinin og hljóð- pípúhávaðann út, gengur Jesús einn inn í svefnhúsi'ð. Hann tek- ur í máttvana, föla hönd. Litla stúlkan sezt upp í rúmi sínu. Útfárarsiðir og athafnir manna í dánarhúsi og við dánarbeð, hafa tekið miklum breytingum hér á síðari árum. Uni það ræður vafalaust mestu breytt afstaða manna til dauðans. Hann er ekki sá ógnvaldur, sem hann var í vitund manná fram að síðustu tímum. Mönnum er loks að skilj- ast, að ef nokkur alvara er í ódauðleikatrúnni og ef nokkurt mark er tekið á kristnum pásk- um, eiga ekki hávær sorgarósköp eða kveinstafir við í dánarhúsinu. Og mönnum er einnig a’ð skiíj- ast betur og betur það, að ein- faldleikinn hæfir útfararathöfn- um bezt og að sú athöfn er þeim mun sannari og betri, sem prjálið er minna og umbúðir minni. í bernsku minni átti sfærsta verzlunin í bænum svört sorgar- tjöld, sem lánuð voru góðum viðskiptavinum. Herbergið. þar sem svarta likkistan stóð uppi, var allt klætt þessum svörtu tjöldum fr,ó lofti til gólfs Þetta sá ég nokkurum sinnum við út- farir. Uppi á lofti Dómkirkjunnar sýndi mér gamli Árni kirkju- vörður tjargaða hlera, sem fy*r- um voru felldir í glugga Dóm- kirkjunnar við jarðarfarir, til að loka dagsbirtuna úti. Allt var þetta gert „syrgjerd- um til huggunar“! Eitthvað var þetta skylt sorg- arathöfnur.um : Gýðingalandi, sem. Jesús hafði enga samúð með. Ég hefi sjálfur séð og heyrt í rómv. kaþóiskum löndum við Miðjarðarhaf útfararsiði, sem mér þóttu óhugnanlegir. Einnig hjá okkur er sitt hvað eftir ehn í útfararsiðunum, sem má hverfa. Það er næsta undarlegt, að í kristinni túlkun er jafnan sagt, að Jesús hafi vakið dóttur for- stöðumannsins „frá dauðum“. Hversvegna það, þótt fa'ðir henn- ar hyggði svo, úr því að Jesús segir sjálfur, þegar hann kemur í sorgarhúsið: „Litla stúlkan er ekki dáin, heldur sefur hún“? Þegar hann réttir henni sína máttugu hönd, reisir hann hana úr einhverju svefnmóki eða dái, en vekur hana ekki frá dauðum. Það er óþarfi að rengja orð hans sjálfs um þetta. „EKKI DÁIN“, — á að vera yfirskrift útfararsiðanna í kristn- um löndum. Þá mun sitt hvað hverfa úr þeim siðum, sem menn halda ennþá í, — sennilega mest af hugsunarleysi. Sýnishorn af tízkufatnaðinum. Tízkusýningar, söngur og kaffi á skemmtunum Fðstbræðrakvenna VEGNA mjög mikillar aðsókn- j ar að tízkusýningu og kaffisölu ! Fóstbræðrakvenna s.l. sunnudag hefur nú verið ákveðið, að end- j urtaka skemmtun með svipuðu sniði í dag í Súlnasal Hótel Sögu kl. 15:00 síðdegis, og einnig um kvöldið kl. 20:30. Skemimtun Fóstbræðra- kvenna á sunnudaginn var þótti takast með sérstökum ágætum. Skemmtiatriðin í dag verða hin sömu, en þó nokkuð aukin, og sýndur verður tízku- fatnaður frá öðrum verzlunum en fyrr. Á eftirmiðdagsskemmtuninni á sunnudag munu konurnar sjálfar annast um kaffiveitingar með heimabökuðu brauði og kökum og er rétt að minna á, að samkvæmt fenginni reynslu kætast börnin af því, sem þarna fer fram, ekki síður en foreldr- ar, afar og ömmur. — Um kvöldið verða venjulegar veit- ingar á vegum hússins og gestir, sem þesis óska, nsytt kvöldverð- ar í Súínas’alnum áður en skemmtun hefst. Á síðdegissýnmgunni verða sýndir kjólar frá Eros, kápur og dragtir frá Guðrúnarbúð, hattar frá Soffíu Pálma og skó- fatnaður frá Sólveigu í Hafnar- stræti. Þá verður og sýndur herrafatnaður frá Andersen og Lauth en frakkar frá Model- Magasininu. Um kvöldið sýnir Parísartízkan kvenfatatízkuna í Paris. * Óhætt er að fullyrða, að tízku sýningin á sunnudagskvöld verður með g’æsibrag, enda mjög vandað til alls undirbún- ings. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, rennur allur ágóði óskiptur til byggingar hins nýja félagsheimilis Fóst- bræðra við Langholtsveg. Aðgöngumiðar að báðum skemmtunum verða seldir í norðuranddyri Hótel Sögu kl. 16 — 18 á laugardag, og kl. 13 — 15 á sunnudag. Miðstjórn ASÍ mót- mælir kjaraskeröingu — áskorun um að tryggja fulla atvinnu MBL. hefur borizt svohljóðaindi fréttatilkyn.ninig: Að loknum umræðum í mið- stjórn Alþýðusambands íslamds hinn 6. þm. var .etftirfarandi ályktun samiþyltíkt samlhljóða: „Vegna þráláts umtals ráða- manna þjóðarinnar um, að al- menningiur verði nú að ta.ka á siig auknar byrðar vegna minnk- andi greiðsluigietu ríkissjóðs oig vanda, er steðjd að útfluitnings- atvinnuvegum þjóðarinnar, vill miðstjórn Aliþýð'Usambandsins lýsa því yfir, að hún teliur ekki koma til mála, að þessum vanda verði mætt með því að sfcerða .umsamið kaup almennra laun- þega eða fcaupmátt bímafcaupis- ins frá því sem niú er. Slífcum ráðistöfunium mundi verkalýðs- hreyfingin ekki una, hún stefnir þvert á móti að því, að dag- viinnutekjur verði hækfcaðar, svo að þær standi undir mann- sæmandi kjörum. Sökum samdnáttar á mörgum sviðum atvinnulifsin.s, hefur verkatfólk víða um land þegar orðið fyrir fcjariaskerðingu vegna minnkandi atvinnu, og allt útliit fyrir, að sú þróun (haldi áfram, verði efcfcert að gert. Fy.rir því skorar miðstjórn Al- þýðusambandsin.s á ríkisstjónn og Aliþingi að gera nú þega.r ráð- stafan.ir til að trygigjia fulla ai- vinnu hvarvetna í landinu." Grikkir reknir úr ICFTU Brússel, 6. októbe:. NTB. Griska verkalýðssambandið var í dag rekið um stundarsakir úr Aliþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU). Stjórn ICFTU segir, að ógnarstjórn riki í Grikklandi og gríska verkalýðssambandið verði svipt aðild að sambandinu unz lýð- ræði verði komið á. Aldamóta- skemmtun Lelkfélagsins IÆIKFÉLAG Reykjavíkur hefur að undanförnu sýnt leikþætti, atriði úr leikritum, söngva og dansa í Austurbæjarbíói til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð sinn. Hafa skemmtanir þessar verið fjölsóttar og hlotið hylli áhorfenda. Sýninguna nefnir Leikfélagið „Það var um aldamótin“, og koma fram í henni 30—40 leik- arar. Hafa Leikfélaginu borizt margar óskir frá foreldrum, sem óska eftir að sjá sýninguna méð börnum sínum, og er því ákveðið að hafa aukasýnimgu, og jafnframt þá allra síðustu í dag, sunnudag, k.ukkan háif þrjú. ma TRYGGINGAR U U 11700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.