Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1967 4- Meiri og betri spretta af kalksaltpétri en kjarna Rætt við Guðmund Jónsson á Hvanneyri um grasrækt A HVANNEYRI í Andakíl hafa undanfarin ár verið gerð- ar alluimfangsmiklar grasrækt- airtilrauniir bæði til þess að kanna, hvaða áburðarblöndur reynist staðháttum þar bezt; hvort beit spilli túnum og hve mi’kið; hvort hinar þungu land- búnaðarvéla.r þjappi jarðvegin- um of mikið saman og hvaða grasfræ gefi beztan ánangur. Tilraunir á 1500—1600 reitum Við áttum í sumar tal við Guðmuind Jónsson, skólastjóra bændaskólans, um niðurstöður og þýðingu þessara tilrauna. — Grasræktarran-nsóknir hafa nú verið gerðar hér um 13 ána skeið og hefur Magnús Ósk arsson búfræðingur umsjón með þeim, en hann er því m.ið- ut fjarverandi nú. Slíkar til- raunir krefjast mjög mikils landrýmis, því að jafnan verð- ur að taka nýtt land undir nýjar tilraunir til þess að rétt- ur samanburður fáist. — Tilraunirnar fa.ra nú fram á yfir 10 ha svæði, sem skipt er í 1500—1600 reiti, og árafjöldi þeirra er mismunandi, frá 8 og upp í 12 ár.. Kalksaltpéturinn gefur betra og meira gras Asamt Jóni Snæbjörnssyni búfræðingi fór Guðmundur með okkur um tilraunasvæðið. Unnið va.r að því að slá reiti, þar sem sam.anburðu.r va.r gerður á mism.unandi magni .■* kjarnaáburði annars vegar og kalksaltpétri hins vega.r. Þar var sjón sögu ríkari og mis- munurinn mikill, að hann var sýnilegur hver.jum manni og raunar óþa.rfi að spyrja, hvort kalksaltpétur eða kjarn.i hefði verið borinn á þennan eða hinn reitinn. — Við höfum uppskerutölur frá sjö sl. árum og miðað við 120 kg í ha er mismunurinn 6 hestburðir af heyi, a.uk þess sem grassamsetningin er allt önnur og betri í kalksaltpéturs- reitunum, m.a. er meira af kalsíum í þeim reitum. Upp- skeran er m.öo. meiri og betri. — Uppsfceran á kjar.na.reitun um var svipuð fyrstu árin, en hefur síðan farið minnkandi í hlutfalli við kalksaltpétur, og er ekki fyllilega ljóst, hvort sprettan sé fcomin í jafnvægi eða eigi enn eftir að minnka. A sl. ári reyndist kja.rninn bezt, þair sem 120 kg höfðu verið bor in á í ha. — Men.n vita ekki til fulln- Vigtun á heyi. ustu, hvað veldur þessum mis- mun. Sumir telja, að hann staifi af skrrti á kalki, en engin ó- yggjandi sönnun hefur fenigizt fyrir því enn sem komið er. Hins vega.r geta menn dregið þær ályktanir, að kalksaltpét- urinn gefi betra og meira gras, og bændur eru óánægðir með kjarnann og ha.fa ekki fengið annan áburð að gagni í hans stað. Kalk án fosfors þýðingarlaust Þa.r spölkorn frá voru til- raunh með fosfor og kalk og mikilvægd þess að bera fosfor í jarðveginn. Þa.r s-em fosfor ha.fði ekki verið borinn á, var sprettan lítil eða engin; hins vegar var hún bezt, þar sem hvort tveggja var borið á. — Foesfori.nn situr fastur í ja.rðveginum í ýmsum efnasam- böndum, svo að plönturnar geta ekki náð honum. Hins vegar var álitið, að kalkið mundi auka rotnumina og gera plöntunum kleift að n>á fosfórn- um. Niðurstaðan er hins vegar sú, að kalk án fosfórs er þýð- ingarlaust, en eyfcur hins veg- air- ræktunina með fosfór. Samanþjöppun jarðvegs — vökvun túna Þar sem við vorurn seint á ferðinni var búið að slá mikið aif reitun.um, en eigi að síður va.r í senn skemmtilegt og fróð legt að ganga um tilraunasvæð ið og fá ýmsar vís.bendin:gar. — Sl. vor hófum við tiiraun- ir með samanþjöppun á jarð- vegi -vegna hinna þungu land- búnaðarvéla og áhrif þess á uppckeruna. Raunhæfra niður- staðna er ekki að vænta fyrr en eftir þrjú ti.l fimm ár. Einnig höfu.m við athugað áhTÍf múga- véla á sprettuna til að kanma, hvaða áhriif það hefur, hvernig þær rifa upp jarðveginn. Nið- urstöður síðustu þriggja ára eru þær, að á þeim reitum, sem rakaðir eru með hrífum, fást átta hestburðum betri upp- skera en hinum, sem farið hef- u.r verið yfir með múgvél sex sinnum. — Þá erum við með ýmsa erlenda stofna af grasfræi, en þei.r eru engir til innlendir. Þeir eru að sjálfsögðu mismun- andi bæði að uppskeru og vetr arþoli. Ég tel, að við höfum verið allt of sofa.ndi á verðin- um í þessu efni, við verðum að gera tilraunir með sem flesta sbofna og koma slí'kum ti.lraun- um upp sem víð.ast á landinu, einnig í samb .ndi við kal. — Þá þyrfti að taka upp til- raunir norðan lands og austan með vökvun túna. Að líkind- um rignir tvöfalt eða þrefalt meira hér sunnan lands, svo að þýðinigairlítið er að taka þær Rafveitustjóri Starf rafveitustjóra Austurlandsveitu með aðsetri að Egilsstöðum er laus til umsóknar. Umsóknir frá rafmagnsverkfræðingum eða rafmagnstækni- fræðingum berist til Rafmagnsveitu ríkisins, Lauga vegi 116, Reykjavík, fyrir 17. þ.m. Upplýsingar um starfið veittar á sama stað. Rafmagnsveitur ríkisins. Staða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild Borgarspítalans, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 15. nóv. n.k. Laun samkv. samningi Reykjavíkurborgar og Læknafélags Reykjavíkur. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni fyrir 10. nóv. Reykjavík, 6. okt. 1967. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Skólastjórahjónin á Hvanneyri, Guðmundur Jónsson og Ragn- hildur Ólafsdóttir. upp hér. Annars hefð-um við gert það. Réttur áburður bætir beitilöndin Þá ba.rst ta.lið að vorbeit á túnum og beit almennt, svo og áburða.rnotkun á beitilöndum. — Við höfum gert tilraunir með því að bera áburð á mýr- lendi. Með því að bera 30 kg af fosfór á ha jókst uppsker.an um 12 hestiburði, en um 23,5 með þvi að bera 70 kg af köfn- una.refni á með fosfórnuim. Síð- an var beitt á reitinn og mælt, hvað bitið var. Virðist ekkert ha.fa verið bitið af þeim reit- um, sem eru óábornir, en 12 hestburðir af fosfórreitunum og 21 af fosfór- og köfnunar- efnisreitunum. — Þetta sýni.r ljósleg.a, hvern iig í senn er hægt að bæta og auka beitilöndin með rétbri á- burðarnotkun. Þetta er hrá- bla.ut mýri, — en uppskeran hefuir aukizt mjög mikið. Og þetta hefur þeim mun meiri þýðingu, þa.r sem núna þreng- ist mjög að í afréttunum og menn er.u í vandræðum með beit. Vorbeitin dregur mjög úr uppskeru — Bæði af tilraunum og pra.ktískri reynslu veit ég, að vorbeitin dregur mjög úr upp- skerun.ni, auk þess sem gra.s- tegundirna.r verða verri. Mér kæmi ekki á óvart, þótt upp- skeran minn.kaði frá ári til árs. 'Núna erum við með tilraunir í gangi til að athuga s.kað.a vor- beitarinna.r, en niðurstöður fást ekki fyr.r en að nokkrum árum liðnum. — Á þessu stigi er ekki hægt að segja mikið meira uim áhrif vorbeitarinnar, en þetta eru svipaðar niðurstöður og hjá Kristjáni Jónssyni á Nesi í Fnjóskadal í þeim tilra.unum, lllllMIIII I III I I i iii niiiiiinii ^2>allett LEIKFIMI_____ JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti ýk Margir litir •jfc- Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvitir Táskór Ballet-töskur ^2>alli’ftl?úi) in SÍMI 1-30-76 1111111 n 111 lll i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.