Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1967 MAYSIE GREIC: 27 Læknirinn og dansmærin að þau skyldu geta komizt hing- að. — í>ú vilt sjálfsagt sjá hann Tim Atwater? sagði Marcel. Ég sagði þér, að hann hefði orðið fyrir áfalli, en það er bara ekk- ert verulegt. — Já, ég vildi gjarr.a sjá hann. En hvorugt þeirra sýndi á sér neitt fararsnið. AUt í einu sagði hann og rödd- in var hás: — Ég hef saknað þín. — Ég 'hef líka saknað þín, sagði hiún lágt. — Komdu í stofuna til mín ein hvern daginn og láttu mig líta á fótinn á þér. — Ég hef alltaf verið að hugsa um það, en aldrei haft uppburð í mér til þess. — Hversvegna það? — Ég veit ekki. Ég hélt, að þú værir algjörlega búinn að af- skrifa mig. Hann svaraði í bænarrómi: — Hversvegna gæti ég það, þegar þú ert mér jafndýrmæt og raun er á. — En ekki nægjanlega til þess að varpa þessum frönsku siða- reglum þínum fyrir borð, mín vegna, sagði hún gremjulega. — í>ú mátt ekki ögra mér, sagði hann. — Ég hef mínum skyldum að gegna við Alise. — Og metur það meira en ástina? — Ég veit ekki. Ég botna hvorki upp né niður í þessu. Það er togað í mig úr ölluin áttum. Þú verður að reyna að hjálpa mér. — Hvernig get ég það öðru- vísi en með því að halda mig sem lengst frá þér? — Það er engin ]ausn á mál- inu, flýtti hann sér að segja. — Það gerir mig aðeins hálfbrjái- aðan. Hann greip hönd hennar. — Þú ætlar að koma til mín, er það ekki? Eftir þessa sennu við frú Hennesy, get ég ekki fram- ar komið þarna í húsið. — Það er einkennilegt, að hún skyldi einmitt lenda í sjúkrahús- inu þínu. — Það er ekkert einkennilegt. Slysið vildi til skammt hér frá. Ég hef sent eftir öðrum lækni tii að ráðgast við. Ef nakk.ur von væri, mundum við sennilega gera upþskurð á henni. Hún greip andann á lofti af hræðs'lu. — Svo að þú heldur þá, að þarna sé engin von. — Víst sáralítil, sagði hann. S'vo virðist sem billinn hafi rek- izt á vörubíl og farið tvær velt- ur. Hún kastaðist út á veginn. Skaddaðist hræðilega á höfði. Ég 'hef gefið henni morfín, til þess að draga úr mesta sársauk- anum. — Er Tim með meðvitund? — Já, nokkurn vegmn. Ég býst við, að hann muni þekkja þig. Hann var heppinn að sleppa þó þetta vel. Ég skal fara með þig til hans. Hún rétti fram höndina og snerti við armi hans. — Við er- um vinir, Marcel? — Hann lyfti hendi hennar og kyssti hana. — Já, við verð- um alltaf vinir, elskan mín. Og ég vildi óska, að við gætum ver- ið meira. Hún sagði ekkert og svo leiddi hann hana eftir langa gangin- um, og opnaði dyrnar á einka- herbergi. Þar lá Tim með um- búðir um höfuðið, en hann var kominn til meðvitundar aftur. — Halló! sagði hann, þegar Marcel og Yvonne komu inn í Skjóttu karlinn pabbi, hún er hlaðin, ég fyllti hana áður en ég fór að sofa. tofuna. —- Ég er enn hálfringlaður. Hvernig stendur á þínum ferð- um hingað, Yvonne? — Sellier læknir hringdi til okkar. — Ég skil. Og þú komst hing- að til að líta á líkin? — Þú ert ekkert lík, sagði hún. — Hvernig er Grace? flýtti hann sér að segja. — Þessi árekst ur var nú ekki mér að kenna, en mér finnst ég bera ábyrgð á hunum samt. — Það er vafasamt, að frú Hennesy lifi þetta af, sagði Marcel alvarlega. — Yður er ekki alvara? Tim varð náfölur. Þetta er hræðilegt. En ég sver, að þetta var ekki mér að kenna. Er hún með með- vitund? Get ég fengið að sjá hana? — Ég held ekki, að það væri ráðlegt, eins og á stendur. Þér eruð alls ekki fær um að vera á ferli. Verið þér kyrr í rúm- I inu. Þér verðið uð vera þar i nokkra daga til- að jafna yður. Ég ætla að skilja ykkur ungfrú Jason eftir hérna. — En Yvonne vildi ekki, að hann færi. Hún vildi ekki verða ein eftir með Tim. Þau höfðu svo mjög fjarlægzt hvort annað, síðustu vikurnar, þegar hann hafði verið á ferð og flugi með Grace. Hún vissi varia, hvað hún átti að segja við hann. Hún gekk að rúminu. — Ég vona, að þú sért eitthvað betri, Tim. Hann setti upp skakkt bros. — Ég er seigur. En þetta «r hræðilegt með hana Grace. — Varstu orðinn ástfanginn af henni? — Ég veit ekki. Þú hefur verið svo erfið, síðustu vikurnar, Yv- onne. Þú veizt, að ég vil giftast þér, en hef bara ekki efni á því. Ég veit ekki einu sinni, hvernig ég fer að því að greiða legu- kostnaðinn hérna. — Ég á eitthvað ufurlítið, sem ég hef sparað saman, flýtti hún sér að segja. — Ég skal með ánægju greiða reikninginn fyrir þig. Föla andlitið roðnaði. — Þú gerir mig alveg að ræfli. Ég lofa þér þvi, að þegar ég losna héð- an, skal ég reyna að fá mér eitt- hvað að gera. Ég gæti kannski gert eitthvert gagn í einhverri D ðaskrifstofunni. — Það gæti verið ágætt. En á hverju hefurðu lifað undan- áiið, Tim? — Mér tókst að pína ofurlitla viðbót út úr lögfræðingunum í London, en nú segja þeir, að ég fái ekki grænan eyri meira. E LTT3>T.I IT #_ m GRETTISGATA 35 NÝ SENDING TELPNAKÁPUR komið afturl Þingholtsstr. 18 - Sími 24333 Við höfum átt við vandamál að stríða að undanförnu. Megrunarkexið LIMMITS og TRIMMETS seldist upp á mun skemmri tíma en við áttum von á. Nú er það komið í allar lyf jabúðir. Gjörið svo vel, þér getið valið um kremkex, smur- kex og ískex — allt ljómandi bragð- gott. Heildsölubirgðir: G. Ólafsson hf.. — 8ími 24418

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.