Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1967 17 rri »• r • Irua a eigio Hverjum einstaMingi er á skapað að skoða heiminn með sínum eigin augum. Ef hann lætur sjálfs sín sjónarmið ein- ungis ráða, verður hann þess vegna að eigin mati einskonar miðpunktur alheimsins. Enda eru það ótrúlega margir, sem eru sannfærðir um að þeir sjálf ir, þjóð þeirra og land beTÍ með einhverjum hætti af öllum öðr- um. Þessi veikleiki kemur t.d. berlega fram í bók, sem nú er víða mjög um töluð, dagbók- arbrotum og bréfum Harolds Nicolsom, brezks stjórnmála- manns og rithöfundar, sem nú er kominn að fótum fram, en soniur hans hefur unnið úr heim ildum og gefið út. Faðir Har- olds Nioolson var um langa hríð sendiherra Bretlands og að lok um æðstur embættismanna hinn ar brezku utanríkisþjónustu. Sjálfur gekk Harold Nicol- son snemma í þessa þjónustu og virtist eiga þar mikils frama von, en hætti þar á bezta aldri af persónulegum ástæðum, og gerðist þá um sinn blaðamað- ur en síðar rithöfundur, út- varpsfyrirlesari og þingmaður frá 1935—1945. Um nokkurra mánaða skeið var hann aðstoð- arráðherra í upplýsingaráðu- meytinu á fyrsta stjórnartíma Churchills en var skjótlega lát- inn hætta, þó að hann væri þá og héldi áfram að vera mik- ill aðdáandi Churchills. Bækur Nioolsons eru flestar mjög vel skrifaðar, sumar ágætar ,eink- um þær er fjalla um milliríkja- viðskipti og friðarsamninga bæði Vínarkongressinn eftir Napoleonstyrjaldirnar og Ver- sala samningana eftir fyrri heimsstyrjöldina. Sumar æfisög ur hans eru einmig skemmtileg- ar t.d. hefur hann skrifað þekkta bók um frænda sinn eða tengdamann, Dufferin lávarð, þann sem á sínum tíma heim- sótti ísland og skrifaði ferða- sögu „Letters from High Lat- itudes", sem margir hafa lesið. Harold Nieolson var tvímæla- laust frjálslyndur maður og sannur lýðræðisunnandi, en dag bækur hans lýsa ótrúlegum stéttarhroka, innilegri sannfær- ingu um að yfirstéttin brezka beri af öllum öðrum, nema þá helzt samskonar fólki í Frakk- landi. E.t.v. lítur Harold Nic- olson ekki síður niður á almenn ing í sínu eigin landi en ann- arra þjóða menn, enda er eitt tíðkanlegasta skammaryrði hans orðið „vulgar“, en um sjálfan sig og sitt fólk segir hann: „By God, we are not vulgar“. „Læpiiskaps- ódyggðir út yfir hafw Ástæðulaust er að hneykslast yfir þessari ósjálfráðu þröng- sýni ágæts manns. Hún er íhug unarverð einmitt af því, að það er ekki hann einn og Bretar einir, sem þvílíkri þröngsýni eru haldnir. Við íslendingar þekkjum svipað úr okkar eigin hugskoti og reynslu. Lítum t.d. á andans mann eiris og Bjarna Thorarensen amtmann og skáld. Hann er fæddur á þeim tíma 1786, þegar einna harðast var að fslendingum sorfið. Móðu- harðindin höfðu stórfækkað fólkinu. Dr. Þorkell Jóhannes- son segir: „á harðindatímabil- inu, 1779—85, er talið, að dáið hafi fjórðungur alls fólks á Í3- landi úr hungri og sóttum . .“. En um þrítugt yrkir Bjami eitt af sínu beztu kvæðum, þar sem hann lýsir ást sinni á íslandi, en þó einnig örðugleikum við að búa hér: „Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá; fagurt og ógurlegt ertu þá brunar Hvíld að lokinni langri dagleið. (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.) Drengirnir klifruðu þá niður og hlupu í burtu. Fjórum mínútum síðar fór strætisvagninn minn af stað, en þá var stærsti og þyngsti drengurinn aftur kom- inn upp á fótstallinn, hékk á handlegg -mynda styttunnar og sveiflaði sér með fæturna út í loftið, en sá minnsti skaut að myndinni úr leikfangabyssu. Enn sátu menn á bekkjunum og sleiktu sólskinið án þess að hreyfa legg né lið. Lögreglan var víðsfjarri, of upptekin af að vernda líf mannlegra fórn- arlamba til að líta eftir högg- myndum borgarinnar.“ „Sinnuleysi hinna f ullorðnu hneyksl- aði langt um meira44 Grein sinni lýkur frú Bar- bara með þessum orðum: „Mér ofbauð þetta svo, að ég hætti við að aðhafast nokkuð fieira. Sinnuleysi hinna full- orðnu hneykslaði mig langt um meira heldur en óknyttir strákanna. En sá sem gagnrýn- ir ætti fyrst að líta í eigin REYKJAVÍKURBRÉF ——————————'Laugardagur 7. okt. eldur að fótum þín jöklunum frá! Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná; bægi sem kerub með sveip- anda sverði silfurblár ægir oss kveifar skap frá.“ Þessi hvatning þarf að vera fast mótuð í huga hvers einasta íslendings. Örðugleikarnir við að búa á íslandi eru margir. Þeir verða ekki yfirunnir, nema því aðeins, að við þekkj- um þá og þess vegna vörumst þá. Þeir mega aldrei verða til þess að drepa úr okkur dug, heldur hvetja okkur til dáða. En skáldinu bregst bogalistin) þegar það heldur, að íslending- ar séu öðru vísi en annað fólk og þeim verði til niðurdreps það, sem öðrum hefur helzt reynst til framdráttar eins og samskipti manna á milli og efiing þéttbýlis.: „Þó vellyst í skipsförmum völskunum meður vafri að landi, ég skaða ei tel; Því útfyrir kaupstaði íslenzkt í veður ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel. Ef læpuskaps ódyggðir eykjum með flæða út yfir haf viija læðast þér að: með geigvænum logbröndum Heklu þær hræða hratt skalt. þú aftur að snáfa af stað.“~ Til þessa er nú vitnað í því skyni að minna á, hvernig trú- in á einangrunina gat blindað, jafnvel hina beztu og þjóðholl- usbu menn. Þeir skildu ekki að því fór svo fjarri, að kaup- staðir væru hætta fyrir íslend- inga, að tilvera þeirra var þvert á móti frumskilyrði fyrir vel- farnaði þjóðarinnar. Á sama veg og aukin samskipti við aðrar þjóðir urðu henni ekki til voða heldur til margháttaðs fram- dráttar. „Fær ólíka yfir- Þeirri þröngsýni, sem umfram allt þarf að sigrast á, er rétti- lega lýst í yfrilætislausri grein, sem hin hámenntaða listakona, frú Barbara Árnason, brezk að uppruna, birti í Morgunblaðinu sl. sunnudag undir nafninu „Sinnuieysi fullorðinna." Þar segir í upphafi: „Venjulegur ferðalangur af hvaða þjóðerni sem er, fær tak markaðar hugmyndir og reynslu af stuttum ferðum sínum til annarra landa. Og ekkert af þessu fær upprætt þá uppruna- legu sannfæringu hans, að ekk ert annað land sé í grundvallar- atriðum alveg eins siðmenntað, alveg eins siðfágað eða fram- sækið og hans eigið land. En sá sem náð hefur fullum þroska og sezt að í öðru landi að eigin ósk, verður að takmarka þessa sannfæringu sína, því þá fær hann ólíka yfirsýn yfir bæði löndin, sem endist honum alla ævi. En ef hann eftir þrjátíu ára veru í því landi getur enn orð- ið furðu lostinn, hefur hann annað hvort aldrei samlagast sínu nýja landi eða að hann er eitthvað skrítinn í kollinum.“ „Hreyfði hvorki legg né lið“ Þetta er skynsamlega mælt hjá frú Barböru og framhaldið er einnig athyglisvert. Hún seg ir: „Fyrir skömmu héldu nokkr- ir myndhöggvarar fyrstu högg- myndasýningu undir berum himni hér á landi. Skemmdar- vargar komu eitt kvöldið eftir að dimmt var orðið og eyði- lögðu gjörsamlega eina mynd- ina. Því miður hefur samskon- ar athæfi átt sér stað í öðrum löndum. Blöðin birtu almenn- ingi þennan ósóma undir eins og það gerðu þau reyndar líka fyrir nokkrum árum ,þegar svip að atvik kom fyrir. En svo skeði það nokkrum dögum síð- ar, um síðdegið á miðvikudag, 27. þ.m. milli kl .17.30 og 18.00, að fjórir drengir á aldrinum sjö til tíu ára klifruðu upp á fót- stallinn undir myndastyttunni í almenningsgarðmum við Lækj- argötu. Fullorðið fólk sat á bekkjum fáein skref á bak við þá og hópur af fó'.ki beið á gang stéttinni eftir strætisvögnun- um. En allur þessi hópur lét þetta afskiptalaust eins og þetta væri sjálfasgður hlutur, þó öllum hefði átt að vera ljóst, að ekkert listaverk gæti þolað slíka meðferð til lengdar. Und- irrituð fór þá á stúfana, mót- mælti aðför drengjanna, bað þá með góðu og hótaði þeim hörðu. barm, Hvers vegna að gagnrýna nokkurn hlut? „Það kemur mér ekki við.“ Ef þú finnur að við barn, þá er þetta viðkvæðið: „Þetta eru bara börn.“ Ef þú gagnrýnir fullorðna, þá er svarað: ,Hann var bara full- ur greyið.“ Það væri skynsamara að gagnrýna sjálfa mig: „Ég er bara útlendingur — og þar að auki — vitlaus.“ Þessi grein frú Barböru Árna son er vissulega orð í tíma töl- uð. Ávöxt af iðju skemmdar- varga má sjá ótrúlega víða á íslandi. Slík skemmdarstörf eru a.m.k. stundum unnin um há- bjartan dag að öðrum ásjáandi. Fyrir nokkrum misserum mátti t.d. á alfaravegi sjá strákahóp ráðast að umferðarmerki og eyðileggja það án þess, að nokk ur vegfarandi léti það til sín taka. Flestir hafa sennilega hugsað, að þeir yrðu einungis fyrir aðkasti og óþægindum, ef þeir reyndu að stöðva strák- ána. Menn segja sem svo: ,Þetta kemur mér ekki við. Það er lögreglan, yfkvöld bæjar og ríkis, sem eiga að sjá um, að slíkt geti ekki átt sér stað.“ Baráttan fyrir rétti Nú skyldi enginn halda, að slíkt bæri einungis að höndum á íslandi. Frá stórborgum eru sagðar óyggjandi sögur af því að nágrannar og vegfarendur hafa látið misþyrmingar og jafnvel morð afskiptalaus, bæði af ótta við árásarmennina en einnig til þess að komast hjá yfirheyrslum og umstangi. Það er þess vegna sízt orðum auk- ið, að ósóminn veður víða uppi. Engu að síður er víst, að rétt- aröryggi er hvergi meira en með englisaxneskum þjóðum og þá einkum í Bretlandi. Þetta hefur lengi verið ljóst. Einn fremsti lögfræðingur Þjóðverja á nítjándu öld Ihering að nafni skrifaði skemmtilega bók, sem hapn kallaði: „Baráttan fyrir rétti.“ Þar víkur hann m.a. að þessu: Hann segir Þjóðverja löngum hafa furðað sig á því, hversu brezkir ferðalangar væru smásmugulegir í við- skiptum. Þeir þræti oft út af minniháttar greiðslum, svo ó- verulegum, að Þjóðverjum þyki ekki háttvísi að hafa orð á. Hinn mikli þýzki lögfræðingur seg- ir, að þarna lýsi sér það ein- kenni Breta, að þola ekkL að á rétt þeirra sé gengið. Rétt- aröryggið brezka hafi einmitt skapast fyrir þvílíka stöðuga aðgæzlu alls almennings Nú er það að vísu svo, að fátt er leið- ara en óhófleg þrætugirni og afskiptasemi um annarra hagt. en sízt er hitt betra að láta alit athugasemdlaust yfir sig ganga, og víst er það, að án sívakandi viðleitni alls almennings verða fæst velferðarmái hans leyst. Fagna örðug- leikum Um þessar mundir er að von- um talað um þann vanda, sem skapast hefur vegna verðfalis og aflaleysis. Útvegsmenn telja, að af þessum sökum séu horf- ur á því, að útflutningsverð- mæti frá landinu muni verða 2900 millj. króna lægri, eða þriðjungi minnL en á sl. ári. Aðrir áætla muninn 13—1500 milljónir króna, þ.e. fimmtungs eða fjórðungs mun frá á sl. ári, og segja þá jafnframt, að lágt sé reiknað og með ýmsum fyrir vörum. Hver sem raunin verð- ur, þá er áfallið gífurlegt og því tilfinnanlegra sem það er einmitt hjá þeirri atvinnugrein, er svo að segja ein stendur undir útflutnings-framleiðslu landsins. Menn tala raunar um, að þetta muni ekki i heildarþjóð- artekjum nema 4—5%. En það eru lágmarkstölur og er viðbú- ið, að heildartjónið verði meira áður en yfir lýkur. Auk þess kemur hnekkurinn misjafnlega niður, og þarf áreiðanlega marg háttaðar ráðstafanir, sem ekki er hægt að sjá fyrir allar nú þegar, til að jafna þar á milli svo að vel fari. Slíkt verður ekki gert í einni svipan. Eng- inn efi er á því, að allur al- menningur gerir sér grein fyrir örðugleikunum, sem af þessu stafa. En því furðulegra er, að Þjóðviljinn og þá ekki síður Tíminn berja höfðinu við stein- inn og þykjast ekki sjá hvað er að gerast. Af Tímanum er m.a.s. auðsætt, að hann a.m.k. annað veifið fagnar örðugleik- unum, af því að hann telur þá fyrst og fremst munu bitna á ríkisstjórninni! Glöggt dæmi þess má sjá nú í laugardags- blaði Tímans, þar sem áberandi tilraun er gerð til að grafa undan trausti á gengi krónunn- ar. Fer það og ekkí á milli mála, að Framsóknarmenn hafa árum saman unnið að því að hrinda af stað gengislækkun. Ala upp ábyrgðar- leysi Þó að stjórnarandstæðingum hafi orðið minna ágengt í valda baráttunni en þeir vonuðu, þá hefur viðleitni þeirra að sjálf- sögðu ekki orðið með 511 u áhrifalaus. Stöðugur áróður á sinn þátt í því, eð of margir ætla, að sér tjái að van)a áhyggjum af lausn vandamál- anna yfir á aðra. Alþjóð kann- ast t.d. við þá, sem allra manna ósínkastir eru á að hvetja til kauphækkana og svokallaðra kjarabóta, en vilja alls ekki bera ábyrgð á afleiðingunum, sem koma fram í hækkuðu verð lagi innanlands. Þá fjargviðrast þeir yfir því seir. þeir í öfug- mælastíl kaila verðbólgu- stefnu stjórnarinnar". Meðal þeirra örðugleika, sem nú verða tilfinnanlegri en áður, eru toll- arnir, sem bitna á okkur vegna markaðsbandalaganna tveggja, annars vegnar EFTA, Fríverzl- unrbandalagsins, og hins vegar EEC, Efnahagsbandalagsins á meginlandinu. 1 Fríverzlunar- bandalaginu verður aðstaða okk ar erfiðari vegna samkeppni við bandalagsríkin, sem tollfríðind anna njóta. í Efnahagsbandalag inu bitna hækkandi tollar á okkur eins og öðrum, sem utan Fnamh. á bls. 23 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.