Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1967 r: Kuldahúfur Glæsilegt úrval nýkomið. Hattabúð Reykjavíkur. Laugavegi 10. Söltunarstúlkur vantar til Seyðisfjarðar. STRÖNDIN, sími 56 og 175. Á dótturina í skólann: Drumella-úlpán Loðúlpa, hlý og falleg, nr. 34—40, stór nr. Fæst aðeins hjá okkur. Buxna-dragtir Vandaðar, hlýjar og fallegar, margar stgerðir og litir á 5 til 12 ára. Vatteraðar regnkápur Margir litir. Nr. 38—39—40. Vetrarkápur Fallegt úrval á 6—14 ára. KOTRA Skólavörðustíg 22C — Sími 19970. Ingvar Pálmason, skipstjóri, sjötugur ÞRÓUN í&lenzkra fiskveiða á þessari öld hefir verið æði stiór brotin, þegar á allar aðstæður er litið. Það sem er næst okkur er sú miíkla sóknarlota, setm stað ið hefur yfir í síldveiðunum um nær áratugs skeið og borið hef- ið svo ríkulegan ávöxt. Svo sem jafnan áður hefir þessi sókn verið borin uppi af einstökum dugnaðarmönnum í hópi skip- stjórnanmanna og útgerðar- manna, sem studdir hafa verið dugmiklum sjómönnum. Einn þeirra manna, sem hér hafa átt hlut að, stendur í dag á sjötugu. Er það Ingvar Pálma son, skipstjóri Ingvar fæddist að Nesi í Norð- firði og ólst þar upp og mun hann raunar hafa verið búsett- ur þar lengi fram yfir fertugt. Á fyrstu áratugum aldarinn- ar, uppvaxtarárum og fyrstu manndómsárum Ingvars, var fiskisæld á Austfjörðum og út gerð tók þar að blómgast. Fór Ingvar kornungur á sjóinn og síðan í Stýrimannaskólann. Var hann skipstjóri á öllum stærð- um fiskiskipa um áratuga skeið og toom snemma í Ijós, að hann var fiskimaður góður. Minnist ég þess þegar frá æskuárum mínum á Norðfirði, að ég heyrði talað um hann í hópi fremstu manna á því sviði. Síðar varð Ingvar svo í hópi beztu afla- manna á siíldveiðunum. Nú er það ekki ætlun mín að VINNA Tvær stúlkur óskast til matreiðslu og þjónustu- starfa. Sérherbergi og fæði. Upplýsingar í sendi- ráði Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, sími 24083. Síldarsöltun, mikil vinna Söltunarstöðina Borgir vantar strax nokkrar góðar síldarstúlkur til Raufarhafnar og síðar Seyðisfjarð- ar, einnig unga reglusama pilta, til að salta. Öll söltun fer fram í húsi. Fríar ferðir. Nánari uppýsingar í símum 32799 og 22643. JÓN Þ. ÁRNASON. Höfum fengið nýja sendingu af hinum viðurkenndu rafmagnsorgelum „Solina“ og „Eminent“500 de lux Einkaumboð: RADIÓVAL Linnetsstíg 1 — Sími 52070, Hafnarfirði. VIT A-albúmin vinsœlu Enn ein sending komin Utanbæjarmenn, skrifið eftir ókeypis 12 síðna verðlista yfir vörur okkar. FRIMERKJASALAN S.F. Týsgötu 1. — Sími 21170, Tékkneskt Tékkneskt postulin postulín Matar- og kaffistellin með haustlaufunum komin aftur. Jón Hannesson & Co. Skólavörðustíg 1A — Sími 15821. Félagsheimiii Heimdallar opið í lcvöld rekja æviferil Ingvars, enda brestur mig til þess persónu- legan kunnugleika og mikill hluti þess tímabils svo langt um liðinn, að það var fyrir þann tíma, að' ég fór verulega að fylgjast með á þessu sviði. Ég vildi hinsvegar minnast hér eins þáttar ævistarfs Ing- vars, sem ég þefckti vel til og ég tel, að eigi að geymast. Á síldarleysistímabilinu eftir 1944 og fram á síðari hluta sjötta tugsins var mjög leitað eftir nýjum leiðum sem verða mættu til endurreisnar síldveið unum. Voru margar nýjar hug- myndir uppi um nýja veiði- tækni, aukna síldarleit o. fl. Um nokkurra ára skeið, milli 1950 og 1960, var Fiskifélaginu faiið að annast vissa þætti þessi ara máli, fyrir hönd jávarút- málaráðuneytisins. Starfaði Ing var þá með oik'kur um hríð. 'Svo var það veturinn 1956— 56, að Ingvar var staddur vest- ur í New York og varð þá á- skynja um notkun nýrrar gerð ar af fflotvörpu við síildveiðar vestur á Kyrrahafsströnd. Skrif aði hann mér um þetta og lét í ljós mikinn áhuga á að kynna sér þessa nýjung. Varð úr, að hann var styrktur til fararinn- ar. Flotvörpuna og notkun henn ar kynnti hann sér vei og þótti hún merkileg en það var ann- að, sem hann varð áskynja um í þessari ferð, sem átti eftir að hafa margfalt meiri þýðingu. Var það kraftblökkin góða, sem þá var nýlega tekin í notkun við herpinótaveiðar á Kyrra- hafsströndinni. Þessu lýsti hann skilmerkilega í skýrslu, sem birt- it í 8. tbl. Ægis 1956. Var Ingv- ar ekki í neinum vafa um, eft- ir að hann hafði séð kraft'blökk ina í notkun, að hér var komið tæki, sem bæti haft mikla þýð ingu fyrir okkar síldveiðar. Átti- það og eftir að rætast. Árangurinn af þessari ferð Ingvars var að kraftblökk var keypt til landsins og hann var með að gera fyrstu tilraunirnar með hana á mb. Böðvari. sem var í eigu Haraldar Böðvarsson ar & Co. Var þetta vorið 1957. En oft er það svo, að nýjungar sanna efcki gildi sitt við fyrstu tilraunir O'g enn leið nokkur tími þar til kraftblökkin hélt innreið sína. Hefir sú saga verið rakin áður og er vel kunn. En mér fannst rétt að nota tæki- færið nú við sjötugsafmæli Ingvars Pálmasonar að rifja stuttlega upp þann þátt, sem hann átti í því, að þetta þarfa tæki og sú tækni, sem því er samfara, barst hér til lands fyr ir rúmum áratug. En leiðir Ingvars og kraft- blakkarinnar áttu eftir að liggja saman aftur því á seinni árum hefir það orðið hlutverk hans að búa síldveiðiflotann þessu tæki, en hann veitir nú forstöðu fyrirtæki, em annast innflutning á kraftblökkum og raunar öðrum tækjum fyrir fisfcMotann. Nýtur sín þar sem bezt má verða hinn náni kunn- ugleiki Ingvars á öllum veiðh skap og aðstæðum um borð í fiskisfcipum. Ingvar er nú staddur erlend is og sendi ég honum mínar beztu árnaðaróskir og það með, að hann megi enn lengi sinna sínum störfum og hugðarefnum til gagns fyrir íslenœkar fisk- veiðar. Davíð Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.