Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 19«7 Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæm dastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. 1 lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði irtnanlands. MIÐSTOÐ ALÞJOÐ- LEGRA NÁTTÚRU- RANNSÓKNA T Tm þessar mundir er stadd- ur hér á landi góður gest- ur, þekktur og virtur vísinda- maður, dr. Dillon Ripley, for- stjóri Smithsonían Institute í Washington. Stofnun þessi er eitt merkastá safn veraldar, undir hana heyra flest söfn Bandaríkjastjórnar í höfuð- borg landsins og margvísleg rannsóknarstarfsemi fer fram á vegum Smithsonian Insti- tute. Fjölmargir íslendingar hafa kynnzt þessari stofnun og skemmzt er að minnast ánægjulegrar heimsóknar for seta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, þar meðan á hinni opinberu heimsókn hans til Bandaríkjanna stóð í sumar. Á fundi með blaðamönn- um í fyrradag ræddi dr. Rip- ley náttúru íslands og sagði að hér hefði náttúrulegt jafn- vægi haldizt svo að undrum sætti og lauk lofsorði á ís- lendinga fyrir skilning þeirra " á því bæði fyrr og síðar. Sér- staka athygli munu þó vekja þau ummæli dr. Ripleys að fsland væri mjög vel til þess fallið, að hér kæmist á alþjóð- leg samvinna um náttúru- rannsóknir bæði til lands og sjávar. fslendingar hljóta að fagna mjög þessum ummælum hins áhrifamikla forstjóra Smith- sonian Institute og ekki síður því er hann sagði, að stofnun sín mundi mjög hvetja til slíkrar samvinnu hér á landi. Óhætt er að fullyrða, að ís- lenzkir vísindamenn og ís- 'lenzk stjórnarvöld munu reiðubúin til samvinnu um slíkar fyrirætlanir og að ís- lendingar mundu telja sér sóma að því, ef af slíkri al- þjóðlegri samvinnu um nátt- úrurannsóknir gæti orðið. Íslenzk-ameríska félagið á þakkir skilið fyrir að hafa boðið dr. Dillon Ripley og konu hans hingað til lands. Þau munu jafnan aufúsugest- ir á íslandi. FRAMFARIR í SKÓLA- BYGGINGUM Á sl. 10 árum hafa miklar framfarir orðið í skóla- byggingum í Reykjavík. Skólaárið 1957—1958 voru 60,5 nemendur á hverja al- menna kennslustofu en í ár eru þeir 46,3. Fyrir 10 árum var þrísett í 60 kennslustofur en í ár er þrísett í aðeins 21 kennslustofu. Þessar upplýs- ingar, sem fram komu í ræðu Geirs Hallgrímssonar, borgar- stjóra, á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag, sýna glögglega þá hröðu þróun, sem orðið hefur í skólabyggingarmálum höfuðborgarinnar sl. áratug Segja má með sanni, að við afnám fjárfestingarhaftanna árið 1960 hafi sannkölluð skólabyggingaralda hafizt í höfuðborginni, sem stendur enn. Nýir og fullkomnir skól- ar hafa risið eða eru í bygg- ingu í hinum nýju borgar- hverfum. Líklega gera fæstir borgar- búar sér þó grein fyrir þeim vandamálum, sem hér er við að etja og skapazt hafa af hin- um öra vexti borgarinnar. Um leið og bygging nýrra borgarnverfa er hafin svo sem Árbæjarhverfis, Foss • vogshverfis og Breiðholts- hverfis þarf að hefja undir- búning að skólabyggingum í þessum hverfum. En vegna þess að yfirleitt flytjast í þessi nýju hverfi ung hjón með börn á skólaskyldualdri verður afleiðingin sú, að á sama tíma og þörfin vex fyrir skóla í nýju hverfunum fækk ar mjög nemendum í skólum hinna eldri hverfa, þannig að þeir nýtast tæplega sem skyldi. Hugsanlegt væri að leysa þetta vandamál með því að skólabílar flyttu nemendur milli hverfa, en ólíklegt er, að foreldrar yrðu ýkja hrifn- ir af því að börn þeirra yrðu að sækja skóla í fjar- læg borgarhverfi. Þess vegna hefur Reykj avíkurborg lagt áherzlu á nýbyggingu skóla í hinum nýju borgarhverfum þótt það hljóti óhjákvæmi- lega að takmarkast af gjald- þoli borgarbúa. Á síðustu árum hafa ýmsar nýjungar komið fram í skóla- byggingum, sem nauðsynlegt er að fylgjast rækilega með. Er þar bæði um að ræða ný byggingarefni sem skapa tæki færi til nýjunga í gerð skóla svo og ekki síður fráhvari frá hinni hefðbundnu gerð skólastofunnar sem slíkrar. Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur verið lögð áherzla á að fylgjast vel með slíkum nýjungum og notfæra það sem heppilegt getur talizt hér á landi og mun svo verða í framtíðinni. ^ A &D UTAN UR HEIMI „1984“ í Kanton í S-Kína Astralski blaðamaðurinn John Cantwell fór nýlega frá Hong Kong til Kanton til að kynna sér ástandið þar. Cant- well hefur vald á mállýzku þeirri, sem töluð er í Kanton, svo og mandarín. Honum virt- ist borgin tiltölulcga rósöm á yfirborðinu, en undir niðri ólgar og sýður. Frásögn hans fer hér á eftir: Járnbrautarstöðin í Kanton er herbúð varin af tugum her- manna úr Frelsissveit alþýð- unnar. Öryggisverðir tóku á móti mér á stöðinni og vör- uðu mig .við að fara út á næturnar og eins á dag- inn án leiðsögumanns. Þegar ekið er upp aðalstrætið í Kan- ton — Stræti alþýðunnar — vekur athygli, að sérhver fer- þumlungur allra bygginga er þakinn veggspjöldum, eins og óþæg börn hafi veri'ð látin leika lausum hala með máln- ingu og pensil. Hópar manna standa umhverfis spjöld með myndum af mönnum, sem hafa verið teknir af lífi fyr- ir andbyltingarstarfsemi. Á sumum spjöldunum er ráðizt á Chiang Kai-shek, Lyndon Johnson, Liu Shao-chi; sum ráðast jafnvel á Maó sjálfan. Andstæðir hópar rífa niður spjöldin hver fyrir öðrum og borgin lítur út eins og risa- útgáfa af bréfakörfu. Myndir af Maó eru allsstað- ar; á sérhverju heimili, á sér- hverjum vegg, sérhverri bif- reið, sérhverju reiðhjóli, í sér- hverju hótelherbergi. Yfir rúminu mínu í Tung Fang hátelinu, því eina, sem útlend- ingar geta dvalizt á, hékk gríðarstór mynd af Maó með augu, sem eltu mig um allt herbergið. í eitt skipti var ég eini vestræni gesturinn í Kan- ton, og ég sat aleinn í stórri borðstofu með myndum af Maó á öllum veggjum. Þjón- usta í þessu hóteli þekkist ekki. Þúsundir manna flæða upp og niður eftir strætum borg- arinnar og ég varð var við yfirþyrmandi tilfinningu fyr- ir áróðri og uppgjöf. Rauðir varðliðar marséra upp í ein- beittum hópum, harðlegir á svip og óaðgengilegir. Fólk flýtir sér úr vegi fyrir þeim. Ég sá þá umkringja og skamma gamlan mann, sem hafði dirfzt að líta á vegg- spjald and-maóista, sem þeir rifu niður þegar í stað. Þeir stöðvuðu mig oft og báðu um skilríki og voru aðeins í með- allagi ánægðir, þegar ég sýndi þeim vegabréf mitt. Vesturlandamenn verða ætíð varir við heiftuga illfýsni í sinn garð. Sumir Kínverjar varðveita enn hefðbundna kínverska vinsemd og glæsi- leik í framkomu, en mun fleiri æpa klúryrði að útlend- ingum á götunum. Fjandsam- legir hópar umkringdu mig stundum og hrópuðu: „Hvað ert þú að gera hér, hvíti djöf- ull?“ Næstum því enginn brosir. Herinn hefur bælt miður bardagana í borginni sjálfri, en ennþá er barizt í úthverf- um Kanton. Stöðuga skothríð mötti heyra; stundum stór- skotahríð. Ég heyrði líka nokkra háa sprengjuhvelli, eins og irá plastsprengjum. Hermenn eru um allt. Þeir hafa tekið upp áró’ðursstríð ið fyrir Maó formann, líma spjöld á veggi með myndum af honum og aka um göturn- ar í herbílum með hátölurum, sem útvarpa í sífellu slagorð- um og þess á milli er leikinn baráttusöngurinn „Sjá roðann í austri“. Ur öðrum bílum er bæklingum og matarpökkum varpað til mannfjöldans. Gaægð ávaxta er í Kanton en kjöt og grænmeti er sjaldséð, sem bendir til þess að eitthvað sé bogið við matvæladreif- ingarkerfið í Kína. Fyrir ut- an borgina standa hermenn með brugðna byssustingi vörð um allar brýr og allar járn- brautarstö'ðvar. Mér var sagt, að hermenn þyrfti til að kasta rauðum varðliðum út úr sumum þeim byggingum, sem þeir og and- stæðingar þeirra hafa náð á sitt vald. Þessir hópar eiga sífellt í háværum orðadeilum, þar sem sefasjúkar ungar stúlkur ryðja úr sér formæl- ingaflóði hver yfir aðra og að „bandarískum heimsvalda- sinnum“. Þegar við eitt sinn mjökuðumst gegnum múginn sagði yndisfögur kínversk þjónustustúlka við mig með fallegu brosi: „Maó forma’ður hefur kennt okkur, að við verðum að kremja amerísku árásarseggina. Við verðum að drepa, kremja, eyðileggja öll heimsvaldaskrímslin." Eg spurði hvort hún tryði því í raun og veru, að allir útlend- ingar væru skrímsli. Með blíðu, sem brætt hefði ís- klump, svaraði hún: „Það sej- ir Maó formaður okkur.“ Tímarit, œtlað útlend- ingum hefur göngu s'ma HAFIN er útgáfa nýs tímarits á íslandi, og er það prentað á enska tungu. Þetta er ársfjórð- ungsrit, fyrst og fremst ætlað íslenzkum ríkisborgurum, sem eru af erlendu bergi brotnir, út- lendingum ,sem eru hér í at- vinnuleit, og^ íslendingum vest- an hafs, eða íslendingavinafélög- um þar, til að koma þeim í nán- ara samband og kynni við land og þjóð. Nafn tímaritsins er táknrænt: 65° — dregur nafn siitt af breiddarbaugnum, sem sker landið í miðju. Útgefandi og ritstjóri er Amalia Líndal, sem hér hefur verið búsett á annan tug ára. Á fundi með blaðamönnum í gær, gerði Amalia nokkra grein fyrir nýja tímaritinu. Hún kvað það eingöngu munu fjalla um íslenzk málefni, svo sem ýmiss' þjóðmál, menningarmál, trúmál, atvinnumál og ýmislegt fleira af því tagi. Reynt yrði að fá sem flesta til að rita í tímaritið, og stæði það öllum opið. Reynt yrði að fá unga sem gamla til að skrifa í blaðið, svo að það yrði vettvangur ólíkra skoðana og sjónarmiða. Hún gat þess, að í fyrsta tölu- blaðinu væri stór hluti grein- anna ritaður af mönnum og kon- um með sérfræðiþekkingu, en í framtíðinni yrði reynt að fá greinar skrifaðar af leikmönnum um ýmiss þjóðmál, sem ofarlega eru á baugi. Greinar sem berast blaðinu þurfa að vera á ensku, en Amalia hét góðri greiðslu fyrir þær greinar, er þættu birt- ingarhæfar. Fyrsta tölublaðið, sem þegar er komið út, er um 85 bls. að stærð. Meðal efnis í því er grein um hjónabandsmál eftir Björn Björnsson, um mannfjölda og lífskjör fslendinga eftk Eiríku Önnu Friðriksdóttur, um venjur fslendinga eftir Pétur Guðjóns- son, samtal við Jón Sigurpáls- Kærur gegn grísku stjórn- inni athugaðar París, 6. október — NTB — MANNRÉTTINDANEFND Ev- rópu í Strassborg ákvað í dag, að taka fyrir í einu lagi kærur Norðurlanda og Hollands á hendur stjórninni í Grikklandi. Kærurnar eru á þá lund, að gríska stjórnin hafi gerzt brot- leg við mannréttindayfirlýsingu Evrópu. Nefndin hefur sent grísku stjórninni kærurnar ,og biður um svar fyrir 15. nóv- ember. Allir aðilar verða síðan boðaðir á fund í Strassborg 14. desember, og verður fundurinn haldinn fyrir luktum dyrum. son í útlendingaeftirlitinu um útlendinga í atvinnuleit og grein eftir Karl F. Rolvaag, ambassa- dor Bandaríkjanna á fslandi, um fyrstu kynni sín af landinu og margt fleira efni er í blaðinu. Fátt er um ljósmyndir, enda stefna blaðsins að myndskreyta fremur með teikningum. Auk Amaliu Líndal starfa við tímaritið Ásgeir Þór Ásgeirsson, sem framkvæmdastjóri og Er- lingur Sigurðsson, auglýsinga- stjóri. Teikningar eru eftir Skota að nafni Calum Campbell. Dzu sleppt Saigon, 5. október — NTB — TRUONG Dinh Dzu, friðarfram bjóðandinn svokailaði í forseta- kosningunum í Suður-Vietnam í síðasta mánuði, var í dag sleppt úr fangelsi, en verður haldið í stofufangelsi, að sögn lögreglunar. Dzu var handtek- inn fyrir viku, þar sem hann hélt ólöglegan blaðamannafund og sýndi dómstólum fyrirlitn- ingu, að því er sagt var. Dzu gerði hungurverkfall i fangelsinu og er mjög máttfar- inn. Kona hans segir, að yfir- völdin hafi sleppt Dzu af ótta við að hann svelti sig í hel. Dzu hefur létzt um sjö kíló i fangelsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.