Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1967 r- „EWBANK“ TEPPABURSTINN FYRIR ALLAR GERÐIR OG ÞYKKTIR TEPPA - ÓMISSANDI Á HVERJU HEIMILI MÁLARINIM HF. BAIMKASTRÆTI 9 ÞAKJARN RED SHIELD Lysachts þakjárn er sér- staklega gott og verðið ó- venjulega hagstætt, enda keypt inn sameiginlega fyr- ir öll Norðurlöndin. Það fer selt til yfir 50 landa i þak- og veggklæðning ar. Vinsamlega kynn- ið yður verð og gæði. THAULOW*S0N «7/. TRONDHEIM PRDDUSENT: JOHN LYSAGHT (AUSTRALIA) LIMITEO Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2 — Sími 41010. „Skrambi slæmir dampar upp úr malbikinu....“ Afmælisrabb við Stefán Guðnason 85 ára — „Jú, blessaður vertu, ég er fæddur Reykvíkingur, og mér finnst í aðra röndina, að ári i hafi Iiðið fljótt, jafnvel alltof fljótt, og þannig meint, að ég sé ekki eftir neinu mínu spori, og gæti vel hugsað mér að byrja upp á nýtt án breyt- inga.“ Sjálfsagt eru það fáir, sem þannig geta mælt við spurul- an blaðamann Morgunl'aðs- ins, sem eftir ýmsum leiðum komst að því, að Stefán Guðnason næði 85 ára aldri í dag, 8. október. Allir Reyk- víkingar hljóta að muna eftir Stefáni með stóru trumbuna í Lúðrasveit Reykjavíkur, jafn vel börn, sem þá voru, uppúr 1930, muna vel eftir þessum glaðlynda manni, og ósjálf- rátt tengdum við hann við þessa stóru trumbu, og þótti gott að hlýða á hennar reglu- bundnu slög. Og nú erum við setztir í stól á vistlegu heimili Stefáns á Bergstaðastræti 17, lítum á falleg málverk á veggjum, og virðum fyrir okkur þennan aldna heiðursmann, sem á móti okkur situr. ,,Fyrst er auðvitað, Stefán, að spyrja þig um ætt þína og uppruna.“ „Því er raunar fljótsvarað. Ég er fæddur í Reykjavík, þar serr. nú er Laugavegur 30. Þar var þá gamall bær. Lauga veg 32 átti í þá tið Guðjón frá Laxnesi. Bæinn okkar hafði áður átt Jón steinsmið- ur, sem um tíma var skrifari hjá Halldóri, bæjarfógeta, Daníelssyni. Guðni faðir minn var ættaður trá Hraðastöðum í Mosfellssveit, af Leirvogs- tunguætt, en Gróa, móðir mín var ættuð frá Kasthúsum í Reykjavík, rétt austan við Klapparstíg, Eg held þeir hafi verið eitthvað um sex, þessir Kasthúsabæir. Auðvitað voru þetta allt torfbæir, og þar lærði ég að stafa.“ „En lærtíir þú einhvern- tíman að blása, Stefán?“ „Jú jú. biddu fyrir þér. Eg lærði að blása. Það má segja það. Ég byrjaði að blása hjá Jóni Laxdal. Það brást ein- hver maður, hann var raunar frændi minn, við vorum syst- kinabörn, og þannig gerðist þetta. Og þetta var vestur á ísafirði. Og það er löng saga að segja frá því. Þá var eng- inn Iðnskóli, í ekkert hús að venda, en ég í skósmíðanámi og elti minn meistara, Jóhann- es Jensson alla lefð til Isa- fjarðar. En ég hafði áður verið í Barnaskóla Reykjavíkur hjá Morten Hansen. Sá skóli var þar, sem nú er lögreglustöðin. Fyrir 5—6 árum var þessi mynd tekin af þeim, sem þá voru lifandi af stofnendum Lúðrasveitarinnar. Talið' frá vinstri: Guðmundur Kr. Guðmundsson, Þórhallur Árnason, Einar Þórðar.son, Stefán Guðnason og Agúst Markússon. ____Jónas Helgason söngkennari kenndi okkur söng. Og hann sagði við okkur: „Annaðhvort lærið þið söng, eða þið lærið hann ekki, en þið verðið að sitja alla tíma hjá mér.“ Mor- ten Hansen var úrvals maður, Ijómandi maður, og mér líkaði vel við hann. Hann gaf mér samt einu sinni nótu, sjálfsagt verið eitthvert prakkarastrik- ið. Maður var svona í gamla daga. Hjá Jónasi Helgasyni lærði ég nóturnar. Jónas kenndi af- skaplega vandlega. Þarna var með mér Pétur Jónsson, síðar óperusöngvari Já, það mátti segja, að við værum í uppá- Stefán með bumbuna stóru, haldi, sem gátum sungið. Ef eins og flestir Reykvíkingar einhver ætlaði sér eitthvað muna hann. upp á dekk, þá var kjafts- Afmælisbarnið, Stefán Guðna- son. (Myndina tók Kristinn Benediktsson). höggið, já, Jónas hafði sínar meiningar um menn og mál- efni. Allir ur'ðu að mæta, og allir urðu að fylgjast með. Þótt ég hefði þarna lært að lesa nótur, tók lífsbaráttan brátt við. Ekki var til setunn- Lúðrafélagið HARPA. Myndin er tekin við Vífilsstaðahæli ár- ið 1917. Þá lék Stefán, sem er lengst til vinstri, á tenórhorn. ar boðið! Ég var sendur sem smali í sveit og á þaðan mjög gó'ðar minningar. Ég minnist aðeins á þrjá bæi hérna, Hvanneyri, 1894, og jarð- skjálftaárin á Hófakri, beint gegn Hvammi í Dölum, og síðar á Hjöllum í Þorskafirði. Þar var Ari Arnalds fæddur. Hvernig mér leið á ísafirði? Svona la la. Þa'ð var í þá daga ekkert nema fyllerí að hafa á ísafirði. Ég var þar svo stutt, sem betur fer. Ef ég hefði ver- ið þar lengur en þessi ár, eitt og hálft ár, býst ég við, að ég hefði orðið drykkjumaður. Frá ísafirði fór ég lærður skósmiður. Hann Nielsen var skipstjóri, ég er búinn að gleyma skips- nafninu. Síðan hef ég varla yfirgefið Reykjavík. Ung- mennafélag Reykjavíkur held ég a'ð hafi verið stofnað 1905 eða 1906. Við vorum þar með söngfélag og æfðum á Lindar- götunni, í stóra húsinu á horn- inu á Lindargötu og Klappar- stíg. Við æfðum þá í kjallar- anum. Þegar ég kom frá Laxdal, átti ég eitt hom, kornet, og með því gat ég gefið söngfé- laginu tóninn. Auðvitað vant- aði okkur verkfæri. Við létum okkur hafa það að skrifa bæj- arstjórninni og biðja hana ásjár. Jú, hún var fús til aS hjálpa okkur, en samt me’ð skilyrðum. Carl Ólafsson myndasmiður hafði eignazt hljóðfæri fyrir sex manns fyr- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.