Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 32
INNXHURÐIR ilandsins mesta úrvalitll SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1967 'Tj tvÖfalt ^ EINANGUUNARGLER 20ára reynsla hérlendis Gangandi fólk fær einnig sekt ÁÐUR en langt um liður verður tekinn upp sá háttur að sekta gangandi vegfarend ur fyrir umferðarbrot. Lögreglustjóri, Sigurjón Sigurðsson, tjáði Mbl. í gær, að málið lægi nú þannig, að beðið væri eftir því að reglu- gerð um sektargerðir lög- reglumanna birtist á prenti, og væri hér um að ræða breytingu á eldri reglugerð. Þegar búið væri að birta hana í Stjórnartíðimdum mundi saksóknari gefa út nýjar reglur í sambandi við upphæðir sekta þar á meðal verður tekin upp heimild að sekta gangandi vegfarendur vegna brots á umferðarregl- um. 'á vegum ríkis og borgar Langferðabíll fannst á hliðinni við Bústaðaveg í gærmorgun og hefur eigandinn kært til lögreglunnar, að bílnum hafi verið stolið, en hann var notaður til að aka verkamönnum í Breiðholtshverfi í og úr vinnu. Þegar Mbl. liafði samband við rannsóknarlögregluna í gær var ekki vitaö um nánari málsatvik. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) — Alls verða byggðar þar 1250 íbúðir FYRSTA úthlutun á íbúðum í Breiðholtshverfinu fór fram í síðasta mánuði. Úthlutað var 283 íbúðum af þeim 1000 íbúð- um, sem byggðar verða á veg- um ríkisins. Alls bárust 1429 um- sóknir. Mbl. talaði í gær við Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóra Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, og bað hann að segja frá úthlutunum á íbúðum í Breið- holtshverfi. Magnús sagði: Sam- kvæmt samkomualgi, sem gert var milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðsfélaganna árið 1964, verða 1250 íbúðir byggðar á veg- um ríkisins og Reykjavíkurborg- ar í samvinnu við verkalýðs- FAIMIMST ÖREIMDIJR MAÐUR fannst örendur við bíl sinn á Keflavíkurveginum sl. fimmtudagsmorgun. Lögreglu- þjónn, sem var á leið til vinnu sinnar í Keflavík kom að mann- inum klukkan 07:50. Lafði mað- urinn stöðvað bíl sinn við veg- kantinn, farið út og lagt sig fyrir framan bílinn, með púða undir höfðinu. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík en reyr.d- ist látinn, þegar þangað kom Maðurinn hét Sveinn Kr. Valdi- marsso.i og var fiskeftirlitsmað- ur hjá SH. félögin. Þessar íbúðir á að byggja á árunum 1966 til 1970. Af þess- um 1250 íbúðum verða 1000 seld- ar félagsfólki verkalýðsfélag. anna en Reykjavíkurborg á 250 íbúðir. Þessar í'búðir verða seld- ar með~mjög góðum kjörum, þannig að 80% af andvirði hverr- ar íbúðar eru lánuð til 33 ára, afborgunarlaus fyrstu þrjú ár- in. Við úthlutun greiðist 5%. Þetta eru langhagstæðustu kjör, sem nokkru sinni hafa verið boðin í sambandi við íbúð- arkaup hér á landi. Á þessu ári komu 283 íbúðir, byggðar á vegum ríkisins, til út- hlutunar. Húsnæðismálastjórn úthlutar íbúðunum að fegnum tillögum frá nefnd verkalýðs- félaganna, sem í eiga sæti auk mín þeir Sigfús Bjarnason og Guðmundur J. Guðmundsson. Nefndinni bárust alls 1429 umsóknir. Var henni því mikill vandi á höndum við tillögugerð- Framh. á bls. 31 Stakk lög- regluna af FANGI úr Hegningahúsinu slapp úr höndum iögreglunnar í gær. Átti oð flytja mann-nn austur að Gunnarsholti en á Skólavörðu- stígnum sleit hann sig lausan og tók til fótanna. Hann var ófund- inn, />egar blaðið fór í prentun. Brakið náðist ekki — Leitað á Húnaflóa Fyrsta áfanga lokið Sem kunnugt er hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í af- greiðslusal flugstöðvarbygging- arinnar á Keflavíkurfiugvelli. Hafa þar verið gerðar marghátt- aðar breytingar, og jarðhæðinni að mestu skipt niður í þrjá aðal- sali. Fyrsta áfanga þessa verks er nú lokið, og var han.n tek- inn í notkun í gær. EKKI voru tök á því að ná í brak það, sem fannst austur út af Vatnsnesinu í fyrradag, og kanna þarf hvort geti verið úr hinni týndu flugvél. Var nokkur alda þarna í fyrrakvöld, og ekki talið óhætt að fara út á litlum bátum. Gera átti tilraun til þess að sigla út að þessu braki í gær- dag, og ná í það, en síðan verður það sent til Reykjavíkur til rannsóknar. í gærmorgun voru flugvélar að fara í loftið, og átti en að fljúga yfir Húnaflóa og leita þar betur. Flokksróðsfundur FLOKKSRÁÐSMENN SjáJfstæðisflokksins eru minntir á flokksráðsfundinn, sem hefst á morgun kl. 2 e.h. í Sjálfstæð- ishúsinu. Forsetar Norðurlandaráðs komu saman til fundar að Hótel Sögu í gærmorgun, og var þessi mynd tekin við það tækifæri :Talið frá vinstri: Hartling frá Danmörku, Bratteli frá Noregi, Siren frá Finnlandi, Sigurður Bjarnason, og Passel frá Svíþjóð. „Ekki hægt að ganga lengra Loftleiðum í vil“ — segir Krag, forsætisráðherrji Dana9 í viðtaii við liflorgunblaðið í SAMTALI er blaðamaður Mbl. átti við forsætisráð- herra Dana, Jens Otto Krag, sagði hann er talið barst að SAS-Loftleiðamálinu: „Mín skoðun er sú, að á Gos með jöfnu millibili í hver- num frá 1918 SIGURJÓN Óiafsson, vitavörð- ur á Reykjanesd, skýrði Morg-; unblaðinu frá því í gær, að hver- ' inn frá 1918 væri byrjaður að gjósa með jöfnu millibili og næði gosið í ca. 10—15 metra hæð. Sigurjón kvað gosið standa yfir í 2—3 mínútur, er svo lægi hverinn niðri í ca. þrjár mínút- ur á milli gosa. Þá sagði Sigurjón, að Jón Jónsson, jarðfræðingur, sem var syðra í gær, hafj sagt að nýjar sprungur væru komnar á hverasvæðinu. hinum fræga næturfundi í Kaupmannahöfn hafi verið gengið eins langt og hægt er til samkomulags og þar unnu danski og íslenzku ráðherr- arnir mjög erfitt verk. Eg álít að við eigum endanlega að ganga frá þessu máli á forsætisráðherrafundinum, á þeim grundvelli sem lagður var á fundi samgöngumála- ráðherranna í Kaupmanna- höfn. Það var mjög erfitt að ná þessu samkomulagi og ég álít að lengra verði ekki hægt að ganga í málinu Loft- leiðum í vil,“ sagði Krag ráðherra. (Sjá viðtöl við Krag, Per Borten og Rafael Paasio á bls. 10. Ekki var unnt að ná tali af Erlander, sem kom til Reykjavíkur síðdegis í gær). Dagur Leifs Eirlkssonar DAGS Leifs Eiríkssonar verð ur minnzt með athöfn við Leifsstyttuna á Skólavörðu- holti í dag kl. 2 e.h. Sendiherra Bandaríkjanna, Karl Rolvaag, og Geir Hall- grímsson borgarstjóri munu flytja ávarp við það tæki- færi. Lúðrasveít Reykjavíkur leikur áður en athöfnin hefst, og Karlakór Reykjavíkur syngur nokkur lög. 283 íbúðum úthlutað í Breiðholtshverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.