Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1987 > SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 ^ SIM1-44-44 mJUF/Ðlfí Hverfisgötu 103, Simi eftir iokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið ' leigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 13. Sími 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSTfG 31 SfMI 22022 Flesl til raflagna: Raf m agnsvör ur Heimilstæki ÍJtvarps- og sjónvarpstæki Hafmagnsvörubiiðin sf SuSurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bilastæði). AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Hvar er Skálafell? St. G. skrifar: „Hinn 28. sept. sl. er í einu dag'blaðanna óskað eftir tilboði í 150 kúbíkmetra af steypumol, sem afhendast skuli við radíó- stöðina á Skálafelli í Mosfells- sveit. Ég hef hingað til haldið, að umrætt Skálafell væri í Kjalar- neshreppi eða Kjósarhreppi. Eða er hér um eitthvert an-nað Skálafell að ræða? St. G.“. — Velvakandi þekkir ekki hreppamörk þarna, en telur þó, að Skálafell sé fremur í Kjalarneshreppi en Kjósar- hreppi; alls ekki í Mosfells- sveit Hvar er bláa DBS-reiðhjóIið? „Kæri Velvakandi! Ég er lítill drengur, 10 ára, sem var svo óheppinn að tapa reiðhjólinu mínu. Síðastliðinn sunnudag þ. 1. okt. var það tekið fyrir fram- an hliðið hjá okkar að Guð- rúnargötu 7, og hefi ég ekki fengið það aftur, en ég hélt að einhver hefði bara fengið það lánað um stund. Þetta er DRS-reið'hjól, blátt að lit og alveg nýtt; ég er ekki búinn að eiga það lengur en einn mánuð. Ég er alveg viss um, að sá, sem fékk það lánað, vill skila því aftur til mín. Mundir þú nú, kæri Velvak- andi, vilja koma þessu í blaðið þitt og biðja þann, sem tók það, að koma með það aftur, eða biðja þá, sem um það vita að láta mig vita? Með fyrirfram þökk, Hilmar Einarsson, 10 ára, Guðrúnargötu 7, Sími 1 58 70“. ic Slæmir eru kettirnir G. O. skrifar: „Halló, Velvakandi! Mig língar til að biðja þig að koma á framfæri nokkrum orðum um kettina, og hefi ég áður vakið máls á ógagnsemi kattahaldsins. í Kópavogi og Reykjavík er hundahald bannað, og flestum hundum þar lógað, en kettirnir fá að þrífast! í vor vaknaði ég við blíðan fuglasöng á morgn- ana, en viti m-enn: Fólk flytur inn beint á móti mér með tvo kettL Síðan heyrist enginn fuglasöngur, en annar „söngur" kominn í staðinn: kattabreim. Fiður er hér allt um kring, áreiðanlega nóg í ýlgóða sæng handa kattaeigendunum. Ég á páfagauka í búrL en skilji ég augnablik eftir opinn glugga, eru kettir nágrannans komnir inn á gafl í stofunni og fuglarnir trylltir af hræðslu. Þetta á við jafnt á nótt sem degi. Mér var ráðlagt að skvetta vatni á kettina, og gerði ég það, en því vek ég máls á þessu hér í þínum víð- lesnu dálkum, að nú hefi ég í þokkabót hlotið hatur kattaeig- endanna, sem senda mér tón- inn út um gluggana, þegar ég kem heim, — oft í myrkri á krvöldin. Mér finnst þetta anzi hart. Ef gerð væri herferð gegn kattahaldi, eins og gerð var gegn vesalings hundunum, sem engum gera mein, þá væri fuglalífið meira og fjölbreytt- ara, bæði hér og annars staðar, þar sem kettir fá að drepa hvern unga, sem kemst á legg. — Burt með alla ketti, þeir eru ímynd falsins og lævísinnar, sem hvergi og enginn ætti að hýsa“. ít Jakob og Snati „Kæri Velvakandi! Ég heiti Jakob, og á ég heima í Garðahreppi og er 10 ára. Mig langar til að senda þér þessa mynd af honum Snata mínum, hann er svo góður hvolpur, og bezti félagi minn. Hann bítur aldrei, enda verður að vera strangur en góður við að ala upp hunda. Ég vildi að allir krakkar gætu átt hund. Jakob Jóhannsson“. Velvakandi þakkar bréfið og myndirnar. Það, sem stóð neð- anmáls í bréfinu og ekki er prentað hér, ætlar Velvakandi að athuga bráðum. it Skepnuhald í Vesturbænum „Borgari" skrifar: „Herra Velvak'andi! Oftar en einu sinni hefur verið vakin athygli á því í dálk- um þínum, að inni í miðju og þéttbýlu íbúðarhverfi í Vestur- bænum leyfa bæjaryfirvöLdin enn skepnuhald. Þarna eru kindur geymdar í gömlum kofum, og auk þess eru þar endur og gæsir, ef ekki fleiri húsdýr. Allt í kring eru við- bjóðslegir haugar og anda- dammar, enda sækja þangað dúfur og rottur í þúsundatali. Meindýraeyðar Reykjavíkur- borgar munu algerlega hafa gefizt upp við að halda rottun- um þarna í skefjum, enda óvinnandi vegur, og megum við íbúarnir í hverfinu því alltaf búast við því að rekast á rottur í kjöllurum okkar og í öskutunnunum. Flugnapestin í þessu hverfi er fræg, því að ekki er hægt að opna glugga mikinn hluta ársins, án þess að stofurnar fyllist af hvers konar flugum, og væri fróð- legt fyrir skordýrafræðing að búa hér um tíma. „Þótt „búrekstur" þessi sé við híiSina á tveimur barna- heimilum og Sundlaug Vastur- bæjar, virðist borgarlæknir ekki sjá sér fært að stöðva þetta svínarí. Margsinns hefur verið kvartað og kært undan þessum óþrifnaði, og alitaf verið lofað að málið yrði at- hugað. Við það hefur staðið, — og ekkert gert. Ég hélt, að rétt yfirvöld hefðu orðið ræki- lega vör við það í kringum seinustu borgarstjórnarkosning- ar, að húsmæður hér um slóðir líta þetta mál mjög alvarleg- um augum. Ekkert hefur þó verið gert. Sagt gæti ég all- hrikalegu sögu úr Sundlaug Vesturbæjar, en geymi mér hana um sinn, ef ég skyldi aftur þurfa að skrifa um þetta mál. Vonandi kemur ekki til þess, a.m.k. ekki ef skepnu- hald verður stöðvað þarna þeg- ar í stað og sléttað yfir sóða- skapinn og rottubælin, eins og lofað var r vor. Borgari". — Ekki er nú lýsingin fögur, og væri æskilegt, að viðkom- andi yfirvöld svöruðu bréfi þessu. it Vantar karlfugl í búrið Guðrún Jacobsen skrifar: „Ágæti Velvakandi! Vildurðu birta þetta lítil- ræði til góðfúslegrar athugun- ar hlutaðeigandi aðila? Svo er mál með vextL að hann Jón minn, þessi stórskemmtilegi söngvari — ber að auki frábært skyn á myndlist og skáldskap — hefur ekki notið sín eins og skyldi upp á síðkastið sökum kvenmannsleysis — kvenfugls- leysins. Hann varð ekkjufugl fyrir mánuði. Litli Jón eða meistari Jón — ég kalla hann þetta til skiptis — er rísfug! af vönduðu og rándýru kyni. Og ég vil hér um bil allt til vinna að hann láti eftir sig erfingja. Fuglaverzlanir þurfa að bíða mánuðum saman eftir leyfisveitingu fyrir þann lif- andi varnig, sem þær höndla með — það er ekki þeim að kenna, þótt einstakir kaupend- ur loki óþekkta gleði sína í búr- um, Mér finnst hart að þurfa að kaupa mér flugfar til út- landa eftir ungri og snoturri Litlu Gunnu. Næsta fuglasend- ing ku ekki vera væntanleg fyrr en um jól, og svo lengi viljum við Jón ekki bíða. Svo er það annað. Telpurnar mínar hlustuðu á sveitaþátt í útvarpinu fyrir skömmu og geðjast nú heldur illa sveitaafinn blesaður. Þeim finnst hann tala Ijótt um líf- brauðið sitt. „Ég vil fá traktor til að draga áfram helvítis skjáturnar“, sagði einn bænda- frömuðurinn í viðtali meðal cinnars. Ég vil bæta því við að mér hundleiðist að hlusta alltaf á sama lagið raulað í réttunum. ic Hundavaktir um listaverk Að síðustu vil ég taka undir með Barböru J, Árna- son, sem kvartar und’an skemmdarvörgum, sem klifra upp á listaverk og afskipta- leysi fólks, sem á horfir. Ég gekk eitt kvöldið fram hjá Út- laganum á Melatorgi og tók þá eftir, að búið var að klína vara- lit um varir konumyndarinnar á baki hans. Og ósjaldan hefi ég hlaupið mig spreng- móða á eftir guttum, sem voru að henda grjóti á íbúa tjarnar- innar. í fyrra tilfellinu hefi ég ekki hugmynd um, hvaða háls það er, sem ég á að læsa um lúkunum, og í hinu síðara fékk ég ekki færi á nokkrum ómerkilegum strákarössum. Hér þyrftu að koma til ailsherj- ar samtök borgarbúa um að standa óbeiníínis sólarhrings- langar hundavaktir um LISTA- VE'RK, og almennn þátttaka í óformlegum fjöldaboðhlaupum, þegar svo ber undir. Þakka þér svo fyrir. Guðrún Jacobsen". m ciié ÞETTA SVEFNHERBERGISSETT i '" ^ j og 20 aðrar tegundir úr eik, tekki, álmi, aski og palisander fást eingöngu hjá okk- ur. ^ " tt| MUNIÐ að aðeins hjá okkur getið þér fengið hinar landsþekktu EVU springdýn- u.r * » Lm m ^I - g Q Simi -22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.