Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1967 23 Síðustu dagar Görings Dómar yffir Sovétnjósnurum NÝLEGA var birt bréf, sem nazistaforinginn Hermann Göring skrifaði áður en hann framdi sjáifsmorð. Hann tók inn blásýru í klefa sínum í Niirnberg einni stundu áður en átti að taka hann af lífi í október 1946. Bréfið er stílað til Burtons C. Andrus, ofursta, fangels- isstjóra Bandaríkjamanna í Niirnberg, þar sem Göring og fleiri háttsettum nazistum var haldið meðan mál þeirra vioru fyrir rétti. Það er dag- sett 11. október, fimm dög- um fyrir dauða Görings. Bréf ið er á þessa leið: „Til fangelsisstjórans. Ég hef haft eiturhylkin alla tíð síðan ég var tekinn höndum. Þegar ég var flutt- ur til Mondorf átti ég þrjú hylki. Eitt þeirra lét ég vera í fötuim mínum svo að það fyndist. Annað faldi ég svo vel í Mondorf og hérna í klef anum, að það fannst ekki þnátt fyrir ítrekaðar og ræki lega leit. Meðan á réttarhöld unum stóð faldi ég það ýmist innan klæða, eða í stígvélun- um mínum. Þriðja hylkið er ennþá í kringlóttu húðkremsdósinni í handtöskunni minni, falið í kreminu. Ekki má ásaka neinn þeirra sem leituðu, því að það var hreinlega óhugs- andi að finna þetta hylki. Það hefði þá verið alger til- viljun. Dr. Gilbert sagði mér, að yfirstjórnin hefði vísað á bug tilmæjunuim um breytingu á aftökuaðferð. (sign) Hermann Göring. Síðasta miálsgreinin á við umleitun, sem lögð var fyrir Eisenhower, þess efnis, að stríðsglæpamennirnir yrðu skotnir, en ekki hengdir. Sérstaklega var það Göring, sem óttaðist gálgann og ef til viil framdi hann sjálfs- morð vegna synjunar þess- arar beiðni. Göring fannst hann vera beittur óréttlátum takmörk- unum á athafnafrelsi í fang- elsinu. í bréfi til Eisenhow- ers kvaðst hann hafa rétt til betri viðurgernings sakir stöðu sinnar. Hann vildi verða látinn laus uim tíma og fá að heimsækja fjödskyldu sína. Hann vildi fá einkaþjón inn sinn til þess að létta sér - BORTEN Framih. af bls 10 um Norðunandaráðs, sem verða í febrúarmánuði n.k. í Osló. Þá kvað hann markaðsmál'in vænt- anlega bera á góma og sagðist nýlega veia búinn að fá í hend- ur ssýisiu sijornainefndar Efna- hagsbanaaiags tívropu um inn- tÖKubeiðnir Ei' l'A-iandanna. Forsæt-siáöherrann sagði, að hann hefði ekki kynru sér skýrsl una náKvæmiega ennþá. Hann byggist vio, að lönd EBE myndu viija uyggja þær iðngieinar sínar, sern bkancunavísku iöndin heiðu samK^ppnisaðstöðu við. Hins vegar yrou Norðmenn að ná ser-aamkomuaigi vegna land- búnaóar sins, sem myndi kom- ast í erriöa aðs,öðu með aðild að JÚBE. Hann kvað EBE vilja fjalla um aðiid EFTA-landanna í einu lagi. Á þvr væru hins vegar ým- is vandKvæði, Sviar hefðu fyrir- vara vegna hlutleysis síns, Aust- urríkismenn yrðu að taka tillit til fiiða^-áitmálans, enda væru Rússar mjiiallnir aðiid þeirra. Loks viidu Finnar biða atekta og sjá hvernig málin þróuðust. Kvaðst Borten vera þeirrar skoðunar, áð Er'TA myndi starfa í nokkur ár ennþá. Aðspurður um Lohleiðamálið, sagði i. . sætisráðheirann: fangavistina. Hann var ráð- villtur maður með afmynd- aða fætur vegna þröngra stígvéla og málaðar neglur á tánum, hræddur í þrumu- veðrum, eiturlyf janeytandi, sem átti 20.000 töflur af para codin í sextár. ferðatöskum. „I fangalsinu var hann vesæll og flaðrandi", segir Andrus ofursti. „Hann svitn- aði við minnstu geðshrær- ingu. í þrumúveðrum hélt hann að hjartað væri að bila og ég sá hann telja æðaslög- in á úlnliðnum. Þegar hann var tekinn höndum át hann 40 paracod- intöflur á dag. En þegar hann var fluttur ásamt hin- um frá Mondorf til Nurn- berg var búið að venja hann algerlega af þeim..Okkur var skipað að taka af föngunum allt sem þeir gætu notað til þess að hengja sig í, þar á meðal beltin. Þegar Göring var færður til Núrnberg varð hann að halda buxun- um uppi um sig með hönd- unum.“ Andrus ofursti, sem nú er hálfáttræður, hefur nýlokið við að rita endurminningar sínar og er nú verið að und- irbúa útgáfu þeirra í Lund- únum. Hann umgekkst naz- istaforingjana kuldalega og lagði mesta áherzlu á, að þeir héldu góðri heilsu og bæru sig karlmannlega. „Síð an Napóleon var í haldi hef- ur enginn fangavörður haft eins mikla ábyrgð á herðum og ég“, segir Andrus. Hann vissi frá upphafi, að Rudolf Hess var ekki eins minnislaus og hann lét. Með an á réttarhöldunum stóð, sagði Andrus við hann: „Ég held að þú ættir að segja hreinskilnislega frá fyrir réttinum.“ Daginn eftir sagði Hess, að mirnistapið hefði verið uppgerð. Ofurstinn er þeirrar skoð- unar, að fangar hans hafi ver ið ofmetnir- „Mér þótti furðu legt, hvernig sumir þeirra höfðu nokkru sinni komizt til ábyrgðarstarfa. Álit mitt á þeiim var algerlega ópersónu legt og hiutlægt, nema ef til vill hvað snerti Joseph Sepp Dietricth, siam stóð fyrir fjöldamorði á bandarískum föngum. Hann var slátrari að starfi þangað til Hitler hækkaði hann í tign. Hefði ég verið svo lánsamur að mæta honum í orustu, hefði ég drepið hann með mikilli ánægj.u. En hann var sendur til mín fangi og ég vairð að fara með hann sem fanga. Þar var alger andstæða hins skelfileaa slátrara. Hann neri saman höndunum frammi fyr ir mér, flaðraði og brosti þeg ar ég spurði hann að nafni. Ég sagði honum að leggja hendur að síðum og standa réttur þegar ‘nann talaði við mig.“ Andrus ofursti var á fundi, að ræða síðustu atriðin varð- andi aftökurnar þegar hon- um var tilkynnt, að Göring hefði svipt sig lífi. „Mig grun aði alltaf, að Göring vissi, að ættiv að hengja hann. Hefði hann ekki haft ein- hvern pata af því, trúi ég ekki að hann hefði gripið til þessa ráðs.“ „Þegar vörðurinn hrópaði, að Göring hefði stungið ein- hverju upp í sig, varð fang- elsispresturinn fyrstur á vettvang. Þegar ég kom þang að var Göring þegar orðinn grænleitur í framan, Ég átti að sjá um að færa fangana til aftökunnar. Eftir að Göring drap sig var mér skipað að láta hina fangana klæðast samstundis og hlekkja hendur þeirra fyrir aftan bak. Enginn þeirra lét hugfall- ast. Þegar ég sagði þeim að fylgja mér, gengu þeir allir á eftir mér til aftökuklef- ans. Ég fæ stundum bréf, þar sem sagt er að aftökunum hafi verið illa stjórnað, en ég er þess fullviss, að allir á- verkar á líkunum urðu til eftir andlátið." Þegar Burton C. Andrus of ursti lét af hermennsku, varð hann prófessor í hagfræði í Puget Sound. Hann er þeirrar skoðunar, að Rudolf Hess, síðasti stríðs fanginn í Spandau, ætti að fá að fara leiðar sinnar. „Hann var dæmdur til ævi- langrar fangeisisvistar, ekki til einangrunar. Brottför hinna hefur breytt aðstöðiu hans. Rudolf Hess, frjáls með fjölskyldu sinni, getur ekki ógnað friði þau fáu ár sem hann á eftir.“ „Mér skilst, að Bjarni Bene- diktsson muni leggja það mál fyrir okkur, en ég hef ekki hitt hann ennþá, svo ég er ekki í aðstöðu til að ræða það núna. Þess má hins vegar \geta, að em- bættismenn ríkisstjórnanna hafa ræit málið ítarlega". Per Borten sagði, að Norð- menn væru hlynntir aðild Fær- eyja að Norðurlandaráði, enda teldu Færeyingar sig tengda bræðraböndum við hinar norr- ænu þjóðirnar. Norðmenn myndu gleðjast, ef Færeyingar ‘gætu starfað í ráðinu. Hins vegar kvað hann nokkur vandkvæði á aðild Færeyja vegna óska Álandseyja um aðild að ráðinu. % Forsætisráðherrann kvaðst ekki búast við því, að nein stór- mál kæmu upp á fundunum hér, a.m.k. af hálfu Norðmanna. Hann sagði að lokum, að norskur sjávarútvegur ætti í miklum erfiðleikum vegna verð- falls á heimsmörkuðunum, á mjöli og lýsi og frystum flökum, m.a. í Bandaríkjunum. Þá hefði borgarstyrjöldin í Nígeríu reyr.zt sk re iðar f ram lei ðend u m áfall, svo og hefðu hækkandi tollar í Þýzkalandi einnig sín áhrif fyrir norskam sjávarútveg. Borten sagði, að íslendingar og Norðmenn ættu hér við sömu erfiðleikana að stríða og hann Philadelphia, 7. okt. — AP HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna felldi á föstudag dóm yfir tveimur mönnum, sem staðnir voru að njósnum fyr- ir Sovétríkin. Mennirnir tveir, John W. Butenko, raf- magnsverkfræðingur og Igor Ivanov, Sovétborgari, voru handteknir á járnbrautar- stöðinni í Englewood í New Jersey-fylki árið 1963. Banda ríska Alríkislögreglan sagði, að þeir hefðu haft meðferðis skjalatösku, sem í voru teikningar og tölur viðvíkj- andi ljósmyndavél, sem taka átti myndir af skjölum og Butenko vann að fyrir banda ríska varnarmálaráðuneytið. Innihald skjalatöskunnar var því leynilegt. Butenko vair dæmdur í 30 ára fangelsi og fékk þar að auki 10 ár fyrir aðrar sakir. -Ivamiov, fyrrv. bílistjór.i hjá rússn,esika við sikiptafyrÍTtækiniU Amtorg, var dæimdiur í 20 ára fangelsi og 5 að aulki fyrir aðrar sakir. Er þeir félagar áfrýjuðu, mót- mæltu þeir þeirri áikvörðun hér- aðsdómstóls, að neita að taka i^il greina við dómsuppkvaðningu líkamsmeiðsli, sem þeir höfðu hlotið við handtökuna. Með Butenko, sem er 42 ára gamall, oig Ivanov, 37 ára, voru handteknir tveir meðlimiir sovézku sendinefndarinniar hjá Sameinuðu þjóðun,um. Þessum mönnum var vísað frá Banda- ríkjunum. Von Loc forsætisráð- herra í S-Vietnam HINN nýkjörni forseti S-Viet- nam, Nguen Van Thieu, hetur skipað lögfræðinginn Nguyen Van Loc forsætisráðherra lands- in, samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Saigtm í dag. Van Loc er 45 ára að aldri, buddhisti og fæddur í S-Viet- nam. Hann var í fararbroddi kosningabaráttunnar fyrir Van Thi'eu og varaforsetaframbjóð- Saltað á Húsavík Húsavík 7. oiktóber HÉR eru starfræktar tvær síld arsöltunar,stöðvar, reknar af Út gerðarfélaginu Barðanum og Saltvík hf., og er siadtað innan- húss. í nótt var saltað af Ern- inuim og örfirisey o,g í nótt er von á Dagfara með fulitfermi oig nokkuð af því ísaða síld til söltunar. — Fréttaritari. lagði áherzlu á, að þjóðirnar báðar ættu að hafa nána sam- vinnu á sviði. sjávarútvegsmála í stað þess að koma fram sem keppinautar á heimsmörkuðun- um. - PAASIO Framh. af bls. 10 verið á íslandi fyrir finnskar pap-pírsvörur. — Hinn 6. des'smber nk. hel'd ur Finnland upp á fimTntíu ára afmæii sitt sem lýðveldi. Verða mikil bátíðahöld í því tileínd? — Hátíðaihöldin vegna, þessa aímælis eru allg ekki bundin við þennan dag einan. Þetta ár hefur verið sérstakt hátíðaór hjá okkur vegna þessa afimæl- isl og hefur afmælisins verið og verður minnzt með hátíðasýn- ingu og hátíðahöldum á himuim, ýmsu stöðum í landinu. — Herra forsætisráðherra, er það nofokuð, s'em þér vi'lduð seg'ja að l'okum í þessiu stutta, saimtali? — Ég voTi,a. að hin góðu skipti, s-em verið hafa miilli Finnlands og íslands, haldi á- fram að þróas't með jafn ágæt- uim hætti og fyrr, og ég vil taka það fraim, að í Finnlandi er fylgzt með áhuga á því, sem gerist á ís'landi. - KRAG Framh. af bis. 10 Norður-Vietnam verði hætt, með tilliti til gagnkvæmrar minnkunar á hernaðaraðgerð- um og með tilliti til þess að hafnir verði friðarsamningar. — Hvað viljið þér segja um aðild Færeyja að Norðurlanda- ráðinu? — Eg vil styðja aðild þeirra að því. Það er ljóst að Færeyjar eru sjálfstæð þjóð. eiga sitt eigið mál og stjórna fiestum sérmál- um sínum, sem Danir geta engin áhrif haft á, svo sem t. d. menntamálum svo eitthvað sé talið. Mér er einnig kunnugt jm að Peter Mohr Dam lögmaður Færeyja hefir verið í heir-.sókn í Álandseyjum cg rætt málin við forsvarsmenn þeirra. Færeying- ar fara fram a fulla aðild að Norðurlandar^ði. Þetta mál hefir nokkuð langan aðdraganda, Aðild þeirra verður endanlega að ákveðast af Norðurlandaráð- inu sjálfu. — Hverjir hafa einna frekast staóið gegn þessari málaleitan Færevingav — Hvað Finnlandi viðvíkur hafa komið fram vandamál sem eru í rannsó.kn, en óleyst. Að hinu leytinu er samúð með meg- inefni dönsku tillögunnar, og ísland styður hsna að fullu. — Hvað áiítið þér,, herra for- sætisráðherra, að séu að yðar áliti að 'hólf.u Dana þýðingar- mestu málin, sem liggja fyrir þessum fancli forsætisráóherr- anna nú? — Hirn efnahagslega samvinna og Færayjarrálð og þ:r hsfur að sjálfsögðu Évrópumarkaðs- rnálið sitt að segja og ég vil í því sambandi segja að Danir munu sýna fullan skilnin.g á sjónarmiði ísiendinga í því máli, sagði Jens Otto Krag forsæiisráðherra að lokum. andann, Nguyen Cy, sem gegnt hefur forsætisráðherrastöðunni fram til þessa. Van Loc varð formaður ráðs alþýðunnar og heraflans, þegar. herstjórniin kom þessu ráði á fót í fyrra. Hann nam lögfráeðí í Frakklandi og tók þátt í styrj- öldinni gegn Frökkum á sínum tíma. Auk þess er hann þekkt ljóðskáld. — Reykjavíkurbréí Framih. af bls. 17 bandalagsins eru og samning- um hafa ekki við það náð. Þess ir tollar fara nú svo hækkandi, að nálgast iniiflutningsbann. Hvort tveggja verður tilfinn- anlegra með hverju ári, eftir því sem bandalögin eflast. Fyr- ir okkur verður þetta einnig til- finnanlegra en áður, þegar tvennt gerist . samtímis: Verðlag lækkar og afli minnk- ar. Okkur munaði ekki svo mik ið um, þó að srtthvað færi í súginn á meðan afli jókst og verðlag fór hækkandi. En hækk andi tollar geta ráðið úrslitum, þegar á móti blæs. Engir hafa meiri hagsmuni af leiðréttingu þessari en. útflytiendur sjálfir. Aðrir hagsmunahópar eru aft- ur á móti hræddir um, að á hlut þeirra verði gengið með samningum við markaðsbanda- lögin. Slíkt verðui að forðast eftir föngum, jafnframt, sem enginn má gleyma, að án mik- ils og óhindraðs ' útflutnings hlýtur efnahagsiíf okkar að komast í kaMakol. Og það bitn ar skjótlega á öllum, hverjir sem sérhagsmunir kunna að virðast í bili. Þrátt fyrir þessi aðsæju sannindi, eru sumir svo þröngsýnir, að þeir tala um, að það séu aðrir, sem fram úr þessu verði að ráða, og ef út- 1 flutningurinn verði fyrir hækk : andi tollum, þá eigi bara að ! bæta honum það upp einhvern j veginn innanlandst Sannleikur- 1 inn er sá, að þetta mál varðar | lifshagsmuni hvers einasta ís- lendings en enga þó meira en 1 útvegsmenn og útflytjendur. Þess vegna er mikilsvert, að fundur L.Í.Ú. skyldi. þrátt fyrir tilraunir til að villa um fyrir s mönnum, átta sig á þessu og ' fela stjórn samtakanna að gera ; nauðsynlegar ákyarðanir'til að j koma í vég fyrir óheppilegan : drátt á framkvæmdum útvegs- 1 mönnum til mikils tjóns. Aftnkr í Jemen. Aden, 6. okt ber. AP. Aðstoðarinnanríkisráðberra Jemen, Abdul Qader A1 Khatari. hefur verið t.kinn af lífi, sam- kvæmt óstaðfesium fréttum. Hann var dæmdur til dauða í cpinbeium réttarhöldum í i Sanaa, höfuðbrrg Jem'n, í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.