Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKT. 1987 17 fyrirlestrar um félagsmál í GÆR hófst á vegum Félags- málaráðs Rey k j a ví kur borgar námskeið í félagsmáhim, sem stendur til 15. nóvember. — Páll Líndal, form. félagsmálaráðs, setti námskeiðið í Gagnfræðaskólan- um við Vonarstraeti kl. 16 í gær og að ávarpi hans lokniu flutti Sveinn Ragnarsson, félagsmála- stjóri, erindi, sem nefnist „Fram- færslulöggjöfin og þróun félags- málastarfs“. — Námskeiðið fer fraan í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti og hefst kl. 16 alla dagana. Fer hér á eftir dagskrá nám- skeiðsins: Hjartkær sonur minn Kristinn Stefánsson andaðist á Sólvang þ. 6. okt. Snjáfríður Guðrún Torfadóttir. Jarðarför eiginmanns míns Grettirs Guðmundssonar sem lézt 3. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. þ.m. kl. 1,30. Filippa Jónsdóttir. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðÍT og amma, Þórdís Torfadóttir, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 12. þ. m. kl. 1.30. Magnús Brynjólfsson, Jón Magnússon, Guðni Magnússon, Bára Þorsteinsdóttir og barnabörn. Jarðarför sonar míns, Þórðar Magnússonar, Framnesveg 60, sem andaðist 29. septeirber, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. október. Athöfnin hefst kl. 10,30 og verður útvarpað. Þóra Þórðardóttir. JarðarfÖr móður okkar og ömmu, Katrínar Pálsdóttur frá Fáskrúðsfirði, fer fram mánudaginn 9. októ- ber frá Fossvogskirkju kl. 1.30. Blóm eru vinsamlegast af- þökkuð, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Börn og barnabörn. Mánudagur 9. okt. Trygginga- löggjöfin og hlutverk Trygginga- stofnunar ríkisins. Guðjón Ha.n- sen, tryggingafræðingur. Miðvikudagur 11. okt. Barna- verndarlöggjöfin. Ólafur Jóns- son, form. barnaverndarnefndar Reykj avíkur. Föstudagur 13. okt. Um afbrot og meðferð sakamála. Þórður Björnsson, yfirsakadómari. Mánudagur 16. okt. Ný viðhorf í barnaverndarmálum. Dr. Bjöm Bjömsson. Miðvikudagur 18. okt. Um ætt leiðingu og ráðstöfun barna í fóstur. Örn Helgason, sálfræðing ur. Föstudagur 20. okt. Sálfræðileg aðstoð við skólabörn. Jónas Páls- son, sálfræðingur. Mánudagur 23. okt. Ungbarna' eftirlitið og starfsemi barna- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Haiildór Hansen, yngri, jrfinlæknir. Miðvikudagur 25. okt. Almenn heilsuvernd og heimilislækna- þjónusta. Dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir. Föstudagur 27. okt. Geðsjúk- dómar. Dr. Tómas Helgason, pró- fessor. Mánudagur 30. okt. Starf og markmið Öryrkjabandalagsins. Oddur Ólafsson, yfirlæknir. Miðvikudagur 1. nóv. Áfengis- varnarmál. Alfreð Gíslason, læknir. Föstudagur 3. nóv. Félagsráð- gjöf. Kristín Gústafsdóttir, fé- lagsráðigjafi. Mánudaigur 6. nóv. Vangefnir og aðstoð við þá. Kristinn Björns son, sálfræðingur. Miðvifcudaigur 8. nóv. Velferð- armál aldraðra. Geirþrúður Hiid- ur Bermhöft, deildarstjóri. Föstudagur 10. nóv. Geðvernd barna og unglinga. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur. Mánudagur 13. nóv. Æskulýðs starf. Reynir Karlsson, fram- kvæmdastjóri Æsfculýðsráðs. Miðvikiudagur 15. nóv. Nám- sfceiðsslit og mótttaka borgar- stjóra, Austurstræti 16. Undirbúningsnefnd námskeiðs- ins skipuðu: Próf. Þórir Kr. Þórðanson, formaður, Gylfi Ás- mundsson, Margrét Margeirs- dóttir og Sveinn Ragnarsson. 70 ára: Guðlaug Narfadótti I DAG á frú Guðlaug Narfa- dóttir 70 ára afmæli. Mig langar fyrii hönd Áfeng- isvarnarnefndar kvenna í Retykjavík og Hafnarfirði að senda henni innilegustu ham- inguóskir með afmælið, og um leið færa henni þakkir fyrir frá- bært starf í þágu nefndarinnar í nærfellt tuttugu ár og sem for- mann hennar siðustu tíu árin. Ótalin eru þau sporin sem hún hefur átt til þess að líkna og hálpa þeim sem við áfengis- bölið eiga að stríða. Það má teljast furðulegt hvað ein fórn- fús kona getur afkastað í jafn erfiðu starfi, en það er sigur- sæll góður vilji, og þá ekki alltaf spurt um fyrirhöfnina eða launin. Það er ótrúlegt en satt, að marga nóttina hefur hún verið vakin af neyðarkalli, hingað og þangað úr borginmi, og orðið að ferðast oft langar leiðir í misjöfnum veðrum til líknar þeim nauðsöddu. Alþjóðasamkeppni ungs fólks um gerð frímerkis Alþjóðasamkeppni meðal ungs fólks um gerð frímerkis 4444 4 í BYRJUN árs 1969 verður hald- in alþjóðleg frímerkjasýning unglinga í Luxemborg, sú fyrsta sinnar tegundar. í því tilefni hefur Póst- og símamálastjóm Luxemborgar, ásamt félagi frí- merkjasafnara þar í landi, ákveðið að efna til samkeppni meðal ungs fólks um gerð frí- merkis. Mynd þess og efni skal tákna: Æska og tómstundir: Heimil þátttaka er hverjum Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför föðu.r okkar, Jónasar Tómassonar, ísafirði. Sérstakar þakkir færum við bæjarstjórn ísafjarðar, sem sá um útförina. Tómas Á. Jónasson, Ingvar Jónasson, Gunnl. Fr. Jónasson. og einum af hvaða þjóðerni sem og að engin verðlaun verði veitt er og báðum kynjum, sé hann innan 21 árs, þ.e., að hann hafi ekki náð þeirn aldri fyrir 1. jan- úar 1968. Gefin verður út þriggja merkja samstæða og verður hvert merki um sig 24x29 mm lóðrétt, en teikningar þess skulu vera sex sinnum stærri. Hver þáitttakandi þarf þar að auki að senda eina ljósmynd af hverri teikningu, svart-hvíta eða í lit- um, í sömu stærð og frímerkin verða. Ekki skulu vera fleiri en þrír (3) litir í hverri mynd, að und- anskildum hvíta litnum. Þrenn verðlaun verða veitt að upphæð 7.560.00 Fr. hver, og mun alþjóðadómnefnd veita þau. Dómnefndin getur lagt til, að keyptar verði fleiri teikning- ar en verðlaunateikningar svo eða aðeins hluti þeirra, séu teikningar þær sem berast, ekki nógu góðar að hennar áliti. Réttur til endurprentunar er áskilinn án frekari greiðslu svo og breytingar á teikningum eða lit í samráði þá við listamann- inn. Teikningar skulu hafa borizt í ábyrgðarbréfi til Póst- og símamálastjórnar Luxemborgar, 8 A Avenue Monterey, fyrir 15. febrúar 1968, og skulu þær merktar dulnefndi, en jafnframt nafni og heimilisfangi sendanda í sérstöku umslagi, ásamt fæð- ingarvottorði. Frekari upplýsingar um regl- ur og tilhögun samkeppninnar veitir Póst- og simamálstjórn Luxemborgar. (Frá Póst- og símamálastjórn- inni). Guðlaug hefur ferðast víða um landið og haldið fyrirlestra um bindindismál hjá kvenfélög- um og verið óþreytandi að kynna störf og áliugamál nefnd- arinnar. Fyrir alit þetta þökk- um við henni og ágætt samstarf um margra ára skeið og von- andi fáum við að njóta starfs- krafta hennar lengi ennþá. Persónulega þakka ég henni alla velvild í minn garð fyrr og síðar. Guðlaug tekur á móti gestum í dag í húsi Læknafélags Islands, Egilsgötu 3. Fríður Guðmunddsóttir. Bindindis- fræðslu- námskeið Byggingarvinna Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og út- för móðux okka.r og tengda- móður, Ingveldar Jónsdóttur frá Suðurgötu 37 B, Hafnarfirði. Börn og tengdabörn. Óskum að r'áða nú þegar nokkra menn vana bygg- ingarvinnu og nokkra menn vana borvinnu. Uppl. hjá ráðningarstjóranum, Suðurlandsbraut 32. FOSSKRAFT. DAGANA 9.-12. október n.k. verður haldið bindindisfræðslu- námskeið í Kennaraskóla íslands á vegum Bindindisfélags ís- lenzkra kennara. Námsskeiðið hefst kl. 20.15 öll kvöldin. Aðal- leiðbeinandi á r.ámskeiðinu verður þjóðkunnur norskur kennari, sem haldið hefur slík fræðslunámskeið í öllum kenn- araskólum Noregs. Kennarar eru eindregið hvatt- ir til að sækja námskeiðið og kynna sér, hvernig Norðmenn haga fræðslu sinni í þessum mikilvægu málum. (Frá Bindindisfélagi íslenzkra kennara). Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, ten.gda- föður og afa, Sigurðar Guðmundssonar, pípulagningameistara. Katrín Sigurðardóttir, Ingigerður Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Guðlaug Bjarnadóttir, Sæmundur Sigurðsson, Sigríður Þórðardóttir og barnabörn. Telpa óskast til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnutími kl. 9—12 fyrir hádegi. SJÖNV ARPSTÆKI íS: Vélbáturinn Bragi SU-210 sem eru 105 rúmlestir að stærð, er til sölu. Bátinn er hægt að skoða í Skipasmíðastöð Njarð- víkur. Semja ber við undirritaðan, sem gefur all- ar nánari upplýsingar. Matthías Á. Mathiesen Hæstaréttariögmcður Strandgöiu 25 -• Hafnarflról - Sími 5 25 76 Nóatún 27. Sími 10848. Inni'lega,r þakkir flyt ég öll" um þeim er sýndu méir hlý- huig og vináttu á 75 ára aÆ- mæli mínu þann 2. okt. sL Hannes Hreinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.