Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 190« Fjársöfnun Rauða kross Islands til aðstoðar Biafra EINS og tilkynnt var í fréttum sl. laugardag, hefur Rauða krossi íslands borizt hjálparbeiðni frá Alþjóða Rauða krossinum vegna hjálparstarfsins í Biafra. Hefur RKÍ því ákveðið að hefja al- menna fjársöfnun fyrir bág- stadda í Biafra. Söfnun þessi hefst í dag, og skorar RKÍ á al- menning að veita þessu hjálpar- starfi lið, Þá er það einnig von Rauða krossins, að skreiðarfram- leiðendur, og aðrir aðilar, sem hafa átt viðskipti við Biafra und anfarin ár, leggi rausnarlegt framlag til þessarar hjálparstarf- semi. Alþjóðanefnd Rauða krossins hefur fyrir nokkru lýst yfir íieyðarástandi í Nígeríu vegna styrjaldar Biafra og Nígeríu- manna. Nefndin hefur sent öll- um systurfélögum Rauða kross sambandsins í Genf hjálpar- beiðni, vegna skorts á lyfjum, matvælum og hjálpargögnum. Á þetta sérstaklega við í Biafra, þar sem styrjöldin hefur leitt hungur og hörmungar yfir íbú- ana. Þar sem Rauði kross íslands hefur tekið þátt í aðstoðarstarfi norrænu RK-félaganna í Nígeríu undanfarin fjögur ár, og íslenzk- ar afurðir hafa verið töluvart seldar til Biafra um árabil, hef- ur Alþjóða Rauði krossinn sent RKÍ sérstök tilmæli um aðstoð, t.. mativælaaðstoð við flótta- mannastarfið, sem nú er gífur- 'legt. í lista yfir nauðsynjar er talin þörf fyrir skreið, mjólkur- duft og lýsi. Alþjóða Rauði krossinn hefur starfandi fjölda hjálparsveita í Nígeríu og Biafra, m.a. eru finnskar, norskar og sænskar •sveitir starfandi í Enugu og Nsukka, og alþjóðlegt hjálparlið víðsvegar í Biafra. Skömmu eft ir að Port Harcourt féll í hend- u sambandshersiins sendu sveitir Rauða krossins í Biafra neyðar kall með útvarpi. f sendingu þessari var m.a. sagt að þúsund- ir kvenna, barna og gamalmenna, hungrað og uppgefin, væru á flótfa frá nágrenni vígvallanna. Ejöldi þessa flóttamanna var á- ætlaður vera um 600 þúsund, sem reynt væri að koma fyrir í skólum og bráðabirgðaskýlum. Fólk þetta er gripið skelfingu, neitar að snúa aftur til þorpa sinna, og hefur hvorki mat né næg klæði. Áður höfðu fulltrúar Alþjóða Stuðningskonur Gunn- ars halda miðdegisfund ■ dag í DAG kl. 3,30 haLda situðningis- konur dr. Gunnans Thoroddsen máðdeigisfund í Súlnasal Hótel Sögu. Fjórar óperusöngkonur koma fram og syngja, þær Guðrún Á. Símonar, Sigurveig Hjaliteistied, Svala Nielsen og Þuríður Páiisdótt ir. Þá muniu nokkrar kornur flytja stutt ávörp. Fundinum stjórnar frú Auður Auðuns. Gestur fundarins verður frú Vala Thoroddsen. Stolið úr íbúðum FARIÐ var inn í fjórar íbúðir í Reykjavík aðfaranótt sunnuda(gs og stolið úr þe:m um 4000 krón- um í peningum og ávísunum að vierðmæti 15.000 krónur. í fyrra kvöld handtók rannsók.narlögregl an mann, sem jótaði við yfir- heyrslur í gær að hafa farið inn í þrjár ibúðir og stoiið um 3000 krónum. Maður þessi hefur áður gerzt sekur um slífct athæfi. Sóttalundui í GÆR kom tJl framikvæmda áðUr boðað verkfaíl síMveiðiisjómanna. Var sáttafundur í deilu þessari haldinn í gærkveidi. Höfst hann kl. 20,30, en var óLokið um það leyti, sem Mbl. fór í prentiun. Jöklarannsóknar- menn til byggða VTÐ höfðum samband vjð Sig- arð Þórarinsson, jarðfræðing, í gær, en hann var í hópi jökla- tannsóknarmanna, sem fóru á Yatnajökul og víðar til þess m. a. að safna sýnishornum fyrir þungavatnsmælingar. Eftirfar- andi upplýsingar fengum við hjá teiguríH: Leiðaniguxsmenn, sem voru 14, héldu af stað 1. júní sl. og fóru ’á tveim snjóbílum. í fyrstu voru ■veður válynd, en síðar gekk ferð in vel þó að hægt hafi gengið. Megintilgangur ferðarinnar var að safna sýnishomum til þunga- ivatnsmælinga, en því verki stjórnuðu Bragi Ásgeirsson, tefnaverkfræðingur, og Páll Theó dórsson, eðlisfræðingur. Þeim til laðstoðar voru Carl Eiríksson, verkfræðingur, og Kristján íBenediktsson frá Eðlisfræðistofn Uninni. Einnig könnuðu leiðang- urs. vatnsmagn í Grímsvötnum og sagði Sigurður að yfirborð þeirra hefði hækkað u. þ. b. 12 metra frá í fyrra, en það væri mjög eðlileg hækkun og ólíklegt væri að hlaup yrði í Grímsvötn- um í ár. Leiðangursmenn fóru m. a. á Bárðarbungu, í Kverk- fjöll að skoða nýja hverinn sem myndaðist síðast í vetur, á Brú- arjökul, allt að 60 km fjarlægð frá Grímsfjalli, þar sem aðal- bækistöð leiðangursmanna var. Sigurður sagði að einnig yrðu unnar upplýsingar um snjó- komu vetrarins úr þeim snjó- sýnishornum, sem tekin voru. Sýnishorn fyrir þungavatns- mælgingarnar, voru ýmist tek- in með því að grafa niður í snjó- inn eða bora. nefndar Rauða krossins tilkynnt um mikinn fjölda almennra borgara, sem fyndust látnir meðfram þjóðvegunum. Til þess að hægt sé að bjarga bundruð- *um mannslífa í Biaifra verður að senda minnst 200 tonn af mat- vælum daglega til Biafra eftir ýmsum leiðum, en að undan- ■förnu hefur Rauði krossinn átt ■við vaxandi erfiðleika í sam- bandi við sendingu hjálpargagna •til Biafra. Al'þjóðanefndin vinnur nú sleitulaust að því að opna betri leiðir fy*rir flutninga, og hefur 'jafnframt sent út áðurnefnda hjálparbeiðni. Vegna þeirrar beiðni og hins mikla hörmungarástands, sem ríkir meðal Biafrabúa — að ó-*^ gleymdu sambandi íslands áður fyrr við þetta fólk, skorar Rauði fcross íslands á almenning, félög og fyrirtæki, að bregðast vel við ‘þessari neyðarbeiðni. Söfnunar- fénu verður varið til kaupa á ís- lenzkum afurðum til hjálpar í Bi afra á vegum hjálparsveita Al- þjóða Rauða krossins. Allar deildir Rauða Kross ís- lands munu veita fjárfiramlögum móttöku, og sömuleiðis aðalskrif- stofan að öldugötu 4, síminn er .146&8. Hér er staddur aðalræðismað- lir íslands í Lagos, herra Rune fíolberg, en hann kom við í Genf tá leiðinni hingað til þess að ræða við Rauða krossiinn alþjóð- lega um, að hann tæki að sér að isjúá um sendingu og úthlutun Iþeirra matvæla, sem héðan koma ttil með að verða send, þannig, að lekki verði nein hætta á því, að •þau lendi á svörtum markaði og að allt komist til Skila, sem sent •verður, með sem örugg.ustum •hætti. Hann sagði, að hörmulegt væri að hugsa sér, að neyðin skyldi geta orðið svo stór á ekki lengri tíma, en liðin e*r frá skipt- ingu landsins. Aðspurður hvort satt væri, að menn væru farnir að borða mannakjöt þarna, fcvaðst hann ekki vita til þess, 'að svo væri. Kvaðst hann vona, 'að vel gengi að safna fé til hjálp dr öllu því bágstadda fólki, sem tþarna á heima, og sem við höf- lum áður baft svo mikil sam- ekipti við. ríu, Rune Solberg, Sig- urðsson, borgarlæknir. Iskönnunarflug í gær SIF, fluigvél landhelgisgæzlumnar fór í ískönnunarflug í gæer, skip- herra var Gunnar H. Ólaifsson. Fer hér á eftir skýrsla könium arinnar: „Nokkiuð þétt og stór ístunga 'gierngur nú frá stað uim 21 sjóm. N af Mállmey og fyrir Eyjafjörð, mieðtfram Flatey og vel yfir máðj- an Skjátlifandafilóa. Siglinig er þó greiðfær báðuimieigin viið þessa tungu. Bezt virð'lst að fara gegn- um hana mAili Grímiseyjar og Gjögra. Greiðfært er um Skagafjörð eiins og er, en erfið siglirag fyrir Skaga, en virðiist bezt uim 6 til 7 sjómílur N af Digramúila. Mikill ís er nú dreyfður um norðan verðan Húnaflóa og þétt astur á Óðinsboða svæðdnu 5 tiil 8/10. Núna virðtet skórsta leiðin að sigla í línu frá Kálfehamars- vik N fyrir Óðinisboða og síðan fyrir Horn. En á 15 sjóim. beiiti er ísinn um 5 tll 8/10 að þétt- leika. Grunnleiðin sást ekki sem skyidi vegna þoku. SteingrímsifjörðuT, Miðtfjörður og Húnatfjörður eru vel sjglandL, en íshrafl lokar Hrútaíirði kring um Hrútey og mijótt ísihaft geng ur fyrár Heggstaðanes oig Yatns- nes“. Færeysku bæjariull- trúarnir til Þingvalla FÆREYSKU bæjarstjómarfull- trúarnir, sem hér dveljast í boði borgarstjórnarinnar, fóru í gær- dag austur fyrir fjall og skoðuðu Hveragerði, Selfoss, Skálholt og Þingvelli, þar sem þeir sátu kvöld verðarboð í gærkvöldi. Bæj arstjórnarfuintrúarnir, sem hingað komiu, aru fimm talsins, en þrír þeirra hatfa eiginkonur sínar með í föruim. Var í fyxstu Frá fundinum I Háskólabíó. D r. Kristján Eldjárn flytur ávarp sitt. Fjölsótt samkoma dr. Kristjáns í Háskólabíói STUÐNINGSMENN dr. Kristj- áns Eldjárns héldu samkomu í Háskólabíói sl. sunnudag. Þar vóru flutt ávörp og skemmtiatr- iði. Forsetaefnið flutti stutt á- varp í lokin og var honum fagn að með langvinnu lófataki. Háskólabíó var þéttskipað, svo og anddyri og hópur manna hlýddi á það sem fram fór í há- tölurum, sem komið var fyrir ut an húss. Talið er, að talsvert á þriðja þúsund manns hafi sótt samkom una. áforimað, að hópurinn kæmi til landsinis á sunnudagskvöLd, ein ó- hagstætt flugveðuir ollLi því, að hópurinn komist ekká fyrr en að í dag fara gestimiir sfaoðunar- ferð um boitgina, sitja fuind með reykvísik'Um borgarstjórnarfuLl- trúum, þar sem þeiim verður kynnt miálefni borgarinnar í stór um dráttJU'm. Síðan sitja þeiir há- degisverðarboð sjávarútvegisimála ráðherra, en stooða að því búnu Bæj arútgerðina. Á fimirretudag skoða þeir m.a. borgarsjúkrahúeið, islJökfa'vistöC- iina og sýninguna íslendingar ag hatfið. Heim halda Færeyirngarn- ir á föstuidaíg. 50 hvalir HVALVEIÐIN hjá Hval H.F. hef ur gengið skikkanlega að sögn Lofts Bjarnasonar útgerðar- manns. Loftur sagði að 50 hvalir hefðu nú veiðzt á hvalveiðiskip in 4 og hefðu flestir hvalirnir veiðzt djúpt út af FaxabugtinnL Á sama tíma í fyrra höfðu 65 hvalir veiðzt, en þá byrjuðu veið arnar fyrr. Veiði í Laxá í Leirársveit byrjar vel LAXÁ í Leirársveit var opnuð til stangveiða hinn 15. júni sl. — Veidduist sex laxar strax fyrsta daginn og var þyngd þeinra fró 9—14 pund. Segja veiðimenn horf ur góðar á veiði í ánni í sumar, tálsvert hetfur sézt aí laxi öjg mótuilfega mik’ð vatn er n/ú "’í henni. Veiðiklúbburiinn Strengur hefiur ána á leigu í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.