Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 Jón Kr. Guðmundsson skipstjóri frá Dýrafirði C. JÚNÍ sl. fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík jarðarför Jóns Kr. Guðmundssonar, skip- stjóra frá Dýrafirði. Jón var fæddur að Skálará í Þingeyrarhreppi við Dýrafjörð 1877 og var því liðlega 91 árs er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Bjarna- dóttir og Guðmundur Guðmunds son, síðar búendur að Arnar- núpi í sömu sveit. Þau hjón eignuðust 6 börn, tvö dóu í æsku, hin lifðu fram yfir 60 ára aldur. Öll voru þessi systkini dugnað- ar- og mannkostafólk., sem létu margt gott af sér leiða bæði á heimilum sínum og utan þeirra og sérstök umhyggja og eining ríkti á milli þeirra allra. Eins og venja var meðal bænda í Þingeyrarhreppi þurftu þeir að stunda aðra vinnu jafn- framt landbúnaðinum, jarðir Stórkostlegur futumarkoður í GÓÐTEMPLARAHÚSINU. Heldur áfram þessa viku. Mikið vöruval. Karlmannaföt frá kr: 1.390.— Stakir jakkar frá kr: 875.— Molskinnsbuxur á kr: 398.— Rykfrakkar karlmanna frá kr: 500.— Drengjaföt frá kr: 995.— Drengjajakkar frá kr: 595.— Drengjaföt Molskinnsbuxur drengja frá kr: 995.— og unglinga á kr: 3 45.— Kvenkápur terylene og ull frá kr: 500.— Kvenpeysur frá kr: 175.— Stretchbuxur frá kr: 550.— Dragtir frá kr: 1.500.— Greiðslusloppar r a kr: 495.— Nylonsloppar r a kr: 150.— Dömregnkápur r a kr: 275.— Dömuregnhattar á kr: 75.— Telpnaregnkápur Telpnasíðbuxur lágt verð. á kr: 190.— Gerið góð kaup f á fatamarkaðnum JlFj jr Í GT-húsinu. iaŒccl Andrés <• /Af/ÐSrOÐIN « Laugaveg 3 STUÐNINGSKONUR GUNNARS THORODDSENS halda fund í dag 19. júní að Hótel Sögu, Súlnasal kl. 3,30 voru litlar og tekjurnar eftir því knappar. Ekki var þá nema um eitt að ræða hjá fjöldanum til tekjuöflunar, sem sé að sækja sjóinn. Faðir Jóns reri vorið sem Jón varð 10 ára frá Fjalla-Skaga, yzta bæ norðanvert Dýrafjarð- ar. Meðal háseta hjá honum var faðir Guðbjargar. Úr einum róðrinum komu þeir ekki aftur, sjórinn varð þeirra gröf eins og svo margra útvaldra sona Dýra- fjarðar. Sárar voru því fréttirn- ar er móðurinni bárust, eigin- maður og faðirinn koma ekki aftur, dánir. Fyrirvinnan brost- in, engar slysabætur, enginn barnalífeyrir. Hvað var það þá, sem ekkjur í þá daga eyðu sér og sínum til nauðþurftar? Traust ið til Guðs gerði þær að hetj- um og margar áttu því láni að fagna að eiga góða frændur og vini, er fúsir voru hjálpar. Með þannig hjálp og óbilandi þreki ekkjunnar ungu, tókst henni að halda búi og börnum. Jón vann að búi móður sinnar ,sem og hin börnin, og vandist margbrotinni vinnu bæði á sjó og landi. Talinn var hann með allra duglegustu mönnum og sama að hverju hann gekk. Hjá móður Jóns var ekki ein- göngu hugsað um að láta börn- in sín vinna. Þegar fjárhagur batnaði lét hún þau búa sig und ir sjálfstætt lífsstarf. Jón heit- inn valdi sér sjómannsstarfið. Hann lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1903, þá 26 ára gamall. Árið eftir kvæntist hann Höllu Bjarnadóttur frá Vestmannaeyj- um hinni ágætustu konu. Þau komu svo heim í sveitina hans og bjuggu fyrstu árin í útsveit- inni, en fluttu svo til Þingeyr- ar, þaðan var var hægara að stunda sjóinn. Hann var ýmist skipstjóri eða stýrimaður á þil- sikpum frá Þingeyri Yfir mesta skammdegið stundaði hann ýmis störf, t.d. smíðar og seglasaum. Ég man vel hvað seglin sem hann sneið og saumaði fóru veL Mjög svo laginn og natinn var Jón við menn og málleysingja, sem eitthvað voru veikir. Okk- ar ágæti héraðslæknir, Gunn- laugur Þorsteinsson, fékk hann oft sér til hjálpar við skurðað- gerðir, svæfingar sérstaklega og eins ef vaka þurfti yfir sjúkling. Aldreí sá ég eða heyrði þess get- ið að Jón væri undir áhrifum áfengis, hvorki við starf eða leik. Hann þurfti ekki neyzlu slíkra hluta við til að vera létt- ur í lund og gera sér lífið skemmtilegt. Árið 1930 flutti Jón svo til Reykjavikur og bjó þar til ævi- loka ,lengst hjá sama húseig- andanum. Þetta sama ár varð hann fyrir þeirri sorg að missa sína ágætu konu. Þau hjón eignuðust 5 börn, sem öll eru á lífi og voru föður sínum til ánægju og gleði. Mest kom þó þar við sögu dótt- irin, sem hélt honum heimili allt til hinztu stundar. Jón var mikill trúmaður. Kirkjurækinn og trúði fast á framhaldslífið. Ekki gat hann fellt sig við þá kenningu, að um tvo staði væri aðeins um að ræða, sem sé, sælu eða vansælu. Á hvern getum við mannanna börn líka bent, sem getur farið burt úr þessum heimi án þess að þurfa hjálpar og þroska með í öðrum heimum? Það er og verð- ur aðeins sá eini, Guðssonurinn Jesús Kristur. Um leið og ég þakka þér, látni vinur öll þín gæði mér og mín- um til handa, sendi ég börnum þínum og tengdafólki samúð. Vonandi getum við glaðst yfir að þú þurftir ekki lengi að heyja þitt dauðastrið. Farðu vel geim. vinur Guðs um Þ. J. E. Fundarstjóri: Frú Auður Auðuns Konur flytja stutt ávörp Gestur fundorins verður irú Vulu Thoroddsen Konráð Sigfússon Kveðja Fæddur 6. september 1950. — Dáinn 12. júni 1968 Kveðja frá Guðvarði Haraldssyni. óperusöngkonur koma tram Cuðrún Á. Símonar, Sigurveig Hjaltested, Svala Nielsen, Þuríður Pálsdóttir ALLAR KONUR VELKOMNAR Fjórar Sem vetrar húm sé veitt á vorsins slóðir virðist mér fyrst ei lengur hér vinur minn sem varst mér eins og bróðir víst ég undi flesta stund með þér en bernskuleikir of fljótt taka enda á æskumanninn kallar starfsins önn með orku og stórhug vill hver að því venda svo ver'ði drengskaps myndin heil og sönn. Allt er fagurt okkar kynniun yfir og óskunum, sem gátu aldrei rætzt í lífsins landi ég veit þú ljúfur lifir og líka þar við fáum sfðar mætzt þín mæta minning mínu býr í hjarta og mynd þín vinur kærust verður mér ég bið þann Guð, sem gefur ljósið bjarta að gæta þín og vaka yfir þér. Sigurunn Konráðsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.