Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 Guðríður María Guðnadóttir - Minning Fædd 3. apríl 1881. Dáin 11. jání 1968. María Guðnadóttir er fædd 3. apríl árfð 1881 í Hlöðuvík á Horn ströndum, dóttir hjónanna Hjálm fríðar ísleifsdóttur og Guðna Kjartanssonar. Hún var elzt 10 systkina, fimm þeirra dóu í æsku, en hin komust til fullorðinsára, og eru nú fjögur á liFi: Ingibjörg, búsett í Reykjavík, Stefanía, bú- sett í Keflavík, Sigmundur búsett ur á Isafirði og Guðmundur vist- maður á Hrafnistu. Tveggja ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Hæla- t Faðir okkar, tengdafa'ðir og afi, Oddur Hannesson rafvélavirki, Brekkulæk 4, andaðist að heimili sínu að- faranótt 17. júní. Gunnar Auðunn Oddsson, Sigurður Hannes Oddsson, Hersir Oddsson, tengdadætur og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir, tengda- faðir og afi, Ólafur Bjarnason blikksmiður, andaðist að Borgarspítalanum að morgni hins 17. júni. Sigríður J. Tómasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, Ólöf Jóna Ólafsdóttir, andaðist á Bæjarsjúkrahúsinu 17. júní. Útför ákveðin síðar. Ólafur I. Arnason. t Elskulegur eiginmaður minn, Haukur Hafsteinn Guðnason, andaðist að heimili sínu Safa- mýri 53, 16. júní. Margrét S. Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Kristján Kristjánsson forstjóri, frá AkuTeyri, lézt í sjúkrahúsinu „Hvíta bandið“, sunnudaginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Dóm kirkjunni föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Þeir, sem vildu minn ast hins látna, vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess. Málfríður Friðriksdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Friðrik Kristjánsson. víkur, þar sem þau hófu búskap. Fjórtán ára gömul yfirgaf hún æskustöðvarnar og fór að vinna fyrir sér, fyrst á Hesteyri og ísafirði og síðar í Reykjavík, en þangað kemur hún 18 ára gömul. Þar er hún vinnukona á mjög góðu heimili og nam þar margt, sem síðar í lífinu kom henni að góðu haldi við dagleg störf. Haustið 1907 ákvað María að heimsækja foreldra sína, en ör- lögin höguðu því svo, að þangað komst hún ekki í það skiplið, heldur réðist sem vetrarstúlka hjá Pétri Oddssyni í BoIungaVík, t Eiginkona mín og móðir pkkar, Agnes Jónsdóttir frá Isólfsskála, Grindavík, lézt á heimili sínu, Lundi, þriðjudaginn 18. júní. Eiginmaður og böm. t Útför, Áma Jónssonar Strandbergs, bakarameistara, fer fram frá Fossvogskirkju 19. júní kl. 3 síðdegis. Fyrir hönd vandamanna. Jón Hörður Ámason. t Móðir okkar tengdamóðir og amma, Lára Guðmundsdóttir frá Lækjamóti, verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju föstudaginn 21. júni kl. 2 e.h. Börn, tengdaböra og barnabörn. t Móðir mrn, tengdamóðir og amma, Vilborg Jóhannesdóttir Hverfisgötu 58, Hafnarfirðl, verður jarðsungin frá Þjóð- kirkjunni Hafnarfir’ði fimmtu daginn 20 þ.m. kl. 2 síðdegis. Jóhannes N. Hallgrímsson, Þórhildur Hóseasdóttir, og barnaböm. t Faðir minn, Árni Jónsson fyrrv. ullarmatsmaður, Bárugötu 35, verður jaTðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 1.30 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta Stóra- Vatnshornskirkju njóta þess eða Félag lamaðra og fatlaðra. Þuríður Arnadóttir. þar sem hún kynntist ungum, lífsglöðum og hraustum sjó- manni, Sveini J. Vopnfjörð, og felldu þau fljótlega hugi saman og giftust áríð eftir á VopnafirðL Þau settu bú saman í Bolungar vík, og stóð heimili þeirra ávallt opið gestum og gangandi, og þótti flestum þar gott a*ð koma og njóta gestrisni þeirra. Þar fædd- ust þeim tveir synir, Kristinn, t Hjartkær sonur okkar, Ólafur Barmahlíð 47, verður jarðsettur frá Fossvogs kirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 3 eJi. Þorvaldur Á. Guðmundsson, Aslaug Guðjónsdóttir og systkín. t Þökkum innilega auðsýnda samú'ð við fráfall og jarðarför móður okkar, Kristínar H. Friðriksdóttur Selvogsgrunni 25. Börnin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Bjöms Stephensen Skipholti 49. Sigurborg Stephensrn, Steinunn Stephensen, Sigríður Stephensen, Sólmundnr Jónsson, Ingibjörg Stephensen, Helgi K. Hjálmsson og barnaböm. t Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu, mðð- ur, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Vilhelmínu Guðmundsdóttur Kirkjuvegi 88, V estmannaey jnm. Guð launi xíkulega hlýhug ykkar. Hákon Kristjánsson. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og jarðarför, Vigkonar Hjörleifssonar. Sigríður Pálsdóttir, Páll Vigkonarson, Ema Arnar. nú búsettur í Reykjavík, og Þor- kell, er lézt ungur. María og Sveinn ólu upp einn fósturson, Alfreð Karlsson, búsettur í Reykjavík, og reyndust þau hon- um sem væri hann þeirra eigin sonur. Árið 1918 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Eiginmann sinn missti hún áirið 1958, og dvaldist eftir það hjá syni sínum Kristni og konu hans Nikólínu Konráðsdóttur, nema síðasta árið, er hún dvaldist á sjúkradeild Hrafnistu, þá farin að heilsu og lézt þar 11. júní sl. Heimili þeirra Maríu og Sveins var sérstaklega rómað fyrir gest- risni og höfðingsskap, og voru þeir ekki ófáir, sem dvöldu þar stundum langdvölum og nutu gistivináttu þeirra hjóna, bæði ættingjar og vinir og ekki ósjald- an vandalausir. Mæddi þá auð- vitað mest á húsfreyju, er ávallt í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför frænku minnar, Steindóru Camillu Guð- mundsdóttur frá Sólheimum í Hrunamannahreppi, en hún lézt í Landakotsspítala 12. þ:m. Steindóra fæddist að Sólheim- um í Hrunamannahreppi 7. maí 1905. Foreldrar hennar voru merkis hjónin Guðrún Gestsdóttir frá Skúfslæk og Guðmundur Brynj- ólfsson frá Keldum, en þau áttu tólf mannvænleg börn, sem frá er kominn mikill ættleggur. Vorið sem Steindóra fermdist missti hún móður sína. — 1926 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóhanni Guðmunds syni frá Dalbæ í sömu sveit, nú umsjónarmanni í Gamla Bíó. Þau hjónin eignuðust fjögur böm. Son misstu þau á fyrsta ári, en þrjú börn þeirra, tvær dætux og sonur eru gift hér í borg. Auk þess ólu þau upp telpu, systurdóttur Jóhanns. Steindóra og Jóhann voru sam hennt hjón, og hjónaband þeirra mjög ástúðlegt og til fyrirmynd- ar. Þau áttu fallegt og traust heimili að Kambsvegi 34, þar sem andi trúar og kærleiks var ríkjandi. Bae'ði voru hjónin greiðvikin og gestrisin og heimili þeirra jafnan griðastaður venslafólks og vina. Við þessa hollu eiginleika voru börnin alin upp, sem bera góðu uppeldi ótvirætt vott og barna- bömin kynntust og munu erfa. Steindóra var falleg kona, glað lynd og góð, vel látin af öllum, er af henni höfðu kynni, enda annt um að leggja góðum mál- um lið, hver sem í hlut átti. Það var ástríkt og innilegt sam bandið á mili Sólheimasystkin- anna og Steindóru fannst, að ekki mætti líða nokkurt sumar svo, að hún ekki heilsaði upp á systkini sín og vini í Hruna- mannahreppi, þar sem hún hafði eitt æskuárunum og þekkti svo vel til. Minningarnar kölluðu svo margt gott og fallegt fram, og voru henni svo dýrmætar, er heim var komið. Hún elskaði sveitina sína og var boðin og búin að hlúa áð og hjálpa, þar sem þess var þörf. Oft kom fjrrir, að sjúklingar dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma meðan þeir biðu eftir sjúkrahússvist og einnig að lokinni sjúkrahússvist, er þeir biðu eftir að komast heim. Og margir munu þeir nú vera, sem að leiðarlokum hugsa hlýlega til Maríu og Sveins og minnast margra ánægjustunda með þeim. Við systkini hennar og vanda- menn þökkum henni góða og trausta samfylgd á lífsleiðinni og óskum þess af hjarta, að ná'ðar- sól drottins megi lýsa henni um ódáinslönd eilífðarinnar, þar sem við vonumst öll að hittast og þroskast í nýjum farvegum lífs- ins. Þökk sé þér systir, því .... „Aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminning þess, sem var.“ Systkini. átthagana, þar sem hún þekkti hvern blett og hafði svo gaman að segja frá. í sjúkdómslegu sinni gekk Steindóra þess ekki dulin að hverju stefndi. Hún var sátt við lifið og þakklát guði sínum, um- vafin elsku eiginmanns og barna sinna. Henni var oft hugsað til veikr- ar systur sinnar, Láru, á Selfossi og á skilnaðar stundinni hlotnað ist þeim að verða samferða yfir landamæri lifs og dauða. Um lei'ð og við hjónin vottum öllum aðstandendum innilegustu hluttekningu okkar, þakka ég henni margar hlýjar heimsóknir til aldraðrar móður minnar 1 Hafnarfirði, er hún var orðin ein og átti við erfiða heilsu að búa síðustu æfiárin. Blessuð sé minning hennar. Siggeir Vilhjálmsson. I dag verður gerð útför Stein- dóru Camillu Guðmundsdóttur, húsmóður, Kambsveg 34 hér 1 borg. Hún var fædd 7. maí 1906 að Sólheimum í Hrunamanna- hreppi, dóttir hjónanna Guð- mimdar Brynjólfssonar og Guð- rúnar Gestsdóttur, sem þar bjuggu lengi með sinn stóra bamahóp, en alls voru þau Sól- heimasystkini tólf. Er nú stórt skarð höggvið í hópinn, þar sem tvær systranna dóu á sömu klukkustundinni þann 12. þ.m. — Alla tíð var mikill kærleikur og samheldni með þeim systkinum, en nú eru fimm af systrunum látnar. Steindóra giftist 16. október 1926 eftirlifandi manni sínum, Jóhanni Guðmundssyni frá Dal- bæ í Hrunamannahreppi og stofn uðu þau heimili sitt í Reykjavík og hafa alla tíð búið hér sfðan. Fyrstu árin annaðist Jóhann akst ur áætlunarbifreiða milli Reykja víkur og Hrunamannahrepps, en síðan árið 1930 hefur hann verið starfsmaður Gamla Bíós. Voru þau hjón samhent mjög um að gera heimiii sitt sem bezt úr garði, sem efni stóðu til, enda var Steindóra mjög smekkvís kona. Eins gætti þess alla tíð á heimilinu, hve heimahagarnir voru þeim kærir. Eftir að þau reistu hús sitt að Kambsvegi 34, i félagi með yngri dóttur sinni og tengdasyni, má segja að það hafi verið þeirra líf og yndi að snyrta þar allt og fegra, utan dyra sem innan. Steindóra elsk- aði allt sem fallegt var, hvort það var fallegt blóm, falleg tón- list eða annað. Steindóra og Jóhann eignuðust fjögur böm: Kristínu, gifta Hall- dóri V. Sigurðssyni, Gyðu, gifta Kristjáni Magnússyni, Guðmund Hörð, kvæntan Guðrúnu Frið- jónsdóttur og Jóhann Birgir, sem þau misstu tveggja mánaða gaml an. Einnig ólu þau upp Önnu Sigurðardóttur, systurdóttur Jó- hanns, sem gift er Erlingi Kristjánssyni. Framh. á bls. 21 Steindóra C. Guð- mundsdóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.