Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 Frá skólaslitum menntaskólanna NÚ fyrir þjóðhátíðina var öllum skólum landsins, 6 tals- ins, sem útskrifað geta stúd- enta, slitið. Fimm þeirra úr- skrifuðu stúdenta, en hinn yngsti, Hamrahlíðarskólinn, hefir ekki starfað svo lengi að þaðan komi stúdentar. ! Áður er getið skólaslita Kennaraskóla íslands, en hér fara á eftir frásagnir frá skólaslitum Menntaskólans í Reykjavík, Menntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Laugarvatni og Verzlunar- skóla íslands. : Rektor Menntaskólans í Reykjavík, Einar Magnússon, hóf skólaslitaræðu sína með því að ávarpa gesti og nemendur, en meðal gesta voru menntamála- ráðherra, biskupinn yfir íslandi og margir eldri nemenda. Þá minntist hann Þórarins Jónsson- ar er lézt sl. haust, en hefði ella verið í hópi stúdenta nú. Minnt- ust viðstaddir hans með því að rísa úr sætum. Þá rakti rektor starf skólans. „Skóiaiaetning fór fram í Dóm- kirkjunni mánudaginn 2. októ- ber kl. 2. Séra Jón Auðuns dóm- prófastur prédikaði. Rektor minntist þess, að þá voru 100 ár liðin frá því að Bók- hlaða skólans var reist, og rakti sögu hússins í fáum dráttum þessi 100 ár. Á þessum vetri hef- ur verið unnið að því að gera lestrarsal í neðri hæð hússins. ÍFé því, 200 þúsund kr., sem jubliantar 1967 gáfu skólanum, hefur verið varið til þess að koma hinum vönduðustu hljóm- burðartækjum fyrir í salnum. Haustpróf voru haldin dagana 20. til 30. september. Samkvæmt heimild í regiu- gerð fyrir menntaskóla, settri af menntamálaráðherra 27. septem- ber 1951 og enn er í gildi, ákvað skólastjórinn að leyfa þeim nem- endum, sem ekki höfðu staðizt árspróf, en uppfylltu viss skil- yrði, að endurtaka um haustið próf í einstökum námsgreinum samkvæmt nánari reglum. Þetta var gert og hefur gefið góða raun, og verður þessu væntan- lega haldið áfram. Námsefni, kennslu og prófum hefur að sjálfsögðu verið hagað samkvæmt ákvæðum reglugerð- arinnar. Kennarar skólans voru alls 75, fastir kennarar 35, stundakennar ar 40. Nemendur skólans voru i upp- hafi 930 í 41 bekkjardeild. Tví- sett var í allflestar almennar skólastofur og flökkubekkir þrír. starfsemi skólans fer fram í sex húsum. Félagslíf nemenda var fjöl- breytt að vanda. Jólagleði skól- ans var að þessu sinni haldin í íþróttahöllinni, en það er eina húsið í Reykjavík, sem rúmar alla nemendur og kennara skól- ans. Á jólagleðinni voru um 1400 manns. Árspróf voru haldin dagana 2. maí til 31. maí. Undir það gengu 658 nemendur þar af 7 utan- skóla og stóðust 605 próf. Fáein- ir nemendur fluttust af ýmsum ástæðum próflaust í næsta bekk og örfáir fengu að fresta prófum til hausts, flestir vegna veikinda. Þessir hiiutu hæstar einkunn- ir á ársprófum, meðaltal af árs- einkunn og prófseinkunn: í máladeild: Mjöll Snæsdóttir 4. A 9.25 Jakob Smári 4. B 8.89 í stærðfræðideild: Axel Jóhannsson 4. U 9.05 Þorvaldur Gylfason 4. Z 8.93 Emilía Marteinsdóttir 5. X 8.81 Valgerður Andrésd. 5. X 8.80 Flest höfðu þau verulega hærri prófseinkunn. Stúdentspróf var haldið dag- ana 17. maí til 12. júní. Undir það gengu alls 233 nem- endur, 225 innanskóla, en 8 ut- anskóla. 2 luku ekki prófi. Hér eru því í dag útskrifaðir 231 stúdent, 75 úr máladeild og 256 úr stærðfræðideild, eða svo til jafnmargir og í fyrra, en þá út- skrifuðust 15. júní 239 stúdent- ar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Erlendur Ping-Hwa Sen Jónsson, 6. R, ág. 9.55 og er hann því dux scholae í ár. Næst hæstu einkunn hlaut Helgi Skúli Kjartansson, 6. S, ág. 9.54. Aðrir sem hlutu mjög háar einkunnir eru: Helga Ögmundsdóttir 6. Z ág. 9.16 Guðlaug Jóhannsdóttir 6. A 8.96 og Halldór Halldórsson 6. U 8.94. Nú vil ég biðja dimittendos að koma hingað og taka á móti stúdentsskírteinum sínum. Afhending stúdentsskírteina Ég óska ykkur öllum til ham- ingju, er þið nú eftir langt og erfitt nám hafið fengið í hendur þessi dýrmætu skírteini, sem munu veita ykkur inngöngu í hinar æðstu menntastofnanir hér á landi og um víða veröld, og veita ykkur rétt til þess að bera merki stúdentsins, stúdents húfuna, sem þið nú skuluð setja upp. Skiptinemendur í vetur hafa fjórir erlendir nemendur stundað nám í skólan um á vegum American Field Ser- vice og Æskulýðsráðs Þjóðkirkj- unnar. Öll hafa þau stundað nám í 5. bekk. Öll hafa þau stundað námið vel og lært að lesa og tala íslenzku og hafa í hvívetna verið heimalöndum sínum og skólanum til sóma. Vil ég nú biðja þau að koma hingað upp. Um ieið og skólinn, bekkjar- Síðan ávarpaði rektor hina ungu stúdenta og lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Hamingja hvers og eins er ekki komin undir þekkingu og ytra umhverfi, heldur er fyrst og fremst fólgin í innra lífi hvers og eins. Umhverfið, sem þú lifir í, breytist, æskuvinirnir, sem þú undir með, hverfa, nýir vinir koma ef til vill í staðinn, og einnig þeir munu fjarlægjast. Hinn eini, sem ekki fjarlægist og ekki yfirgefur þig ert þú sjálfur. „Hver verður lengst með sjálfum sér að ganga“, segir gamalt máltæki. Því verðum við hvert og eitt með guðs hjálp að kappkosta að þroska okkur sjálf í kærleika og öðlast það jafn- vægi og þá rósemd, að við get- um unað með sjálfum okkur, svo lengi sem líf endist, hvernig sem ytri aðstæður kunna að breytast. það var vegleg afsteypa af hinni 2500 ára gömlu styttu af Pallas Aþenu eftir Myron. Prófessor dr. Einar Ólafur Sveinsson hafði orð fyrir eldri stúdentum. Rektor þakkaði gjaf- ir og hlý orð. Rektor sleit Menntaskólanum með þessum orðum: „Ágætur sonur þjóðar sinnar sagði: „Ættlandi sínu er hver maður skuldugur um allt það, sem hann getur afrekað". Með þessum orðum og minnug þessa segi ég Menntaskólanum í Reykjavík slitið í 122. sinn“. MENNTASKÓLANUM á Ak- ureyri var slitið í Akureyrar- kirkju á sunnudagsmorgun að viðstöddu eins miklu fjöl- menni og kirkjan framast rúmaði. Meðal gesta var Jón- Stúdentar úr Verzlunarskóla Islands. systkini ykkar, kennarar ykkar og ég þökkum ykkur fyrir ágæta viðkynningu og allan sóma, sem þið hafið gert skól- anum, vill skólinn gefa ykkur bók til minningar um dvöl ykk- ar hér með óskum um heill í framtíðinni . Beth Blank frá Randaríkjun- um: Þakka þér fyrir og guð fylgi þér. Sue Ann Cassell frá Banda- ríkjunum: Þakka þér fyrir og guð fylgi þér. Kern Wisman frá Bandaríkj- unum: Þakka þér fyrir og guð fyJtgi þér“ Christof Sippel frá Þýzka- landi: Þakka þér fyrir og guð 'fylgi þér”. Þá fór fram afhending á mikl- um fjölda verðlauna, bæði pen- ingaverðlaun og bókaverðlauna fyrir námsafrek og störf í þágu skólans. Þess vegna, kæru ungu vinir mínir, á ég þá ósk bezta ykkur til handa, að þið megið í fram- tíðinni sjá drauma ykkar rætast í heillaríku starfi fyrir sjálfa ykkur, ástvini ykkar og fóstur- jörð, og að þið öðlist þann kær- leika og þá fyllingu sálarinnar og hugarró, að þið getið unað við sjálfa ykkur, hvert og eitt með- an líf endist, því að hver verður lengst með sjálfum sér að ganga. Guð blessi ykkur“. Þessu næst ávarpaði rektor eldri stúdenta skólans, en þrír þeirra eru á lífi, sem stúdents- prófi luku á fyrri öld. Síðan gat hann júbilanta frá 65 ára stúdentum og var skýrt frá gjöfum þeirra allra. Orð fyrir 25 ára stúdentuim hafði Jóhannes Nordal, banka- stjóri. Hann skýrði frá gjöf þeirri er árgangur hans og 7 aðr ir árgangar gáfu skólanum, en Stúdentar úr Menntaskólanum á AkureyrL as Jónsson frá Hriflu, fyrrv. ráðherra, sem skólinn hafði boðið sérstaklega til skóla- slitanna vegna þess að sl. hausti voru 40 ár liðin frá því að Jónas, sem þá var mennta málaráðherra, heimsótti skól- ann og veitti honum réttindi til að brautskrá stúdenta. Nú á þessu vor fer því fertug asti stúdentahópurinn frá skólanum. Steindór Steindórsson, skóla- meistari, minntist í upphafi ræðu sinnar þeirra Halldóru Ólafsdótt ur, skólameistarafrúar, og Þór- arins Björnssonar, skólameistara, sem bæði létust í vetur. Risu all ir viðstaddir úr sætum í virðing- arskyni við minningu þeirra. Því næst gerði skólameistari grein fyrir skólastarfinu í vetur í stórum dráttum. Nemendur voru í upphafi skólaárs 501, flairi en nokkru sinni áður enda voru þrengslin mikil í húsakynn um skólans. I heimavist voru um 230 (Varðborg meðtalin) og um hundraði fleiri fengu fæði í mötu neytinu. Akureyringar voru 111, Eyfirðingar 39, Reykvíkingar 32 og Siglfirðingar 25, en þeir eru hlutfallslega langfjölmennastir úr einu byggðarlagi. Annars voru nemendur úr öllum lög- ;agnarumdæmum landsins. Bekkj ard ildir voru alls 21. Stúdentsprófi luku 122, 73 úr máladeild og 49 úr stærðfræði- ieild. Hæstu einkunnina hlaut Alda Möller frá Siglufirði,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.