Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 21 Karlakór kórinn á ÞESS hefur^ oft verið getið í fréttum frá ísafirði, að þar væri blómlegt söng- og tónlistarlíf. Við fengum að kynnast þessu nokkuð af eigin raun síðastlið- inn föstudag, er Karlakór fsa- fjarðar og Sunnukórinn, alls um 70 manns, sungu hér í Gamla Bíó. Söngstjóri var Ragnar H. Ragnar, sem verið hefur söng- stjóri kóranna Sl. 20 ár, og er söngför þess farin jafnframit í tilefni þessa afmælis. Söngskrá- in var mjög fjölbreytt, alls 20 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Það sem einkenndi mest söng kóranna var frábær sönggleði — sungið var af hjart- ans list, sem hreif áheyrandann með sér. Enginn skyldi ætla, að slík gleði fáist, nema allir leggi mikinn tíma, fyrirhöfn og alúð við söngstarfið. Báru kórarnir þess merki, að það hafði verið gert. Það gerði söngskrána tilbreyt ingarmeiri, og þar skiptust á karlakór, blandaður kór og kvennakór, með og án undir- söngurinn víða blæfagur og lit- ríkur. Sérstaka athygli vakti söngur kvennakórsins. Hann hef ur á að skipa mörgum góðum röddum, sem skiluðu sínu hlut- verki með prýði. Ánægjulegt var að heyra einsöng Margrétar Finnbjörnsdóttur í Ave Maria eftir Schubert, og jók það áhrif söngsins, að Margrét skartaði ís- Isafjarðar Isafirði lenzkum þjóðbúningi — peysu- fötum, — sem hún bar með sóma. Karlakórinn er einnig skipað- ur mörgum góðum röddum. Ein- söngvarar með honum voru Gunnlaugur Jónasson, er söng Litla skáld eftir föður sinn, Jón- as Tómasson, og Gunnar Jóns- son, er söng Rósina eftir Árna Thorsteinsson í raddsetningu söngstjórans. Hafa þeir góðar raddir og fóru vel með h'lutverk sín. Sunnukórinn og karlakórinn sungu m.a. tvö lög eftir Jónas Tómasson: fslands fáni og Rjúfi nú strengleikar. í seinna laginu söng Guðmundur Guðjónsson ó- perusöngvari einsöng. Og loka- lag söngskrárinnar var Dónár- valsar eftir J. Strauss. Náði sönggleðin þar hámarki sínu. Ragnar H. Ragnar er dugleg- ur og röskur söngstjóri, skap- heitur, og ætlar auðsæilega öllu sínu söngfólki að „gera skyldu sína“. Hann á til að laða fram ljúfar og fínar línur, jafnframt því að sýna karlmennsku og þrótt þar sem það á við, en beit- ir þó hófsemd í meðferð radd- anna. Herdís Jónsdóttir söng þrjú einsöngslög með undirleik Ragn ars, og kom þá fram, að hann er einnig góður píanóleikari og und irleikari. Herdís hefur mjögfagr an sópran og ótvíræðar tónlistar gáfur, sem reyndi sérstaklega á — Sunnu- í Hjarðmærinni eftir söngstjór- ann, frumlegu lagi, sem gerir miklar kröfur til raddarinnar. Vakti lagið og flutningur þess mikla hrifningu áheyrenda. Auk þess söng Herdís tvö lög eftir Sigv. Kaldalóns mjög smekklega, og í einu lagi söng hún tvísöng með karlakórnum. Þá sýndi Ragnar að hann er kunnáttumaður í raddsetningu, því hann hefir útsett fyrir kór mörg lögin sem sungin voru. Það má lengi deila um hvað lög vinna eða tapa við að klæðast öðrum búningi en tónskáldin hafa búið þeim upphaflega, sérstaklega hafi þau unnið sér hefð í hugum áheyrenda um langan tíma, en óneitanlega getur það stundum verið góð tilbreytni að heyra slíkt. — Þá má geta lags eftir Sigurð D. Franzson,' Nina-Nana Ladina, með söngtríói þeirra Her dísar Jónsdóttur, Kristjönu Jóns dóttur og Sigrúnar Einarsdótt- ur, — skemmtilegt lag, fínlegt og létt. Sigurður hefur verið raddþjálfari kóranna. Eru þá ó- talin nokkur lög, innlend og er- lend, sem kórarnir sungu. Undirleikari með kórunum var Hjálmar Helgi Ragnarsson, son- ur söngstjórans. Skilaði hann hlutverki sínu með prýði, og þó hann sé enn ungur að árum er hann þó auðheyrilega enginn við vaningur. Eftir að hafa hlustað á fsa- fjarðarkórana verður manni hugsað til þess hve góður og mikill efniviður er til sönglífs í hinum dreifðu byggðum utan höfuðborgarinnar.' Mest virðist velta á að forustumenn fáist, og í því efni hafa ísfirðingar verið við forustu af Jónasi Tómassyni tónskáldi, sem verið hafði lífið og sálin í sönglífi ísfirðinga frá því um 1910, var stofnandi ofan- getinna kóra og stjórnandi þeirra um langt árabil. Húsið var fullskipað áheyrend um og var gestum fagnað með húrrahrópum og miklu blóma- regni. Gunnar Sigurgeirsson. - MINNING Framh. af bls. 18 Mjög lét Steindóra sér annt um velferö barna sinna, að þau yrðu góðar og nýtar manneskjur og ekki síður eftir að börnin stofn- uðu sín eigin heimili og barna- börnin fæddust. Allar stundir var hún vakin og sofin í umhyggju sinni fyrir þeim. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka henni fyrir alla vinsemd við mig frá okkar fyrstu kynnum og þá sérstaklega fyrir alla þá ástúð og skilning sem hún sýndi börnum mínum, og veit ég að ég mæli hér einnig fyrir múnn annarra tengdabarna hennar. Steindóra var alla tíð trúuð kona og guðrækin og kom það bezt fram í veikindum hennar, að hún kveið ekki dauða sínum. Þa'ð yrði tekið vel á móti henni handan við landamæri lífs og dauða. Ég efast ekki um að svo hafi verið. H. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar verða hringprjónavél og flatprjónavél, taldar eign Lokbrár h.f., seldar á nauðungaruppboði að Grensásvegi 46, fimmtudag- inn 20. júní n.k. kl. 14.30. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Bylgjubreytar Ferðamenn bylgjubreytar fyrir talstöðvabylgjur til tengingar við bíttæki, fyrirliggjandi, verð kr. 1300. HLJÓMUR, Skipholti 9, sími 10278. Söiumaður óskast Viljum ráða sölumann. Aðeins duglegur maður á góðum aldri með nokkra starfsreynslu kemur til greina. PLASTPRENT H.F., Grensásvegi 7. Borgfirðingafélagið í Reykjavík efnir til skemmtiferðar í Borgarfjörð n.k. laugar- dag 22. júní. Kvöldvaka og Jónsmessubál. Góðir skemmtikraftar með í ferðinni meðal annars Skafti og Jóhannes. Farmiðar fást hjá Þórarni Magnússyni Grettis- götu 28 sími 15552 þurfa að sækjast fyrir kl. 19.00 á föstudag. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar, hrl. og Bruna- húseignarinnar Lækjarkinn 24 Hafnarfirði, þing- lesin eign Úlfars Berg Sigurðssonar, seld á nauð- ungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 21. júní 1968, kl. 3.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 13., 15. og 17. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð A8 kröfu Benedikts Sveinssonar, hdl., og fleiri kröfuhafa verða eftirtaldar bifreiðar seldar á opin- beru uppboði við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg fimmtudaginn 27. júní 1968, kl. 6 síðdegis: G-911, G-2093, G-2960, G-4710, R-20120, Y-2072 og 0-1168. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 14. júní 1968. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. handyðHdy m/mfi ms> aðeinq bnn/ wrpurrkun CLEANS PAINTWORK I WITHA Vi/IPE MHENS TILES • FLOORS BfiT- Límlklennd óhreinindi? Fitukemnd óhreininidi? Leðjutoennd óhreinindi? Handy Andy hneinsar öll óhreinindi á brott með aðeins einni yfirþurrk- un. Nútímahúsmæður, hvar sem er, eru sammála uim það að hann sé bezti allhliða hreinsunarlögur, sem völ er á. Handy Andy hefir öfliugan styriklleika til að hreinsa alis konar heimiliishluiti betur, hraðar, auðVeid- ar. Notið hann annaðhvort eiins og hann kemur úr flöskunni, eða þynntan með vatni ef hreinsa skal stærri svæði. Þér þurfið ekki að nota nema lítið í hvert sinn. — Handy Andy er svo kröftugur, svo drjúgur! Kaupið hann strax í dag! • • • hreinsar MÁLAÐA VEGGI, VASKA, BAKAR- OFIMA, GÓLF, betur, hraðar, auðveldar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.