Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 19 Búnaðarsamband Suðurlands efnir til hátíðarsamkomu —að Hlíðarendakoti um helgina í tilefni 60 ára afmælis Gluggafoss í Merkjá. Hátíðasv æðið af Þórðará og Merkjá. BÚNAÐARSAMBAND Suðnr- lands gengst fyrir útifagnaði n.k. laugardag 22. júní og sunnu dag 23. júni að Hlíðarendakofi í Fljótshlið í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins þann 6. júlí n.k. Vegna þessa boðuðu for- ráðamenn sambandsins til blaða mannafundar í gær og skýrðu frá starfsemi sambandsins og til- högun hátíðarinnar. Sambandið var stofnað hinn 6. júlí 1908 og stóðu að því 28 félög frá Hvalfirði að Skeíðará. Fyrsti formaður var Sigurður Guðmundsson, Selalæk í tvö ár. Aðrir formenn þess hafa verið Ágúst Helgason í Birtingarholti, Guðmundur Þorbjarnarson, Stóra-Hofi, sem lengst gegndi starfinu, eða í 33 ár, Dagur Brynjúlfsson, Gaulverjabæ og Páll Diðriksson á Búrfelli. Nú eru 36 félög innan vébanda sambandsins og starfssvæði Ár- nessýsla, Rangárvallasýsla, Vest ur-Skaftafellssýsla og Vest- mannaeyjar. í árslok 1967 voru félagar 1462. Stjórn sambands- ins skipa, auk Páls formanns, sem fyrr er nefndur, þeir Stef- án Jasonarson í Vorsabæ, Sig- urjón Sigurðsson, Raftholti, Eggert Ólafssson, Þorvaldseyri og Sveinn Einarsson, Reyni. Búnaðarsambandið hefur 5 rá'ðu nauta í þjónustu sinni og einn þeirra, Hjalti Gestsson, er fram- kvæmdastjóri þess. Sambandið hefur komið sér upp skrifstofu- húsnæði á Selfossi og hafa þrír ráðunautanna þar bækistöð sína. Höfuðverkefni ráðunauta sambandsins er almenn leið- beiningastörf í landbúnaði, auk eftirlits með framkvæmd jarð- ræktar- og búfjárræktarlaganna á sambandssvæðinu. Hjalti Gestsson, framkvæmdastjóri, gat þess á fundinum, að víða á sam- bandssvæ’ðinu væru kalskemmd ir alvarlegar, en verst myndi ástandið vera í Skaftártungum og í Þingvallasveit. Meðai þess sem búnaðarsam- bandið hefur látið til sín taka er stofnun rannsóknarstöðvarinn ar að Laugardælum og hafa verið gerðar þar afkvæmarann- — Fréttastjóii Framhald af bls. 14. forstjóri upplýsingaþjónustunnar í Karachi og Kaupmannahöfn, en nú eftir margra ára útivist fýs- ir hann heim. Ég, sem tel vin minn Ivar Guðmundsson íslending í þessa orðs beztu merkingu, þykist skilja hvaða hvatir ráða ákvörð un hans að segja skilið við glæsta stöðu í miðdepli heims, og kjósa frekar fréttastjórastöðu við Ríkisútvarp norður á ís- landi. Hitt á ég bágar með að skilja, hvemig starfsmenn sömu fréttastofu telja það ósæmandi að honum sé veitt staðan. Það getur ekki verið neitt ágreiningsmál, að innan raða ís- lenzkra fréttamanna 'hefur eng- inn hlotið reynslu og frama á borð við ívar Guðmundsson, svo ef aðeins er litið hlutlægt á mál- ið, hljóta þeir, sem bera í brjósti metnað fyrir hönd fréttastotfunin ar að fagna því, að til forystunn- ar er kjörinn sá hæfasti, sem völ er á, að öðrum ólöstuðum, og sá sem líklegastur er til að veita fréttaflutningnum í landinu ferskan blæ. Ég tel mig vera aðeins einn hinna mörgu, sem vænti mikils af ívari Guðmundssyni í hinu nýja starfi hans og árna ég hon- um og fréttastofunni ,undir handleiðslu hans, allra heilla. Reykjavík, 16. júní 1968. Geir Borg. sóknir á nautum og alhliða fóð- urtilraunir í nautgriparækt. Þá hafa verið gerðar tilraunir þar um sumarbeit mjólkurkúa, t il- raunir með grasmjöl í fóður- blöndu hámjólka mjólkurkúa, uppeldistilraunir lífkálfa og slát urkálfa ásamt samanburðartil- raunum á kostnáði á framleiðslu á uxukjöti annars vegar á ein- blendingum af gallowakyni og hreinræktuðum íslenzkum ux- um. í því sambandi gat Hjalti þess, að niðurstöður virtust leiða í ljós, að blendingar af skozka og isl. kyninu hefðu náð 45 kg meira af kjöti með sama tilkostn- aði því virtist hagur að því að stunda ræktun með því holda- kyni. Fyrir tíu árum stofnaði Bún- aðarsamband Su'ðurlands síðan kynbótastöðina í Laugardælum og var verkefni hennar fyrst og fremst að koma upp nautgripa- sæðingastöð, sem smám saman tæki að sér sæðingarstarfsemi í nautgriparækt á öllu sambands- svæðinu. Mikil samstaða hefur orðið um starfsemi þessa og á sl. ári voru sæddar 12.254 kýr á svæðinu vestan Mýrdalssands og munu það vera um 90% kúa- stofnsins. Framkvæmdastjóri kynbótastöðvarinnar frá upphafi hefur verið Sigurmundur Gu'ð- björnsson, en hann er og einn af ráðunautum sambandsins. Forráðamenn Búnaðarsam- bandsins sögðust vera þeirrar skoðunar, að sambandið hafi alla tíð síðan það var stofnað fyrir sextíu árum verið mjög snar þáttur í þeim breytingum sem hafa orðið í landbúnáði á Suðurlandi á tímabilinu. Nokkr- um sinnum hefur Sambandið minnzt afmæla sinna með við- höfn, og nefna má m.a. að á þrí- tugsafmæli þess gekkst það fyrir myndarlegri héraðssýningu í Þjórsártúni og einnig tók Eyj- ólfur Guðmundsson, bóndi og rithöfundur að Hvoli saman af- mælisrit um Búnaðarsambandið, sem var gefi'ð út það ár. Árið 1958 minntist sambandið 50 ára afmælis með landbúnaðarsýn- ingu á Selfosssi og útgáfu af- mælisrits. Nú hyggst sambandið m. a. minnast 60. afmælisins með myndarlegri útisamkomu að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. — Stjúrn SBS skipaði þriggja manna nefnd fyrir rúmu ári til að undirbúa afmælið, þá Hjalta Gestsson, Einar Þorsteinsson og Stefán Jasonarson. Á blaða- mannafundinum skýrði Einar ifrá tilhögun hátíðarinnar. Hann sagði, að Árni Jónsson, bóndi í Hlíðarendakoti, hefði sýnt BSB þann velvilja, að lána því 6 hektara tún fyrir hátíða- svæði. Er það vel gróin brekka og þar fyrir neðan slétt flöt. Við brekkuræturnar hefur verið restur 600 ferm danspallur og þa við stórt upphækbað og yfir- toyggt leiksvið. Samkomugestir munu hafa prýðilega aðstöðu til að fylgjast með dagskránni og kemmtiatriðum úr brekkunni. Rafmagn og sími er lagt á stað- inn og vel verður séð fyrir hljóð nemum og gjallarhornum. Vegur liggur gegn um hátíðasvæðið, en sunnan vegarins verða tjaldstæði og verður neyzluvatn leitt þang- að. Bílastæði eru á sléttum mal- areyTum við tjaldlborgartúnið. Hátíðin hefst kl. 19,30 á laug- ardag, 22. júní, á leik Lúðra- sveitar Selfoss. Síðan setur Ein- ar Þorsteinsson hátíðina, Ingólf- 'ur Jónsson, la*ndbúnaðarráð- herra, flytur ávarp. Þá sýna leik arar Þjóðleikbússins sjö atriði úr Íslandsklufckunni og síðan er fimleikasýning karla frá Glímu- félaginu Ármanni. Að lokum verður stiginn dans. Á sunnudag hefst dagskráin að nýju kl. 12,30 með leik Lúðra sveitar Selfoss. Hjalti Gestsson flytur ávarp, síðan er guðsþjón- 'Usta, sr. Sváfnir Sveinbjarnar- son prédikar, kirkjukór Fljóts- hlíðar sjfngur. Páll Diðriksson, formaðtir Búnaðarsambands Suð urlands, heldur ræðu, fjallkonan ‘kemur fram, Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsambands bænda flytur ávarp, Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld, les eig- in ljóð. Að loknu kaffihléi verð- ur fluttur leikþáttur úr Njálu: Liðsbón á Alþingi. Helgi Har- aldsson bjó til flutnings og stjórnandi er Emil Ásgeirsson. Síðan er kórsöngur, söngfélags Hreppamanna undir stjórn Sig- urðar Ágústssonar, þjóðdansa- sýning undir stjórn Halldórs Gestssonar, íþróttakeppni hér- aðssambandsins Skarphéðins og að lokum verðlaunaafhending og síðan verður hátíðinni slitið. Veitingamaður hefur tekið að sér að sjá um veitingar á staðn- um og mun hafa á boðstólum kaffi, gosdrykki, heitar súpur og smurt brauð og pylsur, og verð- ur selt úr sölutjöldum. Ferðir á hátíðina verða frá Umferðarmið- 'stöðinni og til baka aftur. ALEXANDER Dubcek, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, hefur látið svo ummælt, að í landinu sé nú verið að vinna að pólitísku kerfi, sem geri öllum pólitískum öflum kleift að taka þátt í stjórn og stefnumyndun þjóðarinnar innan ramma nú- gildandi þingfyrirkomulags, þar sem kommúnistaflokkurinn einn fari með forystu og völd. Dubcek sagði þetta í ræðu, er hann hélt á laugardag á fundi miðstjórnar þjóðfylkingarinnar, en það er einskonar nefnd eða ráð, skipað fulltrúum allra hags- munahópa, er eiga menn á þingi landsins, m.a. verkalýðsfélaga og kvennasamtaka. Hann sagði m.a., að nýja kerfið mundi gera öllum borgurum, þar á meðal þeim, sem ekki ættu aðild að pólitískum samtökum, kleift að taka þátt í ákvörðunum um rík- ismál og hafa áhrif á stjórn landsins. Á fundi þessum var samþykkt, að færa út svið þjóðfylkingar- innar, en þar kom einnig glöggt fram, að ekki yrði leyft að stofna stjórnarandstöðuflokka í Tékkóslóvakíu, heldur yrði kommúnistaflokkurinn áfram alls ráðandi afl. Sagt var, að héðan í frá yrði komið í veg fyr- ir hvers kyns valdaeinræði; í sósíalistísku landi yrði kommún- istaflokkurinn að vera opinn öllum pólitískum öflum og þjóð- félagssamtökum. Með því einu móti væri unnt að taka ákvarð- anir á sem breiðustum grund- velli, án þess þó að hverfa aft- ur til hinnar gömlu stjórnmála- skipunar, þar sem margir flokK- arar keppi um völdin. Var þar átt við stjórnmálakerfi landsins fyrir 1948, er kommúnistar tóku völdin. Stjórnmálafréttaritarar segja, að hugsanlega kunni þessi sam- þykkt að mæta mótmælum ein- stakra hópa, sérstaklega stú- denta, sem hafa viljað fá að stofna sín eigin pólitisku sam- tök. | vilja leggja sérstaka áherzlu á Iað öll neyzla áfengis er strang- lega bönnuð og ölvuðum mönn- um bannaður aðgangur. Þá eru 5 MIILJ. DOLLARA Þá segir í frétt frá Washing- ton, að Bandaríkjastjórn hafi boðizt til að láta Tékkum í té fimm milljónir dollara, sem tékkneskir borgarar — er flýðu til Bandaríkjanna, en fóru síð- ar aftur til heimalands síns — höfðu greitt þar í tryggingarið- gjöld og annað þess háttar. Er tilboð þetta, að sögn heimilda í Washington, viðleitni stjórnar- innar til þess að bæta samskipt- in við stjórnvöld Tékkósló- vakíu nú, er frjálslyndari stjórn hefur t.ekið þar við. BREZHNEV GRÁTI NÆR Josef Zednik, tékkóslóvakísk- ur þingmaður, sem var í forsæti vináttunefndar, er nýlega fór til Sovétríkjanna og kom heim í gær ,mánudag, skýrði svo frá í viðtali við heimkomuna, að Leo- nid Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, hefði ver- ið gráti nær, er hann lýsti því yfir, að hann væri reiðubúinn að koma fram fyrir alþjóðlegan dómstól til þess að vísa á bug þeim ásökunum, sem fram hafa komið í Tékkóslóvakíu í garð sovézkra aðila, þess efnis, að þeir hafi á margvíslegan hátt hlutazt til um innanríkismál Tékka og m.a. stuðlað að morði Jans Masaryks, fyrrum utanrík- isráðherra landsins. Zednik sagði í viðtalinu, að hann hefði ekki búizt við því að sjá tár í augum svo háttsetts sovézks embættis- manns og gamallar stríðskempu. Kvað hann orð og framkomu Brezhnevs ásamt öðru, hafa sannfært sig um, að Sovétstjórn- in mundi ekki blanda sér í þá þróun, sem nú stæði yfir í Tékkóslóvakíu. YAKUBOVSKY í PRAG Svo sem frá hefur verið skýrt í fréttum standa nú fyrir dyr- um meiri háttar heræfingar Var sjárbandalagsins, m.a. í Tékkó- slóvakíu og er mikið lið frá ná- grannaríkjunum, m.a. Sovétríkj- unum, komið til landsins í því skyni. í dag kom til Prag Ivan •gestir hvattir til að vera vel Iklæddir og útbúnir til að geta notið hátíðarinnar, þó að veður verði ekki upp á það bezta. l. Yakubovsky, yfirmaður herja Varsjárbandalagsins, og upplýsti m. a., að hann mundi stjórna her æfingum í fjórum aðildarríkjum bandalagsins á næstunni, en þær mundu aðeins standa yfir í nokkra daga á hverjum stað. - FRAKKLAND Framh. af bls. 1 í efnahagslífi Frakklands. I gær, mánudag, féllst stjórn sjóðsins á að heimila Frökkum að taka aft- ur framlag sitt frá 1965 áð upp- hæð 140 milljón dollarar í sama skyni. Fé þetta lögðu Frakkar af mörkum þegar tíu þjóðir tryggðu Bretum 1,4 milljarða dollara lán hjá Alþjóða gjaldeyr- issjóðnum til að vernda gengi pundsins. Til að gera Frökkum kleift að heimta framlag sitt aft- ur, leggja nú fjórar þjóðir sömu upphæð á reikning sjóðsins. Vestur-Þýzkaland leggur fram 80 milljónir dollara, ítalía 40 milljónir og Holland og Belgía 10 milljónir hvort. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa stúdentar tekið mikinn þátt í mótmælaaðgei’ð- unum í Frakklandi undanfarinn mánuð, og meðai annars lagt undir sig marga háskóla. Aðal virki þeirra í París hefur verið Sorbonne-háskólinn, eða Svarti- skóli. Á sunnudag slóu lögreglu- menn hring um skólann til að fá stúdentana til að rýma hann. Hófust síðan samningaviðræður við stúdentana, og eftir sex tíma viðræður féllust þeir á að halda á brott. Höfðu þeir þá haft skól- ann á sínu valdi í rúman mán- u'ð, eða frá 13. maí sl. Boðað hefur verið til þing- kosninga í Frakklandi sunnudag ana 23. og 30. þ. m., og reyna stuðningsmenn de Gaulles for- seta að sameina alla vinstri and stæðinga til fylgis við forsetann. Segja fréttaritarar Reuters- fréttastofunnar á sunnudag að allt bendi til þess að þessi á- form Gaulleista hafi tekizt mjög vel, og megi jafnvel búast við því að þeir fái hreinan meiri- hluta á næsta þingi. AUGLYSINGAR SÍMI 22.4*80 U'ndirbúningsnefndin kvaðst Brezhnev gráti nær — er hann vísaÖi á bug ásökunum um íhlutun sovézkra í innanríkismál Tékka Prag, 18. júní — AP-NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.