Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 13 Fjaðrir, f jaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiðn Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegj 168 . Sími 24180 50 KRÓNA VELTAN vinsamlega gerið skil í dag Skrifstofa stuðningsmanna G. T., Pósthússtræti. Samantfha Eggar varð fræg fyrir leik sinn í þessu hlut- verki og hefur fram að þessu aðeins sézt hér í litlum hlutverk um. Leikur hún framúrskarandi vel. Framleiðandi og leikstjóri er hinn kunni William Wyler, sem þekktur er fyrir betri gerð Hollywood mynda. Er mynd þessi í mörgu frábrugðin hans fyrri myndum, en án efa ein sú bezta. ÓS. RALEIGH KING SIZE FILTER Leið nútímamannsins til ekta tóbaksbragðsins frá Ameríku ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: STJÖRNUBÍÓ FÓRNARLAMB SAFNARANS (The Collector) Kvikmynd þessi er mörgum kunn af umtali, áður en sýn- ingar hófust hér, þar sem hún hefur almennt fengið mjög góða dóma erlendis. Segir myndin ein kennilega sögu, af ungum manni, sem vinnur stórfé í íþróttaget- raun, Hættir hann störfum sem bankamaður, fær sér hús úti í sveit og sinnir sínu mikla hugð- arefni, sem er söfnun fiðrilda. En hann hefur annað hugðar- efni. Hann hefur femgið ofurást á stúlku úr heimaborg sinni, sem er í listaskóla í London. Innrétt- ar hann kjallara í húsinu, ræn- ir stúlkunni og geymir hana þar. Ætlar hann þannig að fá félags- skap og skilning mannlegrar veru, sem hann telur sig ekki geta náð, í venjulegu mannlegu samfélagi. Óttast hann að verða hlægilegur og ekki skilinn, nema með áframhaldandi kynningu. Hann kemur af lítt menntuðu lágstéttafólki, en faðir stúlkunn ar er læknir. í brezku þjóðfé- lagi staðfestir þetta mikið djúp á milli þeirra. Hún talar með þeim málhreim, sem við almennt köllum brezkan, þó um sé að ræða tiltölulega sjaldgæft yfir- stétta og menntamannafyrirbæri en hann talar málýsku, sem mig skortir þekkingu til að staðsetja. Þessi truflaði maður reynir af fremsta megni að ná sambandi við stúlkuna og umgengst hana af vandvirkni og umhyggjusemi. En ekki tekst honum að skilja hennar hugsunarhátt. Hún reyn ir aftur á móti allt sem hún get- ur til að sleppa eða láta vita af sér, en án árangurs. Hún er lok- uð inni sem fangi geðbilaðs manns, sem er ekki þægileg til- finning og erfitt að meta hvað eru eðlileg viðbrögð í slíku ti'l- felli. Ekki fæ ég þó varist þeirri hugsun, að flestar konur myndu með sinni eðlislagni í að stjórna karlmönnum, ná valdi yfir manni sem þessum, sem hefur svo marga snögga bletti í tilfinn- ingalífinu. Henni tekst það ekki og eykur á tortryggni og skiln- ingsleysi hans með mörgu því sem hún gerir. Þessi skortur á sambandi mil'li þeirra, þó að þau talist við, er eitt af sjú'kdómseinkennum okk- ar tíma. Við getum setið í stofu og talað hvert sem er í heimin- um, innan stuttrar stundar, en foreldrar ná ekki sambandi við börn sín, kynslóð skilur ekki aðra kynslóð, stéttir skilja ekki né skynja þarfir annarra stétta, þjóðir vantreysta þjóðum og sam/t er alltaf verið að tala. Það er talað án þess að ná sambandi í hugsunarhætti. riði sem ég vildi breyta í leik hans. Stamp hefur sézt hér áð- ur í Modesty Blaise, en annars að mestu í litlum hlutverkum. Aðalhlutverk leika Samantha Eggar og Terence Stamp. Leik- ur hann hlutverk sitt af kunn- áttu og sni'Ili í senn og við at- hugun dettur mér í hug eitt at- OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar úr úrvals crepegami. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar af stærstu sokkaverk- smiðju Vestur-Þýzkalands. OPAL SOKKABUXUR eru fallegar og fara sérlega vel á fæti. OPAL SOKKABUXUR eru á mjög hagstæðu verði. OPAL SOKKABUXUR seljast þess vegna bezt. Kaupið aðeins það bezta Kaupið OPAL SOKKA og SOKKABLXIiR Einkaumboðsmenn: Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzl. Grettisgötu 6, símar 24730 og 24478. Húsmæður Til sölu eða leigu er um 200 ferm. húsnæði í nýju húsi vestarlega í Skipholti II. hæð, sérhitalögn. Allt fyrsta flokks. Upplýsingar í síma 11820. KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.