Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 11 stærðfraeðideild, L ág. 9,66, sem er langhæsta einkunn, sem tekin hefir verið við skólann, síðan nú verandi einkunnastigi var upp tekinn. Hæstu einkunn í mála- deild hlaut Kristín Halldórsdótt- ir úr Norðurárdal, Mýrasýslu, L ág. 9,43. Mjög margir nýstúdentar hlutu verðlaun frá ýmsurh aðil- um fyiir námsafrek og félags- störf. I>að nýmæli var upp tekið á sL hausti, að í skólanum starfaði ný deild, náttúrufræðideild. Var stærðfræðideild 5. bekkjar skipt þannig, að önnur greinin hélzt óbreytt og var til hægðarauka kölluð eðlisfræðideild, en í nýju deildinni var dregið úr stærð- fræði, en náttúrufræði og efna- fræði auldn og bætt við nýrri námsgrein, lifefnafræði Þessi deild en enn á tilraunastigi og fyrirkomulag hennar því í deigl unni, en ætlunin er í fyrstu að sníða hana sem mest eftir sam- svarandi deildum í nágranna- löndunum, einkum Danmörku. Bygging húss vegna kennslu í raungreinum hófst á síðasta sumri og hefir miðað vel áfram. Vonazt er til, að unnt verði að taka það í notkun 1969, ef nægar fjarveitingar fást. Minningarsjóður um Þórarin Bjömsson skólameistara nemur nú um 450 þús. krónum, og verð ur tekið við stofnframlögum hjá húsverði M.A. og samin skipu- lagsskrá sjóðsins fyrir skólasetn ingu í haust. Almenna bókafélag ið hefur tilkynnf, að það gefi skólanum í minningu Þórarins allar útgáfubækur sínaT bæði þær sem komið hafa út nú þeg- ar og koma munu framvegis. Þá hafa margar rausnarlegar gjafir borizt í minningarsjóði skóla- meistaranna Stefáns Stefánsson- ar og Sigurðar Guðmundssonar. Skólameistari minntist þess næst í ræðu sinni, að nú eru 40 ár liðin, frá því að fyrstu stúd- entarnir brautskráðust frá M.A. Rakti hann aðdraganda þess merkisáfanga í sögu skólans og þakkaði þeim mönnum, sem drýgstan þátt áttu í þeirri rétt- indabaráttu, sem á undan fór og var bæði löng og hörð, en þar ber hæst nöfn skólameistaranna Stefáns Stefánssonar og Sigurð ar Guðmundssonar og bekkjar- bræðranna úr skólanum, Þor- steins M. Jónssonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Á þessum 40 árum hafa alls 1998 stúdentar brautskráðst frá skólanum, 467 konur og 1531 karl, 1241 úr máladeild og 757 úr stærðfræði- deild. „Ég hika ekki við að fullyrða", sagði skólameistari, „ að stofnun hins norðlenzka menntaskóla hafi verið eitt merkilegasta á- takið í íslenzkum menningarmál um, sem gert var á fyrri helm- ingi aldarinnar eftir stofnun Há- skóla íslands 1911. Auk þess sem skólastofnunin opnaði fjölda unglinga leiðina til framhalds- náms, skapaði skólinn meiri fjöl breytni o-g líf í menntamálum þjóðarinnar. Með honum hófst nokkur samkeppni milli skóla, og með stofnun hans var sýnt, að unnt var að halda uppi menn ingarstofnun utan Reykjavíkur og aldargömul skólaeinokun henn ar var rofin. En það var ráðin bót á því ástandi, sem var að skapast á þeim árum, að einung is fámenn stétt efnamanna og þeirra, sem næstir bjuggu Reykja vík, skyldu leggja til meginþorra Dr. Jón Gíslason afhendir Gu nnari Helga Guðmundssyni, dux lærdómsdeildar V. L skírteini sitt. þeirra æskumanna, sem leituðu til háskólanáms. Ef sú þróun hefði haldið áfram, hefði það naumast orðið farsæliegt. En fyr-st og fremst verður hver skóii metinn eftir þeim árangri, sem hann hefir skilað. Ég held, að vér getum þar borið höfuðuð með fullri reisn, ef við lítum á stúdentahóp þessara 40 ára. Það hafa fram komið margir ágæt- ismenn að lærdómi og dugnaði, margir þeirra hafa rutt sér hraut til frama og gengis meðal erlendra þjóða og skipa þar röð meðal hinna beztu vísindamanna, auk þeirra mörgu forustumanna á ýmsum sviðum, sem heima hafa starfað". Af hálfu 25 ára stúdenta tal- aði sr. Amgrímur Jónsson, en af hálfu 10 ára stúdenta Örn Guð- mundsson. Þessir tveir afmælis- árgangar sameinuðust um eina gjöf til skólans, brjóstmynd af Þórarni Björnssyni, skólameist- ara, gerða af Ríkharði Jónssyni, myndhöggvara. Skólameistari, Steindór Steindórsson, þakkaði hlý orð og góða gjöf. Að lokum ávarpaði skólameist ari nýstúdenta og verður ræðu hans getið hér í blaðinu síðar. Sv. P. SÍÐASTL. laugardag voru brautskráðir 31 stúdent úr lærdómsdeild Verzlunarskóla íslands, þar af einn utan skóla. Fór sú at höfn fram í hátíðasal skólans að við- stöddum nemendum, kennur- um og allmörgum gestum. Meðal gesta voru allmargir fulltrúar eldri brautskráðra árganga. Skólastjóri, dr. Jón Gíslason, bauð gesti velkomna. — Skýrði ihann síðan frá skólastarfinu á sl. vetri. Kvað hann stöðuga þró un eiga sér stað bæði að því, er snerti námsefni og kennslutilhög un. Nemendur, sem brautskráðir voru fyrir 10 árum, mundu t.a.m. vart kannast við sumt af náms- efninu eins og það væri nú. Sama gilti og að nokkru leyti um kennsluaðferðir, þó að eigi væri þar beinlínis um neina bylt ingu að ræða, þá æfcti sér stað einnig á því sviði stöðug þróun. Skólastjóri skýrði síðan frá úr slitum prófa. Af nýstúdentum hafði 1 fengið I. ág. einkunn, 23 I. eink., 8 n. eink. Kvað skóla- stjóri það einsdæmi, að 7 hefðu Frá vinstri: Alda Möller, du Björn Arnviðarson, inspecto dóttir dux máaldeildar. x stærðfræðideildar og skóladúx, r schoale og Kristín Halldórs- Wotið yfír 7 í aðaleinkunn. — <Notað er einkunnakerfi örstedS) Þessir nemendur skipuðu efstu sætin: Gunnar Helgi Guðmundsson, með I. ág. 7,50. Örn Aðalsteinsson með I. 7,42 og Guðfmu-ndur Hannesson með I. 7,41. Á ársprófi í 5. bekk varð efst- ur Sveinn Magnússon, sem hlaut I. 7,21. Er skólastjóri hafði afhent ný- stúdentum prófskírteini sín, sæmdi hann þá verðlaunum, er fram úr höfðu skarað. Gunnar Helgi Guðmundsson hlaut fagr- an verðlaunagrip, sem Verðlauna sjóður stúdenta frá 1954 veitir árlega fyrir beztan heildarárang ur á stúdentsprófi. Gunnar Helgi Guðmundsson hlaut einnig peningaverðlaun, að upphæð kr. 5.000,00, úr Móð- urmálssjóði Hjartar kaupmanns Jónssonar, enda hlaut Gunnar Heilgi 6 bæði í árseinkunn og á prófi í ml. íslenzku. Við þetta tækifæri kvaðst skólastjóri vilja nota tækifærið til að þakka Hirti kaupmanni Jónssyni í fyrsta lagi fyrir stofn un sjóðsins á sínum tíma og í öðru lagi fyrir stórhöfðinglega gjöf, er hann nýlega hafði eflt sjóðinn með, kr. 25.000,00. Verðlaun Verzlunarráðs ís- lands fyrir beztan árangur í við skiptagreinum hlaut Guðmiundur Hannesison, fyrir frábæran árang ur í stærðfræði og náttúrufræði H'laut Örn Aðalsteinsson peninga verðlaun frá skólanum, kr. 3000. Skólinn sæmdi bókaverðlaun- um alla þá nemendur, er fram úr höfðu skarað. Einnig voru þeir nemendiUr sæmdir verðlaun um, sem beztum árangri höfðu náð í erlendum tungumálum: dönsk, ensku, frönsku og þýzku. — Þessir aðilar giáfu bákaverð- laun í þessu skyni: Dansk-ís- lenzka félagið, Danska sendiráð ið, enska sendiráðið, Alliance Francaise og þýaka sendiráðið. Er skólastjóri hafði afihent prófskírteini og verðlaun, ávarp- aði hann. nýstúdenta með ræðu. Vitnaði hann m.a. í þessi orð Benedikts Gröndals, skálds: — „Maður á aldrei að halda sér til annars en þess, sem er ágætt, og maður finnur fljótt, hvað það er“. — Kvaðst hann vona, að skólavistin hefði gert þau hæfari en ella til að glöggva sig á því, sem er ágætt, svo að þau gætu lagað sig eftir því. — Að lokum ámaði hann nýstúdentum allra heilla. í nafni afmælisárganganna allra talaði cand jur. Kristinn Guðmundsson, bæjarstjóri í Hafn arfirðL Fór hann viðurkenning- arorðum um starf skólans og kvaðst eiga þaðan margar góðar minningar. Hefði það veganesti, er hann og aðrir stúdentar, brautskráðir frá skólanum hefðu hlotið, vel hafa dugað og reynzt góður gnmdvöllur til að byggja á. Allir afmælisárgangamir færðu sameiginlega peningagjötf í Raunvísindasjóð skólans. Skóla stjóri þakkaði ræðumanmi hlý orð og árnaðaróskir svo og öll- um afmaelisárgöngum fyrir myndarlega gjöf til styrktar þörfu málefni. Öllum samkennurum aínum kvaðst skólastjóri þakka ánægju legt samstarf. Sagði hann siðan Verzlunarskóla l’slands slitið. I>auk þar með 63. starfsári skól- ans. SÍÐASTL. föstudag kl. 14.00 fóru fram skólaslit Mennta- skólans að Laugarvatni. — Brautskráðir voru 26 stúdent- ar, 11 úr máladeild en 15 úr stærðfræðideild. Allmargir gestir voru við skólaslitahátíð ina, bæði aðstandendur nem- enda og eldri nemendur. Jóhann Hannesson skólameist- ari flutti skólasiitaræðu og af- henti stúdentum skírteini. Einn nýstúdentánna tók hærra próf en áður hefir verið tekið við Ménntaskólann á Laugar- vatni. Var það Matthías Har- aldsson, nemandi í máladeild, sem hlaut 9.61 í a’ðaleinkunn. Nemendum var afhentur mik- ill fjöldi verðlauna, bæði fyrir námsafrek og störf í þágu skól- ans. Þá færðu 10 ára stúdentar skólanum að gjöf vandaða smá- sjá, en Amór Karlsson frá Bóli í Biskupstungum hafði orð fyrir gefendum. Skólameistari lét þess getið í ræðu sinni að nýbreytni ýmiss konar yrði upp tekin í kennslu- háttum skólans á næsta vetri, svo sem valfrelsi í ýmsum náms greinum. Deildaskipting verður óbreytt, en bætt vearður inn sér- námi í náttúrufræði t.d. Að siðustu var öllum boðið til veglegrar kaffiveiziu I matsal héraðsskólans. Styttan af Pallas Aþenu við M. R. — Ræða Bjarna Framh. af bls. 1 standa í stað, og hann aðvaraði okkur einnig um, að mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Kenning- in um breytinguna breytingar- innar einnar vegna er á meðal þess, sem við höfum verið aðvör- uð gegn frá æsku með vísun til sögu þjóðarinnar um sex hundr- uð ár. Engu að síður voru þeir marg- ir á fyrri hluta þessarar aldar, sem trúðu á stöðuga framþróun. Þar á meðal voru svokallaðir heimspekingar og stjórnmála- menn, sem töldu íhugun og ráða- gerð lítiLs virði. Þeir töldu um- bætur, sem skynsamlegt mann- vit hafði áorkað á sambúðarhátt- um manna, einungis til trafala. Til að ýta undir örari breytingu og þar með skjótari framþróun og þroska kröfðust þeir hik- lausrar og hugsunarlausarar at- hafnar. Þeir boðuðu ágæti at- hafnarinnar, athafnarinnar einn- ar vegna, og nauðsyn breytingar- innar, breytingarinnar einnar vegna. Lýðræðið með þess endalausu umræðum og atkvæðagreiðslum var sagt borgaraleg blekking, allt of seint í vöfum til að áorka hinni sífelldu breytingu, um- byltingunni, sem sumir sögðu að leiða mundi til þúsund ára ríkis en aðrir eilífrar stjórnlausrar sæluvimu hér á jörð. Þessa fagn- aðarboðendur greindi raunar á um margt en þeim kom saman um, að einn fyrsti áfangastaður- urinn á þessari löngu leið væru fjöldafundir, sem raunar þyrftu ekki að vera ýkja-mannmargir, einungis ef hægt var að sefja þátttakendur svo, að þeir hættu að hugsa og héldu grjótkast vera meira mannbætandi en at- kvæðaseðil. Ávextir alls þessa urðu tvær heimsstyrjaldir, víðtækari og ógnþrungnari en nokkur önnur átök manna í milli, frá því að líf hrærðist fyrst á þessari jörð, og til undirbúnings og áherzlu hinni síðarL fjöldamorð, ægi- legri en mannkynssagan áður segir frá. Enn er ekki liðinn aldarfjórð- ungur frá því að þessum ósköp- um linnti, — ef þeim hefur þá linnt fram á þennan dag. Þegar við hugleiðum þessa at- burðarrás, megum við, sem eldri erum, sízt furða okkur á óþolinmæði og mótmælum æsku lýðsins. En við megum enn síð- ur láta hugfallast. Við megum með engu móti láta afskipta- laust, að hann lendi í sömu ófæru, falli fyrir sömu freisting- unum, og orðið hafa til mests ófarnaðar það, sem af er á þess- ari öld. Við verðum umfram allt að veita æskulýðnum það, sem við höfum umfram hann, lær- dóma reynslunnar. í einkamálum hvers og eins er oft sagt, að leiðbeiningar hinna eldri stoði harla lítt, þar verði hver og einn að rata sína eigin götu, verða eigin gæfu smiður. Svo kann að vera að vissu marki ,og víst er, að þar hafa áminningar og aðvaranir oft öfug áhrif. En hér er miklu meira í húfL Við, sem lifað höfum tvær heims styrjaldir, bregðumst okkar helgustu skyldu ef við snúumst ekki af öllum mætti til varnar gegn þeim anda afneitunar, of- beldis- og niðurrifs, sem nú sýn- ist magnast með degi hverjum. Spjöll á dauðum hlutum í dag, líkamsárás á morgun, morð hinn daginn og ný heimsstyrjöld þar á eftir. Þetta er það, sem við blasir, ef menn láta hina íhugunarlausu athöfn eina ráða. Öll höfum við oft staðið á vegamótum, en hvert einstakt og mannkynið í heild aldrei & örlagaríkari en nú. Vandamálin eru óteljandi. Þau eru ekki auð- leyst og verða ekki leyst af skyndingu eða með bjartsýninni einni. Þörf er bæði varúðar og þolgæðis. En þau verða ekki heldur leyst með varúðinni einni sam- an. Eldmóður æskunnar er ekki síður nauðsynlegur, og tjóir þá ekki að villast á sírugluðu móki fjöldasefjunar og einlægum um- bótavilja hins óspillta æsku- manns, æskumanns, sem hefur öðlast þann þroska, að hann veit hverju hann er að mótmæla og af hverju. Hann mótmælir rangindum af því að hann hef- ur gert sér grein fyrir skilsmun góðs og ills, veit hvers virði heilbrigð hugsun og þekking er og vill því leggja sig allan fram í baráttu þjóðar sinnar fyrir far- sæld og framtíðarheill. Ef lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf móta lífsferil hinnar dugmiklu æsku, sem nú vex upp í landí okkar, þá mun vel fara. _______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.