Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1968 15 Loitskeytastúðin, Reykjavík (Reykjavík radio) varð 50 ára hinn 17. júní al. og þar með radioþjónusta við akip á íslandi, sem frá upphafi hef- ur verið snar þáttur í öryggis- málum sjávarútvegsins. Það þótti merkilegur atburð- ur, er þessi fyrsta loftskeyta- stöð landsins var reist, og átti það að sjálfsögðu talsverðan að draganda. Um og eftir síðustu aldamót var erlendis farið að reisa loft- akeytastöðvar og setja loft- skeytatæki í skip. Á þessum ár- um sönnuðu loftskeytin strax á- gæti sitt, ekki sízt hvað snerti öryggi sjófarenda og áttu þau m.a. stóran þátt í björgun hundr- að manna, er hið stóra og trausta farþegaskip „Titanic" fórst í jóm frúarferð sinni yfir Atlantshafið árið 1912. Um þetta leyti eru loftskeytatæki orðin viður- kennd öryggistæki og um allan heim farið að útbúa skip slík- um tækjum. Með lögum frá Alþingi 1912 var þáverandi ríkisstjórn heim- ilað að láta reisa loftskeytastöð í Reykjavík eða nágrenni, sem aðallega væri ætlað að hafa sam band við skip. Ekkert var þó að- hafzt í málinu næstu árin, en _er fyrstu skip Eimskipafélags fs- lands, Gullfoss og Goðafoss, komu til landsins árið 1915, bæði búin loftskeytatækjum, Goða- foss fyrst íslenzkra skipa, átti það sinn þátt í að skriður komst á málið. Hinn 1. júlí 1916 gerðu svo þáverandi ráðherra Einar Arnórsson og landssímastjóri, Ol av Forberg, samning f.h. ríkis- stjórnarinnar við Marconi félag- ið í London um að reisa loft- skeytastöð í Reykjavík. Lét Reykjavíkurbær í té 2ja hekt- ara lóð vestur á Melum, sem þá var talsvert utan við bæinn. Byrjað var að grafa fyrir grunni stöðvarhússins seint á árinu 1916 og höfðu þeir umsjón með bygg- ingu þess, Jón Þorláksson, verk- fr., Einar Erlendsson, arkitekt og Sigurður Halldórsson, tré- smíðameistari. Vorið 1918 var byggingu lokið, frágangi tækja, loftneta og annars búnaðar og hinn 8. maí s,a. tóku þeir við stöðinni f.h. ríkisstjórnarinnar, Guðmundur J. Hlíðdal, verkfr. og síðar póst- og símamálastjóri, Vilhjálmur Finsen, ritstjóri og loftskeytamaður og Friðbjörn Aðalsteinsson, fyrsti stöðvar- stjóri stöðvarinnar. Stöðin var svo opnuð til almenningsnota hinn 17. júní. Stöðin var búin beztu tækj- um, sem þá var völ á, neista- sendi með 5 kw. styrkleika, sem fékk orku frá 15 hestafla olíu- mótor, einnig varasendi, er fékk orku frá rafhlöðum. Viðtæki voru tvö Crystalviðtæki, annað með viðtengdum lampamagnara. Loftnetsstengur voru tvær, 77 m á hæð og gat stöðin sent út á 600, 900 og 1800 m öldulengdum. Marconifélagið ábyrgðist 750km langdrægi að degi til, en allt að helmingi lengri vegalengd að nóttu. Þáttaskil urðu í viðtöku stöðv arinnar strax árið 1920, er hún fékk til afnota 7 larnpa Marconi- viðtæki ásamt hátalara og árið 1924, er bætt var við 2ja kw. nei-stasendi, sem smíðaður var á vegum landssímans og reyndist sérlega vel. Er Rafmagnsveita Reykjavík- ur tók til starfa árið 1921 var Bv Skallagrímur var fyrstur íslenzkra togara búinn radio- tækjum, í marz 1920. Var hér um að ræða neistasendi fyrir morse og einnig talsendi, ásamt til- heyrandi viðtækjum. Á árunum 1923 — 1924 voru radiotæki kom in í flest stærri skip hérlendis. Á árunum 1926 og 1934 fékk stöðin þrjú ný senditæki frá M. P. Pedersen og var. eitt þeirra með talmöguleikuim. Mikil þáttaskil urðu í radio- viðskiptunum er lampastöðvar komu til sögunnar í kringum 1930, en úr því fór landsíminn að smíða talstöðvar fyrir fiski- skip, sem reyndust mjög vel og höfðu árið 1939 verið smíðaðar 270 stöðvar, en í dag um 1830. I sambandi við fjölgun tal- stöðva í skipum og bátum voru Stöðvarhúsið á Melunum. er enn voru staðsettir á Melun- um. í maímánuði 1963 var svo öll afgreiðsla Loftskeytast)öðvarin,n ar í Reykjavík flutt að Gufu- nesi, jafnframt því sem tækja- búnaður var aukinn og endur- bættur, en í Gufunesi, er nú mið stöð allrar skeyta- og samtala- afgreiðslu við skip. 1000 bílar með talstöðvar Síðan stöðin var flutt hafa enn bætzt við ný tæki, fjarstýrð um tækjum verið fjölgað, og öll þjónusta við skipin verið stór- ■ ■■ ■•■■■' ■-.-. , stöðin tengd henni og olíumót- orinn lagður niður. Til að byrja með var stöðv- arstjórinn eini starfsmaður stöðvarinnar, en eftir að stöðin hafði verið tekin í notkun fjölg- aði stöðugt þeim skipum, sem bú in voru loftskeytatækjum, því útgerðarmenn voru fljótir að eygja hag í því að geta haft sam band við skip sín á veiðum og siglingu. Var þá fljótlega bætt við starfsliði, og strax árið 1920 var stöðin opin til viðskipta all- an sólarhringinn, en í því var að sjálfsögðu fólgið geysilegt ör yggi fyrir sjófarendur. Starfsfólk við vinxiM í Gufunesi. Sendistöðin á Rjúpnahæð. árin 1934-1935 settar upp tal- stöðvar í skipum og bátum voru árin 1934-1935 settar upp tal- stöðvar á ísafirði, Siglufirði, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum og 1940 á Höfn í Hornafirði, all- ar til viðskipta við skip. Enn urðu þáttaskil í sögu stöðvarinnar, er opnuð var tal- afgreiðsla milli skipa og símnot- enda í landi hinn 10. maí 1938. Talsamband þetta, sem fór fram á millibylgjum, varð strax mjög vinsælt og hefur samtalafjöldi aukizt jafnt og þétt. Flutt í Gufunes) Strax eftir síðari heimsstyrj- öldina fékk stöðin enn tvo nýja senda, og var annar fjarstýrð- ur, staðsettur á Vatnsenda. Einn ig komu um svipað leyti ný við- tæki. Skömmu síðar voru settir upp fjarstýrðir talsendar í Grindavík og Gróttuvita, einnig fjarstýrð viðtæki í Gufunesi og á fjallinu Þorbirni á Reykjanesi. Svo sem kunnugt er var skipafloti landsmanna endurnýj aður og aukinn verulega á ár- unum 1947—1950. Með hinum nýju skipum komu ný og full- komnari radiotæki. Jukust þá stuttbylgjuviðskipti verulega, og fljótlega hófust við skipin talviðskipti á stuttbylgjum, er gáfu möguleika á samtölum um mikið lengri vegalengdir en áð- ur. Um þetta leyti var öll stutt- bylgjuafgreiðsla við skipin flutt að Gufunesi og árið 1953 voru hin stóru loftnetsmöstur stöðv- arinnar tekin niður og flutt að Rjúpnahæð, ásamt sendum þeim, lega aukin. M.a. er hafin við þau afgreiðsla á örbylgjum, öll neyðarafgreiðsla og önnur við- skipti á kall- og neyðartíðnum er í öryggisskyni tekið á segul- band, og í ráði er að auka orku stöðvarinnar, bæði á milli- og stuttbylgjum. Einnig hafa verið tekin upp talviðskipti við bifreiðar á millibylgjum og eru nú um 1000 bifreiðar búnar milli bylgjutalstöðvum, sem flestar eru smíðaðar af landssímanum. Jafnframt því sem tækjabún- aður og þjónusta Loftskeyta- stöðvarinnar í Reykjavík hefur verið aukið, hefur radiostöðv- um landssímans út ttm land ver- ið fjölgað, og eru þær nú 11, sem afgreiða við skip og bifreiðar. Fyrir dyrum stendur endurnýj- un tækjatoúnaðar á nokkrum þessara- stöð'va og jafniframt að n.æturlþjónusta þeirra verði fjar stýrð frá Gufunesi. Einnig stend ur fyrir dyrum aukning örbylgju þjóniusta við bifreiðar. Samkvæmt alþjóðasamþykikt- um standa enn fyrir dyrum gagn gerar tæknilegar breytingar á radiotækjum, sem hafa munu í för með sér nær algjöra endur- nýjun þeirra í flestum íslenzk- um skipum og lanidssböðvum í náinni framtíð. 1392 skeyti fyrsta árið Sem dæmi um afgreiðsluaukn- ingu stöðvarinnar má geta þess, að fyrsta heila árið sem hún starfaði afgreiddi hún 1392 skeyti til og frá skipum, en árið 1967 voru gjaldskyld skeyti og samtöl 42447, en svo sem fram hefur komið, er skeyta- og sam- talaafgreiðsla aðeins hluti af þjónustu stöðvarinnar. Öryggis- og neyðarþjónusta er umfangs- mikill þáttur í starfseminni og hefur stöðin gegnum árin að- stoðað við björgun hundraða mannslífa .Nokkur þáttur í starf seminni er frétta- og veðurút- sendingar, útsending ýmissa við varana til skipa, t.d. varðandi ís, reköld, bilanir á radíóvitum og slíku. Einnig tíðnimælingar og radióeftirlit. Samtöl og skilaboð til og frá Ibifreiðum hafa aukizt úr 3399 árið 1963 í 41993 árið 1967. Til viðbótar eru talsverð viðskipti við bifreiðlr vegna slysa- og ör- yggisþjónustu. Að radíóáfgreiðslu við skip og bifreiðar starfa nú í Gufunesi 13 manns, en alls starfa þar við radíóafgreiðslu nær 70 manns flestir í sambandi við N-Atlants- hafsflugið. Friðbjörn Aðalsteins son, fyrsti stöðvarstjóri Loft- skeytastöðvarinnar lézt árið 1947, en þá tók við Hallgrímur Matthíasson, sem verið hefur starfsmaður stöðvarinnar síðan 1919. Núverandi stöðvarstjóri er Stefán Arndal. Alvarlegt ástand á Ströndum vegna kals ALVARLEGT ástand er nú víða í Strandasýslu, þar sem óvenju- lega mikið kal hefur gert vart við srig í túnum þar nyrðra. Við áttum stutt samtal við séra Yngva Þ. Árnason á Prestbakka í Bæjarhreppi. Hann sagði, að sl. vetur hefði verið mjög erfiður vegna illviðra og mikilla frosta. Þeigar kom fram á vorið, kom í Ijós, að rniklar kalskemimdir höfðu orðið í túnum víða í sýsil- unni vegna kuMainis í vetur. — Yngvi sagði, að undanfarin þrjú ár hefðu verið ndklkur brögð á kali í túnuirn, em það væri nú mlklu m'eira e.n niokknu sinni fyrr. Eru miörg tún mikið skemmd og suim jafnvel alveg ó- nýt. Hann kvað bændur mú íbuga hvað til bragðs skuti taka. Ek4ti sé taLið ráðliegt að herfa kal- svæðin, og sá í þau aftur, því að það hafi ekki gefið glóða raun á öðrum stöðum. Þess í stað ætfli flastir að reyna að sá hötfnum í flög og reyna að notaist við það. Yngvi sagð , að ástandið væri mjög alvarlegt og bændur hefðu þungar áhy'ggjur af því, hvað framtíðin bæri í skauti sér — nú þegar veðriáttan virtiist fara kóln andi ár frá áni. Reykjuvík 50 óra i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.