Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 irðu hann? sagði hún aftur og brýndi nú raustina, svo að hún varð að öskri. Loksins stóð hann upp. Hann var hávaxinn, herðabreiður og limalangur og þrátt fyrir fimm tíu árin sín, var hann allra lögu- legasti maður. — Ég hef ekki kært hann, sagði hann. — Ekki beinlínis. En þú skilur, að Rússarnir vilja fá höfuð. Það er einhver þjóðar siður hjá þeim, skilst mér. Stríð- inu er lokið og þeir hafa sigr- að, en hver trúir því ef þeir hafa ekki einhver höfuð til að setja upp á stjaka? Hann gekk nokkur skref, slag andi og nú sá Alexa, að hann % REYNSLAN HEFUR þeim sem reglulega njóta kaffis. að þaðþarf 1 kúffullamatskeið fyrir hvem bolla. Það erbeztaSnöta vatnið ferskt úrkrananum, Þaðattiaðþvo kafjikönnu og poka^lí. úrheitu vatni áður en kaffið er lagaó. Vatnið verður að ná suðu áður. enþvi erheUt á kömuna. Það ergottað eigatvœrstarðir qfkaffikönnum ognotaþá stcerð sem beturhentar fyrir fyrirhugaða lögun. Það er bezt að skola borðköfinuna úr heitu vatni áður en kaffið er sett l hana. /íjiQ Það á að drekka kaffið heitt iPr# og sem fyrst eftir lögun. p Með þessu móti er kaffið áfíiaf jafn Ijúffengt og hressandi. * O.JOHNSON & KAABER var fullur. Hún varð hissa á þessu, þvi að hún hafði aldrei séð hann drekka nema þá eitt glas, rétt til að vera með. Hann gekk að skrifborðinu og lét fallast niður á stól. — Ég er fullur, sagði hann, svo sem rétt til að benda á staðreynd. — Þú hefur ekki svarað mér, sagði hún. — Hversvegna kærð- irðu hann? — Það er eins og ég sagði. Þeir komu hingað og heimtuðu höfuð. Hvert fyrirtæki verður að afhenda svo eða svo mörg höf- uð. Það er eins konar tíund. Þeir sendu hingað mann frá yf- irherstjórninni, í gær. Hann vildi fá skrá yfir þá af starfs- liðinu, sem hefði tekið þátt í and-sovéskri starfsemi. Fyrst sagði ég, að það hefði enginn hérna. En hann vildi ekki fara. Þá leit ég yfir læknaskrána og 50 KRÓNA VELTAN vinsamlega gerið skil í dag Skrifstofa stuðningsmanna G. T., Pósthússtræti. maðurinn frá yfirherstjórninni, fór að minnast á Milyukov of- ursta. Og í sambandi við það kom nafn Halmys læknis til um- ræðu. Og ég sagði bara við sjálf- an mig, að ef eitthvert höfuð ætti að falla, hvort sem væri, þá gæti það eins vel verið Halm- ys. Og því gaf ég honum það. — Hundingi! sagði Alexa. Hann horfði lengi á hana. Aug un mældu hana frá hvirfli til ilja — allt frá hárinu, sem hafði þörf á þvotti niður í skóna, sem voru orðnir skakkir. Hann rann sakaði hana, rétt eins og hún væri ekki lifandi vera, heldur mynd, stytta eða þá verðlauna- kýr, sem ætti að selja. — Vissirðu, að mig langaði til að giftast þér? spurði hann. — Þú hefðir fengið hryggbrot —Þér hefur aldrei þótt vænt um mig, eða hvað? Hann starði enn á hana. — Nei, ekki beinlínis. En ég hataði þig heldur ekki. — Eins og þú gerir nú, sagði hann. 81 Hún gekk að honum. — Bela! f guðs bænum, geturðu ekki gert eitthvað svo að þeir sleppi hon- um Zoltan aftur? Geturðu ekki farið til yfirherstjórnarinnar og sagt þeim, að þessi ákæra hafi verið vitleysa? — Og hvað ef ég geri það. Hann greip hönd hennar og kreisti hana. Mundirðu þá vilja . . . . Hann leitaði að orðunum. — Vildirðu þá sofa hjá mér aftur? Hann greip um höfuðið, rétt eins og hann byggist við löðrungi. — En þá fór hún bara að hlægja, hátt og hvellt. — Þetta er svei mér eins og í öðrum þætti af Tosca, sagði hún. — Nauðimgaruppböð Eftir kröfiu GjaMheimtunnar verða 2 beygjuivélar, borvél og skurðarhndfur, taili'ð eign Borgarblikkemiðj - unnar h.f. boð upp og selt á nauðungaruppboði að Múla við Suðurlanels'braut, föstudaginn 21. júní n.k. kl. 10.30 Greiðsla við hamarsihögg. _______________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. <9> bUNZKAN »NAÐ Staðhverfiiigar Jónsntessuskemmtun félagsins verður haldin í Staðarhverfinu sunnudaginn 23. júní kl. 2 e.h., ef veður leyfir, annars sunnudaginn 7 júlí á sama tíma og sama stað. Bíll verður frá umferðarmiðstöðinni kl. 1 e.h. Almenn iir fundir GUNNAES iHORODDSENS utnn R eykjnvíkur ísafjörður H af narfjörður í Alþýðuhúsinu föstudaginn 21. júní kl. 20:30. í Bæjarbíói sunnudaginn 23. júní kl. 21:00. Sauðárkrókur Selfoss í Bifröst í Selfossbíói laugardaginn 22. júní kl. 16:00. þriðjudaginn 25. júní kl. 21:30. Kópavogur Suðurnes í Kópavogsbíói í Stapa sunnudaginn 23. júní kl. 14:00. miðvikudaginn 26. júní kl. 21:00. — Væri ekki skynsamlegra að það? Hefur þér aldrei dottið í hug hvað þessi ofsafengnu atriði í óperunum líkjast því sem við reynum í daglegu lífi okkar? Allar þessar þjáningar og hetju dýrkun og skelfingar. Furðulegt finnst þér ekki? — Hef enga hugmynd um það Hef aldrei séð neina óperu. Það væri ekki hægt að draga mig þangað með tíu hestum. Hann ' stóð upp, önugur gekk að bóka hillu og fann þar flösku bak við tvær bækur í skinnbandi. Hann ýtti bara bókunum til, svo að þær duttu á gólfið. — Ég var að spyrja þig um nokkuð, sagði hann og setti flöskuna á munn sér. — Og vertu ekki með þetta mennta- mannabull. Hann drakk stóran teyg. Svaraðu mér já eða nei! Hún starði á vegginn, rétt eins og hún væri að gaumgæfa allar sprungurnar og blettina á hon um. — Já, sagði hún. Ef þú færð hann lausan, skal ég sofa hjá þér. Og ég skal stilla mig um að stinga hnífi í bakið á þér, bætti hún við og brosti ofurlít- ið. Hann leit á armbandsúrið sitt sem var svissneskt og mjög dýrt —Ég er að fara heim. Ertu með? — Já, núna strax. — Núna strax? sagði hún. —Gott og vel, ég skal koma með þér. Ég þarf bara að ná í frakkann minn. fá kunnáttumann til að stilla — Bíllinn er hérna niðri í húsagarðinum. Svartur Skoda. — Við hittumst þá þar. Hún kinkaði kolli. Þetta var eins og í gamla daga, — áður en Halmy kom til sögunnar. Hún gekk inn í rannsóknar- stofuna og opnaði skápinn sinn Þarna var ásamt dótinu hennar gúmmíregnkápa Halmys og svo jakkinn hans, því að hann hafði verið í slopp þegar Rússarnir fóru burt með hann. Hann verður að geta sent honum einhver hlý föt. Einhvernveginn var þaðalv eg ó'skiljanlegt, að ekki væru nema tveir dagar síðan á sunnu daginn var. Þau höfðu ætlað að sleppa burt frá fortíðinni og hefja nýja tilveru. Hann burt frá Tothfólkinu og hún frá Bor- bas og hans nótum. Þetta hafði virzt svo einfalt, en nú sátu þau bæði föst í klettaskorunni, sem þau höfðu ætlað að klifra uppúr Enn einu sinni átti hún að fara að elska í ábata skyni. En nú bara ekki svo mjög sjálfrar sín vegna, heldur vegna manns- ins, sem hún elskaði og fyrir frelsi hans. En gjaldeyririnn, sem hún varð að láta af hendi var enn sá sami. Þetta hefði átt að koma henni úr jafnvægi, en nú fann hún bara einhverja taugaveiklaða óþolinmæði eftir að ljúka þessu af, rétt eins og menn finna þegar þeir eru að fara til tannlæknis. Það eina, sem gerði hana órólega var hugs unin um, hvernig Halmy mundi 19. .IÚNÍ. Hrúturinn 21. marz —19. apríl. Haltu þínum málefnum út af fyrir þig, og láttu aðra í íriði. Nautið 20. apríl — 20. maí. Líttu yfir fjárhaginn í dag. Ef einhver vafi er á útgjöldum, þá bíddu heldur með þau. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Dagsins önn kann að ergja. Lofaðu öðrum að átta sig á hlut- unum. Krabbinn 21. júní — 22.júlí. Öll þrasgirni er tU einskis. Hagkvæmni liggur í markmiðum og leiðum, frekar en manneskjum. Ljónið 23.júl í — 22. ágúst. Það liggur ekkert á að ákveða ferðalög. Fréttir langt að kunna að vera dálítið villandi. Meyjan 23 ágúst — 22. sept. Reyndu samvinnu við fólk sama sinnis og þú ert. Taktu það rólega í kvöld Vogin 23 sept —22.okt. Sparaðu kraftana, láttu aðra vinna, ef þess er kostur. Farðu varlega í umferð, forðaztu að ofreyna þig. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Legðu áherzlu á að sannfæra samherja þína. Farðu snemma að að hátta. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Nóg er að gera I kringum þig, en andrúmsloftið er gott. Byrjaðu á nýjum verkefnum. Steingeitin 22 des. — 19. jan Þú skalt vinna eins vel og þú getur. Reyndu að forðast árekstra. Líttu yfir dagsverkið. Vatnsberinn 20 jan. — 18. febr. Þér er fremur tamt að ofgera í dag,en að gæta hófs. Þér er einnig gjarnt á að þrefa, en til hvers er nú að vera að tala um þetta? Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Lífskraftar þínir í dag eru nógir til að gera öðrum l'ífið grátt. Einbeittu þér því að taka til eða ganga frá þínum málum, annars er hætt við erjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.