Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 Vel heppnuð þjóð- hátíð í Reykjavík 100 m. hlaup drengja 1. Finnibjörn Finnlbjörnsson, ÍR, 12,6 sek. 2. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR 13,1 sek. Langstökk kvenna m 1. Kristín Jónsdóttir, UBK, 5,18 2. Þuríður Jónsdóttir, SK, 4,95 3. Linda Ríkarðsdióttir, fR, 4,68 Sleggjukast m 1. Jón H. Magnússon, ÍR, 51,43 2. Erlenidur Valdimarss. IR 51,03 3. Þoreteinn Löve, UMSE, 41,02 3000 m. hlaup 1. Gunncir Snorraison, UBK, 9:56,0 mín. 200 m. hlaup sek. L Valbjörn Þorl'áksson, KR, 23,0 2. Sigurður Jónsson, HISK, 23,6 3. Rúdolf Adolfsson, Á, 24,6 4x100 m. boðhlaup sek. 1. Sveit KR 47,2 2. Sveit ÍR. 47,6 100 m hlaup svein a sek. 1. Elías Sveinsson ÍR, 12,0 2. Þorvaildur Baldurs, KR, 12,1 3. Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR, 12,5 100 m hlaup kenna sek. 1. Kristín Jónsdóttir, UBK, 12,9 2. Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, 14,3 3. Ingunn Vilhjálmsd., ÍR, 14,4 100 m hlaup sek. 1. Vaibjörn Þorláksson, KR, 11,5 2. Höskuldur Þráinsson HISÞ 12.0 3 .Magnús Jónsson, Á, 12,2 1500 m hlaup 1. Halldór Guðbjörnsson, KR, 4.10,8 mín. 2. Þórður Guðrrnundsson, UBK, 4:12,6 mín. 3. Gunnar Snorrason, UBK 4:24,3 mín. 1000 m boðhlaup mín.. 1. Sveit KR, 2:05,4 2. Sveit UBK, 2:08,5 3. Sveit Ármanns, 2:14,8 forsætisráðherra, ræðu og síðan voru flutt ýmis atriði. M.a. var leikfimisýning 100 drengja úr Melaskóla, ávarp fjallkonunnar, samsöngur stúdenta, fánamyndun o. fl. Við Laugardalshöllina var mjög fjölbreytt barnaskemmtun, sem Klemens Jónsson leikari stjórnaði og einnig lék sextett Ólafs Gauks fyrir dansi. Við Laugardalssundlaugina lék lúðrasveitin- Svanur og flutt ur var leikþátturinn „Vonar- stund“ eftir Gunnar M. Magnúss. en þátturinn er gerður úr sögu Fjölnismanna. Þá var sund- keppni sundfélaga og á milli greina var sýndur klæðnaður frá ýmsum tízkutímabilum 20. aldar. Á Laugardalsvellinum var keppt í ýmsum greinum, svo sem glímu og frjálsum íþróttum. Einn ig var þar fimleikasýning og fallhlífarstökkmenn stukku úr flugvél og lentu í fallhlífum sín- um í Laueardalnum. skemmtu, við Vesturver, þar sem Hljómar léku með kyngikrafti og fjöri miklu og í Lækjargötu, þar sem hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar lék gömlu dansana. Veðrið hélt niðri hátíðahöldun um í Laugardalnum, en veður- guðirnir lögðu blessun sína yfir hátíðahöldin í miðbænum og skörtuðu fegursta veðri með mildum andblæ og gullflóði kvöldsólarinnar úr skýbrotnum himni. Það var mikil mannþröng í miðbænum um kvöldið og sölu tjöldum hafði verið hrúgað upp eins og á austurlenzkum mark- aði. Ugglaust hefur verðlagseft- irlitið ekki verið á ferðinni, því að verð á ýmsu barnasælgæti og dóti var ævintýralegt. „Af hverju kostar ein blaðra 50 kr“, spurði lítil stúlka. „Af því að gasið er svo dýrt“, svaraði sölu maðurinn um hæl. Stúlkan keypti blöðruna eftir nokkra um hugsun, en var ekki búin að halda á henni í margar mínútur, þegar hún missti hana og 50 kr. Blómsveigur lagður á leiði Jón s Sigurðssonar. Á myndinni sjást m.a. Geir Hallgrímsson, borgar'stjóri, og frú Auður Auðuns, for- seti borgarstjórnar. (Ljósm.: S'V. Þorm.) vafalítið hefur Lækjartorg fagn- að þeim gestum sínum heim- komnúm. Ungir og aldnir tóku þátt í dansinum, piltur og stúlka með hvítan koll leiddust á brott frá Lækjartorgi í átt að Tjörn- inni og jafnvel hjón um sjötugt leiddust á brott eftir polkann og héldu mót sólarlaginu niður að höfn. Einni stundu eftir mið- nætti hættu hljómsveitirnar leik sínum og fólksfjöldinn dreifðist. Annars vakti það furðu hve margir unglingar voru á ferli fram eftir nóttu í óeðlilegu á- standi. Margir löbbuðu niður að höfn, þar sem kvöldsólin sindr- aði um möstrin og gjálfrið og einn 15 ára unglingur sagðist ætla að verða frægur og af- klæddi sig áður en bann henti sér í höfnina. Lögreglan kippti honum upp úr sjónum eftir ör- skamma stund og þá talaði pilt- urinn ekkert um frægð, en tenn urnar glömruðu. Hún getur ver ið köld frægðin. Annars fór allt fram í ró og spekt, enda var lög reglan ætíð viðbúin þar sem eitthvað þurfti að gæta að. Það var komin algjör kyrrð á borg- ina um 4 leytið og þá var sólin komin bak við Esju, sem kúrði dimmblá í gullnum skýjum og bílarnir sváfu á bílastæðunum eftir að hafa flutt fólkið heim af vel heppnaðri þjóðhátíð. 17. JÚNÍ hátíðardagskráin hófst í Reykjavík kl. 10 á mánudags- morgun með samhljóm kirkju- klukkna í Reykjavík. Síðan var samfelld dagskrá hátíðarnefndar í meginatriðum á tveim stöðum í borginni, í Laugardal og í mið bænum. Veður var frekar leið- inlegt fyrri hluta dags, en úr rættist um kvöldið með fegursta vorkvöldsveðri það sem af er sumri. Geysilegur mannfjöldi sótti hátíðarhöldin í Laugardal um daginn, en þar fór dagskrá- in fram á þrem stöðum: við Laug ardalssundlaugina, á Laugardals vellinum og við Laugardalshöll- ina, en morgundagskráin fór fram á Austurvelli. Um kvöldið var dansað á þrem stöðum í mið 'bænum, og var alls staðar mann þröng. Hátíðarhöldin fóru mjög vel fram. Skömmu eftir samhljóm kirkju klukkna borgarinnar lagði frú Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnar, blómsveig frá Reykvík ingum á leiði Jóns Sigurðsson- ar, og Karlakórinn Fóstbræður söng undir stjórn Ragnars Björns sonar. Eftir guðsþjónustu í Dóm kirkjunni lagði forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, blóm- sveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Fóstbræður sungu þjóðsöng- inn. Laust fyrir klukkan 14 komu skrúðgöngurnar 4 að Laugardals vellinum, en þær höfðu lagt upp frá Sunnutorgi, Álftamýrarskóla, Hlemmtorgi og Hrafnistu. Mikill mannfjöldi tók þátt í skrúðgöng unum og léku lúðrasveitir fyrir hverri göngu, og skátar undir fánum fóru fyrstir. Skátar og lúðrasveitir fóru fylktu liði inn á Laugardalsvöllinn, þar sem for maður þjóðhátíðarnefndar, Ell- ert B. Sohram, flutti ávarp. Þá flutti dr. Bjarni Benediktsson, Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson og dr. Bjarni Benedikt sson, forsætisráðherra, við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvel li. Tvær stúdínur standa sitt h voru megin við blómsveginn frá íslenzku þjóðinnL (Ljósm.: M bl. Sv. Þorm.) airífu o Kponf A-f avíf- Þá var einnig hópreið hesta- manna í Laugardalnum og í sér stakri girðingu við Laugardals- höll voru sýnd íslenzk húsdýr, kindur, geitur, kálfar, og hest- ar. Vöktu geiturnar sérstaka at- hygli. Hinar ýmsu lúðrasveitir Reykj avíkur léku á mörgum stöð um um daginn og settu sterkan svip á bátíðahöldin. Um kvöldið þar svo dansað á þrem stöðum í miðbænum, á Lækjartorgi, þar sem sextett Ólafs Gauks og Svanhildur ur blaðran upp“, spurði litla stúlkan nú afgreiðslumanninn. >rAf því að gasið er svo létt, ætl arðu að fá aðra“, svaraði sölu- maðurinn og hélt áfram að blása gasi í blöðrur fyrir kannski 1 kr. í hverja blöðru. Það var fjör í fólkinu í mið- bænum, en þó væri skemmtilegra ef fleiri tækju þátt í dansinum í stað þess að óska sér inn í dansinn. Hvítu kollarnir voru komnir aftur á Lækjartorg og - IÞROTTIR Framhald af bls. 26 Hástökk kvenna m. 1. Ingunn Vithjálmsd., ÍR, 1.44 2. Fríða Proppé, ÍR, 1.41 3. Anna L. Gunnarsd., Á, 1.37 Spjótkast m. 1. Valbjörn Þorlákss., KR, 55.74 2. Sigm. Hermundss., ÍR, 53.46 3. Páll Eiríksson ,KR, 51.74 800 m. hlaup mín. 1. Þorst. Þorsteinsson, KR, 1:58.5 2. Halldór Guðbj^., KR, 2:00.3 3. Þórður Guðm.ss., UBK, 2:03.8 Langstökk m 1. Valbjörn Þorláksson, KR, 6,85 2. Kaii Stefánsson, UBK, 6,80 3. Donald Rader UBK, 6,36 Stangarstökk m. 1. VaLbjörn Þorláksson, KR, 4,30 2. Páll Eiríksson, KR, 3,80 3. Hreiðar Júliusson, ÍR, 3,66 400 m. grindahlaup sek. 1. Trausti Sveinlbjörnss. UBK 57,5 2. Sigurður ‘Lárusson, Á, 81,0 3. HaLldór Guðbjörnss., KR, 66,5 Kúluvarp m 1. Guðm. Hermannss, KR, 18,11 2. Jón Pétursson, HISH, 15,98 3. Arnar Guðmundss, KR, 13,34 Hástökk m 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 1,96 2. Elias Sveinsson, ÍR, 1,77 499 m hlaup sek. 1. Þorsteinn Þorsteinss, KR, 49,6 2. Rudolf Adolfsson, Á, 53,2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.