Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 „Kínverskur garður" iLAUGARDAGINN 15. jiúnií færði toínverska veitingalhúsið HJálhær út kvíarnar með sérkennilegum viðauka við starfsemd sína. Há- bær hefir átt vaxandi vinsældum að fagna meðal Reykvíkinga og annarra, meðal annars erlendra gesta, síðan ýmsar endur'bætur voru framkvæmdar á rekstrin- um fyrir nokkrum mánuðum, eins og getið var um í fréttum blaða og útvarps á þeim tima. Undanfarnar vikur hefir verið unnið af miklu kappi við að ger- breyta garðinum norðaustan við veitingahúsið og hefir hann tek- ið algerum stakkaskiptum, enda verður þar nú eini veitingagarð- ur höfuðstaðarins. Að sjálÆsögðu verður hann með austurlenzku yfihbragði, eins og húsakynni Há bæjar yfirleitt, enda kallast þessi viðbót við veitingahúsið, eins og vænta mátti, „Kínverski garður- inn“. Timburþil plastklædd, hafa verið smíðuð innan steinveggj- anna, sem umlykja lóðina við Hó bæ, og verða þiljur þessar skreyttar á ýmsan bátt síðar, því að ekki gatfst tími til þess fyrir opnunina. í>á hefir og verið smáð að þak yfir garðinn, og er það með allháum mæni í miðju, en að öðru leyti hefir verið tjaldað yfir garðinn með léttum, björt- um plasthimni, sem Meypir sól og yl inn í garðinn. Fyrirkomu- lag á plasthimninum verður í framtiðinni þannig að unnt verð ur að svipta honum af að meira eða minna leyti. Verður veður og hitastig látið ráða þvi, hvort plastþekjan verður höfð yfir garðinum eða ekki. Annars verð ur að auki komið fyrir innrauð- um lömpum til bitunar, svo að notalega á að fara um gestina, þótt veður sé ekki sem bezt eða sól farin að lækka á iofti, svo að hlýju njóti ekki af henni. Stærð garðsins er 270 ferm. Er áætlað að um 200 manns geti setið þar samtímis á bólstruðum bekkjum og skemmtilegum garð- stólum við hentug smáborð. Veit ingar verða allar hinar sömu og í Háibæ sjálfum, þó með þeirri undantekningu, að vín verður ekki veitt í garðinum. Eins og þegar er sagt, er garð urinn með austurlenzkum blæ, eins og viðeigandi er á slíkum stað. Meðal annars verða þar austurlenzk ljós og Búddhamynd til skrauts. Þá verða þarna einn- við Hábæ ig pallar, þar sem listamönnum gefst kostur á að sýna högg- myndir eða aðra svipaða muni. En aðalskreyting og augnayndd garðsins verður tjörn, sem gerð hefir verið í honum miðjum, bæði af hugkvæmni og hagleik. í tjörninni ,sem fyllir miðhluta garðsins, svo að gestir sitja að kalla allt í kringum hana, er Ur „Kmverska garðinum" m.a. gogbrunnur. Vatnssúlan ’ kemur úr afisteypu af listaverki j eftir Guðmund heitinn Einars- son frá Miðdal, hinn ágæta li'sta mann, sem bjó og starfaði um langt árabil að Skólavörðustíg 43, sem er næsta hús við Háfoæ. . Framh. á bls. 17 j VAL UNGA FÓLKSINS „MEÐ ÖNGU FÖLK3 María Fimmtudaginn 20. júní n.k. efnir ungt stuðn ingsfólk GUNNARS THORODDSENS til glæsi- legrar kynningarsamkomu í Háskólabíói með ungu fólki. Samkoman hefst kl. 8.30. ALLT UNGT FÓLK VELKOMIÐ. DAGSKRÁ: I. Árni Gunnarsson, fréttamaður, setur samkomuna. 6. Ólafur Þ. Jónsson, óperusöngvari, syngur við 2. Skemmtiþáttur: Bessi Bjarnason, Hermann Gunn- undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. arsson, Ómar Ragnarsson o. fl. 7. Ávarp: Kolbeinn Pálsson og Emilía Kofoed- 3. Helga Bachmann les Ijóð eflir Matthías Jo- Hansen. hannessen og Tómas Guðmundsson. 8. „Hljómar“ leika frumsamin lög. 4. „HIjómar“ flytja lag eftir Árna Johnsen við 9. Systkinin María og Þórir Baldursson, leika og ljóð Matthíasar. syngja með aðstoð „Heiðursmanna“. 5. Erindi: Jónas Kristjánsson, ritstjóri flytur erindi 10. Dr. GUNNAR THORODDSEN flytur ávarp. um forsetaembættið og kosningarnar og verða sýndar myndir (slides-myndir) með erindinu. Emilía Kolbeinn Hljómar Arni Helga Hermann UNGA FÚLKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.