Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1968 ~r==BtlAl£tSAM Rauðarárstlg 31 Sími 22-0-22 MAGIMÚSAR SK1PHOIT121 SJMAR 21190 eftír lokun stmi 40381 1-44-44 /Bé&æ&ecgiGi' Hverfisg-ötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjaid. Sími 14970 Eftir lokun 14910 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftii lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMl 82347 50 KRÓNA VELTAN vinsamlega gerið skil r dag Skrifstofa stuðningsmanna G. T., Pósthússtræti. HLJÓÐFÆRI TIL SÖLU Notuð píanó, orgel, harmoni- um. Hohner-rafmagnspían- etta. Besson-básúna, lítið raf- magnsorgel og notaðar har- monikur. Tökum hljóðfæri í skiptum. F. Björnsson, sími 83386 kl. 14—18. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGR EKJSLA* SKRIFSTOFA SÍIVII 10-10D 'k Gangstígur wiilli Suðurgötu og Tjarnargötu A. í». skrifar: „Flestum Reykvíkingum kem ur saman um að Tjömin sé ein mesta prýði borgarinnar. Lysti- garðurinn fyrir sunnan hana hefur tekið miklum stakka- skiptum til batnaðar síðari ár- in, trén eru til skjóls og gleði, þó að meira mætti gera af því að fylla í skörðin sem jafnan verða á hverju ári. Eins mættu Reykvíkingar gera meira af því að ganga um þennan fagra reit í hjarta borg- arinnar, en ekki aðeins þjóta þar framhjá í bílum. En ein er sú uppástunga sem ég vildi koma á framfæri í þeirri von að henni væri gaum- ur gefinn af þeim sem þær um fjalla af opinberri hálfu, en það væri að fá svolítinn gangstig milli Suðurgötu og Tjarnargötu t.d. í framhaldi af Kirkjugarðs- stígnum eða á móts við hann líkt og er sums staðar í brekk- unum á AkureyrL Stígurinn þyrfti ekki að vera nema tæp- an meter á breidd með þokka- legu trévirki til að styðja sig við. Myndi þó vera hægt að fá sér kvöldgöngu ofan frá gamla kirkjugarðinum og niður á Tjarnargötu án þess að þurfa að taka á sig stóran krók. Er ekki að efa að margir myndu fagna slíkum stíg niður gróskumikla brekku að Tjörninni, auk þess væri þá ekki eins nauðsynlegt fyrir lóð- areigendur á þessum slóðum að margvefja grindverk sín gadda vír vegna unglinga, sem vilja stytta sér leið. Nú á síðari árum hafa marg- ir gráir múrar og garðar horfið, en tré og litskrúðugur gróður komið í ljós til fegurðarauka fyrir borgina í heild — og þessi stígur, sem hér er stungið upp á, gæti enn aukið á þann þokka og laðað fólk frekar út úr bíl- um sínum til að njóta göngu- ferða við Tjörnina. ★ Vörn gegn kali í túnum Fyrrverandi bóndi skrif- ar: „Velvakandi góður! Viltu birta fyrir mig eftirfar- andi: Ég hef nokkuð fengizt við búskap, og það á því ári þegar mest varð kal í túnum í minni sveit á þessari öld. Þama átti það sér stað, að sumir bændur fengu allt niður í helmingi minni heyfeng í fyrri slætti. Mest var kalið í nýræktum, sem sáð hafði verið i, sem þá voru orðin stór ílærai á ýmsum þess- um jörðum. Þá kem ég að kjarna málsins. Ég hafði þá þegar haft nokkur kynni af lífrænum áburði, þ.e.a.s. síldarmjöli og beina- mjöli nokkuð. (En það verður að bera á að haustinu). í því til felli, sem bændur eiga nú fram úr að ráða er það samkvæmt minni reynslu síldarmjölið, sem hefur gildi til úrbóta. Ég bar síldarmjöl á þar sem mest var kalið, nánast svartur svörður- inn. Eftir nokkrar vikur fór að gróa, koma fíngerðar nálar líkt og þegar sáð er í nýrækt í fyrsta sinn. Að vísu fékk ég ekki teljandi uppskeru í fyrri slætti, en í seinni slætti meðal- uppskeru þar sem ég bar síldar mjöiið á og það var þar sem túnið var verst farið eins og ég hef áður sagt. Það er mín reynsla að þar sem síldarmjöl er borið á að nokkru ráði, eimi eftir af því í nokkur ár sem og öðrum mjöltegundum, svo sem loðnu og beinamjöli. Eftir þess- ari reynslu minni hika ég ekki við að ráða bændum til að bera síldarmjöl í kölin í túnum sín- um, fyrst og fremst þar sem þau eru verst farin, ef þeir eiga kost á því að ná í síldarmjöl eða loðnumjöl. Fyrrverandi bóndi“. Blinda fólkið munar það miklu Blindravinur skrifar: „Blinda fólkið. Já, hvað get- um við gert fyrir þessa bræður okkar og systur. Hefir þú les- andi góður hugleitt það hversu dýrtmæt eign það er að hafa fulla sjón og njóta alls þess sem fram fer í kringum okkur. Nú um þessar mundir er blinda fólkið að afla sér pen- inga til starfsemi sinnar og er sú fjáröflun fólgin í happ- drættissölu. Ef við hugleiðum það, hvað þetta fólk á við að stríða, þá hygg ég, að við mund um ekki ganga svo framhjá blinda fólkinu að við keyptum ekki af því miða og styrktum það um leið. Sá sem horfir á blindan mann vinna, kemst við í huga sínum, já, ég held að hver og einn einasti mætti undrast það, að sjá þann hand- flýti, sem blinda fólkið hefir og vandvirkni. Viljið þið, lesendur góðir, reyna þetta á þann hátt að binda fyrir bæði augu ykkar í svo sem 30 mín. og ganga um, ég held að þið verðið fljót að taka frá augunum aftur svo þið getið séð hvar þið eruð. Nú er það von mín og trú að þið bregðist vel við og kaupið miða í happdrætti blinda fólksins og styrkið það þannig, hvað munar ykkur um 50 kr., nei, okkur munar það engu, en blinda fólkið munar það miklu og því heiti ég á alla að bregð- ast vel við. Ég veit að þið fáið mörg og fögur blessunarorð frá frá blinda fólkinu fyrir hvern þann styrk, sem þið veitið þvL Tökum nú höndum saman og hjálpum þessu fólki eins vel og við getum. Guð blessi ykkur öll fyrir hvern þann styrk sem þið veit- ið. BUndravinur“. Life with Fother hið bráðskemmtilega leikrit, sem um þessar mundir er flutt í þáttum í sjónvarpinu, er aðallega byggt á samnefndri bók C. Day, sem til er í vandaðri þýð- ingu Guðjóns F. Teitssonar undir heitinu í FÖÐURGARÐI Bókin felur í sér sanna lýsingu fjölskyldulífs, ritaða af ástúð og glöggskyggni og hún er athyglis- verð og skemmtileg jafnt fyrir unga sem fullorðna. Bókin er 282 bls. og kostar í bandi með sölu- skatti kr. 129.00. Fæst í bókaverzlunum Lárusar Blöndal og S. Eymundssonar, einnig í póstkröfu frá útgefanda: Boðnarútgáfunni, pósthólf 289, Rvík. .... I SIPOREXl LÉTTSTEYPUVEGGIR J I ALLA INNVECGI Fljótvirk og auðveld uppsetning. Múrhúðun | *) óþörf. Sparar tíma og vinnu. SIPOREX lækkar byggingarkostnaðinn. SIPOREX er eldtraust. Hátúni 4 A, Nóatúnshúsinu. sími 17533, Reykjavík. 5ECURE EINANGRUNARGLER í sjö ár trygging húsbyggjendum fyrir hagstæðasta verði — og svo verður enn. Framleiðsluábyrgð — greiðsluskilmálar Gerið pantanir yðar tímanlega. Verndum verkefni íslenzkra handa Fjöliðjan hf. Ægisgötu 7 — Sími 2U9B. VELJUM fSLENZKT <H> ISLENZKAN IÐNAÐ ► VAI RAHLU m II77J UH Ifll NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR f FORD BfLA—• KR. KRISTJANSSDN H.f. UMBflfl'M! SUDURLAND5BRAUT 2 • S'ÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.