Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 1
32 SlÐUR OG LESBÓK 254. tbl. 57. árg. LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verðstöðvun til 31. ágúst 1971: Hækkun f jölskyldubóta - Auknar niðurgreiðslur — iy2°/o launaskattur — Frestað greiðslu 2 vísi- tölustiga launþega til 1. sept. 1971 - Fjár- magn úr ríkissjóði til verðstöðvunar RÍKISSTÍÓRNIN lagði fram á Alþingi í gær frumvarp til laga um ráðstafanir til stöð- ugs verðlags og atvinnuör- yggis, en þær miða að því, að stöðva verðbólguþróim- ina með því að stöðva víxl- hækkanir kaupgjalds og verð lags við það mark, sem orð- ið var hinn 1. september sl. Helztu atriði frv. eru þessi: • Verð á vörum má ekki hækka frá því, sem var hinn 1. nóvem- ber s.l. nema með samþykki réttra yfirvalda og mega þau ekki leyfa hækkim á vöruverði nema það sé óhjákvæmilegt. Leyfi til slíkra hækkana er háð samþykki rikisstjórnarinnar. • Hundraðshluti álagningar á vörum í heildsölu og smásölu má ekki hækka frá því, sem var 1. nóvember 1970. Sama gildir um umboðslaim vegna vfkrusölu og hvers konar álagningu, sem ákveðin er sem hundraðshluti á selda vinnu eða þjónustu. Þetta bann tekur einnig til seldrar þjónustu og framlags í hvaða mynd, sem er þ.á.m. til hvers konar þjónustu og framlags, sem ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra, svo og aðrir opinberir að- ilar Iáta í té gegn gjaldi. • Frá 1. nóvember hækka ár- legar fjölskj'ldubætur og nema kr. 8000.00 með hverju barni í fjölskyldu. • Frá 1. desember 1970 til 31. ágúst 1971 verður lagður á sér- stakur Iaunaskattur, sem nemur 1 /2 % prósenti af greiddum Iaim- um og er hann borgaður af launagreiðendum. Tekjum af skatti þessum skal varið til nið urgreiðslu á vöruverði. • Frestað verður greiðslu 2% vfsitöluuppbótar, sem átt hefði að greiðast 1. des. n.k. til loka verðstöðvunartimahilsins, þ.e. 1. september 1971. f>á skulu þessi 2% greiðast. • Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða að álagningarstigar út- svara og aðstöðugjalda megi ekki hækka frá þvi, sem ákveðið var í hverju sveitarfélagi 1970 nema með samþykki ríkisstjórn- arinnar. Slik hækkun skal ekki leyfð nenia ríkisst jórnin telji liana óhjákvæmilega vegna fjár hagsafkomu sveitarfélags. Hið sama gildir um öll önnur opin- ber gjöld. SKÝRINGAR Ef engar ráðstafanir hefðu ver ið gerðar til þess að hefta verð- Etíópíukeisari heimsækir Ítalíu — til marks um að gróið sé um heilt eftir innrás Mussolinis ’39 Rómaborg 6. növ. NTB lIAII.i; Selassie keisari í Etíóp- íu kom í dag í fyrstu opinberu- heimsókn sína til Italíu frá því að hersveitir Mussolini gerðu inn- rás í Etíópíu og neyddu keisar- 1 ^ ^ ^ ^ ^ Leila gif t- ir sig Beirut, 6. nóv. AP -------------------------- Leila Kihaléd, flu'gvélarræmántg gamall, var fyrst boðið að koma inn nafntogaði, hefur nú geng ið í hjónaband, og er eigin- maðurinn skæruliði í sveitum Alþýðufylkingar Palestínu. „En hún mun ekki setjast í helgan stein heimilislífsins. Hún mun halda áfram að berj ast fyrir byltingunni,“ sagði talsmaður Alþýðufylkingar- innar í dag. Leila og maður hennar, sem ber dulnefnið Bassem, voru trúlofuð í eitt ár. Vígsla þeirra átti sér stað að hætti Múham eðstrúarmanna fyrir tveimur dögum. ann i útlegð fyrir 35 áruni. Er því hér um sögulega heimsókn að ræða. Giuseppe Saragat, forseti Ítalíu Emilio Colombo, forsætisráð- herra og margir háttsettir emb- ættismenn tóku á móti keisaran- um á flugvellinum í Róm. Með heimsókn Etíópiukeisara á að feggja áherzlu á að öll sár eft- ir 6 ára hemlám ítala í Etiópíu í heimsstyrjöldinni síðari, séu nú gróin. Keisaranum, sem nú er 78 ára til Italíu fyrir 15 árum, en heim sókninni hefur verið frestað hvað eftir annað. Ein af ástæðunum til þessa er 30 metra há stein- súla, sem Italir tóku herfangi í Etíópiu, fluttu til Rómar og komu fyrir á torgi þar. Nú mun sérstök nefnd skipuð fulltrúum beggja lainda fjal'la um þaið hvernig flytja megi steinsúluna óskaddaða aftur á sinn fyrri stað. Nú um helgina mun Etiópíu- feeisari ræða við Saragat, for- seta og Colombo, forsætisráð- herra. Á m/ánudaig mun hatnn ganga á fund Páls páfa. bólguþróunina, hefði hækkun kaupgjaldsvísitölu 1. marz 1971 átt að nema 7.5 stigum frá 1. september s.L, þ.e. 6 stig 1. des- ember og 1,5 stig 1. marz. Með þeim tillögum, sem rikisstjórn- in hefur nú lagt fyrir Alþingi er gert ráð fyrir því, að kaupgjalds vísitalan verði færð aftur til þess, sem hún var hinn 1. sept- ember s.I. Þetta er gert í fyrsta lagi með hækkun fjölskyldu- bóta sem valda 1,55 stiga lækk- un á kaupgjaldsvisitölunni. í öðru lagi með auknum niður- greiðslum, sem valda 3,55 stiga lækkun á kaupgjaldsvísitölunni og í þriðja lagi með þvi, að laun- þegar fresta þvi til 1. september 1971 að fá 2 vísitölustig. Þá eru eftir 0,4 vísitölustig sem eru vegna væntanlegrar hækkunar á almannatryggingagjaldi um ára- mót og ekki er ætlazt til að verði reiknað inn í vísitöluna skv. frumvarpinu. ÚTGJÖLD — FJÁRÖFLUN Hækkun fjölskyldubóta á gild istíma laganna, sem er til 31. ágúst 1971, veldur útgjaldaaukn- ingu, sem nemur 180 milljónum króna. Auknar niðurgreiðslur á brýnustu lífsnauðsynjum almenn ings valda 480 milljón króna hækkun. Samtals nema þessi út- gjöld 660 milljónum króna. Hvernig er þessa fjár aflað? í fyrsta lagi með launaskatti þeim sem að ofan greinir og atvinnu- reksturinn og aðrir launagreið- endur borga. Áætlað er, að hann gefi á gildistíma laganna 245 milljónir króna. 1 öðru lagi hækk un á verði áfengis og tóbaks, sem þegar hefur verið tilkynnt. Framhald á bls. 12 Kosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið efst á baugi í heimsfréttunum að undanförnu. Nix- on forseti sagði, að þær hefðu verið „siðferðilegur sigur fyrir republikana", en demókratar sögðu, að úrslit kosninganna væru „mikill sigur fyrír sig. Þessi mynd var tekin af Nixon forseta, konu hans og Triciu dóttur þeirra er þau greiddu atkvæði í San Clemente í Kaliforníu. ítalska stjórnin viður- kennir Pekingstjórn Kínverska þjóðernissinnastjórnin slítur stjórn- málasambandi við Italíu Róm, 6. nóv. — AP-NTB ÍTALSKA stjórnin tók í dag þá ákvörðun að viðurkenna kínversku kommúnistastjórn- ina og taka upp stjórnmála- samband við hana. Hefur verið samþykkt af báðum stjórnunum að skiptast á sendiherrum innan þriggja mánaða. Kom þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra, sem gefin var út í dag. Sendiherra kínversku þjóð- ernissinnastjórnarinnar íRóm bjó sig í dag undir að fara frá Ítalíu heim á leið, en þjóð ernissinnastjórnin hafði á- kveðið að slíta stjórnmála- samhandi við Italíu, ef stjórn in þar tæki upp stjórnmála- samband við Rauða Kína. Eru þetta sömu ráðstafanir og viðhafðar voru, er ríkis- stjórn Kanada viðurkenndi kínversku kommúnistastjórn ina 13. október sl. Samningaviðræður um fyrír- hugað stjórnmálasamband Klna og Italíu hafa staðið yfir i París undanfarið hálft annað ár. 1 sam eiginlegri yfirlýsingu þeirra nú segir, að Kina Hti á Formósu Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.