Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 16
16 MOTtGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannssor*. Auglýsingasljóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði ínnanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. VERÐSTÖÐVUN Oíkisstjórnin lagði fram á Aiþingi í gær tillögur sín- ar um ráðstafanir til þess að hamla gegn verðbólguþróun- inni. Meginefni þeirra er það, að verðstöðvún skuli gilda í landinu til 31. ágúst 1971. Til þess að framkvæma hana verði kaupgjaldsvísitala færð aftur í það mark, sem hún var 1. september 1970. Skv. tillögum ríkisstjómarinnar munu ail'lir aðilar, þ.e. ríkis- sjóður sjálfur, atvinnurekst- urinn og launþegar, leggja sitt af mörkum ti'l þess, að þetta verði unnt. Framlag þessara aðila er þó mun minna en nemur kjararýrnun og auknum byrðum, æm leitt hefði af áframhaldandi verð- bólguþróun. í frv. ríkisstjórnarinnar er la-gt til, að frestað ve-rði greiðs'lu vísitöluuppbótar á laun, sem nemur 2% fram til 1. september 1971. Hvað fær launþeginn í staðinn? í fyrsta lagi er sú upphæð, sem lagt er til að frestað verði greiðstlu á til næsta hausts, lætgri, en nemur þeirri kjararýmun, sem launþegar hefðu orðið fyrir, ef víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags hefðu hald ið áfram og kaupmáttur launa þar af leiðandi farið minnkandi. í öðru lagi verð- ur um umtalsverða lækkun á brýnustu lífsnauðsynjum al- mennings að ræða. Hver lítri af mjólk hefur þegar lækkað úr kr. 18.00 í kr. 15.30 og nið- urgreiðslur verða a-uknar á öðrum búvörum. f þriðja lagi verður mikil hækkun á fjöl- skyldubótum. Fj ölskyldubæt- Ur með hverju barni munu frá 1. nóvember sl. nema 8000 krónum á ári. Þessi hækkun nemur á ári 3644 krónum með 1 bami, 6112 krónum með 2 bömum, 8580 krónum með 3 bömum og 11048 krón- um með 4 börnum. Bendir ' margt til þess, að stöðvun verðhækkana, auknar niður- greiðslur og mjög hækkaðar fjölskyldubætur, muni bein- línis bæta hag láglauna- manna með barnmargar fjöl- skyldur. Framlag atvinnurekstrar- ins og annarra launagreið- enda til verðstöðvunar er 1%% launaskattur. Fyrst í stað kunna atvinnurekendur ef til vill að líta svo á, sem hér sé um auknar byrðar á atvinnureksturinn að ræða. Því fer fjarri. Ef ríkisstjóm- in hefði ekki gripið til þess- ara rpðstafana, hefðu öll 'aun í landinu hmkkað um 6 vísi- fcölustig 1. d' n.k. og ura 1,5 yísi tö'” ::t - -' ■ '^h’ótar 1. marz á næsta ári. Það er því ljóst, að með greiðslu launa- skattsins fóma atvinnuveg- imir tiltölulega litlu en fá í þess stað öryggi fyrir því, að rekstrargmndvöllur þeirra raiskast ekki frá því, sem nú er og eðlilegt jafnvægi skap- ast í efnahags- og atvinnulífi á verðstöðvunartímabilinu. Ríkissjóður mun leggja fram tii verðstöðvunarinnar sem svarar 340 milljónum króna á ársgrundvelli. Þetta er ríkissjóði kleift fyrst og frernst af tveimur ástæðum. f fyrsta lagi munu auknar nið- urgreiðslur á búvömverði leiða til vaxandi neyzlu og þar með minmkandi útflutn- irngs landbúnaðarafurða. Rík- issjóður sparar því verulegt fé í útflutningsuppbótum. I öðru liagi hafði verið gert ráð fyrir því í fjárlagafrv. að ríkissjóður yrði að greiða a.m.k. 150 milljónir í verð- lágsuppbætur á laun. Með þessum ráðstöfunum kemur ekki til þess og er því hægt að nota þetta fé til þess að framkvæma verðstöðvumina. Á undanförnum erfiðleika- árum hefur almenningur á fslandi vanizt því, að efna- hagsráðstafanir væru býsna þungbærar. En svo er ekki að þessu sinmi, enda eru nú allt aðrar og betri aðstæður í efnahagslífi þjóðarinnar. Tillögur þær, sem ríkisstjórn- in hefur lagt fyrir Alþimgi valda engum þungum búsifj- um en munu treysta hag þeirra, sem minna mega sín. Þær rnunu skapa i.auðsynlegt jafnvægi í efnahags- og fjár- málalífi þjóðarinnar, forða því að launþegar séu í stöð- ugu kapphlaupi við hækk- andi verðlag og koma í veg fyrir, að hætta verði á halla- rekstri hjá útflutningsat- vinnuvegunum, a.m.k. við ó- breyttar aðstæður. Þessar til'lögur eru í samræmi við þann almenna vilja lands- manna að verðbólguþróunin verði stöðvuð. Við fslending- ar höfum langa reynslu af verðbólgu og enginn vafi er á því, að þjóðin er orðin þreytt á því efnahagslega fyrirbæri. Þess vegrna má fast lega búast við, að tillögur ríkisstjómarinmar njóti al- menns fylgis í landinu. Með þeim er lögð áherzla á, að all- ir leggi nokkuð af mörkum til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi verðbólgu, en emginn mun geta haldið því fram, að meira sé krafizt af einum en öðrum. Þar eru all- ir í sama báti. y „ Der Fall X6t eða St j órnar skipti í V-Þýzkalandi? EFTIR MAGNÚS SIGURÐSSON STJÓRN WiHy Brandts berst fyrir lífi sínu. Annar stjórnarflokkurinn, frjálsir demókratar (FDP), sem er borgaraleg- ur smáflokkur, er í upplausn, og klofni bann alveg, er eins víst, að þingmeiri- hluti stjórnar Brandts sé úr sögunni. Á morgun fara fram fyikiskosinilngar í Hessen, ei-nu af 11 fylkjum Sambands- lýðveldisins. Nái FDP ekki tiíliskildum 5% atkvæða tiil þess að fá sæti í fylkis- þinginu, kann flokkurinn að riðlliast ger- samlega og taka stjórn Brandts með sér í fallinu. í Bonn jafnt sem í Austur- Berlín, Moskvu og París, Varsjá og Prag, bíða metnn því spenntdr eftir úr- slitum þessarar fylkiskosninga í Hess- en, enda þótt þær séu að öðru leyti staðbundnar og fjarri því að vera þýð- ingarmiklar. Rúmt ár er nú liðið, síðan jafnaðar- menn (SPD) og FDP mynduðu sam- steypustjórn í V-Þýzkaland'i. Þá höfðu jafnaðarmenn aukið mjög fylgi sitt í þingkosningum, enda þótt þeim tækist ekki að ná þingmeirihluta. í samvinnu við FDP mynduðu þeir samsteypstjórn undir forystu Willy Brandts og hafði stjórnin að baki sér 12 sæta meirihluta á þingi, SPD' 224 og FDP .30 þimgsæti eða samt'als 254 af 496. Stærsti stjórnmálaflo'kkur landsins, krist'ilegir demókiratar (CDU/CSU), sem fékk 242 þimgsæti í kosningunum, tók nú við hlutverki stjórnarandstöð- unnar. Það voru mikil umskipti. í 20 ár samfleytt eða al'lt frá stofnun Sam- bandslýð'veldisins hafði þessi fliokkur farið með stjórmarforystu í landinu. Við 'Stjórnarskiptin í fyrra má segja, að breyting á stjórnarstefnunni hafi fyrst og fremst orðið í utanrikismálum gagnvart kommúnistaríkjunum 1 Aust- ur-Evrópu. Hin nýja stjóm tók að ganga afar langt til móts við kröfur kommúnistaríkjanna varðandi ríkjandi ástand í Evrópu. Skipting Þýzkalands í tvö ríki var viðurkennd í reynd, griða- sáttmáli gerður við Sovétríkin á grund- velli núverandi landamæra í Evrópu og drög lögð að svipuðum samningi við Pólland. Áherzla var lögð á það í hvívetna, að þýzkur hernaðariandi til- heyrði löngu liðinni fortíð og að allir skyldu finna fyrir útrétta sáttarhönd, sem áður höfðu haldið því fram, rétti- lega eða ranglega, iað vestur-þýzk hefndar- og hernaðarstefna væri helzti þrándur í götu fyrir bættri sambúð ríkja í Evrópu. Stj órnarandstöðuflokkurinn, CDU/ CSU brást ókvæða við. Af hans hálfu var þvi haldið fram, að nýja stefnan byggð- ist fyrst og fremst á undanlátswemi við Sovétríkin og hin kommúnistaríkin. Allt væri látið í sölurnar, án þess að nokkuð kæmi á móti. Allt frá upphafi áttu mótbárur CDU/CSU nokkurn hljómgrunn, en 'gagnrýnin minnkaði verulega, þó aðeins í bili, þegar Willy Brandt hélt í rnarz sl. til fundar við Willi Stoph, forsætisráðherra Austur- Þýzkalands. Móttökur almennings í borginni Erfurt í Austur-Þýzkalandi, þar sem fundur þeirra fór fram, urðu mikil'l persónulegur sigur fyrir Brandt og í heild fór fundurinn fram með þeim hætti, að svo virtist, sem nokkur skiln- ingur væri að vakna í kommúnistaríkj- unum gagnvart Ostpolitik Brandts og að þau væru reiðubúin til tilslakana á móti. Það eitt, að fundur þeirra Brandts og Stophs, skýldi eiga sér stað, var í sjálfu sér einstæður atburður. En fundur þessara sömu manna í Kassel í V-Þýzkal. í maí leiddi í ijós, að miklu meira bar á milli, en áður hafði virzt og að ko'mmúnistaríkin, ekki hvað sízt Austur-Þýzkaland, héldu sig við það heyigarðshornið að heimta allt án þess að láta nofckuð á móti. Óánægju- raddirnár vöknuðu að nýju og þeir ákveðnustu úr röðum CDU/CSU, menn eins og Franz Josef Strauss og fleiri héldu því hiklaust fram, að verið væri að selja Sambandslýðveldið í hendur kommúnistum. Walter Seheel utanríkisráðlherr'a og leiðtogi FDP var frá upphafi einn ötul- asti talsmaður nýrrar stefnu gagnvart kommúnistarikjunum. En í röðum flokksmaena hans bar fljótt á gagnrýni. Það var ékki hvað sízt Erich Mende, fyrrum varakanslari og ráðherra, sem tök að láta í ljós gagnrýni á stefnuna í utanríkiismálum og það með, að frjáls- ir demókratar ættu yfir höfuð enga samleið með jafnaðarmönnum. Þessi óánægja FDP varð þó ekki veruleg fyrr en eftir fylkiskosninigar í Saar, Nieder- sachsen og Nordrhein-Westphalen í sumar, þar sem FDP beið mikinn ósig- ur í heild. Erieh Mende og fleiri þing- menn FDP héldu því fram, að þessi ósigur væri að kenna núverandi stefnu og stjórnarsamistarfi flokksins og ef svo yrði haldið áfram, væri stefnt beint í glötun. Þegar Mende og tveir aðrir þingmenn frjálsra demókrata sögðu sig síðan úr flokknum og settust á bekk með stjórnarandstöðunni, varð upp- lausnin innan FDP opinber. Stjórn Brandts riðaði til falls. Hún naut nú aðeins 6 sæta meirihluta á þingi og það kom fljótt í ljós, að enn fleiri þingmenn FDP höfðu uppi ráðagerðir um að segja sig úr flokknum. Fylkislþingkasningamar í Hessen á morgun og í Bajern 22. nóvember kunna að reynast hér afgerandi. Bíði FDP verulegt fylgistap í þéssum kosning- um, er talið, að ýmsir þingmenn flokks- ins muni gera upp hug sinn og komast að þeirri niðurstöðu, að bezt sé að yfir- gefa sökkvandi skip, áður en það verð- ur um seinan. í hópi þeirra er einmitt Knut Freiherr von Kúhlmann-Stumm, sem er fyrrverandi formaður þingflokks FDP á Sambandsþimginu og nú einn helzti foryst’umaður flokksins í sjálfu Hessen. Líði FDP undir lok, er stjórn Willy Brandts jafnframt úr sögunni. Hún yrði í minmiíhluta á þingi og væri svipt stjórnmálalegri forsendu sinni jafnt sem starfsgrundvelli. Það væri nokkur kaldhæðni af örlaganna hálfu, ef frjáls- ir demókratar drægju jafnaðarmenn með sér í fallinu, vegna þess að staða þeirra síðarnefndu er ein sér þrátt fyrir allt stehk, flokkurinn samstilltur og óánægjan þar óveruleg með tilliti til utanríkismála. Hennar gætir miklu fremur á innanlandsvettvangi. Kristilegir demókratar eru reiðubúnir til þess að taka við stjórnartaumunum, þegar þar að kemur og láta það óspart í ljós, að stjórn Brandts hafi þegar setið við völd nógu lengi. — Sérhver dagur, sem þessi stjórn er len.gur við völd í Þýzkalandi, er til ófarnaðar, sagði Kurt Georg Kiesinger, fyrrverandi kanslari fyrir skömmu og Franz Josef Strauss: — Við verðum að vikja þess- ari stjórn frá völdum. Það hefði betur verið gert í gær en i dag, betur á morg- un en hinn daginn. Við höfum nýja stjórn á takteinum innan 12 klst. Að svo stöddu er Rainer Barzel, for- maður þingflokks CDU líklegasta kanslaraefnið, ef til stjórnarskipta kem- ur. Franz Josef Strauss yrði sennilega fjármálaráðherra og hvað sterkasti maðurinn innan stjórnarinnar. Ger- hard Schröder er af mörgum talinn lík- lagur utanríkisráðherra. Þeir bíða all- ir eftir því, að þrír þingmenn til við- bótar segi sig úr FDP og gangi í flokk með þeim, þá er stundin upprunnin. Að undanfömu hefur verið mikið skrifað um það í þýzkum blöðum, hve- nær CDU/CSU hyggist láta til skarar skríða oig hvernig. Þessu hefur bæði í gamni og alvöru verið gefið nær her- fræðilegt heiti: „Der Fall X“ eða nánast „Áætlun X“. Á mánudaginn kernur kunnium við að sjá fyrstu þætti hennar í framkvæmd. Ih

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.