Morgunblaðið - 07.11.1970, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.11.1970, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVBMÍBER 1970 19 - Spjallað við í*órhildi Framhald af hls. 14 húss og muna og þarf að vera í stöðugu sambandi við fóstr- ur og annað starfsíólk og börn in. Sjálf hef ég aldrei verið við barnagæzluna, þ.e.a.s. ég hef aldrei verið með heila deild, en ég reyndi að eyða alltaf einhverjum tima dagsins hjá börnunum. Til dæmis þeg- ar fóstrurnar fóru í mat eða kaffi tók ég þau oft og lét þau syngja. — Hefur þetta ekki verið skemmtilegt starf ? — Jú, það hefur verið mjög ánægjulegt og lifandi starf. Og það á ég mest að þakka því að ég hef alltaf haft gott starfs fólk, lært og ólært, og sam- vinnan hefur verið góð og góð ur andi ríkjandi. Án samstarfs fólksins hefði ég lítið getað gert. — Hafa orðið miklar breyt- ingar á uppeldisaðferðum á þessum 30 árum? — Nei, uppeldisaðferðirnar eru að miklu leyti þær sömu og börnin leika sér enn að leir, byggingakubbum og öðrum uppeldisleikföngum. Fyrstu ár in var erfiðleikum bundið að fá leikföng, en svo var farið að kaupa þau frá Svíþjóð þar til Reykjalundur hóf fram- leiðslu sína. • BÖRNIN OG BLÓMIN Þórhildur hefur reynt að beina áhuga barnanna víðar en að leikjum og leikföngum. Hún hefur reynt að kenna þeim að meta blóm og annan gróður og í því skyni hefur hún komið með mikið af íslenzkum fjalla- plöntum og gróðursett í garð- ana við dagheimilin, fyrst Tjarnarborg og síðan Laufás- borg. Plönturnar hefur hún að allega haft með sér úr fjalla- ferðum, en sumarleyfunum seg ist hún bezt hafa varið með því að ferðast á hestum um óbyggðir Islands. — Krökkunum þótti gaman að kynnast plöntunum og fylgdust vel með, þegar ég var að koma þeim fyrir í görðun- um. Ég hef aldrei skilið fólk sem ekki vill leyfa börnum að leika sér í görðum af hræðslu við að þau eyðileggi blómin. Ef maður fær börnin til að vinna með sér i görðunum, fá þau áhuga á blómum og læra að umgangast gróður. Þórhildur hefur nú formlega yfirgefið börnin sín og blóm- in, þótt hún heimsæki Laufás- borg og aðrar stofnanir Sumar gjafar öðru hverju. Er ég spyr hana hvort ekki sé sökn- uði blandið að hverfa frá starfi sem þessu segir hún: — Það er ekki alveg átaka- laust að hætta. En það er bót í máli að þegar ég lit yfir þessi 30 ár finnst mér ég vera búin að gera það, sem ég ætl- aði mér, og þannig sé lífsstarf inu eiginlega lokið. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna að þess- ari uppbyggingu og samvinn- ain við Sumargjöf, borgair- stjórnir og borgarstjórana hef- ur verið mjög ánægjuleg. — Það hefur hjálpað mér að ég hef alltaf verið mjög heilsu- hraust og getað gert það sem ég hef ætlað mér — þar til í fyrra. Þá veiktist ég, er ég var á ferðalagi í Tyrklandi, og fékk upp úr því gulu, og eftir að ég komst á fætur gat ég ekki beitt mér eins og ég vildi geta gert. Ég var löngu búin að ákveða að vinna ekki leng- ur en ég væri manneskja til — og því hæfti ég í s'Uimaí, 1. ágúst. • ENGINN TfMI TIL SKRIFTA Nú hefur Þórhildur nægan tima til hannyrða og lestrar en meðan hún situr og hnýtir teppi rifjar hún upp endur- minningarnar. Og þegar hún les í blöðunum fréttir af framá mönnum, sem eitt sinn voru litlir og léku sér í leikstofun- um hjá henni, spyr hún sjálfa sig: Hvernig voru þeir nú þeg- ar þeir voru litlir? Þegar Þórhildur fylgir mér út að lyftunni segir hún: — Ég ætlaði alltaf að reyna að halda skrá yfir börnin, sem voru hjá mér og lýsa þeim þar jafnframt svolitið. Það hefði verið svo gaman að geta flett þar upp og borið lýsingar mín ar á börnunum saman við þá eiginleika, sem komið hafa í Ijós eiftir 'a@ þaiu urðu. fuillorð- in. — En það var alltaf of mik ið að gera til að hægt væri að taka sér tíma til skrifta. ÞÁ. Efnahagsstofnunin vill ráða vana vélrítunarstúlku og ungling til sendiferða kl. 2—6. Umsækjendur leggi nöfn, heimilisfang og upplýsingar um fyrri störf inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „6372", Ú tvarpsvirkjar Óska eftir útvarpsvirkja til viðgerða aðallega á segulbands- tækjum og plötuspilurum. Umsókn sendist blaðinu merkt: „Útvarpsvirki — 6373". EINKAUMBOÐ Á ISLANDI HEIMSÞEKKT FYRIRTÆKI sem framleiðir undir heimsþekktu vörumerki reiknivélar, sam- lagningavélar, bókhaldsvélar og alls konar skrifstofuvélar og pappír óskar eftir einkaumboðsmanni á Islandi. Þeir, sem áhuga kunna að hafa á þessu eru beðnir að senda nöfn sín og aðrar upplýsingar á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Bókhalds- og skrifstofuvélar — 6098" sem allra fyrst. R aftœkjaverzlun vor verður opin til kl. 4.00 í dag laugardaginn 7. nóvember. Komið og skoðið okkar fjölbreytta úrval af raftækjum, eitt- hvað við allra hæfi. Staðgreiðsluafsláttur af öllum stærri tækjum, einnig hagkvæmir greiðsluskilmálar. DRÁTTARVÉLAR H.F. Hafnarstræti 23, sími 18395. Oskilahestur Hjá lögreglunni í Kópavogi er óskilahestur, bleikskjóttur með stóra blesu. Mark, blaðstýft aftan hægra, biti.aftan vinstra. Verði hestsins ekki vitjað fyrir 15. nóvember n.k. verður hann seldur fyrir áföflnum kostnaði. Nánari upplýsingar gefur Gestur Gunnlaugsson Meltungu, sími 34813. Nýleg 4ra herb. íbúð Til sölu er nýleg 4ra herbergja íbúð (2 stofur og 2 svefriherb.) á hæð í húsi vestast við Hraunbæ. Vandaðar innréttingar. Lítur út sem ný. Stutt í verzlanir. Laus strax. Tvennar svalir. Opið til kl. 19 í dag. ARPJI STEFANSSON, hrl. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvöldsími: 34231. £ BLÚMAHÚSIÐ f ALFTAMÝRI 7 Sími 83070. Blómaunnendur venja komu sína í Blóma,- húsið. Þar er skreytingameistari sem raðar blómunum saman í vönd eða aðra skreyt- ingu eftir yðar smekk. Verð við allra hæfi. Opið alla daga, öll kvöld og um helgar. HafnarfjörBur Aðalfundur Félags óháðra borgara verður á morgun sunnudaginn 8. nóvember kl. 3.00 e.h. í Góðtemplarahúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf, tillögur til lagabreytinga og önnur mál. Nýir félagar velkomnir. STJÓRNIN. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 44. og 45. tbl. Lögbirtingablaðsins 1970 á Síldarverksmiðjunni Rauðku á Goosreit á Siglufirði, ásamt tilheyrandi, þinglesinni eign Siglufjarðarkaupstaðar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Ríkisábyrgðasjóðs Trygginga- stofnunar ríkisins og Fiskveiðasjóðs Islands og hefst í dóm- salnum Gránugötu 18 Siglufirði, fimmtudaginn 12. nóvember 1970 kl. 14.00 og verður síðan fram haldið á eigninni sjálfri. Bæjarfógetinn á Siglufirði, 3. nóvember 1970. Opið til kl. 4 í dag FYRIR DÖMUR: Maxi og midi pils, maxi kjólar, dragtir með pokabuxum. FYRIR HERRA: Safari jakkar, midi frakkar, föt með og án vesti. Mikið úrval af peysum, bolum, buxum, skyrtum, beltum o. fl., o. fl„ o. fl. POPHÚSIÐ Grettisgötu 46, simi 25580. ^ crítakt víÓ timann 18. öldin ? Nei 20. öldin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.