Morgunblaðið - 07.11.1970, Side 28

Morgunblaðið - 07.11.1970, Side 28
28 MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1970 á eftir þeim. Kathleen fannst þetta flest vera geðugt fólk. Hún vonaði, að foreldrar hennar fengju skemmtilegt samferða- fólk á þessari fjögurra mánaða ferð sinni . . . fjórir mánuðir voru langur tími! Nú komu ýmsir í heimsókn, félagi Lawson Roberts ásamt konu sinni: — Skrifstofan verð ur i gangi, eftir sem áður og og við skulum hafa auga með blessuðu barninu fyrir þig. Svo kom yngri meðeigandinn og nýja konan hans, skrifarar og ung- frú Jervis, einkaritari Roberts LAMBA-V*. ^pTEIK^ PHAWAIIl jj RSKUB. sími 38550 ... vinir og kunningjar. Allir töluðu hver í kapp við annan og flöskur voru opnaðar .. . Kathleen beið alveg fram á fram á síðustu stund. Hitt fólk- ið var farið, sem betur fór. Hún gat nú faðmað pabba sinn og mömmu. — Gráttu ekki, mamma, sagði hún. — Þannig máttu ekki byrja seinni brúðkaupsferðina þína! Marion snuggaði: — Ég byrj- aði nú líka þá fyrri grátandi sagði hún og henni svelgd- ist á orðunum. — Skórnir mínir voru svo þröngir og lífstykkið ætlaði alveg að drepa mig. Allir í land! var nú kallað, og þau hrukku við og litu hvert á annað. Kathleen sagði: —Ég skal ekki fara að grenja! en tárin runnu samt niður kinnar hennar. — Já, skemmtið þið ykkur vel. Sendið þið mér bjánalegt póstkort með „þú ætt ir að vera komin hingað", og „hafðu engar áhyggjur". Móðir hennar sagði og gat varla komið upp orðunum: — Vertu ekki að standa á bakkanum. Það er alltaf svo kjánalegt — að bíða eftir að skipið leggi af stað, og fólkið, sem er að fara, vill fara niður og hinir, sem ekki eru að fara . . . Þau voru að ýta henni eftir göngunum og komust loks út að landganginum. Hún lét berast með fólksstraumnum í land, og þegar niður kom, leit hún upp til að sjá, hvort þau væru enn uppi á þiljum. Og þar voru þau og hölluðu sér út yfir borð- stokkinn, rétt eins og hitt fólk- ið, sem móðir hennar hafði ver- ið að tala um. Og þau veifuðu.. Hún dokaði því við, enda þótt hún sæi varla neitt, þangað til hún þoldi ekki lengur við. Og þá fór hún af stað. Hún tók leigubíl heim í íbúð- ina, til þess að gráta þar dá- lítið með arma Mary um herð- arnar og John að klappa henni á öxlina. Enn átti hún eftir að flytja eitthvert dót heim til Hönnu. Þegar hún var tilbúin að fara, var hringt i símann og það var Paul MeClure. Hún sagði, hissa: — Ég var einmitt að hugsa til þín. — Tek mér til inntekta. Og voru það fagrar hugsanir? Nokkuð svo. Ég var að hugsa um, hvað þú værir mikill spámaður, þar sem ég er að flytja i íbúð í Austurbænum. Sá er bara gallinn á, að ég vissi það í samkvæminu hjá Eloise og þú vissir það líka. Ég flyt til Hönnu. Hann sagði: — Hanna sagði ekkert um það . . . hvenær það yrði. — Núna strax. Ég ætla að hringja á bil. Það var stórkostlegt. Hvern- ig væri, að ég kæmi og hjálp- aði þér að flytja? — Nei, þakka þér fyrir. Ég er alls ekki búin undir heimsókn- ir. — Finnst þér það ekki sið- samlegt ? — Jú, en ég er bara í bágu skapi. Ég var rétt að fylgja for- eldrum minum til skips. — En hvað segirðu þá um kvöldverð með mér í kvöld? Vel á minnzt, ég geng út frá, að þú hafir fengið þessa vinnu? — Já, það gerði ég, svaraði hún, og gat varla leynt kætinni í röddinni. Það er rétt eins og þú sért hrif in af þessari vinnu, sagði hann og var forvitinn. Það er ég lika. — Jæja, ég sæki þig klukkan sjö heim til Hönnu. Hann hringdi af og hún var mmmim ven-na\ sokkabuxur " r Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Allar ráðstafanir, sem þú gerir fyrir hádegi ern éæskilegar. Nautið, 20. aprii — 20. maí. Fólk er ákaflega heimtufrekt f dag, og því skaltu hrynja þig gegn. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Þér gengur aUt i haginn, ef þú heidur þig við gerðar áætlanir, þrátt fyrir ruglinginn, sem aUs staðar er. Krabbinn, 21. júni — 22. júli. Þú segir ýmist of mikið, eða of lítið, eftir þvi, hver á i hlut. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ýmsir viðburðir gærdagsins endurtaka sig í dag. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Óstöðugur kunningsskapur getur verið breytingum undirorpinn. Vogin, 23. september — 22. október. Næstu dagar valda t»ér dálitlum áhyggjum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Svarðu ekki lasti eða lofi, og gieymdu þvi, sem gerðist framan af degi. Bogmaðurínn, 22. nóvember — 21. desember. Vertu ákveðinn og tUkynntu öUum, sem hafa vilja afstöðu þina. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það sýnist sitt hverjum. Farðu þér hægt og hikaðu hvergi. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Kringumstæður gærdagsins virðast ekki hafa verið aigerlega út- ræddar og er því mál að gera slíkt. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Gerðu ekki ráð fyrir lokasvörum og biddu átekta með að gera málið upp við sjálfan þig og aðra. í bezta skapi. Allt var gott til að dreifa huganum, jafnvel Paul McClure, hugsaði hún . . . meðan hún var að venjast óreglulegum lifnaðarháttum Hönnu og því a,ð vera ein síns liðs. Hún hafði rétt lokið við að laga til í skemmtilega svefn- herberginu sínu með útsýninu yfir olíugljáandi ána, þegar Hanna kom þjótandi inn með hattinn á ská og brosandi út undir eyru. — Æ, þetta er dásamlegt, elskan mín! sagði hún. — Hvað er dásamlegt? sagði Kathleen. Hún var í gömlu pilsi, ennþá eldri peysu og með upp- brettar ermar. Hún hafði tekið upp fötin sín og bækurnar, hengt upp myndirnar sínar, sem henni þótti svo vænt um, á fíkjulitu veggina hjá Hönnu. Hún kunni vel við þetta herbergi, það var svo skemmtilegt og svo skrítið i laginu. — Það er dásamlegt, að þú skulir vera kominn hingað. Ég er viss um, að ég verð miklu vin- sælli fyrir vikið, sagði Hanna með hæversku. — Ég skal ekki verða fyrir þér, lofaði Kathleen. — Segðu mér bara til, hvenær ég á að vera að heiman — og ég skal segja þér það sama. — Æ, hjálpi mér, ég átti alls ekki við það. Heldur hitt, að ég verð ennþá vinsælli eftir en áður. Það geturðu skilið. Hanna lét fallast niður á legubekk, og æpti: — Amelia! Amelia kom inn. Hún var svört og feit. Og hún var ágæt- is eldabuska og gekk vel um beina. Hún kunni ráð við höfuðverkjum og timburmönn- um. Hún sópaði ruslinu út í horn og inn undir ofna, en Hanna, sem hafði haft hana f þrjú ár, fyrirgaf henni það allt og fékk sér bara hreingerninga- konu einu sinni í viku. — Martini, sagði Hanna, — og þú verður að taka þátt í því með mér Kathleen. Við verðum að halda þetta eitthvað há- tíðlegt. — Æ, það er of snemma dags. — Góða mín, þú ætlar þó ekki að fara i bindindi? sagði Hanna kviðin. — Nei, ekki nema í hófi, sagði Kathleen. — Jæja, sagði Hanna. —- Er fjölskyldan farin? — Já, og þau fengu ágætis klefa og samferðafólkið leizt mér vel á . . . og þetta er indælis skip. Mamma var alltaf að gráta og pabbi að bölva og snýta sér. Og ég grenjaði eins og krakki. Félagsskapurinn KYHING auglýsir: Óskið þér að kynnast lífsförunaut, vin, vinkonu? Ef svo er, gerið svo vel að fylla út seðilinn að neðan og senda í póst- hólf 948, merkt KYNNING, ásamt þátttökugjaldi kr. 500 — KYNNING mun siðan leitast við að kynna fólk við hæfi á öll- um aldri. Félagsskapurinn KYNNING er ekki ágóðafyrirtæki, og mun þátttökugjoldum varið til líknarmála. Með allar um- sóknir verður farið sem sérstakt trúnaðarmál. Vinsamlega skrifið með upphafsstöfum. Nafn .................................................. Heimilisfang ......................... Sími ........... Fæðingardagur og ár ................................... Menntun ............................................... Starf ................................................. Ahugamál .............................................. Ég óska að verða kynnt(ur) fyrir væntanlegum maka, vin, vinkonu. (Strikið yfir það, sem ekki á við). Hver á aldur væntanlegs maka, vinar, vinkonu að vera? . Annað, sem þér óskið að taka fram .....................

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.