Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 14
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVE'MBER 1970 t 14 I»eir eru orðnir margir Reyk- víkingarnir, sem fyrstu ár ævi sinnar hafa að einhverju leyti verið í umsjá hennar fröken Þórhildar. Hve margir þeir eru veit hún ekki, en víst er að þeir skipta þúsundum, og eru þeir elztu nú fullorðnir, en þeir yngstu á fyrsta ári. í þrjá tíu ár hefur hún veitt forstöðu dagheimilum, leikskólum og vöggustofum, lengst af Tjarn- arborg og Laufásborg. Nú er Þórhildur Ólafsdóttir orðin sjö tug og í sumar lét hún af störf um sem forstöðukona Laufás- borgar. Þegar ég heimsótti Þórhildi í vistlega íbúð hennar í háhýsi við Austurbrún var hún að hnýta teppi. Nú hefur hún betri tima en áður til hannyrða lestrar og vinaheimsókna og hún kímir er hún segist hafa mikið að gera við að snúast í kringum sjálfa sig, eins og svo margir aðrir, sem hættir séu að vinna. Tilgangurinn með heimsókn- inni er auðvitað að spjalla við hana um störf hennar að verklega, þegar stríðið skall á. Ég þorði ekki annað en flýja heim, því ég var hrædd um að lokast inni að öðrum kosti. Stríðið fór hægt af stað svo ég bjóst ekki við að það yrði lamigt og ætl'aiða 'því út aö nýju. • ATVINNULEYSIÐ OG BÖRNIN Striðið varð þó lengra en Þór hildur hafði búizt við og þeg- ar þvi lauk var hún löngu far in að vinna og orðin forstöðu- kona Tjamarborgar fyrsta dag heimilisins, sem starfaði allt ár ið. — Þegar ég kom heim haust ið 1939, var mikið atvinnuleysi og mörg börn liðu bókstaflega skort. Það var Ijóst, að eitt- hvað þurfti að gera, og ég hafði mikinn áhuga á að kom- ið yrði upp dagheimili þar sem hægt væri að hafa bömin, sem verst voru sett, og gefa þeim að borða. Sumargjöf gat ekk- ert gert sökum fjárskorts og Barnaverndarnefnd vildi ekki hatfla með sMkam irelkstur atð gera. En Ásmundur Guðmunds Hér er Þórhildur Ólafsdóttir í heimsókn hjá litlu vinunum sinum í Laufásborg, sem nú sitja í heillastólunum við heillaborðin, sem Þórhildur fékk fyrir 30 árum. Ljósm. Ól. K. M. Úr fínni kontórstöðu í gagnslaust nám Spjallað við Þórhildi Ólafsdóttur um 30 ára starf hennar hjá Sumargjöf og þróun barnagæzlumála barnagæzlumálum og barna- verndarmálum, í fyllstu merk- ingu þeirra orða, frá því hún kom heim frá Svíþjóð í stríðs- byrjun, eftir að hafa verið við fóstrunám. Út um gluggana á íbúð Þórhildar sést yfir nýju borgarhverfin, þar sem dag- heimili og leikskólar rísa einn af öðrum, rúmgóð hús og vönd uð. Þegar Þórhildur hóf störf var aðstaðan nokkuð önnur, og ég bið hana fyrst um að segja mér frá aðdraganda þess, að hún fór út í fóstrunám. • TIL SVÍÞJÓÐAR A FÓSTRUSKÓLA — Upphafið var einfaldlega það, að ég taldi að þetta hlyti að vera skemmtilegt starf, seg ir Þórhildur. Ég var komin til ára minna og búin að vera í útlöndum, m.a. þrjú ár hjá syst ur minni og mági i Barcelona, og þar hafði ég kynnzt leik- skólum, sem börn þeirra sóttu. Var ég fyrst að hugsa um að komast á fóstruskóla, sem ég vissi um í Sviss, en úr því gat ekki orðið. Nokkrum árum seinna frétti ég svo af sænsk- um skóla, sem Alva Myrdal var nýbúin að stofna, „Social- pedagogiska seminariet". Ég sótti um skólavist og fékk inn göngu haustið 1938, fyrir náð og miskunn, þvi ég hafði ekki starfað við barnagæzlu áður. Hér var reyndar lítið um slíkt, nema hvað Sumargjöf rak dag heimili á sumrin í Grænuborg og Vesturborg, en á veturna var Reykjavíkurbær með barna heimili í Vesturborg, sem Bryn dís Zoega stóð fyrir. — Svo þú hefur ekki átt von á tryggri vinnu hér heima? —- Nei, hér var ekkert fast starf, sem hægt var að hverfa að. Þegar ég fór, hafði ég unn ið 5 ár á skrifstofu hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur og fannst ölium hin mesta vit- leysa af múr að fara úr fínni kontórstöðu í gagnsiaust nám. Þórhildur dreitf sig til Sví- þjóðar á skólann, sem Alva Myrdal var nýbúin að stofna. — Þetta var mjög nýtízku- legur skóli og þótti frjáls- lyndur. Fóstrunámið var 20 -mánuð'r. r <■' ég var bú.in með bóklega námið og hluta af því son síðar biskup, sem þá var formaður Barnaverndarráðs ís lands, varð aðalhvatamaður að þvi að komið yrði upp dagheim ili og fyrir forgöngu Margrét- ar Rasmus, skólastjóra Málleys ingjaskólans, lagði Barnaupp- eldissjóður Thorvaldsensfélags ins fram 3000 krónur til að koma af stað heimili. Við aug- lýstum eftir húsnæði og feng- um tvö herbergi og eldhús við Óðinsgötu. Öll vinnan við und irbúninginn var unnin af sjálf boðaliðum, húsnæðið lagfært og húsgögn smíðuð úr kössum. Siðan fór ég til kaupmanna og sníkti handklæði o. fl. Og 10. febrúar var opnað. Barna- verndarnefnd valdi um 20 börn á dagheimilið og voru þau mörg mjög illa farin af næringarskorti. En með því að drífa í þau mat og lýsi hresst- ust þau fljótt. Börnin komu á morgnana klukkan 10 og fengu þá brauð og mjólk, siðan fengu þau hádegismat og aftur brauð og mjólk síðdegis, og síðan voru þau sótt kl. hálf sex. Mér til aðstoðar var ein stúlka við matargerð og til hjálpar við börnin og fékk hún 50 krónur á mánuði, en ég vann fyrir mat mínum og §íðan komu vin konur mínar og hjálpuðu til við barnagæzluna. Þetta var með afbrigðum ánægjulegt starf, því þarna sá maður ár- angur. En 11. maí um vorið, daginn sem brezki herinn gekk á land, voru peningarnir búnir. O DAGHEIMILI OG LEIKSKÓLI VIÐ AMTMANNSSTfG — Og hvað tók þá við? — Eftir að herinn var kom- inn jókst þörfin á að koma börnunum af götunni. Græna- borg og Vesturborg störfuðu á sumrin, eins og ég gat um áð- an, en þetta sumar fékk Sum argjöf einnig Málleysingjaskól ann til afnota og stóð ég fyrir dagheimili þar. Var það eigin- lega mitt fyrsta starf hjá Sum argjöf. Um haustið endurtók sig sagan frá haustinu áður: ekkert dagheimili. Ég íór að ræða málið við Sumargjöf, sem sagðist vilja stuðla að dagheim ili og myndi útvega húsnæði ef ég gæti útvegað rekstursfé. Húsnæði fékkst hjá ríkinu, þrjú herbergi við Amtmanns- stíg, í húsinu sem kennt var við Guðmund Björnsson land- lækni. Ég fór svo á stúfana að biðja um peningahjálp og með aðstoð góðra manna tókst mér að ná inn nægilegum pening- um til að hægt væri að hefj- ast handa. Kassadótið af Óðins götunni var flutt á Amtmanns stíginn, og sníkti ég síðan til viðbótar og fljótlega var hægt að opna dagheimili. Barna- verndarnefnd valdi börnin, eins og veturinn áður, en þar sem vildi brenna við að þessi börn fengju á sig „stimpil" fór ég fram á að fá að hafa jafn- framt leikskóla í einu herberg inu, þar sem fólk gæti komið börnum sínum frá kl. 1—4 gegn borgun. Það var samþykkt að gera þessa tilraun og við aug- lýstum. Ég man að ég var svo spennt að sjá hvernig þessu yrði tekið, að ég sat við sím- ann og beið eftir að hann hringdi. — Hvernig var leikskólanum tekið? , — Það virtist mikill áhugi á leikskólanum og ég fékk strax 12 börn og voru þeirra á með- al börn ýmissa góðborgara. Komu þau með nesti með sér, en börnin á dagheimilinu fengu aftur á móti mat. Ég taldi mjög mikilvægt að láta börnin, sem nauðsynlega þurftu dagheimilisvistar við, blandast öðrum börnum, svcrað þau fengju ekki minnimáttar- kennd. Ég man t.d. eftir lítilli telpu, sem kom grátandi til mín, og þegar ég spurði hana hvað væri að sagði hún, að það væri svo leiðinlegt að þurfa að vera á barnaheimili, þvi sér væri strítt með þvi. • T.IARNARBORG OPNUÐ — Dagheimilið og leikskól- inn störfuðu ailan veturinn og um vorið var farið að senda börn í stórum stíl burt úr bæn um. Hafði það einnig verið gert sumarið áður en var nú aukið og voru fjölmargir skólar tekn ir fyrir börnin. Ég fór um miðj an maí í Reykholt með 105 börn á aldrinum 3—10 ára og vair þar uim suimari'ð. Um haustið vaknaði ennþá spurn- ingin: „Hvað á að gera?“ Sum argjöf var nú komin á þá skoð un að nauðsynlegt væri að halda áfram rekstri dagheim- ila á veturna og réðst í að kaupa tósilS Tjarnatrgötu 33. Var þetta góðuir tkni tiil aið toaiupa hús, þvá sköimimu síðar hækkaði verð þeirra mikið. Eft ir að breytingar höfðu verið gerðair á húsimu tók þar til starfa dagheimili, tvískiptur leikskóli og vöggustofa og var ég ráðiin forstöðukona. Var það eingöngu í höndum Sumargjaf- ar að ákveða hvaða börn væru tekin á dagheimilið, leikskólann og vöggustofuna. — Þegar Tjarnarborg var að taka til starfa kom að sjálf- sögðu upp húsgagnavandamál. Ég kom með kassahúsgögnin en stofurnar voru margar :%o ekki var um annað að ræða e"h fara út og sníkja. Ég man að einn góður borgari gaf eitt þús und krónur, sem voru miklir peningar I þá daga. Fyrir það fengum við 24 stóla, hringlaga borð og þrjú minni borð og nægði þetta í eina stofu. Þess- um peningum var vel varið og þótt ég þekki þennan mann lít ið hugsa ég ávallt til hans með hlýhug. Húsgögnin fylgdu mér síðan — ég tók þau með mér, þegar ég tók við Laufás- borg, og þar skildi ég við þau í sumar. Reyndust þetta mikil heillahúsgögn. • AÐDRAGANDI FÓSTRUSKÓLANS — En hvernig var að fá menntað starfsfólk? — Það var ekki um annað að ræða en ólærðar stúlkur, þ.e.a.s. án fóstrumenntunar. En þær voru duglegar og sumar þeirra voru kennarar, svo þetta gekk alveg furðanlega. Ég sá þó fljótlega að þannig gæti þetta ekki gengið til fram búðar, þvi ómögulegt væri að fjölga dagheimilum, án þess að koma á fót einhverri fóstru- menntun hér. Nokkrar stúlkur höfðu farið utan til náms í uppeldisfræðum en fæstar kom ið aftur. Ræddi ég þetta í Sum argjöf og ísak Jónsson formað ur Sumargjafar tók því vel, enda var hann mjög ötull og duglegur. Leituðum við til rík is og bæjar til að fá styrk og einnig voru húsnæðismöguleik ar athugaðir. Suðurborg var nú nýtekin til starfa í húsnæði, sem Reykjavíkurbær átti, og þangað var vöggustofan úr Tjarnarborg flutt. Rýmkað- ist því aðeins í Tjarnarborg og var ákveðið að taka þar hús- næði undir fóstruskóla. Mér var kunnugt um að Valborg Sigurðardóttir var að ljúka námi í sálarfræði í Ameríku og spurði ég Áslaugu systur henn ar, sem komin var heim frá námi og orðin forstöðukona Suðurborgar, hvort hún héldi að Valborg væri fáanleg til að taka að sér stjórn skólans. Varð úr að ég skrifaði Val- borgu og hún tók boðinu og bjó sig sérstaklega undir hið nýja starf, áður en hún kom heim. Fóstruskólinn var í byrj un að miklu leyti sniðinn eftir skólanum, sem ég hafði verið á í Svíþjóð, enda var sá skóli talinn góður og mjög nýtízku- legur. — Fyrstu fóstrurnar útskrif- uðust 1948 og var þeim vel fagnað. Skilningur borgaryfir- valda var nú farinn að aukast á þörfinni fyrir dagheimili og leikskóla og var upp úr þessu farið að byggja leikskólana og voru Barónsborg og Drafnar- borg byggðar fyrst. Án þess að störf annarra séu vanmetin þá verð ég að segja, að það var Jónas B. Jónsson núver- andi fræðslustjóri, sem átti drýgstan þátt í að hrinda af stað skipulegri uppbyggingu dagheimila - og leikskóla í Reykjavik. Hefur síðan verið unnið stöðugt að þessum mál- um, enda mikið áunnizt. Ég minni þær stundum á þetta ungu fóstrurnar, sem nú eru að taka við nýju höllunum, full búnum og fyrsta flokks. • í LAUFÁSBORG — Hvenær tókstu svo við Laufásborg. — Þegar Reykjavíkurborg keypti húsin við Laufásveg 53 og 55 var ákveðið að ég tæki þar við forstöðu. Húsin þurftu mikilla breytinga við og var Halldór Jónsson arkitekt feng- inn til að teikna breytingarn- ar, og gerði hann það í sér- lega góðri samvinnu við mig og Jónas B. Jónsson. Þegar Laufásborg opnaði haustið 1952 var þörfin svo mikil fyrir dagheimili, leikskóla og vöggu stofu, að taka varð inn fleiri börn en hæfilegt þætti nú. Síð an hefur þeim farið smáfækk- andi eftir því sem byggt hefur verið og í sumar, þegar ég hætti, voru 103 börn í Laufás- borg, á vöggustofu og dagheim ili, og voru börnin á aldrin- um þriggja mánaða til 6 ára. — 1 hverju hefur starf þitt sem forstöðukona verið fólgið? — Forstöðukonan tekur á móti umsóknum og afgreiðir þær. Hún lítur eftir öllu á heimilinu og sér um viðhald Framhaid á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.