Morgunblaðið - 07.11.1970, Síða 17

Morgunblaðið - 07.11.1970, Síða 17
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARUAGUR 7. NÓVŒJMBER 1970 17 F æreyingar kjósa til Lögþings i dag í DAG, laugardag, ganga Færeyingar að kjörborð- inu til þess að kjósa 20—30 menn til að sitja á Lög- þingi sínu, löggjafarþingi því, sem fer með málefni Færeyja skv. heimastjórn- arlögunum frá 1948. Alls eru nú 22.600 manns á kjör skrá. Kosningarétturinn er enn miðaður við 21 árs ald ur, en eitt af hinum fyrstu verkefnum hins nýkjörna Lögþings, er það kemur saman, verður að færa kosningaaldurinn niður um eitt ár. Færeyska Lögþingið er lik lega einasta löggjafarsam- kunda Evrópu, þar sem tala þingmanna er ekki fastákveð in. 20 þingmenn eru kjör dæmakosnir en uppbótarþing menn geta verið frá engum og allt upp í tíu. Þegar kjördæmakosningin liggur fyrir er með úthlutun uppbótarþingmanna leitazt við að jafna metin á stærð- fræðilegan hátt miðað við greidd atkvæði. Frá því að fyrst var kjör- ið til Lögþings skv. heima- stjórnarlögunum 1950 hafa þingfulltrúar verið 25, 27, 30, 29 og 26 á hverju kjörtíma- bili. Öllum er ljós sú staðreynd, að sárafá atkvæði geta haft þau áhrif að þingsætum fjölgi eða fækki verulega. Hefði svo farið I siðustu kosningum að Jafnaðarmannaflokkurinn hefði fengið 17 atkvæðum fleira, hefði Lögþingið setið 29 þingmenn í stað 26. KKKI HÆGT AÐ R.ÍÚI'A ÞING Kjörtímabilið er 4 ár og er þetta tekið svo alvarlega að í öllum kosningum til þessa hef ur verið kosið 8. nóvember, án tillits til vikudagsins. Þó er nú málum svo háttað að Færeyingar bera slíka virð- ingu fyrir helgi sunnudags- ins, að nú verður kosið laug- ardaginn 7. nóvember. Landsstjórnin, ríkisstjórn Færeyja, hefur ekki vald til þess að rjúfa þing og láta efna til nýrra kosninga, og mun það líklega vera eins- dæmi i lýðræðislandi. Þingrof getur aðeins farið fram á þann hátt að Lögþingið sam- þykki sjálft lög um það. Til þess að forða mis- skilningi er rétt að geta þess að dönsk yfirvöld hafa á eng an hátt áhrif á skipan Lög- þingsins, rof þess eða ákvarð anir. Lögþingið sem slíkt er algjörlega sjálfstæð og óháð stofnun. I ÆREVTAR OG DANSKA ÞINGIÐ Samkvæmt stjórnarskránni eiga Færeyingar tvo þing- menn á danska þinginu. Þess ir tveir þingmenn eru kjörn- ir er þingkosningar í Dan- mörku fara fram og kjör- þeirra er óháð bæði lands- stjórn og Lögþingi Færeyja. Færeysku þingmennirnir tveir starfa á sama hátt í danska þinginu og aðrir þing menn þess varðandi löggjöf fyrir allt ríkið, en hafa ekki sem danskir þingmenn áhrif á færeyska löggjöf i einstök um málum. Þýðing setu þeirra í danska þinginu fyr- ir Færeyinga er fyrst og fremst fólgin í málflutningi þeirra er danska þingið fjall ar um mál, er varða Færeyj- ar. SEX FLOKKAR Sex flokkar höfða nú til kjósenda i Færeyjum, Sam- bandsflokkurinn, Gamli sjálf stjórnarflokkurinn, Jafnað- armannaflokkurinn, Fólka- flokkurinn, Þjóðveldisflokk- urinn og Framfaraflokkur- togi flokksins í fjölda ára, og hefur gegnt embætti lög- manns á ýmsum tímum. Johan Poulsen, sem i 50 ár hefur verið fulltrúi flokksins á Lögþinginu, sem mun vera met, og hefur einnig í mörg ár átt sæti í danska þinginu, er að þessu sinni ekki í fram- boði fyrir flokkinn. FYRSTI SJÁLFSTJÓRN- ARFLOKKURINN Gamli sjálfstjórnarflokkur- inn er næst elzti flokkur Fær eyja (Sambandsflokkurinn er elztur) og var stofnaður um aldamótin síðustu. Það má um hann segja, að hann sé eins konar móðurflokkur hinna þriggja flokka, sem styðja sjálfsstjórn, þ.e. Fólka flokksins, Þjóðveldisflokks- ins og Framfaraflokksins. Flokknum er oft líkt við danska radikalaflokkinn (Det radikale Venstre), þar Frá Þórshöfn í Færeyjum. Dam, hefur nú tekið upp þráðinn, og eitt af "því, sem teljast verður mest spenn- andi við kosningarnar i dag er það hvort honum hefur tekizt að viðhalda þeirri aðstöðu, sem faðir hans hafði skapað flokknum. Tveir fulltrúar jafnaðar- manna eiga sæti í landsstjórn inni, Atli Dam og Jakup Lindenskov. Báðir eru undir fertugu, og auk þeirra bjðða jafnaðarmenn nú fram ýmsa aðra unga menn, þannig að segja má að flokkurinn hafi leyst „kynslóðavandamál“ sitt. ÆSKIR AUKINNAR SJÁLFSSTJÓRNAR Fólkaflokkurinn er borg- aralegur flokkur. Flokkur- inn æskir aukinnar sjálfs stjórnar og er hann myndaði landsstjórn með hinum sjálfs stjórnarflokkunum 1966, 20 - 30 lögþingsmenn verða kjörnir eftir sérstæðum kosningareglum inn. Þessir flokkar hafa ver- ið einráðir á stjórnmálasvið- inu frá 1954. Enginn þeirra hefur verið án fulltrúa á Lög þinginu og engir aðrir flokk ar hafa boðið fram við Lög- þingskosningar. Að sjálfsögðu hefur verið reynt að stofna nýja flokka, og þannig hefur bæði verið reynt að stofna Friðarflokk og Kommúnistaflokk, en eng in tilraun til flokksstofnun- ar hefur náð að komast á það stig, að um framboð til Lögþingsins hafi orðið að ræða. Sambandsflokkurinn er í senn íhaldssamur og frjáls- lyndur. Stefna flokksins er að viðhalda sem nánustum tengslum við Danmörku. Er heimastjórnarlögin voru sam- þykkt var flokkurinn þeirr- ar skoðunar að Færeyjar Erlendur Paturson yrðu áfram amt I danska rík- inu. 1 mörg ár hefur Sambands- flokkurinn, þó ekki á þingi því, sem nú situr, haft full- trúa sinn í danska þinginu, sem unnið hefur mjög náið með danska Vinstriflokknum. Núverandi lögmaður Kr. Djurhuus, hefur verið leið- Kristian Djurhuus sem hann höfðar stjórnmála- lega séð til samsvarandi þjóð félagshópa. Á sama hátt hef- ur flokkurinn tekið þátt í landsstjórnarmyndunum með ýmsum öðrum flokkum. Ef tekið er til innanlandsmála má segja, að flokkurinn hafi náð tilgangi sínum með heima stjórnarlögunum, en hann æskir þó víðtækari heima- stjórnar á ýmsum sviðum, t.d. á sviði skóla- og menntamála. Eini fulltrúi flokksins á Lögþinginu er Hilmar Kass, og fulltrúi hans í lands- stjórninni er Samal Peter- sen, sem segja má að sé ráð- herra kennslu-, mennta- og innanríkismála. JAFNAÐARMENN Jafnaðarmannaflokkurinn rekur svipaða stefnu og danski jafnaðarmannaflokk- urinn og hefur flokkurinn náið samstarf við hinn danska bróðurflokk. 1 lands- málum er Jafnaðarmanna- flokkurinn þeirrar skoðunar að halda skuli sambandinu við Danmörku. Við lát Peter Mohr Dam 1968 missti flokkurinn óum- deildan leiðtoga sinn i fjóra áratugi. Sonur hans, Atli lagði hann fram tillögur um fjölmargar breytingar á heimastjórnarlögunum og til- lögu um að þingsæti Færey- inga í danska þinginu yrðu lögð niður. Tillögur þessar voru felldar vegna þess að einn þingmaður flokks- ins greiddi atkvæði gegn þeim! í danska þinginu er full- trúi flokksins óháður dönsku flokkunum. Talið er, að verið sé að vega og meta samstarf við íhaldsflokkinn, en þrátt fyrir ýmislegt hag- ræði, sem af slíku samstarfi mundi hljótast, hafa þing- menn flokksins fremur tekið óháða afstöðu. Helzti maður flokksins er Hakun Djur- huus, fyrrverandi lögmaður, sem einnig er annar tveggja færeyskra þingmanna á danska þinginu. Hákun Djurhuus Þjóðveldisflokkurinn, eða repúblíkanaflokkurinn, er mjög vinstrisinnaður og vill Færeyjar eins óháðar Dan- mörku og hægt er. Flokkur- inn nýtur mikils fylgis með- al ungra menntamanna, og mikill hluti færeyskra stúd- enta í Kaupmannahöfn styð- ur stúdentafélag flokksins þar, „Mefinfélagið". Helztu menn flokksins eru stofnandi hans, Erlendur Patursson, sem nú á ekki sæti á lögþing- inu, Sigurd Joensen og Hanus vid Hógadalsá. Framfaraflokkurinn er klofningsflokkur úr Fólka- flokknum, en klofningurinn átti sér stað m.a. vegna mis- munandi afstöðu manna til þess hversu víðtæk sjálfs- stjórnin skuli vera. Stefna flokksins i innanlandsmálum er i stórum sniðum hin sama og Fólkaflokksins. Stofnandi flokksins, leiðtogi og eini full trúi á Lögþinginu er Kjartan Mohr. HIN RAUNVERULEGU VANDAMÁL Þrátt fyrir að hverjar kosningar markist af vanda- málum í brennidepli — nú er það gerð nýs flugvallar og af staða Færeyja til Efnahags- bandalags Evrópu — mótast afstaða kjósenda til flokk- anna yfirleitt fremur af þjóð málum og afstöðu flokkanna til þeirra. Helztu málin eru afstaðan til Danmerkur og sjálfsstjórn armálin. Afstaða flokkannatil þessara mála er I stórum dráttum þessi: Sósialdemó- kratar og Sambandsflokkur- inn, svo og verulegur hluti Gamla sjálfstjórnarflokksins, styðja áframhaldandi sam- skipti við Danmörku. Þjóð- veldisflokkurinn, Fólka- flokkurinn og Framfaraflokk urinn vilja aukið sjálfstæði. 1 fráfarandi Lögþingi var skipting hinna 26 þingfull- trúa þannig: Sambandsflokk- urinn 6 þingmenn, Gamli sjálfstjórnarflokkurinn 1, Jafnaðarmannaflokkurinn 7, Fólkaflokkurinn 6, Þjóðveld isflokkurinn 5 og Framfara- flokkurinn 1. Núverandi landsstjórn var mynduð af Jafnaðarmanna- flokknum, Sambandsflokkn- um og Gamla sjálfstjórnar- flokknum. Hún hefur notið stuðnings 14 lögþingsmanna, en 12 hafa verið i stjórnar- andstöðu. Sú landsstjórn, sem fór með völd á undan þessari, byggðist á Fólka- flokknum, Þjóðveldisflokkn- um, Gamla sjálfstjórnar- flokknum og Framfaraflokkn um. Hún naut stuðnings 15 þingmanna en 14 voru þá í stjórnarandstöðu. SPENNANDI KOSNINGAR Það er þvi ekki að undra að i Færeyjum bíða menn spenntir eftir kosningaúrslit unum nú, og ekki er spenn- ingurinn minni varðandi myndun nýrrar landsstjórn- ar, sem verður afleiðing kosn inganna. Viðræður um stjórn armyndun taka venjulega langan tíma, eða frá deginum eftir kosningadag og fram yf- ir nýár. Ógerningur er að sjá fyrir hver niðurstaðan verður. 1 færeyskum kosningum er einn af hinum óútreiknan legu þáttum hversu persónu- legar þær eru. Hinn persónu legi þáttur er mikill í þjóðfé- -4agi þar sem kjósendurnir i hverju kjördæmi eru næstu nágrannar frambjóðendanna!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.