Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 13
MÖRGUN’BLAÐH), LAUGAEiDAGUR 7. NÖVUMBER 1970 13 Úr skýrslu sjávarútvegsmálará ðherra á aöalfundi L.Í.Ú: I>orskstofninn verður að verja með öllum ráðum 65-70% af öllum fiski, sem hrygnir, er veiddur árlega — Höfuðáherzla á aukna vöruvöndun í skýrslu þeirri, sem Eg’g’ert G. Þorsteinsson lagði fram á aðal- fundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna í gær, er fjallað sérstaklega um verndun fisk- stofna og eftirlit og mat á fisld og fiskafurðum. I þessum kafla skýrslunnar kemur m.a. fram, að ekki er að vænta góðrar síld- veiði fyrr en 3—5 árum eftir gott gotár og jafnframt, að þorsk stofninn verði að verja með öll- um tiltækum ráðum. 1 ávarpi sínu á aðalfundinum ræddi ráðherrann sérstaklega um ankna vöruvöndun og sagði: „Af hálfu fiskifræðinga okkar hefur verið lögð á það áherzla undanfarin ár að nánustu heima mið okkar væru fullsetin — eða fullnýtt og sum e.t.v. ofnýtt. Eigi því íslenzkur sjávarútveg ur að halda áfram að vera und- irstaða bættra lífskjara og al- mennra framfara þá verður sú viðhót frá honum að koma til í stórbættri nýtingu þess afla, sem á land berst. Auknar kröfur í þessu efni er nauðsynlegt að gera nú á allra næstu timum til allra er hér eiga beinan hlut að máli, útgerðar- m-yina, sjómanna og fiskvinnslu stöðvanna í landi ásamt ströngu aðhaldi opinberra aðila — þvi hér er ekki um einhliða hags- muni þessara aðila að ræða, held ur þjóðarhagsmuni. Petta mikilvæga atriði ásamt vemdun fiskistofnanna og bar- áttunni fyrir stækkun fiskveiði* lögsögunnar eru þau verkefni næstu tíma, sem hæst munu bera og við eigum mest undir að vel takist til um. Árangur í þessum efnum má ekki tef ja, með minni- háttar deilum um dægurmál, í þessum efnum á þjóðin öll að eiga einn liug og eina sál.“ Hér fara á eftir framangreind- ir kaflar úr skýrslu ráðherrans: VERNDUN FISKISTOFNA Fiskifræðingar telja ástand norsk-íslenzka síldarstofnsins svo slæmt í dag, að litla síld verði að fá næstu 5—6 árin. Síð- asta góða árganginum af þess- um stofni var í raun réttri að mestu útrýmt af Norðmönnum og Rússum áður en hann náði kynþroska aldri og þeirri stærð, að Islendingar gætu nytjað hann. Álitið er, að þessi stofn taki ekki að rétta við fyrr en gott gotár kemur, en hagnýtur ár angur mun ekki nást fyrr en fimm árum eftir slíkt gotár. Svo sem kunnugt er hafa orð- ið miklar umræður og margir fundir verið haldnir um ráðstaf- anir til verndar norsk-íslenzka sildarstofninum. Síðast var hald inn fundur um þetta mál í Berg- en dagana 27. — 29. október s.l. Fundinn sóttu fulltrúar frá Is- landi, Danmörku, Noregi og So- vétríkjunum. Tókst þar að ná samkomulagi um að leggja til við ríkisstjórnir þessara landa tak- mörkun veiða á þessum stofni á árinu 1971. Hver þessara þjóða takmarkar veiðar sínar á vetr- arsíld við sama veiðimagn og hún aflaði á árinu 1969. Enn fremur takmarkar hver þessara þjóða veiðar sínar á smásíld og feitsíld úti fyrir ströndum Nor- egs og Múrmansk við 70% af því aflamagni, sem hver þessara þjóða aflaði þar á árinu 1969. Um íslenzku sildarstofnana er það að segja, að vegna ein- hliða ráðstafana Islendinga til verndar þeim, þar með veiði- banni frá því í marz fram í sept ember, árlegum magnkvóta og banni gegn veiði smásíldar, þá er talið að þessir síldarstofnar hafi aðeins rétt við, en verulega sé ekki hægt að byggja á þeim fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú til fimm ár eftir gott gotár. Ef litið er til þess, að síldar- stofnarnir í Norðursjónum eru þegar fullnýttir og sildar- stofnarnir við Ameríku eru held ur á niðurleið, má ljóst vera, að ekki er að vænta síldveiða að neinu ráði í Norður-Atlantshafi í náinni framtíð. Þessi þróun síldarstofnanna hefur leitt til þess, að lögð er meiri áherzla á veiðar á öðrum fiski til bræðslu, svo sem loðnu, spærlingi, kolmunna og fleiri teg undum. Eins og kunnugt er, varð góð loðnuveiði hér við land á síðast liðnum vetri, og hún gæti ef til vill orðið enn meiri. Ennfremur er mikil loðna við Kanada, sem litið hefur verið nytjuð. Eins og kunnugt er, gerðu nokkr- ir bátar í vor tilraun með spær- lingsveiðar, sem lofa nokkuð góðu. Ókannað er, að hve miklu leyti kolmunni gæti gefið arð, en gerðar hafa verið og gerðar munu verða tilraunir til veiða á honum. Veiðar á þessum tegundum gætu að einhverju leyti bætt upp hráefnisskortinn, en senni- legt er þó, að magnið verði minna en það var fyrir 1967. Sé vikið að þorskinum, þá er hann sú fisktegund, sem við hljótum að byggja afkomu sjáv- arútvegsins að miklu leyti á. Þorskurinn er stofn, sem við verðum með öllum ráðum að verja. Sterkir árgangar komu i stofninn 1964 sérstaklega og 1965 og einnig ef til vill 1966 að því er vísindamenn telja. Þessir árgangar hafa haft mikil áhrif á sumarveiðina. Vertíðar- aflinn hefur þó ekki ennþá byggzt á þeim eingöngu, heldur hafa komið óvæntar sterkar göngur frá Grænlandi og ver- tíðarstofninn er því minni en hann sýnist vera. Á næsta ári munu liggja fyrir alþjóðlegar niðurstöður rannsókna á ástandi þorskstofnsins við Is- land, en þegar liggur fyrir, að 65—70% af öllum fiski, sem kem- ur til að hrygna, er veiddur ár- lega. Stofn þessi er því þegar fullnýttur og ekki að vænta aukinnar veiði frá því sem nú er. Ýsustofninn er ekki stór, og undanfarin ár hefur ýsuveiðin verið léleg. Ufsi er sennilega ekki fullnýttur. Aðrir þorsk- fiskastofnar breyta dæminu ekki að neinu ráði. Skarkoli er fullnýttur stofn við Island og gefur ekki mikið magn. Aukin grálúðuveiði og lúðuveiði kemur heldur ekki til með að bæta dæm ið að neinu gagni. Karfamið í Norðurhöfum eru þegar fullnýtt og er ekki von til aukinna karfa veiða á næstunni. Af því, sem hér hefur verið rakið, má ljóst vera, að nær all- ir stofnar gæðafisks við strend- ur landsins eru þegar fullnýtt- ir eða svo til. Nauðsyn ber því til að gera ráðstafanir, er hafa þann tilgang að vernda fiskstofnana, vernda arðbærni þeirra og síðast en ekki sízt að halda hlut okkar Islendinga í veiðunum. Eins og sakir standa eru öll fjarlægari mið umhverfis okkur þegar fullnýtt, og þar þegar tal- að um takmarkanir. Þótt þorsk- stofninn við Island gefi okkur vonir til sæmilegra veiða í ná- inni framtíð, þá eru önnur hættumerki í nánd. Vegna tak- markana á öðrum miðum, má bú- ast við aukinni sókn útlendinga á Islandsmið, og eru merki þess farin að sjást. Öllum er í fersku minni hví- líkt reiðarslag það var fyrir ís- lenzkan efnahag, þegar síldveið arnar drógust sáman. Ef slikt hið sama kæmi fyrir þorskstofn- inn, má segja, að það hefði enn alvarlegri afleiðingar fyrir ís- lenzkan efnahag. Við verðum að vinna að þvi, innan alþjóðlegra stofnana, að koma á vísindalegu eftirliti með fiskstofnunum og að fá aðrar ráðstafanir gerðar til að takmarka veiðarnar. Svo sem alkunna er, þá hef- ur ríkisstjórnin lýst þvi yfir, að hún telji hagsmunagæzlu Is- lendinga og réttarvernd á land- grunninu eitt veigamesta við- fangsefnið á næstunni. Rikis- stjórnin hefur unnið að því und anfarin ár að kynna þetta mál og afla því fylgis, og mun fylgja því eftir af fremsta megni. Rætt hefur verið um það að kalla sam an þriðju alþjóða ráðstefnuna um „lög hafsins", þar sem þetta efni verður eitt aðalmálið að því er snertir okkar hagsmuni. Ákvörðun um þessa ráðstefnu verður væntanlega tekin á yfir- standandi allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna og um verksvið ráðstefnunnar, þegar til kemur. Ríkisstjórnin er því samþykk, að kvödd verði saman alþjóða ráðstefna varðandi réttarreglur á hafinu, enda verði verksvið hennar nægilega viðtækt til að fjalla um öll atriði varðandi rétt indi strandríkis á svæðum, sem liggja að ströndum þess. Það er skoðun ríkisstjórnar- innar, að strandriki eigi rétt á að ákveða takmörk lögsögu sinn ar innan sanngjarnra takmarka með hliðsjón af landfræðilegum, jarðfræðilegum, efnahagslegum og öðrum sjónarmiðum, er þýð- ingu hafa. Að því er Island varð ar, eru lögsaga og umráð yfir landgrunni þess og hafinu yfir því sanngjörn og réttlát og verð skulda viðurkenningu samfélags þjóðanna. EFTIRLIT OG MAT Á FISKI OG FISKAFURÐUM Þegar litið er til þess, sem áð- ur hefur verið rakið, flestir fisk stofnar nytjafiska eru annað hvort fullnýttir eða jafnvel of- veiddir, þá er augljóst, að þró- unin hlýtur að stefna að meiri vöruvöndun. Lélegt hráefni get ur aldrei orðið góð vara og þótt við setjum met í aflabrögðum er til lítils unnið, ef ekki verður úr aflanum það verðmæti sem efni standa til. Undanfarið hafa orðið miklar umræður um þessi mál. Kemur þar fyrst til væntanleg löggjöf í Bandaríkjunum um eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum, svo og álitsgerð neytendasamtaka þar í landi um íslenzka freðfisk framleiðslu. Nauðsynlegt er að fá því svarað, með hvaða hætti við getum bezt að aukinni vöru vöndun staðið. Tillögunefnd um hollustuhætti í fiskiðnaði var skipuð haustið 1968 og hefur verkefni hennar verið að hafa forgöngu um und- irbúning nauðsynlegra aðgerða hér á landi vegna áður greindr- ar lagasetningar í Bandarikjun- um. Störf nefndarinnar hafa til þessa einkum verið fólgin í gagnasöfnun og bvriunarúttekt á hraðfrystihúsum til þess að kanna, að svo miklu leyti sem hægt er á þessu stigi, hve mikilla umbóta yrði þörf í hrað- frystihúsunum og hve mikinn kostnað þær hefðu í för með sér. í júlimánuði 1969 skipaði ráðu neytið 8 manna nefnd til að end- urskoða reglugerðir um mat og eftirlit á ferskum fiski og fleira. 1 nefndinni áttu sæti fulltrúar útvegsmanna, sjómanna, fiskiðn aðarins og opinberra aðila, Sá árangur varð af starfi nefndar- innar, að hinn 20. marz s.l. var sett reglugerð um eftirlit og mat á ferskum fiski og fleira, þar sem auknar líröfur eru gerðar til búnaðar og þrifa á fiskiskip- um, löndunar- og flutningatækj- um og i fiskmóttöku og aðgerð- arhúsum. Svo sem kunnugt er hefur ver ið stofnað til fiskiðnaðarnám- skeiða, er vera skulu grundvöll- ur fyrir fiskiðnskóla. Við síð- asta námskeið tókst að sameina þá krafta, sem að slíkum skóla munu standa í framtíðinni. Kom- ið hefur í ljós, að tiltölulega fá- ir menn hafa ennþá nægilega kunnáttu og starfstima til að kenna við slíkan skóla, og mik- inn undirbúning þarf að vinna við samningu erinda, kennslu- bóka og skipulagningu kennsl- unnar. Er þvi ljóst, að jafnvel þótt vilji og fjármagn standi ekki í vegi fyrir slíkum skóla Eggert G. Þorsteinsson. kemur fleira til. Óhjákvæmilegt er þó, að þetta undirbúnings- starf verði unnið og að fiskiðn- skóli verði að veruleika í náinni framtíð, og er nú unnið að þeim málum. Fleira þarf þó að koma til. Ákveðið hefur verið að taka fiskimatsmálin til heildarendur- skoðunar og, ef nauðsyn krefur, endurskipuleggja þau frá grunni. Náin og traust samvinna alli-a þeirra aðila, er að þessum málum vinna, verður nauðsyn- leg við þá endurskoðun. Er það von ráðuneytisins, að endur- skoðunin leiði til þess, að eftir- lit og mat á fiski og fiskafurð- um verði bæði raunhæfara og markvissara en það er í dag, mið að við þá f jármuni, sem varið er til þessara mála. V efnaðarnámskeið Er að byrja eftirmiðdagsnámskeið í vefnaði. Upplýsingar í síma 34077. GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR. m mm\: 1. febkií\r 1971, VEGAIA NÝRRA LÁKSUMSÓKNA HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUNIN VEKUR ATHYGLI HLUTAÐ- EIGANDI AÐILA A NEÐANGREINDUM ATRIÐUM: I. EINSTAKLINGAR, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðum í smíðum) á næsta ári 1971, og vilja koma til grei.na við veitingu lánsloforða á því ári, skulu senda lánsumsóknir sínar með tilgreindum veðstað og tilskild- um gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1971. II. FRAMKVÆMDAAÐILAR I BYGGINGARIÐNAÐINUM, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir hyggj- ast byggja á næsta ári, 1971, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1971, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. III. SVEITARFÉLÖG, FÉLAGSSAMTÖK, EINSTAKLINGAR OG FYRIRTÆKI, er hyggiast sækja um lán til byggingar leigu- ibúða á næsta ári í kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1971. IV. Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnun- inni, þurfa ekki að endurnýja þær. V. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1971, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánsloforða á næsta ári. Reykjavík, 5. nóvember 1970. HLISNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.