Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDA.GUR 7. NÓ'VKMBER 1970 Samkomulag um stjórn bæjarins Svandísarmálið FORMÁLI Það hefur orðið samkomu- lag milli mín og ritstjórnar Morgunhlaðsins, að ég muni . skrifa 3 greinar með hálfs mánaðar millibili, um Kópa- vogsmál almennt, þar sem fram komi þau helztu verk- efni er núverandi bæjar- stjórn hyggst vinna að, gerð verði grein fyrir fjármálaút tekt á bæjarsjóði og einstök- um bæjarfyrirtækjum svo og tillögum að bættum rekstri þeirra. Það verður og varla hægt að komast fram hjáfþví að gera nokkra grein fyrir einstökum málum, sem helzt er haldið á loft af andstæð- ingum okkar, enda þótt þau séu varla svaraverð, þar sem þau snerta á engan hátt hags muni bæjarfélagsins, en eru oftast til þess að þjóna sér- hagsmunum einstakra manna og það er furðulegt siðgæði að bjóða upp á slíkan mál- flutning, enda mun það sizt verða málefnum Kópavogs til hagsbóta. UMRÆÐUR UM STJÓRN BÆ.IARINS Það verður ekki í þessum þáttum farið ítarlega út í þær viðræður sem áttu sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka um myndun meirihluta, sem voru allítarlegar og málefnalegar. Það kom einnig í Ijós, að hin- ir svokölluðu vinstri flokkar lögðu höfuðkapp á samstarf og virtust framan af mjög bjartsýnir um árangur, en fljótlega fóru að berast fregn ir af ósamkomuiagi þeirra um val á bæjarstjóra og skip- an einstakra embætta, en það vill oft henda fleiri af þess- um vinstri flokkum en Al- þýðuflokkinn að höfuð- áherzla þeirra er lögð á að koma gæðingum flokkanna í embætti, en minna er hugsað um velferð bæjarins. Lauk svo þessum einstöku og við- frægu samkomulagstilraunum vinstri aflanna hér í bæ með algjörum slitum og voru þá ekki spöruð skammaryrðin. SAMKOMULAG SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS OG FRAMSÓKN AR- FLOKKSINS Það tókst þó að lokum að mynda starfhæfan og sam- stilltan meirihluta, sem vænta má mikils af og var það tví- mælalaust mikið gæfuspor fyr ir Kópavogsbúa, enda lang- þreyttir á stjórnleysi undan- farinna ára. Það lofar einnig góðu hversu vel hefur tekizt til um val á bæjarstjóra, en hann hefur góða menntun og reynslu til þess að gegna þessu starfi, auk þess sem komið hefur í ljós, að hann er gæddur einstökum skipu- lagshæfileikum og góðri inn- sýn almennt í fjármál. Sjálfstæðisflokknum si,óð einnig til boða samstarf við Alþýðubandalagið á svipuð- um grundvelli og hér hefur verið rakið, en það varð of- an á í fulltrúaráði flokksins að taka heldur upp samstarf við Framsóknarflokkinn, en þar sem helzt er að skilja á blaði þeirra í Kópavogi að svo hafi ekki verið, tel ég nauðsynlegt að það komi fram, að þeir Þormóður Páls son, Björn Kristjánsson og Sigurður Grétar Guðmunds- son, höfðu samband við samninganefnd Sjálfstæðis- flokksins, þar sem þeir kynntu þeim tillögur sínar, sem þeir sögðu, að væru ekki samþykktar endanlega í þeirra flokki, en varla kæmu þeir umboðslausir til þess- ara samræðna. MÁLEFNASAMNINGUR Hann er eftirfarandi: Sam- komulag hefur orðið milli Sjálfstæðisflokksins og Fram sóknarflokksins í Kópavogi um samstarf í bæjarstjórn- inni og er það einkum reist á eftirfarandi sex atriðum: 1. Kjöri bæjarstjóra, forset um bæjarstjórnar svo og kjöri í nefndir. 2. Til grundvallar samstarf inu verða lagðar málefnayfir lýsingar flokkanna fyrir kosningar. 3. Nú þegar verði gerð út- tekt á fjármálastöðu bæjar- ins, þar sem skýrt komi i ljós, hver framkvæmdageta hans sé án lántöku, svo og hvernig greiðslum á lausa- skuldum er háttað. 4. Gerð verði framkvæmda áætlun fyrir komandi kjör- timabil, sem lokið verði eigi síðar en um næstu áramót. Sérstök áherzla verði lögð á varanlega gatnagerð og iagn ingu gangstétta. Þegar verði hafnar viðræður við lána- Þingliólsskóli við Kópavogsbraut. bæjarverkfræðingur, voru einnig þeir starfsmenn á veg um bæjarins, sem mest reið á að hafa gott taumhald á og eðlilega brást algjörlega sú yfirstjórn á bænum, með þeim afleiðingum að fyrrver- andi meirihluti féll úr 55% fylgi meðal Kópavogsbúa nið ur í 43% auk þess sem nýir menn að mestu höfðu tekið við forystunni í Framsóknar- flokknum. Að lokum vil ég sérstak- lega þakka Hjálmari Ólafs- syni fyrir ánægjulega sam- vinnu undanfarin tvö kjör- timabil og viðskilnaður hans á starfi sínu sem bæjarstjóri sýnir enn betur hvílikur drengskaparmaður hann er. KVEÐJUR FRÁ BLAÐINU KÓPAVOGI 1 blaði sínu reyna kommún istar hér í bæ, að gera mik- ið úr söknuði sínum vegna fráhvarfs Hjálmars sem bæj- arstjóra, en ferst það þó illa úr hendi. Það er öllum ljóst, sem þekkja til bæjarmála í Kópa KÓPAVOGSBRÉF stofnanir um möguleika á að fjármagna aðkallandi fram- kvæmdir. 5. Leitað verði álits sér- fróðra manna um endurskipu lagningu á rekstri bæjarskrif stofunnar og tæknideildar og fyrirtækja bæjarins með það fyrir augum að lækka rekst- urskostnað og koma í veg fyr ir óþarfa þenslu í stjórnkerf inu. 6. Höfð verði sem bezt sam vinna við þá flokka innan bæjarstjórnar, sem ekki eru aðiiar að þessu samkomulagi, við framvindu ofangreindra mála, svo og annarra, sem til heilla horfa fyrir Kópavog. ÞÖKKUM HJÁLMARI ÓLAFSSYNI Það er eðlilegt að þakka Hjálmari Ólafssyni fyrir mörg ágæt störf hans, sem bæjarstjóra, en þvi starfi hefur hann gegnt um 8 ára skeið og komið mörgu góðu til leiðar. Þar er til fyrir- myndar reglusemi hans í emb ættisrekstri og þess gætti hann mjög, að halla ekki á rétt minnihlutans í bæjarmál um. Aftur á móti var það stjórnarfyrirkomulag óþol- andi, sem hann starfaði und- ir, að yfirmenn hans, þ.e. bæj arráðsmennirnir Ólafur Jóns son, forstjóri strætisvagna Kópavogs og Ólafur Jensson, vogi, að Ólafur Jónsson, for- stjóri strætisvagna Kópavogs hefur ætlað sér þetta starf fyrir löngu og starfað að því leynt og ljóst að komast í embættið. Þessi ásetningur hans átti þó að fara með leynd og hvergi að koma fram opinberlega, en svo heppi- lega vildi þó til, að þegar bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti að segja bæjarstjóra upp starfi sinu og ákvað að auglýsa það til umsóknar, þá sátu bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins hjá við atkvæða greiðsluna, þ.e. þau Svandís Skúladóttur og Sigurður G. Guðmundsson og með því sýndu þau meðal annars tví- skinnung sinn í þessu máli. Á líkan hátt sýna þau inn ræti sitt í bréfi til Fram- sóknarflokksins í Kópavogi dagsettu þann 25. júní 1970, en þar láta þau í veðri vaka, að staðið hafi framsóknar- flokknum til boða að gera Ólaf Jensson að bæjar- stjóra. 1 þessari sömu grein bjóða þau einnig Al- þýðuflokknum að tilnefna bæj arstjóra og er það sanni nær en fyrri fullyrðing, en þá var það gert með því skilyrði, að Framsóknarflokkurinn réði bæjarritara og ætluðu þá Al- þýðubandalagsmenn að endur skipuleggja tæknideildina, eins og það var nefnt hjá þeim og ráða Björn Ólafsson sem bæjarverkfræðing. Þannig verður hlutur Al- þýðubandalagsmanna hér i þessum bæ í sambandi við myndun meirihluta, engan veginn góður og er þess vegna engin furða, þótt gagn rýni þeirra á störf núver- andi meirihluta veki furðu allra hugsandi manna og kvenna, og er á lægra menn ingarstigi en ætla mátti jafn- vel af þeim. FÖSTRUMÁLIÐ Á borgarafundi sem hald- inn var í Víghólaskólanum og sóttu um 700 manns, þar sem fluttar voru framsöguræður og leyfðar fyrirspurnir voru þau Sigurður G. Guð- mundsson og Svandís Skúla- dóttir spurð að því, hvort þau væru á launum hjá Kópa vogsbæ sem starfsmenn og svöruðu þau bæði þessari spurningu á svipaðan hátt, Sigurður sagðist vera formað ur Byggingarnefndar Hafnar fjarðarvegar og sem slíkur fengið greitt aukalega og Svandís sagðist sem formað- ur Leikvallanefndar hafa % hluta af launum fóstru og voru þessar skýringar þeirra taldar fullnægjandi og tæm- andi. Hér voru þau bæði að skýra rétt frá staðreyndum og var áðurnefndur skilningur þeirra algjörlega réttur að flestra dómi. Nú bregður svo við, að Alþýðubandalags- menn hér í Kópavogi höfðu ekkert mál til þess að koma fram með og gripu þá for- svarsmenn þeirra samtaka til þess ráðs, að gera Svandísi Skúladóttur að píslarvætti í augum almennings í Kópa- vogi og því miður virðast alltof margir hafa látið glepj ast af falsrökum þeirra í þessu máli. Nú skyldi maður ætla, að reynt hafi verið af þeirra hálfu að grípa til þess ráðs að segja, að Svandísi Skúla- dóttur hafi orðið á mismæli, var það raunverulega eina von þeirra til þess að byggja upp málið, en þess i stað reyna flokksmenn hennar að halda því fram, að hún hafi aldrei sagt þessi orð, þrátt fyrir, að 700 vitni voru við- stödd og heyrðu hið gagn- stæða, og eðlilega, þegar þannig er staðið rangt að mál um í upphafi, verður eftir- leikurinn svipaður. Nú vill svo til, að í lögum um réttindi og skyldur starfs manna ríkisins sbr. 1. gr., þar sem skilgreint er hverjir eru opinberir starfsmenn, eru þeir einir nefndir, sem hafa starf á vegum hins op- inbera, sem talið verður aðal starf, en það liggur í augum uppi, að Svandís hafði að- eins % úr starfi og þvi gilda lögin engan veginn um starf hennar, og allt tal fylgis- manna hennar um lögleysu er þar með úr gildi fallið sem dautt og ómerkt. Auk þess segir í sömu grein, að ef starfsmaður hef- ur uppi ágreining um gildi starfs síns, þá sker fjármála- ráðherra úr. Hinir ötulu mál svarar Svandísar Skúladótt- ur í hinu margnefnda .fóstru máli hafa aldrei gert neitt til þess að ná rétti sínum þann- ig á lagalegan hátt, enda eðlilegt þar sem þeim hafa verið ljósar þessar ofan- greindu staðreyndir. Á HVERJU BYGGIST STARFIÐ? Þá kemur að lokum að sið ustu röksemd andstæðinga okkar í þessu máli, en hún byggist á því að menntun Svandísar Skúladóttur, sem er lærð fóstra, ætti að ráða úrslitum um þetta starf henn ar. Einnig þessi röksemd er algjörlega úr lausu lofti grip in, þvi að starf formanns leik vaiianefndar er í því fólgið, að stjórna fundum nefndar- innar og hafa með höndum eftirlitsstörf með dagheimili og leikvöllum og vera þann- ig tengiliður við bæjarskrif- stofurnar. Jónas Pálsson, sál- fræðingur, var og einnig þeirrar skoðunar, að þetta eft irlitsstarf væri bezt rekið af skrifstofu bæjarins. Það vek ur aftur á móti furðu allra bæjarbúa hvaða sérmenntun Svandís Skúladóttir hefur nýlega öðlazt í byggingar- list, þar sem flokkur hennar telur sig sérstakan málsvara fagmanna, að hún skuli hafa orðið til þess að reka hinn kunna byggingarmeistara Leó Guðlaugsson úr byggingar- nefnd Kópavogs, en hann hafði átt sæti i henni um 8 ára skeið og starfað þar af mikilli prýði. ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR Það hlýtur að vera ósk okkar Kópavogsbúa að hin- um glæsilega formanni leik- vallanefndar, Ásthildi Pét- ursdóttur, gangi vel og verði allt til heilla i starfi sínu, en hún og nefndin hafa þeg- ar tekið til starfa af miklum skörungsskap og dugnaði. Einnig er gott að hafa i huga að Svandís Skúladóttir hefur góða reynslu í þessum mál- um og vænti ég þess, að þeg ar stríðshamurinn verði far- inn af henni, þá leggi hún starfskrafta sína af mörkum eftir beztu getu, hvort sem hún er í meirihluta eða minni hluta. Sig. Helgason hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.