Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1970 — Verðstöðvun Framhald af bls. 1 Áætlað er að hún gefi 143 millj. króna. í þriðja lagi mun ríkis- sjóður sjálfur leggja fram 256 milljónir króna. Samtals nemur þessi fjáröflun 644 milljónum króna. AÐDRAGANDINN Um aðdraganda þeirra ráðstaf ana gegn verðbólgunni, sem rík- isstjórnin hefur nú lagt til seg- ir svo í greinargerð með frv.: „Ráðstafanir þær, sem ráð- gerðar eru skv. lagafrumvarpi þessu og í tengslum við það, miöa að því að stöðva verð- bólguþróunina með því að stöðva víxlhækkanir kaupgjalds og verð lags við það mark, sem orðið var 1. september s.l. Þegar á allt er litið, mun launþegum jafnt sem atvinnuvegunum farnast eins vel eða betur, verði gerðar þær ráðstafanir, sem lagðar eru til, fremur en áfram sé haldið gagnvirkum aðlögunum verð- lags og launa. En rikissjóður mun nýta aukinn fjárhagslegan styrk sinn í þessu skyni, og þar með tryggja gildi gjaldmiðilsins og rekstrargrundvöll útflutnings framleiðslu. Heildarmeðaltal launahækkun- ar, sem um var samið í júni s.l., er talið hafa numið um 18%, en að meðtalinni verðlagsuppbót skv. maí-vísitölu, sem jafnframt var samið um, mun alls hafa ver ið samið um nálægt 21.5% kaup- hækkun að meðaltali. Hækkun framfærsluvísitölu í ágúst um 4.25% leiddi til hækkunar kaup- greiðsluvísitölu um 4.21% hinn 1. september. Nú er almennt kaupgjald því um 26.5% hærra en það var fyrir síðustu kjara- samninga. Nýlegar athuganir benda til þess, að framfærslu- vísitalan myndi að óbreyttu hafa hækkað um 11.8% frá maí til nóvember, en alls um 13.1% frá maí til febrúar n.k. Kaup- greiðsluvísitalan mundi þá ná 110.4 stigum hinn 1. desember og 111.7 stigum hinn 1. marz, og væri kaupgjald þá orðið 35.7% hærra en fyrir kjarasamning- ana. Með þessu eru ekki taldar áframhaldandi víxlverkanir af völdum þeirra verðlagsuppbóta, sem þar með væru fram komn- ar. Að þeim meðtöldum mundi framfærsluvísitalan hafa hækk- að síðari hiuta næsta árs um a.m.k. 16% frá maí s.l. og kaup- greiðsluvísitalan um 14%. Mundi kaupgjald þá alls hafa hækkað um 38.5% frá maí s.l. Hér er um lágmarkshækkun að ræða, þar sem ekki er gert ráð fyrir óframkomnum erlendum verðhækkunum, né öðrum óvissu atriðum, sem leitt gætu til verð- hækkana. Hækkunin kynni því að fara fram úr þessari áætlun, ef ekki yrði gripið til fyrirhug- aðra ráðstafana. Þótt verðhækkanir þessar séu miklar, eru þær ekki meiri en ástæða var til að ætla, að kjara- samningarnir í sumar leiddu til, sé jafnframt tekið tillit til er- lendra verðhækkana. Þó hefur komið í ljós, að ástæður til verð hækkana hafa ekki einskorðazt við nýgerða kjarasamninga og erlendar verðhækkanir, heldur höfðu bæði einkaaðilar og opin- berir aðilar dregið af ýmsum ástæðum að taka tillit 411 fyrri kostnaðarhækkana. Lágmarks- áætlun, sem gerð var í vor um áhrif hækkaðs launakostnaðar, benti til, að 21.5% hækkun myndi leiða til 13.1% hækkunar verð- lags. Við það bætast áhrif er- lendra verðhækkana um u.þ.b. 1.6%, en að meðtöldum víxl- verkunum frá þeirri viðbótar- hækkun mátti gera ráð fyrir 15—16% heildarhækkun verð- lags, eða nokkurn veginn jafn mikilli og nú er talið útlit fyrir að óbreyttu. Af þessu er augljóst, að ekki var hægt að koma i veg fyrir verðlagshækkanir með beitingu verðlagsákvæða, áður en aðlög- un verðlags að hækkun launa- kostnaðar í öndverðu var kom- in fram. Rök þau, sem færð voru fram fyrir nauðsyn þess- ara hækkana, voru svo sterk, að þeim varð ekki andmælt. Hækk- anirnar hafa dreifzt mjög al- mennt á allar tegundir vöru og þjónustu og tiltölulega jafnt, eft ir því, sem tilefni hafa gefizt til. Hafa hlutaðeigandi yfirvöld fylgzt rækilega með verðlagsað- löguninni með stuðningi sundur- liðaðra vísitöluyfirlita og áætl- ana og unnið að samræmdu mati hækkunartilefna, svo að sem fastast yrði á móti sporn- að. Hefur jafnframt verið unn- ið að því að ljúka þeirri verð- lagsaðlögun, sem óhjákvæmileg reyndist, meðan athuganir hafa farið fram til undirbúnings al- mennum aðgerðum til verðstöðv unar.“ Og ennfremur segir þar: „í viðræðunum (þ.e. viðræð- um ríkisstjórnarinnar, ASl og vinnuveitenda. Innskot Mbl), voru, auk margháttaðra heimilda um launa- og verðlagsmál, lagð- ar fram skýrslur og áætlanir um þjóðarframleiðslu, útflutnings- tekjur, innflutning, jöfnuð þjóð- arbúsins út á við og afkomu at- vinnuveganna. Kom fram, að kaupmáttur launa og neyzla ein staklinga hafa aukizt mjög verulega. Kaupmáttur launa yfir timabilið júní 1970—maí 1971 mun verða 17.4% hærri en í maí s.l., eða 14% hærri en í júní byrjun s.l. Kemur sú aukning í framhaldi af 6.6% aukningu kaupmáttarins á síðasta samn- ingstímabili frá maí 1969 til júní byrjunar 1970. Áætlað hefur ver- ið með hliðsjón af þegar gerð- um kjarasamningum, að aukn- ing einkaneyzlu muni nema 12.9% milli 1969 og 1970 og 9% til viðbótar milli 1970 og 1971. Á yfirstandandi ári mun verða hagstæður greiðslujöfnuður við útlönd og afkoma útflutnings- atvinnuveganna yfirleitt góð. Eins og máldn stóðu eftir síð- ustu hækkun verðlagsuppbóta í september voru horfur á, að ó- heft verðbólguþróun mundi leiða til hallareksturs útflutn- ingsgreinanna og óhagstæðs við skiptajöfnuðar er hvort um sig gæti numið hundruðum milljóna. Hins vegar var talið, að með stöðvun á því stigi framleiðslu- kostnaðar, sem þá ríkti, mundi haldast bærilegur jöfnuður. Af- urðaverð er tíðum breytingum undirorpið. En hærra verðlag en náðst hafði í september s.l. hlýt ur að teljast ótryggur grundvöll ur. Það er hlutverk verðjöfnun- arsjóðs sjávarútvegsins að jafna tímabundnar sveiflur afurða- verðsins: Áframhaldandi verð- bólga myndi hindra þróun þeirra útflutningsgreina, sem staðið gætu við hlið sjávarútvegsins. Sérstaka áherzlu verður að leggja á, að þær launahækkanir, sem útflutningsatvinnuvegirnir geta borið, komi fram sem raun verulegar kjarabætur, en ekki sem verðlagsuppbætur, sem ekki fela í sér aukið raungildi launa. Á þennan hátt er stefnt að auknu atvinnuöryggi, sem er jafn mikilvægt launþegum og at vinnurekstrinum." VERDSTÖÐVUN í greinargerð frv. segir svo um sjálfa verðstöðvunina: „Gert er ráð fýrir, að verð- stöðvunin taki gildi miðað við verðlag hinn 1. nóvember, en frá og með þeim degi gekk í gildi bann við verðhækkunum á þeim vettvangi sem vald Verðlags- nefndar nær til, sbr. lög nr. 54 1960...... Með verðstöðvuninni, þ.e. al- mennu banni við verðhækkun- um, er gerð ráðstöfun til þess að fyrirbyggja, að verðlag hækki frekar en gert er ráð fyrir í of- angreindu, og óhjákvæmilegt hlýtur að teljast. En auk þess hafa þegar verið gerðar ráðstaf anir til þess að hamla gegn verð hækkunum, sem að öðrum kosti hefðu orðið enn meiri en að of- an greinir. Að tilhlutan ríkis- stjórnarinnar hefur Verðlags- nefnd starfað skv. þeirri megin- reglu að taka ekki tillit til hækk unar á launakostnaði vegna verðlagsuppbóta í september, að undantekinni útseldri vinnu, þar sem launin sjálf eru sölueining í viðskiptum. Jafnframt hefur nefndin almennt beitt ströngu að haldi i afgreiðslum sinum og ekki leyft meiri verðhækkanir en mat á afkomu hlutaðeigandi fyrirtækja og atvinnugreina hef- ur gefið tilefni til. Þá hefur rík- isstjórnin hlutazt til um sérstak lega strangt aðhald að verð- ákvörðunum opinberra stofnana, og hefur þeim verið haldið innan mun þrengri marka en almenn- ar reglur eða fyrirframáætlanir um hækkunartilefni gáfu ástæðu til og í sumum tilvikum langt undir rökstuddum óskum hlutað eigandi stofnana. Mun takmörk- uð verðhækkun opinberra aðila reyna mjög á hagræðingu og nýtni í rekstri þeirra. Ekki er unnt að gera ná- kvæma grein fyrir því, að hvaða marki fyrirstaða þessi hefur dreg ið úr verðhækkunum. Eftir því sem næst verður komizt, munu verðhækkanir opinberra aðila valda minni hækkun vísitölunn- ar sem svarar um 0.4%-stigum (m. v. maí-grunn) en skv. al- mennri áætlun um hækkunartil efni. Fyrirstaða verðlagsyfir- valda gegn áhrifum september- hækkunar launa mun að öllum líkindum valda svipuðum eða meiri mun, svo að alls hafi þeg- ar verið hamlað gegn u.þ.b. 1%-stigs hækkun með ofan- greindum ráðstöfunum." LAUNASKATTUR Um launasikattinn segir í grein argerðinni: „Álagning sérstaks launa- skatts er framlag atvinnurekstr- arins til verðstöðvunar. Er sú leið einfaldari og eðlilegri en aðrar, sem komið gætu til mála. Skatturinn leggst á þá stærð í rekstrinum, launakostnaðinn, sem fyrst og fremst myndi hækka, ef ekki kæmi til verð- stöðvunar. Atvinnurekstrinum er ætlað að bera þennan skatt, án þess að tillit verði tekið til hans í verðlagi vöru og þjón- ustu. Þar sem orðið hefur mikil og almenn aukning framleiðslu og veltu fyrirtækja á þessu ári, má telja víst, að atvinnurekstr- inum muni almennt reynast kleift að bera þetta nýja álag, enda þótt örðugt geti reynzt í þeim tilvikum, þar sem strang- ast aðhald hefur verið haft að verðlagi. 1 samanburði við þá hæk'kun verðlagisuppbóta sem í vændum væri að óbreyttu, er at- vinnuvegunum augljós hagur að því að greiða heldur hinn nýja launaskatt." VÆNTANLEG H/EKKUN TRYGGINGAGJALDA Um fyrirhugaða hækkun trygg imgagjalda og að þau verða ekki reiknuð í kaupgjaldsvísi- töluna segir í greinargerðinni: „Hliðstætt þessu hafa hækk- anir tryggingagjalda vissa sér- stöðu. Að framkominni væntan- legri hækkun almannatrygginíga- gjalds um næstu áramót, má vænta, að samanlögð hækkun þeirra og sjúkrasamlagsgjalda verði til muna meiri hlutfalls- lega en visitölunnar að öðru leyti. En hækkun þessara greiðslna á aðeins að nokkru leyti rót sína að rekja til verð- hækkana, heldur stafar af aukn- um greiðslum til þeirra, sem verst eru settir, i samræmi við almennar kjarabætur, svo og af mjög aukinni heilbrigðisþjón- ustu. Mun í samskiptum laun- þega og vinnuveitenda tæplega hafa verið höfð hliðsjón af, að framvinda félagsmála hefði slík áhrif til örari víxlhækkana. Er því gert ráð fyrir, að væntanleg hækkun almannatryggingagjalds um næstu áramót, er numið get- ur um 0.4%-stigum, verði ekki látin hafa áhrif til hækkunar kaupgreiðsluvísitölu." HLUTUR RÍKISSJÓÐS Þá ar gerð grein fyrir því með hverjum hætti ríkissjóði er kleift að leggja fé af mörkum til verð stöðvunarinnar. Um það segir í greinargerð frv.: „Ríkissjóði er kleift að taka þetta á sig af eftirgreindum ástæðum. Vegna minni útflutn- ings landbúnaðarafurða, er leiða mun af aukinni neyzlu innan- lands, munu sparast um 130 m. kr. í útflutningsbótum. Til að mæta hækkuðum verðlagsupp- bótum launa voru lagðar til hlið- ar 150 m.kr. og sparast sú upp- hæð a.m.k. að mestu leyti við verðstöðvun. Að sama skapi verð ur þrengra svigrúm fyrir aukn- ingu annarra útgjalda, sem kann að reynast nauðsynleg. En aftur á móti mun auðið að ná drýgri tekjum en reiknað er með í fjár lagaírumvarpi út úr vissum tekjustofnum, án þess að auka skattbyrðar og jafnvel þótt þær séu ákveðnar léttari en nú er. Mun þessi hlið málsins vera til meðferðar í sambandi við af- greiðslu fjárlaga fyrir 1971. Loks má vænta þess, að afkoman í ár muni gera kleift að létta nokk uð byrðar lánagreiðslna, sem annars féllu til á næsta ári. Alls má vænta, að framlag ríkissjóðs, sem séð yrði fyrir með ofan- greindum hætti, verði um 340 m.kr. miðað við heilt ár. HÆKKUN F.IÖLSKYLDUBÓTA Um hækkun fjölskyldubóta segir svo: „Fjölskyldubætur voru síðast hækkaðar 1. apríl sl. um 27%, nema bætur með 1. barni for- eldra, sem stóðu óbreyttar. Fyr- irhugað er að jafna greiðslur með 1. barni við greiðslur með síðari börnum og hækka hvorar tveggja upp í 8.000 kr. m.v. heilt ár. Áætlun um fjölskyldubætur á heilu ári (1971) ásamt fyrir- huguðum breytingum, er sem hér segir: Núgildandi áætlun: 1. barn foreldra 4.356 Ársupphæð m. kr. 139.4 ársbætur á barn Síðari böm Ársbætur á barn 5.532 Ársupphæð m. kr. 226.8 Alls 366.2 Auknar bætur Ársbætur á barn 8.000 Ársupphæð m.kr. 584.0 Aukning bóta Ársupphæð m.kr. 217.8 Niðurfærsla vísitölu fram- færslukostnaðar við þessa aukn ingu fjölskyldubóta mun verða um 1.55%-stig á maí grunn. Gert er ráð fyrir, að hækkaðar fjöl- skyldubætur taki gildi frá 1. nóv ember, og nemur kostnaður hækkunarinnar á gildistima lag- anna þá um 180 m.kr. Hækkun ársupphæðar fjöl- skyldubóta mun verða sem hér segir, miðað við mismunandi barnafjölda foreldra: Börn í fjölskyldu I. barn Ársupphæð bóta í krónum Fyrir hækkun 4.356 Eftir hækkun 8.000 Hækkun 3.644 2 börn 9.888 16.000 6.112 3 börn 15.420 24.000 8.580 4 börn 20.952 32.000 II. 048 NIÐURGREIÐSLITR BÚVARA Um fyrirhugaðar auknar nið- urgreiðslur búvara segir í grein- argerð frv.: „Niðurgreiðslur búvara hafa lækkað allmjög að hlutfalli við útsöluverð þeirra um árabil, að undanteknu verðstöðvunartíma- bilinu 1966—’67, er þær hækkuðu verulega. Búvörur hafa að sjálf- sögðu mjög mikla þýðingu í neyzlu almennings og þar með í vísitölu framfærslukostnaðar, enda þótt þær vegi þar ekki eins þungt að tiltölu og var í fyrra vísitölugrundvelli. Árskostnaður á niðurgreiðslu hvers visitölu- stigs er mismunandi eftir afurð um, lægstur á nýmjólk og kart- öflum, hærri á kjöti, en hæstur á smjöri. Metin jafnast hins veg- ar verulega, þegar tillit er tek- ið til sparnaðar útflutningsbóta við aukna neyzlu búvaranna inn- anlands. Niðurgreiðsla búvara verkar þegar í stað til þess að koma hagsbótum á framfæri við laun- þega og aðra neytendur. Neyzla þessara vara mun aukast við nið urgreiðslu þeirra, og hafa nýleg- ar rannsóknir varpað ljósi á sam bandið milli verðs þeirra og neyzlumagns. Á hinn bóginn mun draga úr útflutningi og sparast útflutningsuppbætur, sem bændum eru tryggðar með sérstökum lagaákvæðum. Áformuð er aukin niður- greiðsla neyzluvara, er svari alít að 3.6%-stigum vísitölu á maí- grunni, eða stigum kaupgreiðslu- vísitölu. Er áætlað, að það muni kosta ríkissjóð um 640 m.kr. m. v. neyzlu heils árs. Að mestu eða öllu leyti er hér um niður- greiðslu búvara að ræða, þótt aðr ar hliðistæðaT ráðstafanir í taik- mörkuðuim mæli séu enn til at- huigUinar. En á móti er áætlaður spaimiaðuir útflutnmgsuppbóta um ’því sem næst 130 m. kr. á áre- grumdvelli. Upphæðin trl þeirra í fjárhagsfrv. er 390 m. kr. 405 m. kr. eftir endurskoðun á áætlun um verðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar). Niðurgreiðslur á mjólk og rjóma tóku gildi 1. nóv- ember, samtímis hækkun á áfengi og tóbaki. Auk reglubundinna verðhækk ana vegna geymslu- og vaxta- kostnaðar á kiöti má reikna með nokkurri hækkun fóðurbætis- verðs, sem framleiðendur ættu að óbreyttu rétt á að fá bætta I verði afurðanna. Rúvöruframleið endur hagnast óbeint á verð- stöðvun, þar sem að jafnaði er ársfjórðungsfrestur frá því að hækkaðar verðlagsuppbætur koma á laun, þar til 'þær koma fram í afurðaverði, og hið sama gildir í svipuðum eða ríkari mæli um aðrar kostnaðarhækk- anir. Er því sanngiarnt, að bænd ur leggi eiitthvað af mörkum sem framleiðendur, en launa- skattur skv. frumvarpinu leggst eiklki á búvöruframleiðendur. Er til þess ætlazt, að það komi fram í þeirri mynd, að framleið- endur taki á sig hækkun fóður- bætis að tilteknu marki og verð- ur haft um það nánara samráð við samtök framleiðenda." VERÐL A GSUP PBÆTUR Á LAUN Loks segir í greinargerð frv. um verðlagsbætur á laun og framlag launiþeiga til verðistöð'vun arininiar. „Launþegar nuinu eins og aðr ir hagnast á því, að verðlag hækki ekki frekar, enda þótt kaupið hækkaði frá 1. desember vegna verðhækkana. Samkvæmt gildandi kjarasamningum breyt- ast verðlagsuppbætur á þriggja mánaða fresti, en verðlagshækk- anirnar dreifast á þriggja mán- aða tímabilið. Verðlaigisuppbætur koma því alltaf nokkuð á eftir verðlagshækkuninni. Ef þróun verðlags og kaup- gjalds yrði eins og áætlað hefur verið á tímabilinu fram í maí næstkomandi, yrði tjón launþeg ans á heilu ári, júní 1970 til maí 1971, af þessum sökum 2.75%- stig að meðaltali, en á næsta tímabili, desember 1970 til febrú ar 1971, er það áætlað um 2%- stig. Miðað við að verðbólga héldi áfiram að magmast og ráðstafanir yrði að gera til stuðnings atvinnuvegunum, má gera ráð fyrir, að frambúðar- tap vegna tafar á verðlagsbót- um yrði ekki minna en þetta. Með tilliti til þess, að laun- þegar munu, vegna þeirra ráð- stafana, sem þetta frumvarp fjallar um, forðast þessa 2% kjararýrnun, er gert ráð fyrir, að greiðsla 2% launahækkunar vegna verðhækkana frestist frá 1. desember 1970 til loka verð- stöðvunartímabilsins, 1. septem- beir 1971. Þá korna þessi 2%-stig aftur til framkvæmda og greið- ast frá þeim tírna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.