Morgunblaðið - 07.11.1970, Page 11

Morgunblaðið - 07.11.1970, Page 11
MÖKGUN’BLAOIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÖVEMBBR 1#70 11 Tillaga Sjálfstæðismanna i bæjarstjórn Hafnarfj: Úrskurðarvald í ágreiningsmálum s veitar st j ór na — verði tekið úr höndum félags- málaráðherra — Mótmæla setu áheyrnarfulltrúa meiri- hlutans í bæjarráði HARÐAR deilur urðu á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar sl. þriðjudagskvöld um úrskurð félagsmálaráðu- neytisins varðandi setu áheyrnarfulltrúa frá meiri- hlutaflokkunum á fundum bæjarráðs. Stóð fundur þessi í 7% klukkustund og fluttu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins tillögu um, að bæj- arstjórn Hafnarfjarðar skor- aði á ríkisstjóm og Alþingi, að beita sér fyrir breytingum í þá átt, að úrskurðarvald í slíkum tilvikum yrði tekið úr höndum félagsmálaráð- herra og fengið í hendur hlut lausum aðila. Hinn 21. júlí sl. kærðu bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði þá samþykkt meirihluta bæjarráðs frá 25. júní sl., að fulltrúi Framsókn- arflokksins, sem á aðild að meirihluta bæjarstjórnar, skyldi eiga rétt til setu á fundum bæjarráðs sem áheyraarfulltrúi. Til stuðn- ings þessari kæru bentu bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins á eftirfarandi: „1. Að samþykktin um setu umrædds áheyrnarfulltrúa sé brot á 6. gr. fundarskapa fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar, stað- festri 17. jan. 1963. 2. Að stofnun bæjarráðs Hafn arfjarðar hafi verið samþykkt á fuhdi bæjarstjórnar Hafnarfjarð ai- 3. febrúar 1942, samkv. heim- ild í 30. gr. laga nr. 81/1936. Skiþan bæjarráðs sé þar fast- ákveðin þrir menn. Ekkert ákvæði sé þar að finna um áheyrnarfulltrúa og eina undan tekningarákvæðið sé réttur bæj arstjóra til fundarsetu þar. 3- Að allir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafi, er bæjarráð var að þessu sinni kosið 16. júní s.L, tekið þátt í kosningu og fengið þar sína fulltrúa. 4. Að hér sé meirihlutinn að auka við þá aðstöðu, sem hann þegar hefur fyrir, með því að beita valdi sínu í algerri and- stöðu við minnihlutann og fjölga þeim fulltrúum, sem sitja fiíridi bæjarráðs. Með því brjóti meirihlutinn það hlutfall, sem gildi innan bæjarstjómar og byggt sé á atkvæðum kjósenda við bæjarstjórnarkosningar. 5. Að verði fallizt á málsmeð- ferð meirihluta bæjarstjórnar, þá beri minnihlutanum sami rétt ur til áheyrnarfulltrúa í bæjar- ráði með skírskotun til fjölda bæjarfulltrúa og þeirra hiut- fallsreglna, sem gildir um kjör fulltrúa í nefndir bæjar- stjórnar." 1 úrskurði félagsmálaráðuneyt isins um mál þetta segir svo: ,,1 umsögn meirihluta bæjar- stjórnar um mál þetta, sem áð- ur er á minnzt, er kröfum yðar og málsástæðum mótmælt, og því éindregið haldið fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi íengið og notað allan þann rétt, sem hann éigi samkvæmt sveitarstjómar lðgum og fundarsköpum fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar með kosningu fulltrúa í bæjarráð. Meirihlutinn telur, að með þeirri ráðstöfun, sem gerð var um heimild þess flokks, sem ekki á fulltrúa í bæjarráði, til þess að hafa þar áheyrnarfulltrúa, hafi verið gerð hagkvæm ráðstöfun um starfstilhögun, sem ekki halli rétti annarrá flokka í bæjarstjórn. Þessi ráð- stöfun samrýmist fyllilega að- gerðum, sem ýmsar sveitarstjóm ir annars staðar á landinu, svo sem í Reykjavík, Kópavogi og Isafirði, hafi gert um skipan sinna mála í tilvikum, hliðstæð- um þeim, sem hér um ræðir. í>á er því haldið fram, að Ijóst sé, að hér sé ekki um kosningu í bæjarráð að ræða, heldur um sérstaka heimild, sem bæjarráð eða bæjarstjórn veitir og fram- kvæmir hverju sinni og þá fyrst og fremst eftir því, hvort hag- kvæmt sé að viðhafa þessa skip- an mála eða ekki. Ákvæði 6. gr. um fundarsköp fyrir bæjar- stjórn Hafnarfjarðar varð- andi kosningu í nefndir, eigi því ekki að neinu leyti hér við, held ur sé hér um almenna afgreiðslu mála að ræða, sem farl eftir 1. mgr. 13. gr. um fundarsköp, sbr. 27. gr. sveitarstjómarlaga nr. 58/1961 um ályktanir sveitar- stjórna í málefnum sveitarfélags ins. Að framangreindri útlistun og röksemdafærslu málsaðila athug uðum, hefur ráðuneytið komizt að þeirri niðurstöðu, að ráðstöf- un sú, sem hér er um deilt þ.e. að heimila flokki þeim, sem ekki á fulltrúa í bæjarráði Hafnar- fjarðar að hafa þar áheyrnar- fulltrúa, sé i alla staði eðlileg og brjóti hvorki í bága við grundvallarreglur í meðferð sveitarstjórnarmáia né ákvæði gildandi fundarskapa fyrir bæj arstjórn Hafnarfjarðar." Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar sl. þriðjudag lögðu bæj- arfuiltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi greinargerð: ,,í tilefni af úrskurði félags- málaráðuneytisins frá 7. október s.l. um rétt meirihluta bæjar- stjómar til þess að hafa áheyrn arfulltrúa i bæjarráði, til viðbót ar kjörnum fulltrúum, viljum við undirritaðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, leggja fram eftirfarandi greinargerð: 1. Við mótmælum úrskurði fé- lagsmálaráðuneytisins, sem röng um, bæði hvað sriertir röksemd- arfærslu og niðurstöðu. Við telj- um, að hér sé enn á ný um póli- tískan úrskurð að ræða, sem brjóti í bága við allar reglur um kosningu og skipan nefnda bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. 2. Við viljum sérstaklega vekja athygli á, að í úrskurðin- um er vitnað til reglna, sem gilda í þrem öðrum sveitarstjórn um, það er, Kópavogi, Reykja- vík og ísafirði. Leitast ráðuneyt ið við, að rökstyðja niðurstöðu sína, með tilvitnun í þær reglur, sem í þessum þrem sveitarfélög- um gilda. Hlns vegar sniðgeng- ur ráðuneytið algjörlega fundar sköp bæjarstjórnar Hafnarfjarð ar og minnist hvergi í niður- stöðu sinni á 6. grein þeirra, sem mælir skýrt fvrir um, að nefndir bæjarstjórnar skuli kjósa hlutbundnum kosningum. Er þó ljóst, að það eru fundar- sköp bæjarstjórnar Hafnarfjarð ar, sem gilda í Hafnarfirði, en ekki fundarsköp einhverra ann- arra kaupstaða. Með þvi að heimfæra þær reglur, sem gilda i einstaka öðrum sveitarfélögum upp á Hafnarfjörð, en hafna ákvæðum fundarskapa bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, við úr- lausn ágreiningsmáls, sem risið hefur í bæjarstjórn Hafnarfjarð ar, þá viðhefur félagsmálaráðu neytið vinnubrögð, sem eru and stæð gildandi réttarreglum og lagasjónarmiðum. 3. Skýrast. kemur hlutdrægni félagsmálaráðuneytisins fram, þegar það synjar Sjálfstæðis- flokknum um sama rétt og það veitir meirihluta bæjarstjóraar til að eiga áheyrnarfulltrúa á fundum bæjarráðs. Fimm bæjar- fulltrúar meirihlutans hafa þeg- ar kosið sína tvo fulltrúa í bæj- arráð. Þar til viðbótar hefur fé- lagsmálaráðuneytið úrskurð- að meirihlutanum rétt til áheyrn arfulltrúa í bæjarráði, svo full- trúar meirihlutans, sem sitja bæj arráðsfundi eru orðnir þrír. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa kosið einn full- trúa í bæjarráð. Ráðuneytið neit ar Sjálfstæðisflokknum um rétt til áheyrnarfuUtrúa í bæjarráði á þeim forsendum orðrétt: „að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með kosningu f uUtrúa í bæjarráð Hafnarfjarðar fengið og notað allan þann rétt, sem hann á sam kvæmt sveitarstjórnarlögum og fundarsköpum fyrir bæjar- stjórn Hafnarfjarðar." Hér kem ur rökleysan í úrskurði félags- máiaráðuneytisins skýrast fram. Annars vegar úrskurðar ráðu- neytið, að fimm bæjarfulltrúar meirihlutans hafi ekki notað all- an sinn rétt með kosningu tveggja manna í bæjarráð og beri því til viðbótar réttur til áheyrnarfuHtrúa. Hins vegar úr skurðar ráðuneytið, að fjór- ir bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafi notað allan sinn rétt með kosningu eins fulltrúa í bæjarráð og beri því enginn réttur tU áheyrnarfulltrúa. Hér gengur ráðuneytið algjörlega gegn ákvæðum 6. greinar fund- arskapa fyrir bæjarstjórn Hafn arf jarðar, sem mælir fyrir um, að hlutfallskosningar skuli viðhafð ar í allar nefndir bæjarstjórn- ar. Samkvæmt þeirri reglu ber fjórum bæjarfulltrúum réttur til að kjósa 2 fulltrúa í þær nefnd- ir, sem skipaðar eru 4 mönnum og einnig 2 fulltrúa í fimm manna nefndir. Úrskurður ráðu- neytisins brýtur gegn ákvseði fundarskapanna. 4. Ljóst ér, bæði hvað snertir reynslu bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og ýmissa annarra sveit- arfélagá, að ekki er unnt að treysta félagsmálaráðuneytinu, sem óvilhöllum dómara í deilu- málum, er upp kunna að koma innan bæjarstjóma, varðandi meðferð mála og ýmsar ákvarð- anir sveitarstjórna, er ágrein- ingi valda. Teljum við því nauð- syniegt, að gerð verði breyting á skipan þessara mála, þanníg, að úrskurðarvaldið í slikum til- fellum og hér um ræðir, verði tekið úr höndum félagsmálaráð- herra og fengið I hendur hlut- lausum aðila, annað hvort hin- um almennu dómstólum eða sér- stökum dómstól, sem stofnaður væri i þessu augnamiði.“ 1 framhaldi af greinargerð þessari lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftir- farandi tillögu: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar itrekar fyrri samþykkt sína um að eigi verði lengur unað þeirri skipan, sem verið hefur, um úr- skurðarvald i deilumálum, er upp kunna að koma innan bæjar stjórna varðandi meðferð mála og ýmsar ákvarðanir sveitar- stjórna, er ágreiningi kunna að valda. Lítur bæjarstjórn svo á að endanlegt úrskurðarvald póli tísks ráðherra um siík deiluefni, sem aUa jafnan eru sprottin aí átökum á milli andstæðra stjóm málaflokka, brjóti algerlega 1 bága við nauðsynlegt réttar- öryggi, sem byggist á hlutlausu dómsorði. Með hhðsjón af framansögðu skorar bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar á ríkisstjóm og alþingi, að gera nauðsynlegar breytingar á skipan þessara mála þannig að úrskurðarvaldið í slíkum tiifell- um sé tekið úr höndum félags- málaráðherra og það fengið í hendur hlutlausum aðila, annað hvort hinum almennu dómstólum eða sérstökum dómstólum sem stofnaðir væru í þessu augna- miði.“ TiUögu þessari var vísað frá af meirihluta bæjarstjórnar, en að honum standa Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Félag óháðra borgara. 1 umræðum um tillögu þessa bentu bæjarfulltrú ar Sjálfstæðisflokksins á, að til- laga þessi væri alveg samhljóða tiUögu er bæjarstjórnin hefði samþykkt á árinu 1967 vegna úrskurðar félagsmálaráðuneytis- ins um fjárhagsáætlun bæjarins og hefði sú tillaga þá verið sam- þykkt m.a. með atkvæðum bæj- arfulltrúa Félags óháðra borg- ara. Malta Malta súkkulaðikexið er sjálfkjörið í hópi kátra félaga. Ánægjan fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er. Það leynir sér aidrei, — Malta bragðast miklu betur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.