Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 21
MORGUN'BLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1970 21 — Tunglgrjót Framhald af bls. 32 þórsson, jarðfræðingur nokkra grein fyrir gripnum og ferð hana til jarðar. Hann sagði m.a.: 24. júlí 1969 lenti Apolló 11. í Kyrrahafi með 22 kg farm af tunglbergi. Sýnum þessum var dreift meðal meira en 500 vís- indamanna í 140 rannsóknastof um í 9 þjóðlöndum. Til að fyrir byggja tvíverknað hafði hlut- verkum verið skipt mörgum ár- um áður og tíminn notaður til að byggja upp sérhæfðan tækja- kost, aðstöðu og rannsóknafimi stofnananna. Fyrstu rannsóknaniðurstöð- urnar voru ræddar og kynntar á tunglþingi í Houstotn í janúar 1970, og birtar skömmu siðar í tímaritinu Science. Við rannsóknirnar var beitt öllum þeim vélum og kunnáttu, sem þróazt hefur í jarðfræðum síðasta áratuginn, auk klassiskra aðferða. Fram til þessa tíma byggðust hugmyndir manna um uppruna og eðli sólkerfisins að miklu leyti á rannsókn og efnagrein- ingu loftsteina, en hátt á annað þúsund steinar hafa verið ítar- lega kannaðir. Tunglsýnin komu í flestu á óvart. Rannsókn þeirra hefur leyst ýmsar gátur, en þó vakið fleiri. Yfirborð tunglsins skiptist í há lendi og láglendar flatneskjur eða sléttur, sem nefndar eru mar ia eða höf. Apolló 11. lenti í Mare tranquillitatis — Hafi kyrrðarinnar — en Apolló 12. á hálendi. Hefur lítið kvisazt um niðurstöður rannsókna úr ferð hins síðarnefnda enn sem komið er. Bergfarmur Apolló 11. skiptist í 3 flokka: basiskt gosberg (blá grýti eða grágrýti), ryk og fín- gert þursaberg, sem er sam- breyskja smákorna af ýmsum uppruna. Steinn sá, sem hingað er kominn, er úr fyrsta flokkn um. Aldur þursabergsins og ryks- ina reyndist vera um 4500 millj ón ár, eða svipaður aldri jarðar og sólkerfisins. Hraunlagið, sem undir liggur, er hins vegar 3700 milljón ára, eða 800 milljón ár um yngra. Við fyrstu sýn líkist gosberg ið venjulegu jarðargrágrýti — frumsteinar þess eru hinir sömu þótt í öðrum hlutföllum séu. En þó er mikill munur á, og veldur þar einkum tvennt. Tunglbergið inniheldur miklu minna vatn, og miklu meira títan en jarðar- berg. Vatnsleysi bergkvikunnar olli afarlágum súrefnisþrýstingi, sem leiddi til óvenjulegrar stein efnasamsetningar. Þrjár áður ó- þekktar steintegundir hafa fund izt í tunglberginu, en þær eru til orðnax vegna hins lága súrefn isþrýstings. Ýmsar aðrar stein- tegundir, sem eru afar sjaldgæf- ar í jarðarbergi, eru algengar þar af sömu ástæðu. Tilraumk með tunglberg sýna, að það storknaði að mestu milli 1200 og 1060°C, sem er svipað hitastigi hraunkviku á jörðinni. Þær hafa ennfremur leitt í ljós, að tunglkvikan var mjög þunn- fljótandi, svo að engir hraunjaðr ar mynduðust. Aðalrökin gegn þ-ví að „höfin“ séu hraunflóð hafa einmitt verið þau, að engir hraunjaðrar eru sýnilegir. Hins vegar mátti vænta þess, að hraun með seigju jarðkviku hefðu háa jaðra í hinu veika þyngdarsviði tunglsins. f Mare tranquillitatis eru tvö lögmál jarðfræðinnar brotin: — Rykið og þursabergið er eldra (4500 milljón ára) en hraunið, sem undir liggur (3700 milljón ára), og eðlisþyngd yfirborðs- hraunanna er meiri en meðal- eðlisþyngd tunglsins sjálfs. Af hinu síðarnefnda er sú ályktun dregin, að samsetning gosbergs- ins í Mare tranquillitatis gefi ekki rétta hugmynd um sam- setningu tunglsins. Flestir munu hallast að því, að árekstrar við stóra loftsteina hafi valdið myndun „hafanna", enda má ætla, að meiri óreiða hafi ríkt í sólkerfinu í árdaga en nú, og reikistjörnurnar hafi á fyrstu þúsumd milljón árum ævi sinnar „sópað upp“ meiri hluta þeirra stóru loftsteina, sem á sveimi voru. Talið er að 1000 til 10.000 tonn af loftsteinum og „geimryki" falli inn í andrúmsloft jarðar á degi hverjum. Mestur hlutinn brennur upp í andrúmsloftinu. Á tunglinu er engin slík vöm, enda ber yfirborð þess merki slíkrar loftsteinahríðar, sem stað ið hefur i 4500 milljón ár. Þursabergið og rykið, sem þekja gosbergið í Mare tran- quillitatis, eru af þessu tagi: sam sett úr brotum loftsteina, tungl- hrauna og bergtegunda, sem taldar eru ættaðar úr hálendum tunglsins. Um uppruna tunglsins eru fjórar meginkenningar: a) Tungl ið „rifnaði út úr“ jörðinni, b) jörðin og tunglið mynduðu:V saman sem „tvístirni", c) tungl ið myndaðist annars staðar í sól kerfinu, en lenti síðar innan þyngdarsviðs jarðar, og d) tungl ið myndaðist utan sólkerfisins og barst inn í það síðar. Ferð Ap- olló 11. hefur ekki leyst þessa gátu. Þó bendir aldur mánans til þess, að hann hafi myndazt með sólkerfinu. Ef hann rifnaði frá jörðinni, átti sá aðskilnaður sér stað mjög snemma. Tunglið er „dauður hnöttur“, og hefur verið það lengi. í berg- inu er vottur af segulmögnun, sem gæti annað hvort hafa mynd azt í segulsviði jarðar, þegar tunglið og jörðin voru nær hvort öðru, eða á þeim tíma, er tungl ið hafði bráðinn kjarna eins og jörðin. Þrátt fyrir víðtæka leit hafa engar lífverur né verksummerki iífs fundizt á tunglinu. Elzta berg jarðarinnar er um 3500 milljónir ára, eða u.þ.b. jafn gamalt og yngsta berg tunglsins. Þannig mun tunglið veita mikil- væga vitneskju um fyrstu 1000 milljón ár sólkerfisins. Ef höfin á tunglinu eru 3700 milljón ára, og sum jafnvel yngri, og mynduð í árekstrum við stóra loftsteina, hefur jörðin væntanlega orðið fyrir sama aðkasti fram til þess tíma. Virðist ekki hafa verið væn legt fyrir myndun lífs á jörðinni fyrr en dró úr loftsteinahríðinni, en af þeim niðurstöðum má marg 77/ sölu Af sérstökum ástæðum er lítil nýlenduvöruverzlun til sölu á mjög góðum kjörum. verzlunarleyfi fylgir. Tilboð merkt ..Verzlun — 6374" sendist afgr. Mbl. Óskum eftir að ráða 2 aðstoðarmenn á renniverkstæði. Vélaverkstœði Sig. Sveinbjörnssonar Arnarvogi, Garðahi-eppi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Klöpp við Blesugróf, þingl eign Gunnars Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudag 11. nóv. nk. klukkan 11.00 Borgarfógetaembættið i Reykjavík. N auðungaruppboð annað og síðasta á Skipasundi 33. þingl. eign Gunnars Sig- urjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudag 12. nóv. nk. kl. 11 f. h. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. an lærdóm draga. Jarðfræðin er gömul vísinda- grein. Eftir áratuga rannsóknir á jörðinni hefur margt skýrzt, þótt enn sé mikið starf fyrir höndum. Þess er vart að vænta að nákvæm rannsókn á 22 kg af bergi frá smásvæði á tunglinu geti leyst allar gátur þess hnatt ar. En merkilegt skref hefur ver ið stigið. Ekið á hallamæli EKIÐ var á Zeiss-hallaimæli utm kl. 15 í gær þair semn hann var í kassa viið þrífót þainn, sem hann er settur á. Umih'verfis þrífótiinn voru gulir hælar til viðvörunar. Tækin sikeimimdust mikið, en þau eru mjög verðmæt. Gerðist þetta á mótuim Nýbýlavegar og Breið- holtsvegair. Okumaiður bifreiðair- innar sem sikeimimdum olii, eða vitni eru beðin um að gefa sig fraim við rann'SÓknarlögregliuna. Hafnarfjörðui Samkoma í Góðtemplarahúsinu sunnu- daginn 8. nóvember kl 20,30. Sigurður Bjarnason talar um efnið: Er endurreisn fsraelsríkis tímanna tákn? Er stórtíðinda að vænta frá lönd- unum við Miðjarðarhafsbotn? Einsöngur: Árni Hólm. Allir velkomnir. HEY-LO OLÍUOFNARNIR KOMNIR AFTUR PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR Byggingavöruverzlun Kéguvogs Kársnesbraut 2. — S'mi 41000. Sköfum útihurðir og utanhússklæðninga. HURÐIR & PÓSTAR Sími 23347. Nauðungaruppboð annað og síðasta á B-götu 20, Vesturlandsbraut, þingl. eign Gunnvarar Skarphéðinsson, fer fram á eigninni sjálfri, mið- vikudag 11. nóv. nk. kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 18., 20. og 22. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Grýtubakka 28, talinni eign Sigurðar Jenssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar, Jóns Finnssonar hrl., Verzl- unarbanka fslands h.f. og Veðdeildar Landsbankans á eign- inni sjálfri. miðvikudag 11. nóv. nk. kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 69, tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á Bragagötu 38 A, þingl eign Gunnars B. Jenssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka fslands h.f. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, miðvikudag 11 nóv. nk. kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kertamarkaðurinn NÚ GEFUM VIÐ NOKKRUM ÁNÆGÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR ORÐIÐ. „ERU bETTA HILLINGAR EÐA ERU ÞETTA ALLT KERTI" . . .? „ÉG HEF ALDREI A MINNI ÆVf SÉÐ ANNAÐ EINS KERTAÚRVAL" . . . „HVERNIG f ÓSKÖPUNUM GETIÐ ÞIÐ SEI.T KERTIN SVONA MIKIÐ ÓDÝRARI . . .? „KOSTA ÞESSI KERTI, VIRKILEGA EKKI MEIRA" . . .? SVONA UMMÆLI OG ÖNNUR SLÍK ERU OKKAR REZTU MEÐMÆLI. EINA KERTASÉRVERZLUN LANDSINS. ÚRVAl. KERTASTJAKA. MATAR- OG KAFFISERVIETTUR f KERTALlTUNUM. BLÓMAVERZLUIMIIM EDEN DOMUS MEDICA. OPIO ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.