Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1970, Blaðsíða 4
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1970 > 4 f; - WIIWB/fí BILALEIGA HVEHFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW ðmanna-Landrover 7manna 22 0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 V---------------/ bilaleigan AKBJIA UT car rental scrvice S* 8-23-41 fí sendum Bílaleigan UMFERD Sími 42104 SENDUM PALL S. PALSSON, HRL. Málf lutn ingsskrif stofa Bergstaðastræti 14. Málflutnrngur, innheimtustörf og fleira. FÆST UM LAND ALLT 7V\ORNY er eins og þúsund dásamlegir draumar £ 1 Sex ferskar, aðlaðandi ilmtegundir og mildir litir fagurra blóma láta drauma yðar verða að veruleika. Hve dásamlegt er að svífa á vængjum draumana yfir burkna lundum blómskrýddra dala, þar sem léttur andvari skógarilms lætur drauma yðar blandast veruleikanum. Morny . . . og draumar yðar rætast. Ó. JOHNSON &RAABERP 0 Leiðin heim „EKJ“ skrifar: „Nú er rjúpnaveiðitíminn haf inn með tilheyrandi dauðaleit. Flestir veiðimenn eru öruggir, þegar þeir leggja af stað, gjör- þekkja svæðið, og geta bókstaf lega ekki villzt. En þegar skyggir, þá eru hraunhólamir og holtin hvert öðru lík, og jafrrve! kunnugir geta látið blekkjast. Og þá er það afskap léga notaleg tilfinning að þurfa ekki annað en að stinga hend- inni í vasann og taka upp átta- vitann og spyrja hann: „Hvar er leiðin heim?“ Og áttavitinn svarar! Aðeins þarf að halda honum í hend- inni þannig, að örin vísi beint fram, snúa sér síðan til, þar til að N og rauða nálin standast á! Búið! Engir útreikningar, engar tölur, sem þarf að muna. Bara að ganga eins og örin bendir. Að sjálfsögðu þarf að segja áttavitanum svarið, um leið og lagt er af stað í ferð- ina, en það er jafnauðvelt og aflesturinn. 0 Með áttavita á rjúpnaveiðar Það er vitað, að alltof fáar rjúpnaskyttur hafa með sér áttavita á veiðiferðum sínum, þær þykjast ekki kunna með þá að fara, það þurfi svo mik- inn lærdóm á slíkt tæki o.s.frv. Þetta er misskilningur. í>að er hægt að hafa fullt gagn af áttavita, til þess „að rata heim,“ án þess að þekkja áttirnar, hvað þá meira. Flestir vasaáttavitar eru fest ir á aflanga plötu úr plasti eða málmi. Á plötuna er mörkuð ör, sem á að vísa göngustefnuna. Síðan er hægt að snúa áttavita húsinu til á þessari plötu. Flest ir vasaáttavitar munu sýna nokkurn veginn rétt, sé þeim Tœkifœriskaup Sófasett, tvöfaldur klæðaskápur ásamt Singer saumavél til sölu. Upplýsingar í síma 30949. HIS MASTER'S VOICE NÝJAR GERÐIR AF HINUM GLÆSILEGU H. M. V. SJÓNVARPSTÆKJUM. TÆKNI- LEGAR NÝJUNGAR, S. S. TRANSISTORAR í STAÐ LAMPA AUKA ÞÆGINDI OG LÆKKA VIÐHALDSKOSTNAÐ. HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. FÁLKINN HF. SUÐURLANDSBRAUT 8, REYKJAVÍK. haldið í útréttri hendi, þó að maður hafi byssu á bak- inu. Þetta þarf þó prófunar við í hverju tilfelli, fjarlægja byssuna og sjá, hvort nálin hreyfist. Þegar nú veiðimaðurinn legg ur af stað frá bílnum, þarf hann að stilla áttavitann á „heimleið". Og það er mjög auð velt og fljótgert. 1. Halda áttavitanum i út- réttri hendi (vegna byssunnar) og láta örina vísa beint á sig, („heim"). 2. Snúa sér í átt að miðju veiðisvæðinu. 3. Snúa áttavitanum, þar til N og rauða nálin standast á. Búið! Þegar veiðimaðurinn nemur staðar til að hvíla sig, ætti hann að líta á áttavitann, og leiðrétta stillingu hans, þ.e. ef hann sér bílinn. Sjái hann bíl- inn ekki, getur verið varasamt að breyta stillingunni eftir ágizkun. En endurstillingin er framkvæmd þannig: 1. Vísa örinni í átt að bíln- um. 2. Snúa áttavitahúsinu þann ig, að N og rauða nálin stand- ist á. Með þessu móti ætti öllum að vera unnt að finna stefn- una að bílnum. Að visu ekki beint á bílinn, þvi að veiðimað- urinn hefir að sjálfsögðu geng ið til hliðar við stefnuna, síðan siðast var miðað, en nægjan- lega nálægt þó, til að átta sig, sé aðgát viðhöfð. Ef menn finna það, að þeir eru orðnir villtir, mega þeir undir engum kringumstæðum breyta stillingu áttavitans eða vantreysta honum, heldur fylgja stefnu örvarinnar, hversu fráleit sem þeim finnst hún. Það er staðreynd, að villt um manni finnst jafnvel, að vatnið renni upp í móti. 0 Notkun neyðarblysa Oftast munu skyttur mæla sér mót við bílinn í rökkur- byrjun. En ekki þarf mikið út af að bera, svo að skyttu seinki um klukkutíma eða svo, og þá er orðið dimmt. Skyti sá, sem bíða kynni við bílinn upp neyðarblysi, sem margar skytt ur hafa nú orðið, og ætti að vera skylda að hafa, gæti það aðstoðað þann, sem ókominn er, við að finna bílinn. En þar þyrfti reglu á, og mætti hugsa sér, að aðstoðarblysum væri skotið upp á hálfum og heilum tímum, en blysum nauðstaddra og týndra á korterunum. Ef einhver sæi neyðarblys á lofti, ætti hann samstundis að merkja stefnuna á blysið með tveimur steinum, eða hverju öðru, sem tiltækt er. Það gæti verið afar mikilsvert fyrir leit arflokk, jafnvel daginn eftir, að hafa örugga miðun á blysið. Svona væri hægt að telja upp mörg fleiri smáatriði, sem rjúpnaskyttum gætu orðið að liði, en ég læt hér staðar num ið. E.K.J." 0 Hundar finna fé og fólk í fönn „Gamall sveitamaður“ skrifar: „Vegna leitar að rjúpnaskytt um án árangurs, langar mig til að benda á, að oft var áður leitað til þeirra manna, sem áttu hunda með þá sérgáfu að finna fé í fönn. Var þá maður, sem átti slíkan hund, fenginn til að ganga um þá staði, þar sem líklegast þótti, að sauðfé væri undir fönn. Var oft bjarg að mörgu fé á þennan hátt, og fundu hundar þessir oft fé á ólíklegustu stöðum. Gætu svona hundar ekkl komið að liði við leit að mönn um undir svona kringumstæð- um?“ 0 Svik í teppi Frá Akranesi er skrifað: „Velvakandi góður! Ég get ekki lengur orða bundizt og verð að segja frá viðskiptum mínum við gólf- teppagerð í Reykjavík. Þetta fyrirtæki hefur gert mikið af því að auglýsa sína góðu þjón ustu. Fyrir um fimm árum keypti ég gólfteppi í nokkuð dökkum lit. Tjáðu þeir mér í teppagerðinni, að það væri lit arekta. Þegar fyrsta sumarið upplit aðist teppið og varð allt flekk ótt. Ég hringdi þá í forstjór- ann og kvartaði yfir þessu, og sagði hann mér, að hann skyldi senda mann til að líta á tepp- ið, en aldrei kom sá maður, þó að ég hringdi oft. Fyrir um það bil ári kbm nýr yfirmaður í fyrirtækið, og talaði ég við hann. Lofaði hann með mörgum fögrum orðum að senda mann mjög fljótlega til að líta á teppið. Þetta var I fyrrahaust. Þegar veturinn leið svo, að enginn kom, fór ég til Reykjavíkur, hitti for- stjórann og sagðist vera kom- inn til að sjá framan í svona menn, sem gætu, að því er virt ist með góðri samvizku, svikið allt, sem þeir segðu. Lofaði hann þá, að þeir kæmu eftir nokkra daga og litu á teppið. Nú er komið haust aftur, og ég hef ekkert frétt frá þeim. Svona framkoma finnst mér óþolandi, og mega þeir góðu herrar gæta sín, ef þeir ætla að hafa þetta svona við við- skiptavini sína. Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir af Skaga". Glœsileg raðhús til sölu á hornlóðinni við Sundlaugaveg og Laugalæk. I kjall- ara er stórt sjónvarpsherbergi .vinnuherbergi, geymsla o. fl. Á 1. hæð er dagstofa, borðstofa, eldhús með borðkrók, and- dyri, skáli og snyrting. Á 2. hæð eru 4 svefnherbergi, bað, þvottahús og gangur. Tvennar svalir. Bílskúrsréttur. Afhendast fokheld vorið 1971. Beðið eftir Veðdeildarláni. Teikning til sýnis á skrifstofunni. Opið til kl. 19 í dag. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvöldsími: 34231.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.