Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 5 Reynslunni ríkari af Ástralíudvöl... NÝLEGA er kominn heim til íslands Jóhann Helg-ason, hár- skeri, með konu sína og tvö börn, en fjölskyldan var bú- sett um tveggja ára skeið í Sidney í Ástralíu. Morgun- blaðið átti stutt spjall við Jó- hann, og spurði hann nánar um dvöl hans í Ástralíu. „Við flugum utan hinm 27. febrúar 1969 og héldum strax tiil Ástraílíu eftir fjögurra daga dvöl í London. Við hjónim þurftum að greiða 5 þúsund krónur, en fargjaidið vair ókeypis fyrir börnin. Ástæðan fyrir því að við fór- um utan var fyrst og fremst sú, að samdráttur var orðinn í iðn minini hér heima og þar af leiðandi erfiðieikar í fjár- málum. Þegar við komum á fliugvöllinn í Sidney ætluðum við upphaflega að búa fyrst í innf lytj endabúðum, en til þess kom þó ekki, sem betur fór, því að kunningi minn, sem ég hafði skrifazt á við, tók á móti okkur á flugvell- inum og fengum við inini hjá honum fyrst í stað. Seinna tókst mér svo að fá leigða íbúð í biokk, sem er auðveldara en að fá hús. Þar sem ég þekkti ekkeirt til í Sidn-ey lemtum við á versta stað í borginni — þar sem allt var yfirfullt af olíu- og málmverksmiðjum, og meng- unin svo mikill, að þvo þurfti gluggana að utan svo til dag- lega, svo að út um þá sæist. Fyrir íbúðina borgaði ég um 19 dollara eða 1900 krómur á viku. Þá var að fyl>»a þetta með húsgögnum, en peninga- ráðin ekki of mikil. Fórum við i stóra verzkin og keypt- um húsgögn á milliverði í stofu, svefnherbergi og eld- hús, og þetta kostaði, ef sjónvarpið er fráskilið, um 450 dollara eða um 45 þúsund krónur, en 670 dotlarta með vöxtum; 220 dollara þui-ftum við að greiða cingöngu í vexti. Tiltölulega fljótlega fékk ég starf í iðngrein minni, en rak mig brátt á það, að af þeim launum gat ég ekki liifað. Maður fær greidda í laun 55 dollara á viku áður en skatt- ur er frádreginn, enda mun hárskeraiðnin vera hvað verst launuð þama. ftalir og Grikk- ir einoka svo till alveg þessa iðngrein, svo og veitingastaði.. mjólkurbari og ávaxtaverzl- arár. Áströlsku hárskerasam- tökunium er hims vegar stjómað af innfæddum Ástr- aiíumönnium, en þeir fá ekk- ert við taxtana ráðið. Rétt áður en ég fór hækkaði t.a.m. klippingin úr dollara í 1,50, en Gri'kkiirnir og ítalimir höfðu Það að engu, heldur settu miða út í glugga, sem á stóð: „Klippingin enn á eiinn dollara.“ Þessu næst fékk ég mér vinnu í sápuverksmiðju. Þar var iágmarkskaupið fyrir 40 stundir um 4200 krónur á viku. Þetta var vakbavirma, en á næturvaktina bættist aðeins 25% álag miðað við venjulegt tímakaup. í milli- tíðinni fluftist ég í sama hverfi og verksmiðjan var, því að ég vildi vera sem næst vinmusfað. í húsaleigu þurfti ég að borga 2400 kr. á viku og þar af viku fyrirfram. Nokkmm mánuðum síðair fékk ég svo bréf frá leigj- andanum, þar sem leigan var hækkuð um 2 dali á vilku, auk þess sem krafizt var þriggja vikma fyrirfram- greiðslu till viðbótar. Fylgdi það bréfinu, að ég hefði viku- frest til að greiða þetta, amn- ars yrði ég að fara út og missti við það 50 daila trygg- imgu, sem leggja verður fram við leigutöku. Ég tók viinnuna í sápuverk- smiðjunmi fyrst og fremst vegna þess hversu mikið eir um bónusgreiðslur. Allar verksmiðjur greiða slíka bón- usa, því að kaupið er fyrir neðan allar hellur miðað við verðlag, en bónusinn getur numið allt að 10—15 dollur- um á viku eða 1000—1500 krónum. Þetta hefur í för með sér, að maður reynir að elta allar vaktir sem losna vegma veikinda eða einhvers annars, og þá er um að gera að þekkja verksfjóramm sem bezt, ef maður á að eiga von í að fá vaktina. Eftir þetta vann ég á „eyr- inni“. Vinnan þar var sú skásta sem ég komst í hvað snertir kaup. Þar fær maður 6400 krónur á viku fyrir 40 Jóhann Helgason Há húsaleiga, dýrar trygg- ingar og dýr matur miðað við kaup, segir Jóhann Helga- son eftir 2ja ára dvöl í Sidney með konu og 2 börn stundir og er þetta óbein vaktavinna, þannig að maður verður að vinna eftir því sem skipin koma inn. Fyrir nætur- vaktina er tvöfalt dagvkmu- kaup, en kvöHdvaktina eitt og hálft. Verðlagið í ÁstraMu var óhagstæðara en ég átti von á, þegar ég kom út. Ég hef áður vikið að húsaleigunni í blokk- um og í húsurn er hún um 30—45% dýrari. í úthverfum Sidney getur þú fengið keypt einbýlishús með um 150 þúsund króna útborgun. Hins vegar fylgir sá bögguiffl skammrifi, að þá er salerni algjörlega ófrágengið, og verður þú að sjá um þá hlið miálsins ásamt vatnslögniinni frá götu inn í húsið. Er kostn- aðurinn við þetta um 60 þús- umd króniur. En meðain verið er að safrua fyrir þessari upphæð, þurfa íbúaimir á eiinhvers konar náðhúsi að halda. Borg- aryfirvöld útvega þau og mundi sú smíði heita kamar á íslenzku. Stendur hamn venjulega fyrir framan elld- húsið, sem er bakhúsmegin. Kamarfatan er að vísu tæmd á hverjum morgni, en auðvit- að fer ekki hjá því að fatan taki að lykta áður en langt um líður og má fólk oft búa við þessar aðstæður 2-—3 ár áður en fengnir eru peningar fyrir vatnslögninnii. Tryggingar eru aliar reknar af einkafyrirtækjum, og kosta þær skildimgimm, ef þær eiga að vera góðar. Kumningi minn frá Svíþjóð, sem bjó í næstu íbúð við mig, fékk til að mynda að kenna á þessu. Hann og kona hans voru ný- komin tid Ástraliu. Var hún ófrísk og þurfti að taka bairn- ið með keisaraskurði. Hann var í fremur dýrri tryggingu, greiddi 3 dollara á vi’ku, eða um 1200 krónur á márnuði. Hrökk þetta heldur skammt því að aðgerðin, vikulega í sjúkrahúsimu og meðulin kost- aði alls um 550 Bandaríkja- doliara. Hann fékk 250 doli- ara endurgreidda frá trygg- ingunum en varð sjálfuir að greiða um 30 þúsund krónur. Matvæli eru einnig dýr. Góð nautasteik kostar um 90 sent pundið eða um 180 krón- ur kílóið. Maður getur fengið ódýrari steikur eða niður í 120 kr. kíióið af ódýrasta nautakjötinu. Sæmilleg kinda- læri kosta allt að 115 krónur og ávextir eru dýrari en maður bjóst við. Verð á fatn- aði er svipað og hér heima. Fiskur er mjög dýr og léleg- ur. Ástralíumenn hafa eðlilega fisk anman en við — minni og vatnskemndari, og þar af leið- andi bragðdaufari. Pundið af ódýrasta fiskimum kostar frá 50 upp í 75 krónur. Hiins veg- ar rakst ég á íslenzka síld eitt sinn í verzlum við aðal- götuna í hverfi því, sem ég bjó í. Hún var í stórri tré- tunmu, og gekk ég imn í verzl- uniraa til að forvitnast nánar um þetta. Kaupmaðurinn kvað þetta vera frá íslandi eða Noregi, en ég sá brátt á tunmunmi að hún var komin héðan að heiman. Kaupmað- urinn hafði aidrei séð sild fyrr, og var í fyrstu hálftreg- ur til að selja hana, þvi að hornuim fannst lyktin siterk og óttaðist að vairan væri ónýt. Ég fékk að kíkja í tunnuna, og komst að raun um að þetta var fyrirtaks síld. Keypti ég siðan eitt pund á 65 krónur en þótti það dýrt mið- að við þær upplýsingar, er ég veitti kaupmanmi um gæði vörunmar. Pundið af nýjum kartöfium kostair þetta um 8—10 sent, 9—10 krómur, en ef þær eru gamlar færðu gjaman 6 pund á 40 semt, sem varla teljast nein kostakjör. Jú, ég frétti af og þekkti tl nökkurra íslenzkra fjöl- skyldna í Sidney. Eftir því sem ég veit bezt verða bæði heimilisfaðirinn og húsmóðir- in að vinna úti tifl. að lifa bærilegu lífi, og verða því að senda böm sín á bairnaheimili. Ríkisbamavellimiir, sem svo eru nefndir, eru ekkert annað en áróður og blekking. Þeir eru að vísu til, en mjög fáir og þarf fólk að bíða eftir þvi í 2—3 ár að koma bamd sínu þar að. Kostar gæzlan um 2—3 dollara á viku. Þvi þurfa margir að leita tii kaþólsku kirkjunnar, sem rekur þama marga bamagæzluvelld — en gæzlan þar er mjög dýr, frá 6—10 dollurum á viku eða um 900—1000 krónur. Þar með er stór hluti af launum konuinnar farinn. Þó er alls ekki mikill mismunur á launum karla og kvenna; nokkuð er það þó mismunandi eftir störfum. í verksmiðjum munar kannski 10 dollurum á launum karla og kvenna fyrir utan bónus og oft á tíðum meira miðað við verkamenn. Kona mín vann á einka- gagnfræðaskóla, sem kaþólska kirkjan rekur. Hálft skólaárið kostaði við skóla þen-nan um 40 þúsund íslemzkar krónur, en í Ástralíu er skólaárið 8 mánuðir. Þetta er því óhemju dýr skóli, enda sóttu hann einungis efniaimannasynir. — Kona min vann í eldhúsi, sunnudaga og laugardaga 10 tíma í senn, og hafði hún um 3 þúsund krónur að frádregn- um sköttum. Ég tel mig reynslunni ríkari eftir þessa Ástralíudvöl mina. Þar gildir sama lögmálið og alls staðar annars staðar. Ef þú ert ókvæntur ertu alltaf sæmilega stæður, og ef þú ert kvæntur en bamlaus og konan vinnur úti, kemstu allt- af bærilega af. En fjölskyld- um get ég ekki ráðflagt að fara til Ástralíu — til þess eru tryggingar, húsnæði og matvæli of dýr og ólik því sem við eigum að venjast.“ Silungsrækt sem auka- búgrein á nokkuð í land Sagði í*ór Guðjónsson veiðimála stjóri í erindi á Búnaðarþingi ÞÓR Guðjónsson veiðimálastjóri flutti erindi á Búnaðar- þingi, þar sem liann fjallaði um veiðimál í íslenzkuni stöðuvötn- um á breiðum grundvelli. í er- indinu kom m.a. fram að stöðu- vötn á ísiandi eru tiltölulega fá miðað við legu landsins og mörg þeirra ófrjó vegna legn sinnar f landinu og hæðar yfir sjó. Þá skýrði veiðimálastjóri frá því að í sumar myndi nýr fiskifræðing- ur bætast við starfslið Velði- málastofnunarinnar, sem myndi sérstáklega linna að rannsókn- uni og tilraiinum og leiðlieining- um á sviði silungseldis í vötn- um. Stöðuvötn á Islandi eru ná- lega 1% af yfirborði landsins, eða um 1200 ferkílómetrar. Þar af eru aðeins 82 vötn meira en 1 ferkílómetri eða stærri sam- tals 654,2 ferkílómetrar. Smærri stöðuvötn 0,4 ferkílómetrar að meðaltali eru um 800 talsins sam tals um 320 ferkílómetrar. Önn- ur eru þaðan af minni. Veiðimáiastjóri sagði, að fisk- aukning í vötnunum yrði erfið í framkvæmd, vegna skorts á einföldum ráðum í þeim efnum og vegna kostnaðar. Helzt væri von um mikla aukningu með beinni fóðrun i þau. Hann taldi að silungsrækt, sem aukabúgrein ætti nokkuð í land og framan af aðeins möguleg við beztu skil- yrði. -Einnig sagði hann að sil- ungsveiði í vötnum gæti orðið verulega verðmætari eigendum, ef skipulag væri um veiðina, þau leigð til stangaveiði og aðbúnað- ur við þau yrði skapaður með skálabyggingu og vegagerð. Tók hann sem dæmi um þetta, veiði- félagið um Veiðivötn, sem hef- ur haft mjög gott eftirlit með veiðinni, takmarkað hana, frið- að vötn til skiptis, ræktað o.fl. Á sl. ári hefðu veiðzt þar 6600 silungar. Veiðimáiastjóri sagði einnig, að Eldisstöðin í Kollafirði hefði um árabil ræktað og selt bleikju- seiði til að sleppa i stöðuvötn og un'nið hefði verið að kynbótum svo og að finna upp ódýrt og kjarngott fóður fyrir silung og væri nú verið að gera sameigin- legar tilraunir hjá Veiðimála- stofnuninni og Rannsóknarstofn- un Sjávarútvegsins með fóður sem dr. Jónas Bjarnason fann upp. Hefur tilraunin gefið mjög góðan árangur, þótt hún sé enn á byrjunarstigi. Veiðimálastjóri ræddi einnig hin ýmsu skilyrði, sem taka þarf tillit til er eldis- geta stöðuvatna er rannsökuð og sagði að á komandi árum yrði lögð á rikari áherzla á slíkar rannsóknir. Að lokum lagði Þór Guðjóns- son áherzlu á leiðbeiningastarf- semi Veiðimálastofnunarinnar og bauð bændum og hvatti þá til samstarfs á sviði fiskræktar um leið og hann þakkaði Búnaðar- þingi góðan skilning þess og stuðning við uppbyggingu veiði- mála i landinu. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.