Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 Úr Hornaf jarðarreisu Ferðalang-ur, sem kemur til Hornafjarðar er ekki í vand ræðum með að velja sér dval arstað, þvi að þar er líklega glæsilegasta hótel landsins utan Reykjavíkur, Hótel Höfn. Ég hafði heyrt lýsing- ar á hótelinu og séð mynd af því, en aldrei látið mér detta til hugar að það væri eins glæsilegt og raun ber vitni, því að allt hótelið ut- an og innan, þjónusta og annað er fyrsta flokks. Nú er verið að leggja síðustu hönd á stækkun gistiálmu hótelsins og á að taka hana í notkun í júní og þá verður gistirými fyrir 66 næturgesti í 40 herbergjttm. Allt frá svít um niður í rúmgóð eins manns herbergi með og án baðs. Ég held að það sé ekki orðttm aukið að segja að þetta sé átak svo um mtinar í 900 manna þorpi. Eigendur og stjórnendur hótelsins eru þeir Þórhallur Dan Kristjánsson og Árni Stefánsson og ég hitti Þórhall að máli, þar sem hann var á kafi við vinnu í nýju álm- unni og bað hann að segja mér sögu hótelsins. — Við byrjuðum að byggja 4. október 1966 og lukum á 18 mánuðum við fyrsta hlut- ann, sem var gistirými fyrir 33 auk gestamóttöku og veit- ingasalar, sem tekur 130 manns í sæti. Nú í október s.l. byrjuðum við svo á við- byggingunni og hún á að FERÐAMANNATÍMINN STUTTUR — Já, ferðamannatiminn er í raun og veru ekki nema þrír mánuðir, en okkur hef- ur tekizt að brúa bilið, því að hér er mikið atvinnulif og hreyfing á fólki í sambandi við það, nú og svo höfum við einnig getað hlaupið undir bagga í sambandi við húsnæð isleysið á staðnum og haft hér aðkomufólk í fæði og hús næði og þannig var t.d. nýt- ingin hjá okkur á sl. ári um 58% fyrir allt árið. Auðvit- að er sumarið langstærsti tíminn hjá okkur og við þurft um að vera með allt að 33 herbergi úti í bæ sl. sumar. — Hvernig lítur út með næsta sumar? — Það er þegar komið gíf- urlega mifcið af pöntunum og t.d. er þegar upppantað fyr- ir 3 vikur og 15 herbergi að auki úti í bæ, þannig að við erum bjartsýnir. Þess má einnig geta að á túninu hér í kring er ágætis aðstaða til að tjalda og við höfum leitt þangað rennandi vatn. — Hvað verður hótelið stórt að flatarmáli, þegar við byggingin verður fullbúin? — Það verður 1430 fermetr ar á þremur hæðum, þar af 990 fermetrar undir gistirým ið, en einnig eru litlar setu- stofur á milli hæða, þar sem gestir geta slappað af og not ið fagurs útsýnis. — Er ekki hótelið mikil lyftistöng fyrir kauptúnið? — Það teljum við og einn- ig að mikilvægi þess hafi enn ekki komið fyllilega í ljós, því að ég hugsa að menn hafi ekki alveg áttað sig enn á þeirri þróun og auk inni þjónustustarfsemi, sem ferðamannastraumur tekur með sér. — Að lokum Þórhallur, hvað starfa margir við hótel- ið? — 1 vetur eru það 12 en í sumar líklega í kringum 20. Ég vil að lokum geta þess að an út 15 bátar. Útgerðar- mennimir Óskar Valdimars- son og ÁrsæM Guðjónsson eru búnir að gera út í sam- einingiu í rúm 23 ár og eiga nú tvo báta, Gissur Hvíta SF 55, sem er 70 lesta bát- ur og Gissur Hvíta SF 1, sem er 270 lesta stálskip. Ég hitti þá félaga niður í einni verbúðinni, þar sem þeir voru að ditta að lóðabelgj- um og öðru í sambandi við línuútgerð og spjallaði við þá um sjómennsku, útgerð og annað slíkt. Óskar var skipstjóri á Gissuri Hvíta þar til að hann fór í land fyrir þrem- ur ánim, er þeir fengu nýja skipið og þegar ég spurði hann hvort hann saknaði ekki sjómennskunnar svaraði hann því neitandi og sagðist telja það, að þegar menn væru komnir á miðjan aldur, væri kominn tími til að fara i land og láta yngri menn hér nú, er að koma upp ný- tízkulegum og góðum verbúð um, til að hægt sé að taka á móti öllu þessu fólki á mann sæmandi hátt. — Hér hefur verið mikill uppgangur á undanförnum ár um? — Já, og það liggur við að manni finnist þróunin hafa orðið of ör. Annars hlýtur tilkoma bræðslunnar að telj- ast eitt mikilvægasta sporið í framfaraátt hér um langt skeið. Homfirðingar voru búnir að berjaist fyirir þessu máli í 4 ár, til að hægt yrði að nýta að einhverju leyti þá síld, sem veiddist hérviðbæj- ardyrnar á hverju ári, en nú er verksmiðjan loksins kom- in og fögnum við því. VEL FARIÐ MEÐ FISKINN — Hvemig fara sjómenn al mennt með fiskinn núna? — Það er óhætt að segja Ólafur Björn Þorbjörnsson skipst jóri í löndunargall - anum. Hótel Höfn er glæsileg bygging. Ljósm. Mbl.-ihj. Þórhallur Dan Kristjánsson. verða fullbúin og tilbúin til gestamóttöku 15. júní n.k. — Þetta hlýtur að kosta dá lagiegan skilding? — Þessi áfangi er áætlaður á 7 milljónir og hef ég góð- ar vonir um að það standist. Þá verður heildarkostnaður- inn kominn upp í 22 milljón- ir. — Nú er stuttur ferða- mannatíminn hjá ykkur, er ekki reksturinn erfiður? Fiskurinn héð- an í gæðaf lokki hér er starfandi útlærður bryti, Birgir Ottósson og einnig þjónn, Viðar Þor- björnsson. VERBÚÐASPJALL Feiknalegur vöxtur hefur átt sér stáð í fiskiskipaflota Homfirðinga á sl. þremur ár- um og hafa 7 skipt bætzt við, þannig að nú eru gerðir það- 'm w :óa .w*. , ,> í Fallegur línufiskur í lestinni á Gissuri Hvíta. taka við. — Hvernig gengur útgerð- in? — Hún gengur bara sæmi- lega. Stóri báturinn er nú búinn að fá rúm 1600 tonn af loðnu og sá litli um 150 lest- ir á línuna. — Það hefur ýmislegt breytzt frá þvi að þið byrjuð- uð að fást við sjómennsku og síðan útgerð. — Það er ekki ofsögum af því sagt. Fyrsti báturinn, sem við keyptum var 19 tonn og kom frá Vestmannaeyjum. Síð an höfum við látið byggja þrjá og þeir hafa alltaf farið stækkandi. MIIÍIÐ AF AÐKOMUMÖNNUM — Er mikið af aðkomu- mönnum á bátunum hér? — Það segir sig sjálft. Héð an eru gerðir út 15 bátar og í þorpinu búa aðeins 900 manns, þannig að meirihlut- inn af mannskapnum er að- komumenn. Ég gæti trúað því að við hér getum mann- að 4—5 báta sjálfir. Eitt mesta nauðsynjamál okkar að yfirleitt sé farið mjög vel með hann. Það var um tíma hér áður fyrr, að margir litu á fiskinn eins og hálfgerðan skít og skapaðist ófremdar- ástand, einkum á stríðsárun- um, en það hefur nú ger- breytzt til batnaðar. Menn gæta þess að setja gogga að- eins í hausinn á fiskinum og t.d. kemur stingur ekki ná- lægt fiskinum um borð hjá okkur. Þegar landað er, er honum sópað í löndunarkass ann og látinn í aðra kassa, sem síðan fara i frystihúsið og þar kemur fiskurinn aldrei við jörðu. Við getum líka státað af þvi Hornfirð- ingar að framleiðslan úr frystihúsinu er í hæsta gæða flokki. — Nú er verið að moka upp loðnunni og hún fer nær öll í bræðslu. Hvað haldið þið að gerðist ef síldin kæmi aft- ur á miðin. Yrði bræðsluveið- um haldið áfram ? — Það er auðvitað ekki gott að segja um. Ef um mok veiði yrði að ræða, mætti bú- Framhald á bls. 13. títgerðarmennirnir Ársæll Guðjónsson og Óskar Valdi- marsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.