Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUN'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Hsraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakiö. NÝ STEFNA í LANDBÚNAÐARMÁLUM rír þingmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um Stofnlánadeild landbún- aðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, en fyrsti fhxtningsmaður er Pálmi Jónsson. Frumvarp þetta felur í sér mikilvægar breytingar á stefnunni í land- l únaðarmálum og er þess vert, að því sé gaumur gef- inn. Með frumvarpi þessu er horfið frá því stefnumarki að skipta og fjölga bújörðum í landinu. Hins vegar er Land- námi ríkisins falið frum- kvæði til áhrifa á hagfellda þróun byggðar í sveitum. í því efni er Landnáminu m.a. falin tillögugerð í samráði við aðra aðila um hagkvæmt skipulag byggðar. Þá er því veitt heimild til að veita fram lög til sameiningar jarða og getur það ákvæði haft veru- lega þýðingu. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að Land- námið geti synjað um fram- Iög og lán til endurbygginga á eyðijörðum, ef það telst treysta byggðina betur að ráðstafa þeim á annan hátt, t.d. sameina þær nágranna- jörðum. Landnáminu er veitt ur ráðstöfunarréttur yfir býlum, sem losna úr ábúð í byggðahverfum og loks er því veitt heimild til að veita sérstök framlög til að treysta búsetu á jörðum, sem þýð- ingarmikið telst að halda í byggð. Samkvæmt frumvarpi þessu er stofnun nýbýla ekki lengur meginmarkmið, og auknar kröfur eru gerðar til þess að stofnun nýbýla fáist viðurkennd. Ennfremur er gert ráð fyrir, að Land- námið hætti að rækta á- kveðna túnstærð fyrir hvert býli í byggðahverfum, og að öðru leyti að leggja þar í beinan kostnað við fram- kvæmdir, en til þeirra fór um skeið verulegur hluti af ráðstöfunarfé Landnámsins. Mikilvægt akvæði í frum- varpinu varðar kalskemmdir í túnum. Er þar lagt til, að tekin verði upp framlög til endurræktunar kalinna og skemmdra túna og einnig tímabundið framlag til græn- fóðurræktunar. Er hér um að ræða viðbrögð við áhrif- um af kólnandi veðurfari síð- ustu ára. Þýðingarmikið atriði í frumvarpinu er ákvæði um grænfóðurverksmiðjur. Er áætlað að veita eigi minna en 7,5 milljónir króna árlega til stofnunar þeirra á næstu árum. Með þessu ákvæði frumvarpsins er stefnt að því að auka og bæta innlenda fóðuröflun með það fyrir augum að spara innflutning kjarnfóðurs, og getur það að sjálfsögðu haft verulega þýðingu. Óhætt er að fullyrða, að meginstefna þessa frum- varps gengur í rétta átt. Eins og þróunin hefur verið á undanfömum árum er eðli- legra að efla þær byggðir og þau sveitabýli, þar sem hag- kvæmast er að reka búskap og þá m.a. með sameiningu jarða fremur en að skipta jörðum upp og fjölga búum. Þá er og augljóst, að kal- skemmdir í túnum á undan- förnum árum kalla á gagn- ráðstafanir, svo og stóraukin kj arnfóðumotkun. Því ber að fagna, að frum- varp þetta er fram komið. Enn hefur ekki reynt á það hvaða stuðning það hlýtur á Alþingi, en alla vega mun það verða tilefni til gagn- legra umræðna um stefnuna í landbúnaðarmálum yfir- leitt. Mengun frá Áburðarverksmiðjunni ll/f&ngun og náttúmvernd era að verða töfraorð nútímans. Fyrir nokkrum misseram vora þessi mál harla lítið til umræðu, en skyndilegur áhugi beggja megin Atlantshafsins í hin- um stóra iðnaðarríkjum, sem vöknuðu upp við vondan draum, hefur smitað út frá sér. Við íslendingar njótum þeirrar sérstöðu, að enn hef- ur ekki orðið verulegt tjón hérlendis af völdum meng- unar, og þess vegna erum við í sérstakri aðstöðu til að gera fyrirfram vamarráðstafanir sem duga. Segja má, að við sjáum mengunarmálið í hnotskurn í Áburðarverksmiðjunni. Nú hefur það verið upplýst, að hún dreifir um 500 tonnum af eiturefnum út í umhverfið á ári hverju og hefur gert um margra ára skeið. Áburðar- verksmiðjan er við bæjardyr höfuðborgarbúa, sem lengi hafa séð gulan reyk yfir verksmiðjunni, en það er ekki fyrr en mengunin kemst á dagskrá, sem menn fara að velta fyrir sér, hvort mengunarhætta geti stafað af rekstri Áburðarverksmiðj- unnar. ÞAÐ ERÍ SVÖH MARGT EFTIR ÓLA TYNES. „Að vera geirfugl' ÍSLENDINGAR eru geysimikil söfnuin- arþjóð, og það líður vart sá dagur að ekki sé verið að safna peninguim til einhverra hluta. Þetta eru yfirieitt merk mannúðanmálafni, og það er ís- lendinguim sjáifsagt til hróss, hversu vel þeir bregðast við, hvort sem verja skal auruniuim til að byggja lýð- háskóla í Skáihol'ti, eða reyna að bjarga mönmuim frá hungri niður í Pakistan. Þessa dagana, eins og alla aðra, standa yfir nokfcrar ’ safnanir og eru þó tvær miklu rruerfcastar. Anmaris vegar er verið að safna fé til að aðstoða bágstadda Is- lendimga í Ástralíu við að komast aftur heim, og hins vegar er verið að safna fé til að aðstoða fugl nokkuirn í Danmörku við að komast aftur til fóst- urj arðarinnar. Kostnaðurinn er í öfugu hlutfáBli við fjariægðimar, því það kostar ekki nema hálfa milljón eða svo að hjálpa löndum okkar, en hina vegar fæst fugíl- imn ekki til að snúa heim fyrir minna en tvær og hálfa millljón. Fugl þessi er hin mierkasta skepna, enda sagður meðalgott eintak af sinini ætt, og sá síðasti sem falur verður á almenníum markaði. Nánasti ættingi hans á Norðuiriöndum, liggur í spíra í dýrasafni í Kaúpmannahöfn, og líkar vistin svo vel að hanin mun eigi gefa kost á sér til íslandsferðar, enda Danir ólíkt fremri okkur í áfengisframleiðslu. Það er því ekki furða þótt ísllend- ingum renni blóðið til slkyldunnar, og þeir beiti ölkum brögðum til að fá hinin merka fugl til landsins, enda hafa við- brögðin verið stórkostleg. Ástralíusöifnuinin, sem hófst fyrir nokkrum vikum, hefur gengið nokfcuð vel, og í gær höfðu safnazt um 200 þús- und krónur. Geirfuglimn hafði þó held- ur betur í keppninni, jafnvel þótt hinir hefðu forskot, og í gær hafði verið raliað saman rúmri milljón í ferðasjóð hans. Strax og fréttist um vanda hans, tók síminn að hriimgja hjá helztu fuglafræð- ingum landsinis, og menn lofuðu hundruðum þúsuinda hver um aninan þveran. Ríkisstjómiin vildi ekki Mta sitt eftir liggja og samþykkti í snatri að allir, sem stuðluðu að því að þessi merkis- fugl kæmist til landsins skyldu fá gjöf sína frádregna frá skatti og jukust þá símhringinigarnar um allan helming. Eins og memn muna eru Nóbeilsverðllaun og aðrar viðurkenmingar sem ísilend— ingar hljóta undanþegnar skatti, og hefur ríkisstjómin því talið sig hafa þar nokkurt fordæmi. Fjölmiðlar hafa ekki látið sitt eiftir liggja, en í Morgumblaðinu annan marz er birt flennistór mynd af nánustu ætt- ingjum geirfuglisinis, sem viitað er um hér á landi, álku og langvíu. Myndin var tekin á bjargsylHu í Vestmanmaeyj- um og voru fugilarnir mjög gllaðlegir á svipinn, eins og búast mátti við, þegar þeir eiga í vændum að fá heiim lanlg- þráðan ættingja. Ekki las ég viðtalið við álkuna, sem með fylgdi, en hún hefuir þar sjálfsagt látið í ljós þakklæti fugla- byggðariininar fyrir örlæti og hjarta- gæzku íslendinga. Ölll blöðin birtu bituriega frásögn af dauða síðasta Geirfuglsins, en hann var myrtur á svívirðilegasta hátt árið 1844, og seldur fyrir eina áttatíu siltfurpen- inga, sem er fimmtíu betur en maður nokkur fékk fyrir mörguim árum. Al- þýðublaðið hóf 'krossiferð mikla, fiettd ofan af morðingjanum, birti af honum flennistóra mynd og rakiti ættir hans til dagsins í dag. Daginin eftir dró blaðið heldur í iand þar sem í Ijós kom að það hafði dæmit ramgan mamn, og brugðust ættingjar hans hinir verstu við, sögðu að hann hefði hvergi komið nærri. Mun Alþýðublaðið hafa í hyggju að leita hjálpar Scot'Iiand Yard, til að hafa upp á hinum rétta morðingja. En snúum okkur aftur að fjárm'álunum. Tvær og hálf miiljón, er hreint og beint hlægilega lítil upphæð fyrir þetta „privilegium", enda ætti það ekki að vera nema byrjunin. Við íslemdingar eig- um í vændum að endurheimta annan fjár sjóð frá Danaveldi á næstu árum, þar sem eru handritin. Yfir þau hefur verið reist glæsilegt hús, og við geturn vsirla boðið geirfuglinum upp á minna. Ég geri því að tillögu minni að við söfn- um nokkrum hundruðum milljóna í við- bót og reisum Geirfuglshús, þar sem fuigl- inn getur fengið að ríkja á gulli'nmi trónu, og að auk þess verði hann settur í skjaldarmerki okkar með öðrum land- vættum. Hugsið ykkuir, hvað það verðux mikill dýrðardagur, þegar leiguiþota frá SAS kemur með fjársjóðinn til Keflavíkur. Borgin fánum skrýdd, ölll skólabörm í fríi og ríkisstjómim ásamt sendiherrum er- lendra ríkja í móttöfcunefndijnni. Og þar verður auðvitað lögreg'luvörður eiins og þegar Skarðsbók sneri aftur, Skarðsbók sem var fyrir það mierkilegust að á henmi voru engin tanmaför, þar sem enginn íslemdinga hafði reyrut að éta þennan andlega fjársjóð, og var hún eitt af fáum ritum, sem sluppu svo vel. Stór- kostlegt, dásamlegt. Hverjum kemur þá í hug einhver fjölskylda úti í Ástralíu, langt langt í burbu? Það er miumur að vera uppstoppaður geirfugil, og það meira að segja meðalgott eintak. Fjárhagslegt tap hjá S.A.S. Nú verður að sjálfsögðu óhjákvæmilegt að kanna mjög rækilega, hvernig unnt verður að draga úr mengun- inni frá Áburðarverksmiðj- unni, en vafalaust eiga fleiri dæmi eftir að koma fram um mengunarhættu við bæjardyr okkar, sem við höfum ekki gert okkur grein fyrir fram til þessa. Ráðstefnan um mengunarmál hefur tvímæla- laust orðið til mikils gagns og vakið athygli almennings á ýmsum nýjum þáttum þessara mála. Kaupmannahöfn, 2. marz — NTB SAS mun tapa 930 milljónum danskra króna, ef Ove Guldberg, samgöngumálaráðherra, ákveður að hætta við áætlanir um fram- kvæmdir á Kastrup-flugvelli og afráðnar verða fjárfestingar- framkvæmdir á Salthólmanum, segir Kaupmannahafnarblaðið Politiken í dag. Hefur blaðið þetta eftir Johannes Nielsen, for- stjóra SAS, er flugmálanefnd þingsins kom í heimsókn út á Kastriip-fliigvöll í gær. „Tapið yrði meira en SAS fengi risið undir“ er haft eftir Nielsen forartjóra og sagði hann, að alger forsenda þess að SAS gæti fellt sig við Salthóllma- áætliunina væri að félagið gaeti flutt inn í fullbúnia flughö'fn árið 1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.