Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 í minningu um bræðurna Hjalta og Theodór Sigurbergssyni EKKI er ein báran stök, svo stuttur var tími sá er skildi milli lífs og dauða tveggja bræðra af fjórum, sem þau hjónin Ingveldur Guðmundsdótt- ir og Sigurbergur Hjaltason verða nú að sjá að baki og hafa alið upp með einstakri um- hyggju og ástúð tii að mæta misvindum maninllifsins. Þegar svo snöggt er höggvið á þá traustu bræðrakeðju, að nú eru eftir hirm fyrsti og síðasti hlekkur hennar þeir Valur og örn, veit ég að þeir reynast ekki eftirbátar bræðra sinna, sem þeir kveðja í dag með sárum trega ásamt nánustu ættingjum og ástvinum. Þeir snúa nú bök- um saman til enn meiri hjálpar foreldrum sinum til handa og skyldmennum hinna látnu fyrst og fremst, svo það geti orðið þeim öiUum huggun harmi gegn. Hálft annað ár var aldursmun- ur hinna látnu bræðra. Theodór fæddist 19. maí 1943 og var ný genginn í hjónaband er hann kveður þennan heim og lætur eftir sig eiginkonu og þriggja mánaða gamlan son, Sigurberg og stjúpdótfur þriggja ára. Hann heillast af sjónum þegar á ferm- ingaraldri og siglir þá með það fyrirheit að leiðarljósi, að ná seinna hærri réttindum er timi var til þess kominn og því tek- t Móðir okkar, Sigríður óladóttir, Tangagötu 10, Isafirði, lézt í Sjúkrahúsi ísafjarðar 2. marz. Mágnúsina Ólafsdóttir Ólafur Ólafsson Guðmundur Ólafsson Halldór Ólafsson. t Systir min, tengdamóðir og amma okkar, Anna Brynjólfsdóttir Hansen, Barónsstig 13, andaðist 2. marz. Unnur Brynjólfsdóttir Edda Guðmundsdóttir og sonarböm. t Eigiremaður minn, Sigurpáll Sigurðsson, Skúlagötu 54, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 2. marz. Sigríður Tómasdóttir. t Faðir okkar, Jóhannes Árnason, fyrrverandi bóndi, Gunnarsstöðum, Þistilfirði, verður jarðsettur föstudaginn 5. marz frá Svalbaröskirkju. Börn hins látna. ur hann stýrimiannapróf. Hann lifði ekki áratugi við það starf en feilaði aldrei þótt ungur væri að taka nákvæma stefnu milli Skers og báru á þeim skipum er hann réði sig á. Vair hann samfleytt í fjögur ár á Keflvik- ingi, en stýrði svo að sdðustu m.b. Ásgeiri Magnúsisyni. Mér hefur verið tjáð að Theodór heit- inn hafi bjangað manni frá drukknun, en komið fyrir hann sjálfan, að falla útbyrðis og sloppið naumlega frá því að gista hina votu gröf. Hjailti bróðir hans fæddist svo I þennan heim 21. nóvember 1944. Hann lærir tifl. jámsmíðar en að þvS námi löknu heiliast hann einnig af sjónium og lýk- ur prófi úr Vélstjóraskólanum en lætur að því loknu ekkert tefja sig frá því að sigla um höfin landa í miTli. Hann ræður sig því á Sambandsskip sem vélstjóri, þó svo hann viti það fyrirfram, að hann geti talið á fingrum annarar handar hvenær haim fær tækifæri til að heim- sækja heimili sitt á þannig far- kosti. Fékk hann þeim mun oft- ar að heyra vélarhávaða skips- ins og ölduganginn, sem sameig- inlega léku sína sjávarsinfóníu, ekki sízt þegar hann sjáifur hélt með styrkri hendi um tónsprot- ann og stjómaði. Það er skemmst að minnast þess, að á síðastliðnum jóium lagðist skip hans ekki að bryggju hér í höfn, en var látið staldra stutta stund fyrir utan innsigliniguna, svo að skipverj- ar þess urðu að láta sér nægja að horfa úr fjarska á höfuðborg þessa lands. Þegar svo loks af þeim fáu Skiptum, sem Hjalti heitinn fær tækifæri til að gista heimili sitt til tilhreytingar fyrir fáein- um dögum, fer hann í smá ferðalag með ungum sjómanni og skipsféiiaga, sem hefur þann endi, að þeir lenda í áfceyrsiu, sem kostar þá báða lifið. Því þykir manni sem oft og tíðum einkennileg tilviljun, þegar þeir sem allla sína starfs- tíma stunda sjómiennsfcu, skuli í stuttri landlegu farast af slys- förum. Hj alti heitinn, sem var ný trúlofaður, lætur eftir sig unn- ustu og þriggja vikna gamlan t Jarðarför mannsins mins, Böðvars Högnasonar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. marz kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Una Sigiirðardóttir. t Útför föður okkar, tengda- föður og afa, Jóns Jónssonar frá Mörk, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 6. marz kl. 10,30. Þórir .Tónsson Þóra Árnadóttir Bergdís Jónsdóttir Júlíiis Friðrlksson Guðjón Jónsson og barnaböm. Theodór son er hann hverfur á burt úr þessu jaæðneska lifi. Þessi miklu áföill verða nú til þess að eiginkona, svo og unn- usta, verða að sætta sig við að taka mótílæti mannílífsins með það fyrir augum, að sjá svo um með fyrirbæreum, að föðuriausu bömin dafni eftir beztu getu og fái það góða uppeldi, sem feður þeirra fengu. Þá geta þær borið höfuðið há/fct, þvi svo ófcrú- lega fljótt flýgur áfram ævi- stundin, að fyrr en varir fá þær að sjá 'áramigur erfiðis síns og syni þessarra efnisbræðra vaxa upp. Ég minnist þess, að móðir þeirra bræðra, Ingveldur Guð- mundsdóttir, haíði eins og fleiri sjómamnskonur, veg og vanda við að sjá um syni sina fjóra, þegar þeir hver af öðrum skutu upp koTOnum. Þetta varð hún að gera og gerði með eftir- minnilegum dugnaði, þar sem heimilisfaðirinn var öll þau ár til sjós á togurum — orðlagður atorkumaður og ósérhlífinm. Ég iget ekki látið staðar numið án þess að iáta í ljós traust til þeirra bræðranna Vals og Arnar. Báðir haifa þeir lagt út á menntabrautána. Valur, elztur bræðranna, lauk stúdents- prófi fyrir mokkrum árum og hefur notið góðs af því og kom- izt vel áfram í liifsbaráttunni. Yngsti bróðirinn Öm, kemur til með að Ijúka kennaraprófi að vori næstkomandi. Hann verð- sfculdar innan okkar heimilis milkið þakklæiti og það sökum þess að sonur minn og hann hafa ósiitið frá þvi þeir voru bamumigir haildið vináfctu sem bræður væru. Það fer senn að vora og haf- alda vetrarinis verður að bíða með að klaika reiða og þilför íslenzka flotans þann stutta tima sem Mýir vindar fara um þetta land okkar nyrzt í At- lantsihaÆi. Við hjónin og böm okkar sendum fyrrverandi sambýlis- fólki, þeim foreldrum hinna láitnu bræðra og eftirliifandi bömium þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur, svo og nánustu skyldmennum, sem eiga svo sárt um að binda, með þeirri ósk, að styrkur Guðs, sem öllu ræður, hjálpi þeton að sefa harminn. Kristinn Magnússon. NOKKUK KVEÐJUORÐ 1 dag verða til moldar born- ir, bræðurnir Theodór og Hjalti Sigurbergssynir, sem með svo sorglegum hætti létust báðir þann 24. febrúar. Hver hefði Þökkum inmilega auðsýnda samúð ðg vinariiug við and- lát og úrbför eiginmanns mins, föður, tengdoföður og afa Elíasar H. Stefánssonar. Ingunn Bjarnadóttlr, börn, tengdabörn og barnaböm. Hjalti trúað þvi daginn áður, að þess- ir ungu og hamingjusömu menn, sem framtíðin virtist brosa við, ættu eftir að kveðja svo snögg- lega þennan heim. Það er þung- ur harmur kveðinn að fjölskyld um þeirra. Hinni ungu eig- inkonu og 3ja mánaða syni Theodórs, unnustu og 3ja vikna syni Hjalta, foreldrum þeirra og bræðrum. Bið ég góðan guð, að styrkja þau öll í þessari miklu raun. Man ég vel, þá er ég fyrst sá þá bræður fyrir 25 árum síð- an, en þá var Hjalti ársgamall og Theodór 3ja ára. Fluttumst við hjónin þá í sama hús og for- eldrar þeirra. Höfum við búið I sambýli með þeim æ síðan. I gegnum öll þessi ár höfum við fylgzt með æsku þeirra og upp- vaxtarárum og séð þá verða að mætum mönnum. Þeir voru ein- staklega prúðir í framkomu og góðlyndir báðir tveir, og vegna þessara góðu eiginleika þeirra áttu þeir marga vini sem sárt munu sakria þeirra. Dætur okk- ar munu ávallt minnast þeirra með hlýju, sem góðra vina og leikfélaga í æsku. Vil ég með þessum fátæklegu orðum, mega þakka þeim bræðr- um fyrir þá innilegu hlýju og vinarhug, sem við ÖU fundum svo vel hjá þeim. Minningin um þá mun lifa björt og fögur meðal okkar allra. Ástvinum þeirra öllum flyt ég okkar innilegustu samúðarkveðj ur. Hulda Vietorsdóttir. Mitt í lifi erum vér umvafðir með dauða stendur í þúsund ára gömlum latneskum sálmi. Fyrir tiltölu- lega fáum árum uxu bræðurnir Theodór og Hjalti Sigurbergs- synir upp hér, á Viðimel 21, eins og fíflar í túni. Haustíð virtist vera þeim svo viðs f jarri. En á sama sólarhringnum slökkti andgustur dauðans hinn skæra og glaða lífsloga, og er það kunnara af fréttum en frá þurfi að segja ýtarlegar. Hvor- ugur bræðranna náði þritugs- aldri. Báðir láta þeir eftir sig konur og börn. Hinir mætu for- eldrar þeirra: frú Ingveldur Guðmundsdóttir og Sigurbergur Hjaltason — bæði af vestfirzku bergi brotin — fluttust að visu héðan á Meistaravelli 7 fyrir nokkrum árum ásamt sonum sínum fjórum. En skammt er á milli þessara staða. Og ég fylgd- ist með bræðrunum, vissi, að þeir luku námi og urðu nýtir menn á skipaflotanum. Ég finn algeran vanmátt orða minna gagnvart ótímabærum dauða þessara ungu, hraustu manna. Foreldrum þeirra votta ég samúð og sizt hefði ég óskað þeim andstreymis af neinu tagi eftir margra ára góða kynningu og hjálpfýsi i okkar garð á Víði- mel 21. Bræðurna látnu kveð ég síð- an með ljóðlínum skáldsins frá Hvítadal: Er Hel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers í sjálfum mér. Einar Guðmundsson. Jón Þorleifur Jóhann- esson fyrrum bóndi á Kjalveg — Minning Fæddur 25. marz 1885. Dáinn 24. febrúar 1971. Hinn 24. febrúar síðastliðinn andaðist á Sjúkrahúsinu i Stykkishólmi Jón Þorleifur Jó- hannesson, fyrrum bóndi á Kjal veg í Neshreppi utan Ennis í Snæfellsnessýslu, en nú síðast verkamaður til heimilis að Enn- isbraut 18, í Ólafsvik. Mig langar til að minnast þessa mæta manns, vinar og sam starfsmanns, með nokkrum orð- um í dag, þegar líkami hans látinn, er til moldar borinn í Ingjaldshólskirkjugarði. Jón Þorleifur Jóhannesson var fæddur að Görðum í Ber- vík hinn 25. marz 1885 og var hann þannig fullra 85 ára gam- all er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jónsson, og Ingibjörg Pétursdóttir, er þar bjuggu þá. Þau voru bæði af sterkum og traustum bændaættum af Snæ- fellsnesi. Bændur á utanverðu Snæfellsnesi hafa um aldaskeið bæði verið sveitabændur og út- vegsbændur, og þvi verið dugn- aðarmenn bæði við landbúnaðar störf og sjóvinnu. Þessa erfða- Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur og fóstursystur okkar INGIBJARGAR NIELSEN frá Neðra-Hreppi. Elka Jónsdóttir, Jón G. Jónsson, Ingigerður G. Jónsdóttir, Hansína Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.