Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 11 Maður líttu þér nær Kristinn Skæringsson, skógarvörður: Fátt heyrist talað meira um nú síðustu mánuði, en mengun og náttúruspjöll í ýmsum mynd- um. Ekki er nema gott um það að segja, að þessir hlutir séu tekn- ir réttum tökum. Sjálfsagt er þó að varast i ákefð augnabliks- ins að mála hlutina of sterkum litum. Það er engu máli til fram- dráttar, þegar fram í sækir. En það sem mig langar nú til að vekja máls á er einn, ekki veigalítill liður í vernd okkar lands, og það hér i næsta ná- grenni, þ.e.a.s. næsta nágrenn þéttbýlisins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavík. Hér í nágrenninu hefur gróð- ur látði stórlega é sjá nú síð- ustu árin, og fyrirsjáanlegt, að eitthvað raunhæft verður að gera til bóta, ef ekki á að láta gróður og jarðveg smám saman hverfa alveg. í>ó skal strax bent á undantekningar. Fytir fríun- tak nokkurra framsýnna manna er þó um eina verulega gróður- vin að ræða í nágrenninu og þar á ég við friðland Reykja víkurborgar, Heiðmörk, land spildu úr landi Elliðavatns, Hólms Vatnsenda og Garða á Álftanesi Ráðamenn Rvíkurborgar o.fl. munu um langa framtið hljóta lof fyrir það framtak að friða þessi lönd. íbúum höfuðborgar- innar er það ómetanlegt að eiga þetta friðland, til frjálsra af- nota að sumarlagi. Einnig er vert að geta sumar- bústaðalanda ýmsra gróðurunn- enda i nágrenni Hafnarfjarð- ar og Reykjavikur, auk þess þrjú myndarleg friðunar- og ræktunarsvæði Skógræktarfé- lags Hafnarf jarðar.. Hér hef ég minnzt á undan- tekningarnar, sem eru það eina sýnilega, sem gefur von um, hvernig bjarga megi vissum svæðum í nágrenninu með al- gjörri friðun. ★ Sé leitað nokkru lengra blas- ir við hin sama hrömun á gróðri, hvort sem farið er með Undirhlíðum sunnanverðum, eða Sveifluhálsi og suður í Krísu- vik og Reykjanesskagi allur. Suður í Keflavik og nágranna- bæjum þar syðra hafa þó bæjar- félögin spyrnt við fótum og bundizt samtökum um eina alls- herjar girðingu, til varnar heima löndum. Girðing þess á að liggja þvert ytfir nesið frá Voga- stapa í Ósabotna í Höfnum, þ.e.a.s. Rosmhvalsnesið verður alfriðað, og hugmyndin að græða það upp, svo sem verða má. Nú þegar er raunar byrjað á uppgræðslu milli Garðs — Keflavikur, og virðist ætla að heppnast prýðilega. Þegar heiðalönd Mosfellssveit ar, Kjalarness og Kjósar eru skoðuð er sama máli að gegna, þeim hefir verið ofgert á stór- um svæðum, en ég mun ekki rekja það nánar að sinni. Þó get ég ekki látið hjá liða að minn- ast á svæðið upp af Mosfellsdal samhliða Þingvallavegi. Það svæði er í bráðri hættu, vegna gengdarlauss ágangs búfjár. Hluti þess mun þó eiga að heita afgirtir sumarhagar, en sl. sum- ar var raun að því að horfa á meðferð þess sökum ofbeitar. Heiðalönd Þingvallasveitar, Grafningshrepps og hreppanna, borgar og bæja hér vestan fjalla ná saman á Mosfellsheiði, og segja mér kunnugir, að háheið- inni og Hengilsvæðinu hafi stór- lega hrakað gróðurfarslega. Sé hugað að heimalöndum Þingvallasveitar, og þó einkum Grafnings er um hreina örtröð að ræða, svo að lengra verður vart gengið. ★ Ég ætla aðein.s að nefna örfá dæmi þessu til stuðnings: Þing- vallaþjóðgarður, er friðaður var með lögum 1930, var á sín- um tíma afmarkaður að hluta með girðingu. Þessi girðing var að vissu leyti af vanefnum gerð, og þar af leiðandi viðhaldsfrek, og nú síðustu árin ekki haldið fénaði, að minnsta kosti á viss- um árstímum, og þvl ekki þjón- að sinu hlutverki sem skyldi. Þannig, að hafi snjóað snemma á hausti, og frjósi og fyllist í grindahliðin, og þarf ekki til, þá Kristinn Skæringsson. furðu má gegna. Þar, í þessu annars dásamlega umhverfi af náttúrunnar hendi, getur að líta bæði sléttlendi og hliðar rótnag- aðar og á góðri leið með að blása upp. Sömu sögu er að segja með kjarrið í hrauni og hlíðum, víða aðeins berir fnjóskamir eftir. Einnig má ætla, að vegagerðar- menn og ökuþórar hafi notað þetta svæði til annarlegra til- rauna. Þeim er kannski vork- unn, hafi þeir séð hvernig land- ið er að eyðast, og þvi hver sið- astur að afreka eitthvað. Lönd annarra jarða í Grafn- ingshreppi eru sjáanlega í bráðri hættu, aðeins tímaspursmál hve- nær virkilega sverfur að. Haga- víkurlandið er það eina, sem gleður augað, og er augljós vís- bending um, hvernig fram- kvæma megi arðbæra hluti án gróðurráns. ★ Ég ætla ekki að taka fyrir stærra svæði en ég hefi þegar gert. En á það má benda, að sams konar hlutir eru að gerast víða á Suðurlandi. Sumum kann að finnast ég Bofabörð, sem víðigróður hefur náð að festa rætur í eftir frið- un. Fremst á myndinni hefur landið blásið niður í urð. að ræða úrbætur, ef til vill ein- hverjum til leiðbeiningar. Þá er eðlilegast að spyrja fyrst um orsakir. Þær eru veð- urfarslegar að nokkru og við það er ekki hægt að ráða, en þó fremur vegna ágangs búfjár á hafa hungraðir ferfætlingar komizt þar inn í hundraða tali og gengið lausir um svæðið, svo að liggur við örtrðð á stöku stað. Gripir þessir virðast ekki hafa valdið eigendum sínum áihyggj- um allt fram að desemberlokum. Þarna hefir þjóðgarðsvörður átt við ofurefli að etja sem von er, meðan þetta ástand ríkir. Fyrir nokkrum árum var horfið að því ráði að banna allt samkomu- hald innan hins afmarkaða svæð is, og var það vonum seinna. Þar má enn lita ógróin sár. Nú nokkur síðari ár hefir verið sam komustaður á næstu grösum við friðaða svæðið, sem virðist nú ekki vera sérlega hentugur, landþrengsli og mæðir umferð öll þungt á nábýlinu. Ráðamenn þess félagsskapar þurfa að gæta sín vel, ef ekki á illa að fara gróðurfarslega. Eðlilegast hefði þó verið, að samkomusvæði þetta yrði innan væntanlegrar stækkunar þjóð- garðsins, og lagt niður sem slíkt. Sé farið með Þingvallavatni að vestanverðu er gróðurinn rýrðarlegur utan víggirðinga bænda og sumarbústaðaeigenda, en lönd þeirra margra í Skála- brekku og Heiðarbæjarlönd- um eru mörg aðdáunarverð. Er kemur niður i Grafninginn fer gróðri ört hrakandi og nefni ég þar einkum lönd Nesja- og Nesjavalla. Þar hefir gróðureyð ingin orðið svo geigvænleg, að Uppblastur í algleymlngl. hafa notað dökku litina í um- sögninni um suðvesturlandið. En svo er ekki, þessum málum hefur ekki verið nægliega sinnt, og þörf bóta hið fyrsta. En til þess að sýna ekki eingöngu fram á brestina langar mig til svæðinu sem er auðvelt að tak- marka. Þetta svæði ber ekki þennan geysilega fjárþunga síð- asta áratugs. Veðurfar hefir á ýmsan hátt háð gróðri siðustu árin, og því sjálfsagt að taka það með í reikninginn, en þar af leiðir að létta verður áiaginu á landið. Hér á Reykjanesskaga og höf- uðborgarsvæðinu eru tiltöhúega fá lögbýli, en fénaðarfjöldi, bæði kindur og hross, í röngu h’ut-. falli við fjölda þeirra. Eigendur þess fénaðar, sem lögbýlisbændur ekki eiga, eru margir svokallaðir landleysingj- ar, sem hafa yndi af að umgang ast skepnur, og láir þeim það enginn. En þéttbýlismaðurinn þyrfti þó að átta sig á því, að þéttbýlisvera hans útilokar hann frá ýmsu, sem dreifbýlið gerir ekki. Nokkrir eru þó hér á þéttbýl- issvæðinu, sem eiga landskika, og hirða fénað sinn vel, og vilja ógjarnan, að hann oftaki neitt. Ég heytri æ oftar á það minnzt af forráðámönnum nærliggjandi sveitafélaga, að þeir búizt jafn- vel við þvi, að fénaði sport- manna eigi eftir að fjölga veru- lega. Ef til vill er ætlun þeirra að gera eitthvað raunhæft fljót- lega til að firra vandræðum af ágangi fénaðar nágrannabæja. Þeir telja sig raunar hafa verið of andvaralausa fram að þessu. ★ Einnig vil ég skjóta hér inn i, að ýmsir eigendur ferfætling- anna eru mjög trassafengnir um hirðingu þeirra. Dæmi eru til að smala hefir þurft sömu skepn- unum margsinnis af afrétti sama haustið, og það eftir að lögleg- um frjálsræðistima þeirra er lok ið ár hvert. Síðan eru svo allir dæmdir eftir þeim trassafengnu, og fá þar af leiðandi ekki jafn góða fyrirgreiðslu, og þeir þyrftu hjá sveitar- og bæjarfé- Framhald á bls. 18 þarf ehlti aO sitja hcima Konan þarf ekki að sitja heima, þegar eiginmaðurinn flýgur með Flugfélaginu í viðskiptaerindum. Hún borgar bara hálft fargjald - það gerir fjölskylduafslátturinn. Þegar fjölskyldan ferðast saman, greiðir einn fullt gjald - allir hinir hálft. Fjölskylduafsláttur gildir allt árið innan- Iands og 1. nóv. - 31. marz til Norður- landa og Bretlands. Veitið konu yðar hvíld og 50% afsláttur FLUCFELACISLAJVDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.