Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 17 Engar kosningar i heimin- um komast í hálfkvisti við kosningar á Indlandi. í kosn- ingum þeim, sem nú eru hafn ar i landinu og standa I 11 daga, eru 270 milljónir manna yfir 21 árs aldri á kjörskrá samkvæmt manntali. Sú tala er álíka há og mannfjöldi Ev rópu, en þó hafa kaerur bor- izt um að þúsundir manna vanti á kjörskrá, jafnvel íbúa heilla byggðarlaga, þar sem manntal sé ófullkomið. Alls eru 2.750 frambjóð- endur frá 32 stjórnmála- flokkum í kjöri, þar af marg- ir óháðir, en þingsætin eru 518. Kjörstaðir eru 350.000 talsins og milljónir embættis- manna vinna við kosningarn- ar. Prentaðir atkvæðaseðlar vega 900 lestir. Kostnaður rík isins af kosningunum nemur 1680 milljónum íslenzkra króna. í>ar við bætist sá kostnaður, sem frambjóðend- Frú Gandhi á kosningaferðal agi. Kosningarnar á Indlandi ur verða að greiða, en lögum samkvæmt má hver einstak- ur frambjóðandi ekki verja hærri upphæð en 300.000 ís- lenzkum krónum til kosning- anna, annars á hann á hættu að vera sviptur kjörgengi. Fullyrt er, að ýmsir fram- bjóðendur virði þetta ákvæði að vettugi, verji miklu meira fé til kosningabaráttunnar og múti kjósendum, en slikt er erfitt að sanna eða afsanna. Auk þess er algengt, að kjós- inn undir forsæti Morarji De sai, 65. • Swatrantaflokkurinn íhaldssamur flokkur studdur af furstum og iðjuhöldum, undir forystu M. R. Masani, 35. • Jan Sangh-flokkurinn, flokkur hindískra þjóðernis- sinna, 33. • Samyutka-sósíalista- flokkurinn, 17. • DMK, flokkur frá Madr- as, 24. gerðar, en eftir kosningabar- áttunni að dæma virðist hún ekki þurfa að óttast að glata völdunum. Hún er eini ind- verski stjórnmálamaðurinn, sem nýtur verulegrar hylli meðal kjósenda og virðist að minnsta kosti örugg um að geta haldið þingfylgi sinu óskertu. En stjórn frú Gandhi hefur verið fallvölt siðan Kongress flokkurinn klofnaði fyrir rúmu ári og styrk og ötul stjórn er það sem hún kepp ir að. Alls konar hrossakaup hafa sett svip sinn á ind- versk stjórnmál á undanförn- um árum og frú Gandhi hef- ur neyðzt til þess að ganga að kröfum lítilla dreifbýlis- flokka, vinstri flokka og jafn vel kommúnista. Frú Gandhi sækist eftir ótviræðri trausts yfirlýsingu frá þjóðinni til þess að geta stjórnað alger- lega eftir sínu eigin höfði án þess að þurfa stöðugt að treyista á pólitisk hrossakaup. Frú Gandhi ákvað að rjúfa þing og efna til kosninganna i desember siðastliðnum þeg- ar frumvarp þennar á þingi um að binda enda á greiðslur rikisins á lífeyri til handa furstum landsins náði ekkl fram að ganga. Að dómi kunn ugra átti hún ekki annars út kosti en að efna til kosninga vegna þeirra erfiðleika sem hún hefur átt við að glíma, þar sem hún hefur ekki haft þingmeirihluta eftir klofning- inn í Kongressflokknum. Margar mikilsverðar ákvarð- anir háfa verið lagðar á hill- una og þau tröllauknu vanda mál, sem bíða úrlausnar hafa sífellt orðið torleystari. • ALMENN LOFORÐ 1 kosningabaráttunni hefur frú Gandhi lagt hvað mesta áherzlu á að hún beri Tiag hins venjulega manns fyrir brjósti. Hún hefur veitzt harkalega gegn Gamla Kong ressflokknum, Swatranta- flokknum og Jan Sangh, sem hafa myndað með sér banda- lag, og sagt þá berjast fyrir hagsmunum auðjöfra og furst anna. Hún hefur sagt í kosn ingaræðum að meginmarkmið Nýja Kongressflokksins sé að binda enda á efnahagslegt, þjóðfélagslegt og pólitískt arð rán með því að breikka grundvöll efnahagslífsins þar til fullnægt verði öllum þörf- um allra Indverja og Ind- land verði raunverulega frjálst. Árásir hennar á Gamla Kongressflokkinn, sem hún kallar „syndikatið", virð ast hafa verið vinsælar. „Syndikatið eru fáeinir öld- ungar, sem vilja engu breyta,“ segir hún. Hún hefur einkum beint máli sínu til kvenfólksins og unga fólks- ins, láglaunafólks og óæðri stétta, ekki sizt hinna ósnert- anlegu. Yfirlýsingar frú Gandhi hafa annars verið svo almenn eðlis, að ekki er ljóst hvernig hún muni reyna að leysa þau vandamál Indlands. Hún hef- ur forðazt áþreifanlegar til- lögur til þess að tryggja sér sem víðtækastan stuðning, en þó tekizt að sannfæra fólk um að hún fyiigi róttækri stefnu. Andstæðingar frú Gandhi hafa heldur ekki markað skýra stefnu i kosningabar- áttunni. Hægrimenn hafa bor- Framhald á bls. 18. ^%%%%%%%%%%%%%%%%%%%4\4t%%%%4t%%%%to%%%® Á gagnvegum Morarji Desai, foringi Gamla KongressflokUsins. endur taki við mútum frá einum frambjóðanda og kjósi siðan annan. Kosningarnar eru leynilegar svo að engin leið er að komast að hinu sanna, og nokkrir frambjóð- endur hafa sagt við kjósend- ur: „Takið við öllum mútum, sem ykkur eru boðnar, en kjósið mig.“ Á fráfarandi þingi skiptust þingsæti milli flokkanna sem hér segir: • Nýi Kongressflokkur- inn, flokkur frú Indíru Gandhi forsætisráðherra, 228 þingsæti. • Gamli Kongressflokkur- M. R. Masani, foringi Swatranta-flokksins. • Kommúnistaflokkurinn, Moskvusinnar, 24. • Maosinnar, 19. % Praja-sósíallistar, 15. • Samtök óháðra, 25. • BKD, flokkur Hindú- fylkjanna, 10. • Aðrir, 25. FÆR HCN MEIRIHLUTA? Frú Gandhi forsætisráð- herra keppir að því í þessum kosningum að vinna hreinan meirihluta á þingi. Til þess þarf hún að fá 261 þingsæti og hún verður því að bæta við sig 33 þingsætum. Engar skoðanakannanir hafa verið EFTIR SVERRI HERMANNSSON. ÞAÐ er kannSki að bera í bakkafullan lækinn að orðfæra Laxármál og vara- samt. Höfundur þessa grednaxikorns fær þó ekki orða bundizt vegna greinar Bjartmars Guðmundssonar, alþingia- manns, sem birtist í Morguntolaðinu hinn 27. febrúar 3l. og ber af öðru sem rætt hefir verið og ritað um þau mál. Einnegin af því sem hér er ekki um einkamál Þimgeyinga og Eyfirðinga að teflla, heldur mál sem okfaur hinum kemur náfavæm'l'ega við. Og til viðbótar, að margur er í þessu brumi sjódauður á land dreginn og er þessum sem þetta litla skriif saman setur ekki vandara um en hinum. Eru þar í bland Sjöundár- menn og Sumarhúsa, og þykir að vísu ýmsum nóg troðið, einis og Jóni Hregg- viðssyni undir hangamum forðum. Tvær eru ástæður þess aðaltega að landsmönnum öfflium koma þessi mál beinlíniis við, og eru í hvorutveggja mikiil lærdómur: 1 fyrra lagi vegna þess, að Laxárbændur haifa með áræði sínu komið í veg fyrir að reilfanistokks- menn hagi sér í framtíðinná að geðþótta sínum, og í síðara lagi vegna þess, að aðrir, sem kunrna að komast í tæri við slíkt, vita að ekki á að haga málafylgju til þrautar á borð við þá bændur, og er í þessu engin þversögn, svo sem greinillega má sjá í skrifum Bjartmars á Sandi. Eitt þykir þó utangarðsmönnum verst og það er ef heilir landsfjórðumgar að kallla hætta að gæta sóma síns. Auð- véldar er að fyrirgefa mönnum raf- magns og reiknistöklks en örðugt Þing- eyingum. Það er brýn nauðsyn, að báð- ir aðilar í máli þessu geri sér þess fulla grein, að við borð lilggur að þeir glati virðingu sinni í augum okkar hinna. Sem betur fler er máluii* ekki enn svo komið, og sýnir það út af fyrir sig lang- lundargeð. Það fler ekki milii mála, að nú stendur upp á Laxárbændur eftir því sem segir í grein Bjartmars á Sandi og allir sannigjamir menn sjá í hendi sér að trúa má. Upplýst hefir verið að í boði kunni að vera orka till vihkjunar á Auistur- landi meiri og hagkvæmari en dæmi eru tll um amnars staðar í landinu. Rannsóknir eru hafnar fyrir nokkru og standa vonir till að rætiist spádómar manna í þessu efni. Deilan uim virfajuin Laítár hefir fært mönnum heim sann- inn uim að eklki má fara rasandi að slikum framkvæmdum. Til þess eru vitin að varast þau. Á hirun bóginn skal því máli fylgt flram af fudlu afli og ti'l þess keypt fjármagn af öðrum löndum ef þarf, en öllurn aðilum frá öndverðu á það ben't að vera við því búnir og beðnir um að draga lærdóma af vinmu- brögðunum við Laxá, í trauisti þess, að nú bregði til hims betra um sættir. Ef hið nýja framlag Bjartmars Guð- mundssonar verður ekki til þess að menn gangi að sáttaborði, þá eigast þeir einir við í þrætumáli þessu að hvorfai viit né sanngirni fá hjálpað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.